Þjóðviljinn - 15.08.1989, Side 3

Þjóðviljinn - 15.08.1989, Side 3
Hagvirki Tíminn útmnninn Frestur Hagvirkis til að greiða 108 milljóna sölu- skattsskuld rennur út í dag Frestur sá sem Hagvirki var gefinn til að greiða 108 milfjóna söluskattsskuld sína, rennur út í dag. Síðustu daga hafa forsvars- menn Hagvirkis reynt að komast að einhvers konar samkomulagi við fjármálaráðuneytið, án ár- angurs. Aðalsteinn Hallgrímsson hjá Hagvirki sagði Þjóðvifjanum að nú reyndi fyrirtækið að fá fjármálaráðuneytið til að vera innan handar um að losa um fjár- magn hjá Hagvirki, annað hvort með sölu eigna eða skuldjöfnun. Mái Hagvirkis er afgreitt af hálfu tekjudeildar fjármálaráðu- neytisins, að sögn Aðalsteins. Snorri Ólsen hjá tekjudeildinni sagði að forsvarsmenn Hagvirkis hefðu reifað sín sjónarmið í ráðu- neytinu, en þeim hefði verið hafnað að hálfu ráðuneytisins. Ekki verður að teljast líklegt að Hagvirki greiði skuld sína í dag. Aðalsteinn sagði Hagvirki ekki eiga peninga til fyrir skuld- inni. Hins vegar ætti Hagvirki nægar húseignir og lóðir sem leysa mætti út í upp í skuldina. Þegar hann var spurður út í frest- inn sem rennur út í dag, sagði hann: „Ég hef heyrt að 15. ágúst væri mikill dagur.“ Sýslumaðurinn í Rangárvalla- sýslu, Friðjón Guðröðarson, hef- ur ekki ákveðið hvernig hann bregst við greiði Hagvirki ekki skuld sína í dag. „Ég segi pass fram að 16. ágúst,“ sagði sýslu- maður. Hann yrði að setjast nið- ur og hugsa sinn gang á morgun ef ekkert gerðist sem leysti málið. Friðjón sagðist hvorki hafa heyrt í Hagvirkis-mönnum né ráðu- neyti að undanförnu, en samn- ingar væru í gangi á milli þessara aðila. Aðalsteinn sagðist alltaf vera vongóður, þegar hann var spurð- ur hvort teldi líkur á að málið fengi farsælan endi. -hmp Stjórnsýslunefnd Róttækar breytingar Ráðuneytum fœkkað. Æviráðningar afnumdar Hin svokallaða stjórnsýslu- nefnd, sem hcfur haft það verk- efni að gera tillögur um breyting- ar á skipulagi stjórnarráðsins, hefur skilað áliti sínu. Að sögn Guðmundar Ágústssonar alþing- ismanns og eins af nefndar- mönnum eru þetta mjög róttækar breytingar en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um einstök atriði. Það sem virðist þó bera hæst af breytingatillögunum er fækkun ráðuneyta úr 13 í 10 og það að forsetaskipaðar æviráðningar verði afnumdar. Lagt er til að ýmis ráðuneyti verði sameinuð og að málaflokkar færist á milli ráðuneyta. Þá er lagt til að Hag- stofan verði lögð niður sem sér- stakt ráðuneyti og verði færð undir forsætisráðuneyti. ns. ---------------1------f. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3' Leitað að rétla tóninum Talsverðar breytingar hafa ver- ið að gerast í íslenskum bygg- ingariðnaði hvað snertir gerð verksamninga um stærri mannvirki. Sú aðferð sem kennd er við alverktöku hefur verið að ryðja sér til rúms og yfirleitt við fögnuð þeirra sem málið snertir. Hins vegar eru menn ekki komnir niður á samræmdar aðferðir, einkum þegar um er að ræða út- boð á byggingum. Fyrr í sumar ákvað Hafnar- fjarðarbær að efna til svonefnds alútboðs á byggingu grunnskóla þar í bæ. Sjö verktakafyrirtæki voru fengin til að gera tilboð í verkið og eru þau að því þessa dagana. Hins vegar sendi stjórn Arkitektafélags íslands bæjar- stjórn bréf þar sem ákveðnum þáttum í útboðinu var mótmælt. Hvað er alverktaka? Áður en lengra er haldið er rétt að útskýra muninn