Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 11.08.1989, Blaðsíða 26
Hvað á að gera um helgina? Aiþýöubankinn, Akureyri, Gunnar Friðriksson sýnir málverk, opið á af- greiðslutíma til 8.9. Árnagarður v/Suðurgötu, handrita- sýning þri. fimm. lau. 14-16 til 1.9. Ásmundarsalur v/ Freyjugötu, verk Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts til 20.8. Byggða-og listasafn Árnesinga, Selfossi, sumarsýning á málverkum e/Gísla Jónsson og Matthías Sigfús- son í Halldórssal. 14-17 virka daga, 14-16 helgar, til ágústloka. Gallerí Borg, myndir eftir yngri og núlifandi höfunda þ.á.m. e/ Louisu Matthíasdóttur, 10-18virkadaga, lokað um helgar. Grafíkgalleríið: grafík, gler og keramik, Nýi salurinn: málverk núlifandi listam. FÍM-salurinn, sumarsýning FÍM á verkum eftir félagsmenn. Til 15.8,13- 18 virka daga, 14-18 helgar. Ferstikla, Hvalfirði, Rúna Gísladóttir sýnir. Galleri Madelra, Evrópuferðum Klapparstíg 25. Giovanni Leombi- anchi f rá Mílanó sýnir teikningar og vatnslitamyndirfrá (slandi og Galap- agoseyjum. 8-18 virka daga til 16.8. Hafnarborg, Strandg. 34 Hf, Mynd- list frá Moldavíu, sýn. í tengslum við SovéskadagaMÍR, opn. lau kl. 15. 14-19 alla daga nema þrið. íslenska Óperan, Cheo Cruz Ulloa og Sigurður Örlygsson sýna í tengsl- um við Hundadaga ‘89. Til ágústloka, dagl. 14-18. Kjarvalsstaðir, opið daglega 11-18. Alþjóðleg nútímalist, til 20.8. Sýning á verkum Yousuf Karsh, framlengd til 10.9. Sumarsýning á verkum Kjar- vals, til 20.8. Listasafn ASÍ, Bjarni Jónsson, Ijós- myndir. Til 13.8. daglega kl. 14-21. Llstasafn Sigurjóns, Hundadagar ‘89, andlitsmyndir Kristjáns Davíðs- sonar, Opið mán.-fim. 20-22,14-17 lau. su. Kaffistofan opin ásama tíma. Ljósmyndasaf n Reykjavíkur sýnir Ijósmyndiraf Jóhannesi Páli II páfa eftir Adam Bujak. Opið alla daga 11 - 19. Llstasafn Elnars Jónssonar opið alla daga nema mán. 13.30-16. Magnús Tómasson sýnir í útibúi SPRON Álfabakka 14. Opið á af- greiðslutímatil 1. sept. Mokka, sumarsýn. á smámyndum T ryggva Ólafssonar. Norræna húsið anddyri: Jörð úr ægi, myndun Surtseyjar og hamfarirnar í Heimaey. 9-19nemasu. 12-19, til 24.8. Kjallari: Sumarsýning á verkum Jóhanns Briem, daglega 14-19 til 24.8. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát Ragnars Ágústs Sigurðssonar Kolbrún Ágústsdóttir Slgurður Ragnarsson Inga Stefánsdóttir Kristrún Sigurðardóttir Funi og Dagur Sigurðssynir Kristín Ólafsdóttir Ágúst Nathanaelsson Ásta Þorkelsdóttir Ragnar Sigurðsson Kristrún Níeisdóttir Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Hunda- dagar 89: Arngunnur Ýr, málverk. opn. í dag kl. 17-19. Til 20.8. virka daga 10-18,14-18 helgar. Riddarinn, Hafnarfirði, Við búðar- borðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á vegum Byggðasafns Hf. Safn Ásgríms Jónssonar, lands- lagsmyndir, 13:30-16 alla daga nema mán. Til septemberloka. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Fundur Ameríku, í sumar alla daganemamán. 