Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 25
KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Kynlíf fyrir fullorðna — ofbeldi fyrir böm Talað mál á vaxandi vinsældum að fagna í bandarískum kvikmyndum og hefur umræðan aðallega snúist um kynlíf James Spader, Peter Gallagher og San Giocomo leika í Cannes-sigurvegara Stevens Soderberghs (standandi). Ofbeldi þykir sjálfsagður hlutur í nútíma kvikmyndum. Margir vilja meina að bandarísk- ar kvikmyndir séu verstar í þess- um efnum og varia komi nokkur kvikmynd þaðan án þess að amk. einn maður sé skotinn eða drep- inn. Það er nokkuð til í því, en séu bandarískar „fullorðinsmyndir“ skoðaðar í dag þá kemur í Ijós að þær hafa afneitað hasarnum og þarmeð ofbeldinu. Þær byggjast í ríkari mæli á töluðu máli og þá snýst umræðuefnið jafnan um það sem máli skiptir: kynlíf. Vinsælustu kvikmyndirnar vestan hafs á þessu ári nota allar einhvern skammt (mismundandi stóran að vísu) af ofbeldi. Þessar súper-hetjumyndir (Indiana Jon- es, Batman, Lethal Weapon 2, Licence to Kill ofl.) eru gerðar nær eingöngu með vinsældir í huga og hvaða markhóp þurfa menn að vinna til að gera vinsæla bíómynd? Jú, líkt og hér á landi er það yngri kynslóðin sem er duglegust við að fara í bíó og er þarafleiðandi mikilvægasti mark- hópurinn. Hinsvegar eru þær kvikmyndir sem styðjast að mestu við talað mál álitnar „full- orðinsmyndir", kannski vegna þess að unglingarnir nenna ekki að horfa á þær. Það eru þessar kvikmyndir sem farnar eru að skera sig úr þeirri lágkúru sem bandarísk kvik- myndagerð hefur legið undir að undanförnu. Þær eru einatt hlý- legri og heiðarlegri, þó ekki endi- lega raunsærri, en hasarmyndirn- ar og jafnvel líkari evrópskum kvikmyndum þótt sá samanburð- ur sé vissulega nokkuð hæpinn. Annað einkenni þessara kvik- mynda er að húmorinn er hafður í hávegum. Þessar kvikmyndir byggja á vel skrifuðu handriti með hnyttnum samtölum og húmor sem er fínni og að mínu viti með meira skemmtanagildi en ærslafenginn útþynntur „slapp-stikk“ húmorinn. Þessar fáguðu fullorðinsmynd- ir sem jafnan eru blanda af kóm- edíu og drama hafa að vísu átt nokkru fylgi að fagna í Banda- ríkjunum í gegnum tíðina og má nefna hálfrar aldar gamlar mynd- ir eftir Billy Wilder og Frank Capra í því sambandi. En eftir öll þau straumhvörf sem urðu á verkum listamanna um gjörvall- an heim á sjötta áratugnum var ekki hjá því komist að blanda mannlegum samskiptum-með kynlíf sem miðpunkt-inní þessar fáguðu fullorðinsmyndir. Banda- ríkjamönnum hefur reyndar ekki enn tekist vel upp með að gera góðar erótískar kvikmyndir, en þeim hefur gengið betur með að tala um hlutina. Þar hefur farið fremstur í flokki hinn afkastamikli Woody Allen-maður sem litinn var horn- auga í upphafi ferils síns en er nú einhver virtasti kvikmyndagerð- armaðurinn vestra. Það hefur jafnvel verið fínt og smart að ffla Allen vegna þess að kvikmyndir hans eru álitnar vitsmunalegri en flestra annarra, rétt einsog það sama hefur tíðkast með viðlíka listamenn í öðrum listgreinum. Einnig hefur Lawrance Kas- dan beint spjótum sínum að mannfleiri hliðinni við gerð sinna kvikmynda. Eftir hinn heita óð sinn til „film-noir“ í Body Heat árið 1981 tókst honum einkar vel upp með The Big Chill og síðan The Accidental Tourist, að vísu með undarlegu millibilsástandi í vestranum Silverado. Líkt og Allen skrifar Kasdan sjálfur