á alverktöku og hefðbundnum aðferðum við samningsgerð. Hingað til hefur það tíðkast að húsbyggjandi fái arkitekt tii að teikna hús og þegar teikningin liggur fyrir er samið við fjölda verktaka um einstaka verkþætti. Húsbyggjandinn þarf að annast allt eftirlit með fram- kvæmdum og taka fjárhagslega áhættu af því að verkið dragist, hönnun sé ábótavant og öðru sem upp kann að koma. Þegar um alverktöku er að ræða semur húsbyggjandi við einn verktaka sem ber ábyrgð á öllum þáttum verksins, allt frá hönnun til lokafrágangs á lóð. Alverktakinn er því að mörgu leyti sambærilegur við bygging- ameistara fyrri tíma. Oftast er samið um ákveðið verð sem ekki hreyfist nema sem nemur hækk- un byggingarvísitölu. Verktakinn ber svo ábyrgð á því að hægt sé að byggja húsið fyrir þetta verð. Sé húsið dýrara en áætlað var ber hann tapið, húsbyggjandinn fær enga bakreikninga. Og eins er það verktakinn sem hagnast ef verkið reynist ódýrara en um var samið. Alútboð er undanfari alverk- töku og er um margt frábrugðið venjulegu útboði. I alútboði er venjan að fela nokkrum verk- tökum að gera tilboð og fyrir það er þeim greitt, jafnvel þótt þeir fái ekki verkið. Þegar um alútboð er að ræða er líka oftast farið fram á að húsið sé hannað upp að vissu marki. í venjulegu útboði er yfirleitt búið að hanna húsið og þá er heldur ekki greitt fyrir til- boðsvinnuna. Réttar forsendur Nokkur ár eru síðan fyrst var farið að beita alverktöku við samningagerð hér á landi og að sögn eins viðmælanda blaðsins er hún komin í tísku, amk. við allar stærri framkvæmdir. Búseta- blokkin í Grafarvogi er gott dæmi um alverktöku en hún var byggð af Hagvirki og tekin í notkun skömmu fyrir síðustu jól. Það eru einkum stærri hús- byggjendur sem hrífast af alverk- tökunni og hún hefur rækilega slegið í gegn hjá sveitarfélögum. Jónas Frímannsson aðstoðar- framkvæmdastjóri ístaks hf. sagði að fyrirtækið hefði gert fyrsta alverktökusamninginn við Reykjavíkurborg vorið 1987. „Það var grunnskólinn í Ártúns- holti og við lögðum fyrstu steyp- una í hann 15. april en þann 1. september um haustið hófsl kennsla í skólanum," sagði Jón- as. Það er stærsti kosturinn við al- verktöku að hún getur orðið til ac stytta byggingartímann verulega. „Til þess þurfa allar forsendur að vera réttar og þýðingarmest er að fjármagnið sé tryggt. Ef fjár- streymið stöðvast í miðjum klíð- um er alveg sama hvaða aðferð er beitt við samningsgerðina, bygg- ingarkostnaðurinn verður alltaf hærri en til stóð,“ sagði Jónas. Guðni A. Jóhannesson verk- fræðingur hefur verið ötull tals- maður alverktöku á undanförn- um árum. Hann segir að mestu máli skipti að húsbyggjandinn geri sér í upphafi grein fyrir því hvaða gæði hann vill hafa á bygg- ingunni og að þau séu nákvæm- lega tilgreind í verksamningi. „Alverktaka hentar vel opinber- um aðilum, bönkum og öðrum þeim sem eiga næga peninga. Það er nefnilega mjög mikilvægt að greiðsluflæðið til verktakans sé eins og um er samið. Þá getur verktakinn haldið uppi góðum verkgangi og byggt húsið á lág- markstíma. Hins vegar er nauðsynlegt að vel sé fylgst með störfum verktakans á byggingar- tímanum," sagði Guðni. Faglegt mat nauðsynlegt Guðni er ekki eins hrifinn af alútboði. „Þegar það er viðhaft eru margar lausnir á verkinu unn- ar töluvert langt og þá er lagt í verulegan kostnað á mörgum stöðum. Ég tel það betri aðferð I BRENNIDEPLI