14-18. Slunkaríki, ísafirði, Guðrún Guð- mundsdóttir, veggskúlptúrar úr hand- unnum pappír, opn. á morgun kl. 16. Til 27.8. fim-su 16-18. Þjóðminjasafn opið alla daga nema mán. 11-16. Fjaðraskúfar og fiski- klær, sýning um menningu inúíta og indíána, farandsýn. í tilefni að 10 ára afm. heimastjórnaráGrænlandi. Til ágústloka. Sýning á listaverkum jarðargróðans stendúr enn yfir. Við viljum enn frem- ur vekja athygli á skúlptúrum bergs- ins og straumiðu vatns og skýja. Að- gangur ókeypis sé góðri umgengni heitið annars er greitt með himin- háum upphæðum vanvirðingar. Folda. TÓNLIST Martin Berkofsky heldur tónleika í íslensku Óperunni á sunnudags- kvöld kl. 20:30. Verk eftir Beethoven, Tcherepnin, Wagnerog Liszt. Capela Media, tríó með lútu, blokk- flautu og söng, heldur tónleika í Hall- grímskirkju á sunnud. kl. 20. Rannveig Sif Sigurðardóttir, Klaus Hölzle og Stefan Klar flytja verk eftir Tobias Hume og John Dowland. íslenska hljómsveitin heldurtón- leika að Gerðubergi sunnud. kl. 16, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Júlí- us Vífill Ingvarsson söngur, Anna Magnúsdóttir sembal. Inferno 5 heldur tónleika í Veitinga- húsinu 22 við Laugaveg í kvöld kl. 23:30, húsið opnar kl. 22, allirvel- komnir meðan húsrúm leyfir. Bandoneon-djass í Heita pottin- um, Duus-húsi á sunudagskvöld kl. 21.30. Frá París er kominn Guðrún Ásmunds- dóttir leikkona: Framundan er óskaplega skemmtileg helgi því gömul vin- kona mín hefur boðiö mér og nokkrum öðrum konum í morg- unverð í fyrramálið. Þar mun ég vera eitthvað frameftir degi en síðan fer ég ásamt tengda- mömmu upp í sumarbústað að Lækjarbotni og dvel þar það sem eftir lifir dagsins. Á sunnudaginn er tími fyrir hið óvænta, það er ekki rétt að gera of miklar áætlan- ir fram í tímann. bandoneon-leikarinn Olivier Mano- ury, sem frá því fyrir um 12 árum hef- ur fengist við að tengja suður- ameríska tónlist, svo sem Tango við djass-tónlist og leikið á hljóðfærið bandoneon, sem einkum er þekkt í argentínskum tangó. Manoury leikur með íslenskri hrynsveit; eru það þeir Egill B. Hreinsson á píanó, Tómas R. Einarsson á kontrabassaog Birgir Baldursson á trommur. LEIKLIST Alþýðuleikhúsið sýnir Macbeth í is- lensku Óperunni lau kl. 20:30. H.C. Andersen, Manneskjan og ævintýraskáldið, danskur gestaleikur í Iðnó í tengslum við Hundadaga ‘89, ádönsku í kvöld og annað kvöld kl. 20:30. Light nights, Tjarnarbíói, fimm. fö. lau. su. kl. 21, til 3.9. HITT OG ÞETTA Norræna húsið, Borgþór Kjærnest- ed heldurfyrirlestra um íslenskt samfélag á laugardögum í sumar. Á sænsku kl. 17, finnsku kl. 18. Til 26.8. Óperukjallarinn,nýrveitinga- og skemmtistaður fyrir hresst fólk komið af bamsaldri opnar á neðri hæð Arn- arhóls í kvöld. Kjallarinn verður opinn til kl. 1 öll kvöld vikunnar og til 3 fö. og lau. Píanóbar, danssalurog miðnæt- ursnarl, aldurstakmark 25 ára. Félag eldri borgara Rvík og ná- grenni, Göngu-Hrólfur, gönguferð alla laugardaga frá Nóatúni 17 kl. 10. Félag eldri borgara í Kópavogi, fé- lagsvist og dans á efri hæð Félags- heimilis Kópavogs í kvöld, hefst kl. 19:30. Ferðafélagið, dagsferðir: Lau kl. 8, Hekla. Su kl. 8, Þórsmörk, kl. 10:30, Bláfjöll - Hlíðarvegur- Geitafell, kl. 13, Lágaskarð-Eldborg-Þrengsla- vegur. Helgarferðir 11 .