handritið að sínum kvikmyndum og ferst einkar vel úr hendi. En kynlífið hefur orðið enn stærri þáttur í kvikmyndum af þessu tæi allra síðustu misseri. Margar þeirra líkja nokkuð eftir hinni óboragnlegu kanadísk- frönsku kvikmynd Hrun amer- íska heimsveldisins, í leikstjórn Denys Arcand. Enn sem komið er hafa fáar aðrar staðið þessari kvikmynd á sporði hvað um- ræður um kynlíf varðar. Síðan vakti 26 ára gamall kvik- myndagerðarmaður, Steven So- derbergh, heimsathygli er hann Sally (Meg Ryan) hittir Harry (Billy Crystal) í nýjustu mynd Robs Reiners. vann gullpálmann í Cannes í vor fyrir sína fyrstu kvikmynd, Sex, lies and Videotape. Sjálfur bjóst Soderbergh ekki við slíkum við- tökum og sagði: „Ég hélt að kvik- myndin væri of evrópsk fyrir am- eríska áhorfendur og með of flóknum samræðum til að hægt væri að sýna í Evrópu.“ Söguþráður myndarinnar er einkar athyglisverður: Hjónin John og Ann eiga í vandræðum með kynlíf sitt og hafa ekki sofið saman um hríð. Reyndar á hann ekki í vandræðum með sitt kynlíf því hann á vingott við Cynthiu sem er systir Ann. John er lög- fræðingur, Ann er húsmóðir og hittir hausaveiðara reglulega. Hlutirnir taka aðra stefnu þegar vinur Johns, Graham, kemur í heimsókn og treysta hann og Ann hvort öðru fyrir sínum leyndustu leyndarmálum. Ann segir: „Mér finnst kynlíf ofmetið," en Gra- ham: „Eg er getulaus." Kannski er þetta par framtíðarinnar- altént er varla hægt að hugsa sér öruggara kynlíf á þessum síðustu og verstu. Önnur bandarísk kvikmynd sem einnig hefur hlotið góðar viðtökur bæði gagnrýnenda og áhorfenda er nýjasta mynd Robs Reiners, When Harry Met Sally. Reiner hefur hingað til tekist ágætlega upp við gerð sinna kvik- mynda (Stand by Me, The Princ- ess Bride) og virðist sem fram- hald ætli að verða þar á. Þegar Harry hitti Sally er skrifuð af rit- höfundinum Noru Ephron og segir frá þessu „týpíska" fólki á fertugsaldrinum sem flestir sjón- varpsþættir leggja sig í líma við að segja frá. Rob Reiner sagðist vilja gera kvikmynd um mann og konu sem verða vinir og eru ánægðir með að vera bara vinir, vegna þess að þau vita að sofi þau saman hrynur vináttan. Síðan sofa þau saman og vináttan hrynur. Þessa mynd segist Reiner byggja að nokkru leyti á sambandi sínu við leikkon- una Penny Marshall og er þannig óður til haltu mér slepptu mér sambanda. En þótt þessar kvikmyndir, sem eiga að heita vitsmunalegri en gengur og gerist, fjalli á opin- skáan hátt um það sem flestu fólki þykir skipta miklu í lífinu, ást, kynlíf og vináttu, er varla hægt að telja þær til raunsærra kvikmynda á mannlegum sam- skiptum. Það hefur heldur varla verið ætlunin, heldur að segja skemmtilega sögu um hluti sem skipta okkur öll máli. Þó segir Nora Ephron handrit sitt byggt á nokkru raunsæi: „Borgarfólk er almennt ekki i bflaeltingar- leikjum og verður heldur ekki fyrir skothríð. Við gerum mest af því að tala í síma og fara út að borða.