Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Ég fæ skýrslu um skemmtanahald Ekki skil ég hvers vegna verslunarmannahelgin er kölluð verslun- armannahelgi. Ég veit ekki betur en allir hafi frí um þá helgi, nema hún Jóna frænka mín sem vinnur í búð hérna á horninu og ef það er ekki verslun þá veit ég ekki hvað ég heiti sjálfur. En látum svo vera. Mér finnst annars alltaf svo merkilegt hvað íslendingar eru ánægðir með þessa helgi sína. Það var allt í lagi, segja þeir, bara svona fimmtíu árekstrar. Það var allt í sómanum, segja þeir, bara tvær nauðganir. Unglingarnir höguðu sér hlutfallslega vel, segja þeir, það voru bara fjögur hundruð sem þurftu að binda um meiðsli sín. Margir þurftu þess bara vegna þess að þeir fengu svona spark í andlitið, þeir hafa víst eitthvað legið vel við sparki, krakkagreyin. Ég er stundum að hugsa hvort þetta stafi ekki af því, að þessi mesta ferðahelgi ársins er höfð til þess að menn gleymi hverjir þeir eru og það finnst þeim svo stórkostlegt, að eftir á að hyggja hlýtur það að hafa verið unaðslegt. Maður getur ekki verið þekktur fyrir að skemmta sér ekki. Ég fór ekki neitt um helgina enda gamall orðinn og latur, en hann Nonni litli frændi minn, sem er sextán ára, hann fékk lánaðan sumar- bústaðinn sem við systkinin eigum saman fyrir austan fjall. Hann fór þangað með félögum sínum, greyskinnið. Þetta er svona ungt og leikur sér. Það var ofsalega gaman frændi, sagði hann, þegar ég hitti hann í gær. Fínir krakkar maður og stuð. Það þykir mér vænt um að heyra Nonni, sagði ég. Og var enginn fullur? Ekkert að ráði, sagði hann. Við vorum bara með einn kassa. Einn kassa af bjór? spurði ég. Nei, sagði hann, af brennivíni. Maður er ekki alltaf að skemmta sér úti í náttúrunni. Og engin læti segirðu? Ja, fyrst hljóp einhver andskotinn í hann Denna, einhver kraftadella, svo hann sleit upp trén sem þið settuð niður í hitteðfyrra. Hann lætur svona hann Denni. Jæja, sagði ég. Og gerðist nokkuð fleira? Nei, þetta var allt í lagi, sagði Nonni. Nema Stína varð eitthvað svo hewí strax, þetta er hænuhaus maður. Hún bara dó. Dó segirðu? Já. Svo vildu þeir Baddi og Geiri og Gummi allir hópa hana í einu og hún svona út úr heiminum. Það var ofsalega fyndið. Ertu að segja að þeir hafi nauðgað stúlkunni drengur? spurði ég. Nei eiginlega ekki, þeir gátu ekki komiö sér saman um það hver ætti að byrja, sagöi Nonni. Svo þeir fóru bara að slást með allt útbyrðis og svona. Og þú hefur stillt til friðar? sagði ég. Nei, hva maður, þetta var ofsafjör. Baddi sparkaði í kjammann á Geira og hann skekktist eitthvað og Geiri beit hann í eyrað og svo hjóluðu þeir báðir í Gumma og rotuðu hann með sjónvarpstækinu. Skelltu því bara ofan á skallann á honum. Svaka blóðgusur út um allt, ofsalega töff fílingur, skal ég segja þér. Þurfti ekki að ná í lækni? spurði ég. Nei, hva mar, þetta var ekkert, allt í lagi svoleiðis. Og hvað svo? spurði ég. Og hvað svo ? hváði Nonni. Já, sagði ég. Ja, svo fengum við okkur meira, þaö var nóg að drekka, ekkert próblem með það. Og svo kom Denni með lamb sem hafði fest sig í girðingunni þarna hjá ykkur, svo við skárum það og ætluðum að grilla það. Lifa á landsins gæðum semsagt, sagði ég. Akkúrat, sagði Nonni. Og bragðaðist lambið vel? spurði ég. Ég veit það eiginlega ekki, sagði Nonni. Hvernig stendur á því? spurði ég. Ja það var svoleiðis, að þegar Gummi skvetti olíu á þessi djöfuls grillkol, þá kom bara sprenging og hvellur og eldur út um allt. Það var ofsasjó maður. Eldur út um allt? hváði ég. Já. Það kviknaði reyndar í sumarbústaðnum og hann brann svo við urðum að sofa í svefnpokum úti. En að öðru leyti var allt ókei frændi, bara næs. RÓSA- GARÐINUM 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. ágúst 1989 OG ENGINN BAUÐ FRAMSÓKNAR- MADDÖMUNNI! Fimm þúsund smokka hátíð í Húnaveri. Fyrírsögn í Tímanum. HVE SÆL, Ó HVE SÆL... Þeir sem vilja veðja í veðhlaup- um gera það með tölvunni sinni á meðan þeir horfa á hlaupið í sjón- varpinu. Þegar það er búið geta þer látið tölvuna segja sér hvern- ig staðan er á bankareikningnum þeirra, hvort sem er á nóttu eða degi. Morgunblaöió. FJÖR KENNIOSS ELDURINN... Þegar hér er komið sögu er far- ið að hitna rækilega undir rassin- um á framsóknarmaddömunni. DV LÁTUM HINA DAUÐU GRAFA SÍNA DAUÐU Hercule Poirot sá frægi leyni- lögreglumaður og lífsnautna- maður, fær ekki frið til að sóla bumbuna í Acapulco því hann verður að komast að því hver myrti prest. Dy DRAMB ERFALLINÆST Jónas DV ritstjóri dottinn í ærgildin. Tíminn. VANDAMÁLUM FJÖLGARÆ Ég get alveg tekið undir það að það má gera átak í gluggamálum og hurðamálum einnig. Ég full- yrði það t.d. gjarnan að það sé engin útihurð á íslandi sem opn- ast inn sem heldur vatni á móti suðaustanátt. . Timmn AFKOMENDUR EGILSOG SKARPHÉÐINS LEGGJASTí VÍKING íslenskur tölvuvírus gerir usla í útlöndum. DV. HINN ÍSLENSKI GLEÐILEIKUR Það var oft á tíðum spaugileg sjón að sjá til fólks þar sem það gekk að ánni til að bursta í sér tennur og slökkva þorstann og tók ekki eftir þeim sem stóð skammt fyrir ofan hann á bakk- anum og mé. Tíminn. ÞAÐ SKAL VANDA SEMVELOG LENGI SKALSTANDA Lögreglustöð risin af rúðubrot- um og óspektum. , Tíminn. SALFRÆÐINGAR SOFNA Á VERÐINUM Laxinn var svo óhamingju- samur í ánni að það varð að girða fyrir ósinn til að hann kæmist ekki út. Pressan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.