-13. ágúst: Fjallabaksleið nyrðri og syðri. Þórs- mörk. Landmannalaugar. Útivist, helgarferðir 11 .-13.8. Fjöl- skylduhelgi í Þórsmörk. Fimmvörðuháls. Olgeir Fridfinnsson verkamaður Borgarnesi Fæddur 15. febrúar 1900 - Dáinn 6. ágúst 1989 Olgeir var fæddur að Borgum í Vopnafirði, sonur hjónanna Guðrúnar Ólínu Sveinbjörns- dóttur og Friðfinns Kristjáns- sonar. Olgeir kom suður í Borgar- fjörð um 1922 til frænda síns séra Einars Friðgeirssonar að Borg á Mýrum og var þar næstu ár. Árið 1927 flytur Olgeir til Borgarness og átti þar heima alla tíð, síðustu árin á Dvalarheimili aldraðra við gott atlæti. Olgeir Friðfinnsson var frá ungum aldri róttækur sós- íalisti og alla tíð virkur baráttu- maður fyrir bættum kjörum og auknum rétti til handa verkalýð. Olgeir var einn af stofnfé- lögum Borgarnesdeildar komm- únistaflokksins 1930, Sósíalista-, flokksins 1938 og Alþýðubanda- lagsins 1968, þá var hann stofn- andi Verkalýðsfélags Borgarness 1931 og heiðursfélagi þess um árabil. Olgeir var um áratugi einn af forystumönnum þessara félag- ahreyfínga og virkur í félagsstörf- um fram á þennan áratug. í fé- iagslegu starfi Samvinnu- hreyfingarinnar lét Olgeir til sín taka, var mörg ár fulltrúi á aðal- fundum Kf. Borgfirðinga. Svo ötull félagsmála- og baráttumað- ur var Olgeir Friðfinnsson að það mun vera undantekning ef hans er ekki getið, vegna þátttöku, í öllum fundargjörðum Verkalýðs- félagsins frá stofnun þess og fram um 1980. í sumarferðum fyrrnefndra fé- laga naut Olgeir sín vel, hafði raunar forgöngu, ásamt félögum sínum um að þær voru teknar upp þegar vegir opnuðust um landið. Síðast var hann kátur og hress í AB-ferð 1983, 83ja ára en yngsti ferðafélaginn var 3ja ára. Um- boðsmaður Þjóðviljans var Ol- geir um áratuga skeið og efalaust fáir gert meira fyrir málgagnið og happdrætti þess en hann. Olgeir hafði ætíð ákveðnar og sjálfstæðar skoðanir á málum og fylgdi fast eftir, hvort sem var við samherja eða aðra að deila, en eftir að samþykkt var gerð, þó ekki væri sú er hann hefði helst kosið, stóð hann jafnan með fé- lögum sínum að framkvæmd hennar. Eitt dæmi vil ég nefna sem lýsir Olgeiri vel. Á árunum 1960-1970 (viðreisnaráratugnum) var kjara- barátta mjög erfið vegna óvin- veittra stjórnvalda, Olgeir var varaformaður Verkalýðsfélags- ins þegar félagar hans á trúnað- arráðsfundi voru mjög vondaufír um að halda 1. maí hátíð. Hafði ekki fengist næg þátttaka næstu ár á undan og menn fremur óhressir að leggja í mikinn kostn- að. Þá tók Olgeir strax af skarið, ekki kæmi til nokkurra mála ann- að en halda 1. maí hátíðlegan, 1. maí hátíð það ár varð sú glæsileg- asta til þess tíma í Borgarnesi. Lífsförunautur Olgeirs var Helga Finnsdóttir borgfirskrar ættar f. 20. apríl 1880 - d. 30. júlí 1971. Þeirra