“ Og þetta eru fullorðinskvik- myndir dagsins í dag. Nú skulu menn láta sér nægja að tala um kynlífið en erótíkinni er vísað á bug. Enda hafa kvikmyndaeftirlit víðs vegar um heim tekið þá furðulegu stefnu að telja erótík verri andanum en ofbeldið. Hinn sjálfsagði hlutur kvikmyndanna, ofbeldið, er nú að verða að barna- og unglingaefni á meðan umræður um kynlíf, ást og vin- áttu í formi gamans og alvöru verður að fullorðinskvikmynd- um. Fremur lítt spennandi þró- un, en ég hlakka altént meira til að sjá þær myndir sem skipa seinni hópinn en hinar sem verða þó líklega vinsælustu myndir árs- ins hér, rétt eins og í Bandaríkj- unum. A Cry in the Dark **** (Móðir fyrir rétti) Mynd um fórnarlömb náttúrunnar og jafnvel enn frekar fórnarlömb mannlegs samfélags þegar þaö tekur á sig hina grimmustu mynd. Schepisi splæsirsaman náttúrunni gegn almenningi og fjölmiölum þannig að úr verður einhver áhrifamesta kvikmynd sinnar tegundar í langan tíma. Mynd sem allir hafa gott af aö sjá. Dirty Rotten Scoundrels ** (Svikahrappar) Oft smellin og fyndin mynd um tvo for- herta svikahrappa og samskipti þeirra viö kvenkyniö. Dulítið gamaldags húmor sem byggir talsvert á brokkgengri frammistööu aöalleikaranna. Hverjum öðrum en Steve Martin myndi leyfast aö otleika svona líka rosalega án þess aö það komi aö sök, en Mihcael Caine er sem fyrr bara í vinnunni. Manifesto *** (Samsærið) Skemmtileg mynd frá Júgóslavanum Makavejev og góð tilbreyting frá þeirri hol- skeflu sem gengur um kvikmyndahúsin um þessar mundir. Staöur og stund er rótt eftir fall austurrísk-ungverska keisaradæmis- ins og segir myndin frá tilræði í skjóli létt- leika almúgans. Sem fyrr blómstrar erótík- in hjá Makavejev, jafnvel í formi sadó- masókisma. Married to the Mob ** (Gift mafíunni) Johnathan Demme hefur oftast hitt bet- ur í mark þótt einvalaleikaralið sé nú meö í för. Oft góöar útfærslur en líður aö lokum út f furðulegt sambland af frásagnarmáta teiknimynda og leikinna. Tónlist David Byrne er smellin og skemmtileg. The Naked Gun ** (Beint á ská) Stanslaus brandaraskothríö í tæpar tvær klukkustundir. Hittnin er þó misjöfn, oft er hitt í mark en líka er skotið bæði yfirog framhjá. Jafnast kannski ekki á viö Air- plane! en það má hlæja að vitleysunni. Babette s gæstebud **** (Gestaboð Babettu) Þessi gómsæta mynd Gabriels Aksels er uppgjör bókstafstrúarmanna við freistinguna og syndina. Stórgóö persónu- sköpun og veislan í lokin er ógleymanleg. Laugarásbíó The ‘Burbs ** (Geggjaðir grannar) Ekkert sérstök mynd í neinu tilliti en leikararnir bjarga henni fyrir horn. Tom Hanks slær ekki feilpúst frekar en fyrri dag- inn í þessari athugun hans og fleiri á væg- ast sagt ófrýnilegum nágrönnum. Torch Song Trilogy *** (Arnold) Snjöll og einlæg mynd sem segir frá heimi hómósexúals fólks. Vel skrifuö og leikin og tekst að slá bæði á létta og hrif- andi strengi án þess að falla í gryfju væmninnar. Sagan af hommanum Arnold er eitt vitsmunalegasta og besta sem bíóin bjóða upp á um þessar mundir. Fletch Lives ** (Fletch lifir) Mynd fyrir aðdáendur Chevy Chase en þeim sem ekki líkar kappinn ættu aö sitja heima. Fletch er á köflum mjög fyndin en sum atriðin eru gjörsamlega mislukkuð. Fyrri myndin var betri. Bíóhöllin Licence to Kill *** (Leyfið afturkallað) Ein besta Bond-myndin í langan tíma. Dalton er 007 holdi klæddur og spannar allt frá hörkutóli í sjentilmanri. Broccoli hefur hrist, en ekki hrært, upp í Bond-ímyndinni með góðum árangri. The Gods Must Be Crazy II * (Guðirnir hljóta að vera geggjaðir 2) Ágæti fyrri myndarinnar var einkum snjallri og frumlegri hugmynd að þakka. Þvi er ekki fyrir að fara hér heldur er, einsog alltof oft, reynt að notfæra sér vinsældir fyrri myndarinnar til að gera aðra eins. Á sér sínar góðu hliðar en þær hverfa fyrir hinum verri. Her Alibi ** (Með allt í lagi) Hreint