að gera sér í upphafi grein fyrir því hvað menn vilja fá og hvað þeir eru reiðubúnir að borga fyrir og reyna síðan að semja við einn aðila. Með því næst mesta hag- kvæmnin. Búsetablokkin er besta dæmið um þetta,“ sagði Guðni. Eins og fyrr segir mótmæltu arkitektar ákveðnum þáttum í al- útboði Hafnarfjarðarbæjar. Það var þó á öðrum forsendum en Guðni. Stefán Benediktsson for- maður Arkitektafélags íslands sagði í samtali við Þjóðviljann að félagið hefði sent arkitektum til- mæli um að taka ekki þátt í alút- boði nema vissum skilyrðum væri fullnægt. „Skilyrðin voru þau að tryggt væri að fagleg umfjöllun ætti sér stað bæði við gerð tilboða og mat á þeim auk þess sem við mæltumst til að arkitektar tækju ekki að sér hönnunarstörf fyrir laun sem leyfðu ekki eðlilega vinnu og þjónustu við húsbyggj- andann. Það er hlutverk arki- tektsins að gæta hagsmuna verk- kaupa, þe. þess sem byggir húsið eða notar það, en þegar starfað er fyrir verktaka getur verið erfitt að halda fast við það hlutverk." Stefán sagði að arkitektar stæðu fast á því að við mat á til- Fjölbýlishús Búseta í Grafarvogi er gott dæmi um þá hagkvæmni sem hægt er að ná með alverktöku. Mynd: Þóm. Nýjar aðferðir við samningagerð á sviði byggingafram- kvœmda ryðja sér til rúms en valda nokkr- um titringi milli starfsstétta í greininni. Arkitektar óttastað lendaí klemmu milli verk- taka og húsbyggjenda boðum væri arkitekt amk. með í ráðum. Einnig að greiðslur fyrir tilboðsgerð væru í réttu samhengi við vinnuframlag en á það hefði nokkuð skort þegar um alútboð væri að ræða. Arkitekt sem blaðið hafði tal af * sagði að það sem hér héngi á spýt- unni væri að menn væru að koma sér niður á bestu aðferðina við alútboð og alverktöku. „Við erum að leita að melódíunni,“ sagði hann. Það sem arkitektar eru smeykir við er að þeir lendi í klemmu milli verktaka og hús- byggjanda og eins hitt að sam- keppnin fari að snúast frekar um verð á húsunum en um útlit þeirra eða gæði. Hentar ekki allsstaðar En þótt alútboð séu umdeild voru allir sem blaðið ræddi við á því að alverktaka hefði í för með sér verulega hagkvæmni fyrir húsbyggjendur. Jónas Frímanns- son sagði að þetta form hentaði best þegar um væri að ræða mannvirki á borð við skóla, dag- heimili, íþróttahús eða vöru- skemmur. Þegar byggja ætti sjúkrahús eða flugstöð gegndi öðru máli því þar væri um að ræða ílókin mannvirki þar sem hönnunin væri svo stór hluti og háð ýmsum skilyrðum. Þar gæti þó komið til greina að semja um alverktöku á einstökum bygg- ingarhlutum. I umræðum um alverktöku og alútboð hefur verið bent á að þetta samningsform henti best stórum verktakafyrirtækjum, að hætta sé á að þau litlu verði út- undan vegna þess að þau hafi ekki bolmagn til að taka þá áhættu sem alverktaka getur haft í för með sér. Þessu er Jónas ekki sammála. „Þegar við í ístaki tökum áð okk- ur verk söfnum við tilboðum frá mörgum aðilum. Fyrst er samið við hönnuði og svo er leitað til- boða í einstaka verkþætti, svo sem raflagnir, múrhúðun, málun osfrv. Það sem ístak sér um er eingöngu stjórnunarþátturinn, jarðvinna og uppsteypa. Við höf- um ekki mannskap í annað og semjum því við undirverktaka um aðra verkþætti. Ég sé því ekki að smærri og sérhæfðari verk- takar ættu að hafa minna að gera í þessu kerfi en því hefðbundna,“ sagði Jónas Frímannsson. -ÞH

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.