sonur er Ragnar Sveinn, flutningabflstjóri á yngri árum, en lengst af bóndi á Odds- stöðum í Lundarreykjadal nú stafsmaður Kf. Borgfírðinga í Borgarnesi. Kona Ragnars er Hanna Vigdís Sigurðardóttir frá Oddsstöðum. Þeirra synir eru Sigurður Oddur og Olgeir Helgi. Við félagar Olgeirs Friðfinns- sonar kveðjum nú aldinn heiðursmann með virðingu og þökk fyrir samstarf og vináttu um langan aldur. Sig. B. Guðbrandsson 26 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. ágúst 1989 Kristín Jónasdóttir sjötug Það er ótrúlegt en satt, hún Kristín Jónasar er sjötug nú 12. ágúst! Við sem þessar línur ritum lítum á það sem ein af forréttind- um okkar í lífinu að hafa kynnst Kristínu í gegnum vinnu okkar á Árbæjarsafni, en þar hefur hún unnið sl. 15 ár. Hún sér um textfla safnsins, en auk þess leggur hún gjörfa hönd á margt annað. Þegar við hittumst fyrst bjó hún enn í Eskihlíð 8, sem var ævintýraland útaf fyrir sig, en fyrir nokkrum árum réðst hún í að byggja sér íbúð við Aðalland. Bæði heimilin bera smekk hennar vitni, allt er yfirfullt af blómum, bókum og listaverkum og þó hún flytti sig um set fylgdi hinn góði heimilis- andi og gestrisnin hélst hin sama. Það er alltaf jafn gaman að heimsækja Kristínu, hvort sem það er til að ræða heimsmálin (en Kristín er mjög íhaldssöm f rót- tækni sinni) eða til að bragða á framandi réttum og frumlegum drykkjum. Það er ekki nóg með að Kristín sé hafsjór gamals fróðleiks og nýs, heldur er hún alltaf tilbúin með úrlausnir á öllum okkar vandamálum, hvort sem þau eru andleg eða veraldleg. Á meðan á námsárum okkar stóð og við vor- um hvað duglegastar í kreppu- lifnaði nutum við dyggilegrar að- stoðar Kristínar. Hún sá okkur lengi vel fyrir samkvæmisklæðn- aði og það var ósjaldan sem við skörtuðum kjólunum hennar á Borginni sælla minninga. Hvort sem við þurfum að setja á okkur skotthúfu, breyta kjól eða gera annað í höndunum er óbrigðult að leita til hennar, að ekki sé minnst á matreiðslu eða húsráð, en Kristín býr yfir a.m.k. 2012 húsráðum, sem hún er óspör á að miðla öðrum. Það er nokkuð til í því sem ein samstarfskona okkar sagði eitt sinn að Kristín er uppi á vit- lausum tíma, hún hefði átt að vera uppi á tímum safnara og veiðimanna. Víst er að alltaf er gaman að kíkja á bækurnar henn- ar, að ekki sé minnst á úrvalið í skápunum og í frystikistunni, en það er mál manna að Kristín geti brauðfætt her manns ef til heimsstyrjaldar eða hungurs- neyðar kemur. Kristín er ein af þeim sem kann að njóta lífsins og nýta tímann vel, til marks úm það eru ferðir hennar til Kína og Parísar á liðn- um árum og þau mýmörgu nám- skeið sem hún hefur sótt, nú síð- ast í bridge, glerlist og framsögn. Kynslóðabil er merkingalaust orð þegar Kristín er annars vegar því að hið síunga lífsviðhorf hennar veldur því að hún verður alltaf á óræðum aldri. Við óskum henni til hamingju með daginn og þökkum allt gott á liðnum árum. Ragnhildur og Salvör N

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.