Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 21
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Eru ménntamenn orðnir of margir? Alltaf öðru hvoru eru menn að spyrja sjálfa sig þeirrar spurningar, hvort ekki sé of mikið orðið af háskóla- mönnum, hvort ekki sé byrjuð offramleiðsla á mennta- mönnum. Það er langt síðan þetta tal fór af stað. Eg segi fyrir sjálfan mig: ég heyrði Jónas frá Hriflu kvartayfirþví þegar um 1950 að læknar væru orðnir alltof margir í landinu. Það endar ekki með öðru, sagði hann, en að þess- ir menn hafa ekkert annað að gera en fást við ólöglegar fóstureyðingar. Bíður nokkur eftir þér? En vissulega töluðu ekki marg- ir eins og Jónas um þær mundir. íslenska lýðveldið var ungt, menn voru tiltölulega bjartsýnir, það virtist svo óendanlega margt ógert. Þeir sem þá réðust í lang- skólanám voru kannski ekki allir mjög hagsýnir í námsvali. Þá þeg- ar var varla við því að búast að allir „fengju starf við sitt hæfi“ eins og óskadraumurinn er víst. En þegar á heildina er litið, þá lærðu menn með þá hvatningu á bak við sig, að það væri beðið eftir þeim í samfélaginu, þeir væru jaar velkomnir. Síðan þá hefur, eins og við öll vitum, margfaldast sá hluti hvers árgangs ungmenna sem ljúka menntaskóla- og fjölbrautarnámi og halda svo áfram. Og það hefur gengið f'irðuvel fyrir allt þetta fólk að finna sér stað í tilverunni. Hitt er svo víst, að ungt fólk í dag gengur ekki lengur á framhalds- skóla með því hugarfari að það sé eftir því beðið til starfa. Ekki nema lítill hluti að minnsta kosti. Ætli það sé ekki sýnu algengara að stúdentar hafi áhyggjur af því, að fokið sé í flest skjól í þeirra grein, að þeir verði að sætta sig við starf sem menn með þeirra próf töldu ekki við sitt hæfi áður? Hver talar fyrir sig En þetta þýðir náttúrlega ekki að menn séu tilbúnir að skrifa undir það, að of margir gangi í háskóla og aðra framhaldsskóla. Þó skulum við hafa það í huga að afstaða manna til þessa máls er, eins og vænta mátti, mjög háð því hvar þeir eru staddir í tilverunni, eða réttara sagt: hver er staða þeirra andspænis menntakerfinu. Unga fólkið mun að sjálfsögðu vísa frá sér öllu tali um offramboð á menntamönnum - það er enn að læra. Foreldrar stúdentakyn- slóðar væntanlega líka. Kennarar einnig: þeir þurfa á nemendum að halda. Það eru helst þeir sem hafa tiltölulega nýlega lokið námi og eru ekki beinlínis í foreldrá- skapi, sem eru líklegastir til að halda því fram að það séu útskrif- aðir of margir arkitektar, læknar, leikarar, lögfræðingar (menn bæti við listann eftir vild). Og hvort sem þeir hafa rétt eða rangt fyrir sér í einstökum dæmum, þá höfum við mikla tilhneigingu til að tortryggja einmitt málflutning þessa fólks: það vill loka á eftir sér, svo ekki komist fleiri að. Svo er annað sem flækist fyrir okkur. Það er hægt að sýna fram á það í einstökum dæmum, að ekki sé nokkur leið að tryggja at- vinnu í tilteknu fagi fyrir útskrift- arhópa sem fara fram úr tiltek- inni stærð. En þar með er ekki sagt að það sé of mikið af menntuðu fólki í tiltekinni grein - ef við horfum á mannlega þáttinn fyrst og fremst. Á það að menntun sé eitthvað annað en ávísun á starf, hún sé liður í þess- ari sígildu viðleitni „að koma öllum til nokkurs þroska“ og þá um leið til þess þroska sem ein- staklingur þarf til að takast með árangri á við margskonar við- fangsefni. Þrengsli í Þýskalandi Áður en lengra er haldið; víkj- um um stund til Þýskalands. Þar ríkir mesta hörmungarástand í háskólum. Þeir eru yfirfullir. Hálf önnur miljón stúdenta kúldrast í svosem 780 þúsund plássum. Og þó er reynt að skera fjöldann mikið niður með að- gangskvótum. Þessar þrengingar eru pólitískar: stjórnir „land- anna“ þýsku hafa verið að spara, þær hafa lagt niður kennslustöð- ur, ekkert byggt. Og stúdentar mega horfa á fyrirlestra á sjón- varpsskermum