Þjóðviljinn - 15.08.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.08.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Atvinnurekendur Hagsmunasamtök í samvinnu Félag íslenskra stórkaupmanna og Verslunarráð Islands sam eina skrifstofuhald sitt. 630fyrirtœki undir einn hatt. I gær undirrituðu forystumenn manna og Verslunarráðs Islands samstarfssamning sem felur í sér að skrifstofur samtakanna verða sameinaðar. Þeir Jóhann J. Ól- afsson, formaður VI og Haraldur Haraldsson, formaður FÍS., sögðu á blaðamannafundi í gær að samvinna samtakanna ætti að leiða af sér hagræðingu og' sparn- að í fjármunum og húsnæði. Fé- lagar í FÍS koma til með að öðlast félagsréttindi í VÍ og þeir aðilar innan VÍ sem stunda inn- oj> út- flutning gerast félagar í FÍS. Samstarfssamningurinn sam- einar 630 fyrirtæki í ein samtök. En að sögn Jóhanns J. Ólafssonar er sameiginleg ársvelta þessara fyrirtækja 100-150 milljarðar króna og hjá þeim vinna 30 þús- und manns. Jóhann sagði að verkaskipting atvinnuveganna hefði verið að breytast mikið og þurft hefði að bregðast við því. Samstarfsamningurinn væri einn- ig viðbrögð samstarfsaðilanna við stærsta markaði heimsins, sem væri að myndast í Evrópu um þessar mundir, þe. sameigin- legum markaði Evrópubandal- agsríkjanna. Það kom fram á blaðamanna- fundinum að forystumenn VÍ og FÍS hafa áhuga á að bjóða fleiri fyrirtækjum og atvinnuvegasam- tökum til samstarfs, ef áhugi reyndist fyrir hendi hjá þeim aðil- um. Samningurinn sem undirrit- aður var í gær er til tveggja ára með mögulegri framlengingu. Haraldur Haraldsson sagði mörkin á milli þeirra sem stund- uðu smáverslun og heildverslun stöðugt verða óskýrari. Þessi mörk ættu heldur ekki að vera skýr, öll fyrirtæki í þjónustu og vörudreifingu ættu að vinna sam- an í stað þess að dreifa kröftun- um. Hann vonaðist til að Bfl- greinasambandið og Kaupmann- asamtökin gengju til samstarfs. Þessi tvö samtök væru með að- stöðu sína í Húsi verslunarinnar eins og FÍS og VÍ, en það hefði ma. verið tilgangurinn með bygg- ingu hússins að stuðla að eflingu og einingu samtaka atvinnurek- enda. Verslunin myndi bæta hag sinn á samstarfinu, sem þýddi að hagur þjóðarinnar myndi batna. Haraldur Haraldsson formaður Fólags íslenskra stórkaupmanna og Jóhann J. Ólafsson formaður Verslunarráðs íslands við undirritun samstarfssamningsins í gær. Mynd: Kristinn. Félagsmálastofnun Keypti hús Almennra tiygginga Kaupverðið er 90 milljónir sem greiðist á 15 árum. Aðalskrifstofa og ýmis önnur starfsemi flyst á einn stað um áramótin Afundi borgarráðs á föstudag var ákveðið að festa kaup á húsi Almennra trygginga að Síðu- múla 30 fyrir aðalskrifstofur fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar. Kaupverðið er 90 niiljón- ir, 7 miljóHÍr greiðast við undir- skrift og eftirstöðvar á 15 árum. í nýja húsnæðið flyst aðalskrif- stofan sem er nú í Vonarstræti.4, öldrunar- og heimaþjónustan sem er að Tjarnargötu 20, ung- lingadeildin sem er á Vesturgötu 17. Auk þess munu félags- ráðgjafar og sálfræðingar visthei- mila hafa aðstöðu í Síðumúlan- um. Hverfisskrifstofan sem starf- rækt hefur verið í Síðumúla 34 verður lögð niður en á móti kem- ur að setja þarf á fót slíka skrif- stofu í miðbænum. Verið er að leita að hentugu húsnæði undir þá starfsemi en það húsnæði sem félagsmálastofnum á í miðbæn- um, Vonarstræti 4 og Tjarnar- gata 20 þykir ekki nægilega hent- ugt. Að sögn Gunnars Þorláks- sonar, skrifstofustjóra hjá félags- málastofnun verður húsið afhent í nóvember og líklega flutt um áramótin. Hús Almennra trygginga er um 2000 fm. að stærð, 3 hæðir og kjallari. Gunnar sagði að það hentaði vel fyrir starfsemi stofn- unarinnar og sameining á starf- semi sem til þessa hefði verið á mörgum stöðum leiddi væntan- lega til hagræðingar og sparnað- iÞ SKAK Heimsbikarmótið í Skellefta