Þjóðviljinn - 15.08.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.08.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Ríkisbáknið hér og þar Viö vitum af skoöanakönnunum, aö flestir þegnar lands- ins vilja að ríkiö auki útgjöld sín til flestra þýðingarmeiri málaflokka. Við vitum af sömu könnunum, að menn telja ríkisbáknið vera alltof þungt og dýrt og að það ætti að skera stórlega niður útgjöld hins opinbera. Sjálfstæðisflokkurinn, einkum þegar hann er í stjórnar- andstöðu, hefur reynt að koma sér þannig fyrir í þessu þverstæðudæmi, að hann hamast mjög á nauðsyn þess að skera niður ríkisútgjöld. Fyrr og síðar bregður hann á loft vígorðinu „báknið burt". Án þess náttúrlega að fjalla alltof mikið um það, hvað það er sem skera á niður (það getur dregið úr vinsældum). í áróðursstríðinu er svo spjótum beint að vinstriflokkum sem svo heita: það eru þeir sem hafa þanið út báknið og skulu hafa skarpa skömm fyrir. í þessum áróðri er holur og falskur tónn. í fyrsta lagi vegna þess, að menn vita ekki til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nokkru sinni gert alvöru úr geipi sínu um „báknið burt", gengið fram í því að draga úr ríkisútgjöldum. í annan stað er það blátt áfram rangt, að vinstristjórnir á íslandi hafi þanið báknið margskammaða út fyrir þann ramma sem tíðkast í þeim ríkjum sem við helst berum okkur saman við. Samkvæmt upplýsingum frá Efnahags- og framfarastofn- uninni í París, sem DV setti upp í línurit nú um helgina, stef nir í það í ár að útgjöld ríkissjóðs íslands verði 28,2 % af landsframleiðslu. Útgjöld ríkissjóða allra iðnríkja eru hins- vegar um 33 prósent- en ef hernaðarútgjöld eru dregin frá, til að gera samanburðinn við ísland raunhæfari, lækkar þetta hlutfall niður í 28,9 prósent. ísland er því með útgjöld til síns „bákns" tæpu prósenti neðan við meðaltalsútgjöld hins opinbera í samanlögðum iðnvæddum heimi. Báknið er heldur engin dæmigerð vinstrivilla. íhaldsstjóm Margrétar Thatcher í Bretlandi, sem hefur uppi heitasta svardaga um „báknið burt" - hún er með sitt útgjaldahlutfall í röskum 35 prósentum, ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar á langt í land með að ná henni. Ef menn svo líta til Bandaríkjanna, þá er ríkissjóður þar miklu fyrirferðarminni, hann nær sem svarar 18,2 % af þjóðarframleiðslu. Ekki vitum við að hve miklu leyti þetta hltufall er lægra þar í landi vegna verkaskiptingar milli alríkis og einstakra fylkja. En í þessari hlutfallstölu er líka að finna ábyrgðarleysi stjórnvalda sem fáir vilja eftir líkja. Það ábyrgðarleysi, sem skar niður stórlega útgjöld til gloppótts velferðarkerfis í tíð Reagans, það ábyrgðarleysi sem hefur slegið á frest endur- nýjun kjamorkuvera landsins og safnað þar upp óleystum vanda upp á marga tugi miljarða dollara, sem greiða verður, þótt seinna verði. Skilji enginn þessi samanburðarfræði sem svo, að hvergi megi skera niður hjá ríkissjóði íslands. Vissulega verður að koma í veg fyrir margskonar sjálfvirkt útstreymi úr honum, sem truflar allar ráðagerðir í ríkisfjármálum. Til dæmis má taka dapurlegan vítahring útflutningsuppbóta á kjöti, þrútn- andi kostnað af lyfjasölu og sérfræðingaþjónustu í heilbrigð- iskerfinu. En menn skuli ekki halda að sæmilegur árangur í slíkum niðurskurði mundi breyta að ráði stærð okkar sam- eiginlegu sjóða. Um leið og hverjar hundrað miljónir losna mun á þær kallað til brýnna þarfa úr öðrum stað - saman- burður sá við iðnríki heims sem áðan var um getið minnir okkur á það, að sameiginlegar þarfir í samfélögum af okkar gerð eru stærð sem tilteknar ríkisstjómir breyta ekki miklu um. AB Bloöbaö á vegum úti Það er ekki margt sem allir eru sammála um. Allir þykjast þó sammála um að það eigi að ríkja öryggi í umferðinni. Allir eru vel- viljaðir átaki til að efla þetta ör- yggi, hvort sem það er gert með aðstoð skemmtikrafta í enda- lausum útvarpsörleikritum