ágætis skemmtun þarsem klaufinn Tom Selleck líkir eftir Cary Grant hér á árum áður. Vel er fléttað á milli hinnar raunverulegu sögu og skáldskaps rithöf- undarins en atriðin með Rúmenum og þar með talið lokaatriðið heldur hugmynda- snauð. Police Academy 6 0 (Lögregluskólinn 6) Hvernig er hægt að ætlast til þess að fólk hlægi að sömu fúlu bröndurunum ár eftir ár? Þessi sjötta mynd í röðinni um lögreglu- skólann er slakari en þær síðustu þar á undan og er þá mikið sagt. Three Fugitives ** (Þrjú á flótta) Ágætis gamanmynd á meðan plottið virkar en dettur niður þess á milli. Martin Short er aðal aðhlátursefnið sem mis- heppnaðasti bankaræningi kvikmyndanna í allt of stórum trakka. A Fish Called Wanda *** (Fiskurinn Wanda) Nánast fullkomin gamanmynd. Hárfínn húmor í skotheldu handriti og gamlinginn Crichton stýrir af mikilli fimi. Erfitt að gera upp á milli aðalleikaranna sem eru hver öðrum betri. Betri skemmtun er vandfund- in. Bíóborgin Forever Friends ** (Alltaf vinir) Um margt ágæt lýsing á langvarandi vin- áttu tveggja ólíkra kvenna. Ágætlega leikin, sérstaklega er Midler hrifandi í einni buddy-myndinni enn. Myndin reynir hins- vegar að segja alltof mikið, einsog dæmi- gerð miní-sería, og veldur hún ekki þess- um mikla söguþræði. Spellbinder * (A hættuslóðum) Ekki alvond hryllingsmynd en byggir um of á sömu atriðum og sambærilegar B- myndir. Allt vel þekkt og ofnotað: djöflatrú og yfirnáttúrulegir hlutir með tilheyrandi tæknibrellum og óvæntum endalokum. Dangerous Liaisons *** (Hættuleg sambönd) Þrungin, en jafnframt hrífandi tragi- kómidía þar sem allir eru táldregnir. Frá- bær leikur ber myndina uppi, sérstaklega Malkovich og Close sem hástéttarpakkið sjálfselska. Mynd fyrir rómantíkera en endirinn er í hróplegu ósamræmi við þjóð- télagsástandið á þessum tlma. Rain Man *** (Regnmaðurinn) Regnmannsins verður minnst fyrir ein- stakan leik Hoffmanns í hlutverki einhverfa ofvitans fremur en sem góðrar kvikmynd- ar. Óskar fyrir handrit og leikstjórn fremur vafasamur og Barry Levinson hefur áður stýrt betur. Háskólabíó Konur á barmi taugaáfalls *** Frískur, fyndinn og skemmtilegur farsi frá Spáni. Kvikmyndataka og leikur skapa skemmtilega taugaveiklað andmmsloft og undirstrika þannig titil myndarinnar. Kon- urnar ættu bæði að höfða til þeirra sem leita eftir einfaldri afþreyingu og hinna sem langar að sjá vel heppnaða kvikmynda- gerð. Stjörnubíó Baron Múnchhausen *** (Ævintýri Munchhausen) Ævintýri barónsins af Munchhausen ettir lygasögum R. E. Raspe gætu varla fengið betri meðferð en hjá fyrrum Monty Python fólkinu undir stjórn Terry Gilliam. Sannkölluð fantasía sem allir geta haft gaman af, jafnt ungviðið sem kvikmynda- fríkin. Svona eiga ævintýri að vera. My Stepmother is an Alien ** (Stjúpa mín geimveran) Enn ein útfærslan af E.T. þar sem geimvera í kvenmannsmynd kemur til jarð- ar í ákveðnum tilgangi. Slær á létta strengi með mörgum smellnum atriðum en verður að lokum mjög hugmyndasnauð, eins og flestar vísindaskáldsögur nútfmans gera þvi miður. Ágætlega leikin og Aykroyd og Basinger mynda skondið par. Kristnihald undir jökli *** Góð, og athyglisverð mynd á íslenskan mælikvarða sem unnin er af fagmennsku. Kristnihaldið er skemmtileg og fersk á að horfa en ber full mikla virðingu fyrir texta Nóbelsskáldsins. Föstudagur 11. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.