frammi á göng- um, fylgjast með á töflu í óperu - kíkjum, slást um alltof fáar bækur á bókasöfnum Þessar þrengingar eru réttlætt- ar með því, að menntamenn séu of margir. Það sýnist vera bæði rétt og rangt. Að sönnu er um verulegt atvinnuleysi að ræða í ýmsum greinum (kennarar, læknar, byggingaverkfræðingar) meðan enn er tölverð eftirspurn eftir t.d. tölvumönnum, verk- fræðingum og rekstrarfræðing- um. Alls eru um 125 þúsundir háskólamenntaðra manna að leita sér að vinnu í Vestur- Þýskalandi um þessar mundir og er þar um að ræða sem svarar 5,7 % atvinnuleysi. En það atvinnu- leysi er allmiklu minna en hjá öðrum þjóðfélagshópum (9 % að meðaltali). Og það er ekki búist við því að það fari vaxandi. Með- al annars vegna þess að eftirspurn eftir menntun er sveigjanleg - tæknibyltingin fræga býr bæði til ný hámenntastörf og breytir öðr- um störfum í störf háskóla- menntaðra, eins og einn af sérfræð- ingum Þjóðverja í vinnumarkaði kemst að orði. Fleiri kosta völ Altént er það ljóst af saman- tekt í vikuritinu Spiegel um þessi mál, að satt er það sem okkur grunaði: menntun opnar leiðir, sá sem lokið hefur háskólaprófi fær ekki endilega starf sem teng- ist hans námi beint, en hann hef- ur vissa þj álfun í að leysa verkef ni sem einnig geta nýst á öðrum sviðum. Hann á, með öðrum orð- um, fleiri kosta völ en ella hefði verið. Þessi kostur menntunar kemur vitanlega best fram, ef menn eru ekki alltof bundnir við þröng fag- sjónarmið í nýtingu menntunar. Þá er átt við það, að litið sé á menntun sem ávísun á tiltekin störf og ekkert fram yfir það: annaðhvort færð þú starf á þínu sviði eða þú skalt vera atvinnu- leysingi á þínu sviði (þessi stefna hefur ráðið miklu um mál há- skólamanna t.d. í Danmörku). í þessum efnum er mér sagt að Jap- anir hafi nokkra sérstöðu. Þar eru fyrirtæki mjög á höttum eftir háskólamenntuðu fólki - en alls ekki endilega til starfa í því sem það hefur próf í. Frelsið og starfsréttindin Það er nauðsyn að þessir hlutir séu hafðir með í allri umfjöllun um framboð og eftirspurn á menntafólki. Ég heyrði einn af fulltrúum BHMR tala á þá leið í verkfallinu í vor að „við sem höf- um lagt á okkur langt nám, eigum rétt á starfi við okkar hæfi og kjörum sem námi svara“. Hvað sem má segja annað um slíka kenningu, þá er eitt víst, og það er það, að hún gengur ekki upp við íslenskar aðstæður. Við höf- um - með þeirri fyrirgreiðslu sem í námsláunum felst - komið okk- ur upp kerfi sem tryggir sem flest- um möguleika á því að læra það sem þeir helst vilja - án þess að reynt sé að ráði að stýra því (nema með inntökutakmörkun- um t.d. í læknadeild). Ef við vilj- um halda þessu kerfi - sem hefur marga ótvíræða kosti - þá getum við ekki haldið til streitu þeirri kröfu um leið, að allt þetta frjálsa nám gildi um leið sem ávísun á „góð“ störf. Það þjóðfélag er ekki til í heiminum sem geti gert hvorutveggja í senn: tryggt frelsi til námsvals og starfsöryggi innan sérgreinar. Auk þess sem menn verða líklega að sætta sig við það, að eftir því sem háskólamennt- uðu fólki fjölgar, þeim mun minni líkur eru á að menntunin sjálf tryggi mönnum miklu hærra kaup en öðrum. Þegar til dæmis viðskiptafræðingum fjölgar mjög, þá kemur að því að þeir „sætta sig við störf sem fólk með verslunarskólapróf gegndi áður“ eins og haft er eftir einum vinn- umiðlara. Semsagt. Við þurfum ekki að falla í svartagallsraus um offjölg- un menntaðs fólks. Ef við gætum þess í fyrsta lagi, að nýting menntunar haldi áfram að vera nokkuð sveigjanleg (m.ö.o. ef að það verður ekki ofan á, að allir sérfræðingahópar hamist við að loka að sér og útiloka alla aðra frá störfum). Og ef við viðurkenn- um, að það getur ekki verið um neitt sjálfvirkt samband að ræða milli lengdar skólagöngu og launakjara. Föstudagur 11. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.