Kasparov nálægt því að leggja Kaipov Sjðtta og síðasta heimsbikar- mótið sem hófst í Skellefta í Svíþjóð um helgina skartar K- unum þremur, Kasparov, Karp- ov og Kortsnoj. Kasparov hóf mótið í Svíþjóð með því að kijásí við þessa erkifjendur; hann vann Kortsnoj léttilega í fyrstu umferð í aðeins 23 leikjum eftir hörmu- lega slaka taflmennsku Kortsnojs og í 2. umferð atti hann kappi við Anatoly. Jafntefli varð niður- staðan eftir hörkubaráttu og Kasparov heldur enn tveggja vinninga forskoti samanlagt eftir 130 skákir. Kasparov hefur mikið forskot á Karpov í keppninni um heímsbikarinn, 2,5 stig. Það þýð- ir að Karpov verður að vinna þetta mót og hljóta llVi til 12 vinninga vilji hann hampa heimsbikarnum. Valgeri Salov, sem er í þriðja sæti á heimsbikarstigum, hefur tekið forystuna í Skellefta með sigrum yfir Nikolic og Kortsnoj. Úrslit í fyrstu umferðunum urðu annars þessi: 1. umferð: Kaspar- ov vann Kortsnoj, Salov vann Nikolic, Short vann Tal, Portisch vann RibJi og Ehlvest vann Vag- anian. Jafntefli gerðu Sax og Karpov og Nunn og Seirawan en skák Anderssons og Hiibners fór í bið. 2. umferð: Nikolic vann Portisch, Salov vann Kortsnoj en jafntefli gerðu Ribli og Nunn, Tal og Vaganian, Seirawan og Jafntefll varð hjá þelm Margelrl Péturssynl og Jónl L. Ámasynl í einvfginu um fslandsmeistaratitilinn f skák 1988, sem hófst að nýju (gær, eftir u/þ. b. mánaoar hló. Þeir reyna aftur með sór í dag, og hefst skákin kl. 18 í húsi Útsýnar í Mjóddinni. Jón L. hefur hvítt. Ljósm.: Kristinn. ( Ehlvest, Karpov og Kasparov og Hiibner og Sax. Á hæla Salovs koma Kasparov, Ehlvest og Short með \Vi vinning. Töfluröðin í Skellefta er þessi: 1. Short 2. Andersson 3. Sax 4. Kasparov 5. Salov 6. Portisch 7. Nunn 8. Ehlvest 9. Vaganian 10. Seirawan 11. Ribli 12. Nikolic 13. Kortsnoj 14. Karpov 15. Hiibner 16. Tal. Síðan þeir Kasparov og Karp- ov luku einvígi sínu í Sevilla á Spáni hafa þeir teflt nokkrar at- hyglisverðar skákir og viðureign þeirra sl. sunnudag var dæmigerð baráttuskák. Kasparov hefur lagt Griinfelds-vörnina til hliðar og beitir hér kóngsindverskri vörn. Karpov teflir hálf ráðleysislega því svartur nær að byggja upp vænlegt færi kóngsmegin án þess að hvítur nái að andæfa. Með peðsfórn, 21. ... f4, sem Karpov áræðir skiljanlega ekki að taka, hrifsar svartur til sín frumkvæðið og í 27. leik fellur sprengjan, Rxh3! Þessi fórn, sem má kalla dæmigerða fyrir kóngsindverska vörn, á allan rétt á sér. Svarleikir Karpovs eru þvingaðir en í 31. leik, f3+ vinnur svartur manninn aftur. Staða Karpovs eftir 34 leiki er ekkert augnayndi en þar sýnir hann mikla útsjónarsemi í erfiðri stöðu. Fyrst með 35. Kg3! og í 37. leik sneiðir hann hjá gildrunni 37. Dfl Bxg4!. í 39. leik, Ddl!, er hann kominn yfir það versta og heimsmeistarinn finnur ekkert betra en þráskák: Skellefta, 2. umferð: Karpov - Kasparov Kóngsindversk vörn 3. Rc3-Bg7 4. e4-d6 5. Rf3-0-0 6. Be2-e5 7. 0-0-Rc6 8. d5-Re7 9. Rd2-a5 10. a3-Rd7 11. Hbl-f5 12. b4-Kh8 13. f3-Rg8 14. Rb3-axb4 17. g3-Rhf6 18. Hf2-Rh6 19. Hal-Hxal 20. Dxal-Rf7 21. Dcl-f4 22. g4-h5 23. h3-Rh7 24. Bel-Bf6 25. Kg2-Kg7 26. Hfl-Rhg5 27. Hhl 1 mmm mLj| k n lll ¦ H&H Ha V. 35. Kg3-g5 36. Re2-Kg7 37. Dhl-Rd4 38. Rbxd4-exd4 39. Ddl-De5+ 40. Kf3-Df6+ 41. Kg3-De5+ 42. Kf3-Df6+ 1. d4-Rf6 2. c4-g6 15. axb4-Rdf6 16. Bd2-Rh5 27. ...-Rxh3 28. Hxh3-Rg5 29. Hh2-hxg4 30. fxg4-Hh8 31. Bh4-f3+ 32. Bxf3-Rxf3 33. Bxf6+-Dxf6 34. Hxh8-Kxh8 - Jafntefli. P.S. Úrslit í 3. umferð í gær- kvöldi: Portisch vann Kortsnoj. Jafntefli gerðu Salov og Karpov, Nunn og Nikolic, Ehlvert og Ri- bli og Vaganian og Seirawan. Skákir Kasparovs og Húbners og Andersons og Tals fóru í bið. Sal- ov er því enn efstur með 2Vi vinn- ing. Helgi Ólafsson 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriojudagur 15. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.