eða með því að virkja frægðarmenn úr pólitíkinni, sem horfa á al- menning ábyrgum augum af sjón- varpsskermi og segja honum að aka varlega, því flas sé ekki til fagnaðar. Og við skulum vona að menn hlusti á þetta allt saman og taki það til sín. Banvæn umferðarslys eru að sjálfsögðu alþjóðlegt vandamál. Bandaríkjamenn missa um fimmtíu þúsundir manna á hverju ári í umferðarslysum - gott ef það er ekki á við allt mannfall þeirra í Víetnamstríðinu. Vesturþjóð- verjar fækka sér um 8000 manns á ári í sinni feiknahröðu umferð. Frakkar, sem eru álika margir og Vesturþjóðverjar og eiga álíka marga bfla, eru enn meiri öku- fantar: þar farast 10500 manns á ári í umferðinni. Það er víst til- tölulega (miðað við ekna kíló- metra á mannsbarn) meira en umferðarblóðbaðið í Bandaríkj- unum. Varið ykkur: hér kem ég! Því er ekki nema von að Frakk- ar eigi sér færa sérfræðinga í því, hvernig á því stendur að svo margir - og þá ekki síst ungir karlmenn - verða stórhættulegir við stýri. Einn þeirra heitir Pierre Karli. Hann hefur skrifað bók um „Hinn árásargjarjia mann" og segir þar, að margir ökumenn freistist til að nota bílana sfna til að láta í ljós það uppþembda álit John le Carré: hvers vegna njósna menn? Höfundur heldur áfram: „í öðru lagi er ökumaður í næsta bfl líka nafnlaus, óþekkt stærð, og því er hann tilvalinn sökudólgur ef eitthvað kemur fyrir, hann er hinn sanni tíkar- sonur". Margt fleira ber til þess að menn aki sem óðir væru. Sumt af því er „sammannlegt" - við getum til dæmis vel hugsað okkur að „tvöfalda nafnleysið" eigi alveg eins vel við á íslandi og Frakk- landi. f öðrum greinum verður á þjóðamunur: til dæmis er afar erfitt að fá Frakka til að viður- kenna að bjór- og víndrykkja hafi áhrif á þeirra aksturslag. í annan stað eru Frakkar slæmir með að telja, að þótt svo ólíklega vilji til að þeir verði gómaðir fyrir öku- fantaskap, þá muni þeir geta skotið sér undan sektum og refs- ingu með réttum samböndum - til dæmis með því að láta þing- manninn sinn koma sér á næsta sakaruppgjafarlista. Hugsa ís- lenskir ökufantar einnig þannig? - það væri fróðlegt að vita. sem þeir hafa á sjálfum sér og það litla álit sem þeir hafa á öðrum. Hann segir og á þessa leið: „Eitt af því sem ýtir undir of- beldi á vegum úti er það, að öku- maðurinn er eins og verndaður með tvöföldu nafnleysi. Enginn veit hver hann er - og þá finnst honum hann geta leyft sér að gera hluti sem hann mundi skammast sín fyrir ef hann væri í sínum venjulega hópi". M.ö.o. - hegð- un ökufanta verður tilbrigði við vísuna frægu: Par sem enginn þekkir mann þar er gott að vera því að allan andskotann er þar hægt að gera. Hnignun njósnara Enn eru að koma upp njósna- mál. En það er með það svið eins og önnur: heimur versnandi fer. Menn sakna nú vinar í stað þar sem var hugsjónanjósnarinn, sem ætlaði upp á eigin spýtur að breyta veröldinni eða efla friðinn með sínu athæfi sem aðrir töldu kannski landráð. En nú mega bandarískar þingnefndir klóra sér í höfði yfir því, að dæmigerð- ur njósnari samtímans er bara eins og hver annar skoðanalaus embættismaður hjá hernum eða ríkinu, sem selur Sovétmönnum leyndarmál fyrirpeninga. Það vill nefnilega svo illa til að það er miklu erfiðara að góma slíka menn en hugsjónamennina. Reyndar er það alltaf svolítið tvíbent að tala um hugsjóna- mennsku í sambandi við njósn- ara. En samt er það ekki út í hött. Inn á þessa hluti er komið í ný- legu viðtali við meistara njósn- araskáldsögunnar, John Le Carré, sem nýlega hefur skrifað enn eina bók, sem mótuð er af kynnum hans af Sovétríkjum glasnosttímans. (En það er einn liður í glasnost að Sovétmenn eru farnir að gefa út bækur þessa höf- undar sem áður var kallaður svívirðilegur erindreki heims- valdastefnunnar). Meðal reglubræðra John Le Carré starfaði sjálfur í bresku leyniþjónustunni. Og hann segir, að þegar hann gekk til þess leiks hafí hann haft mjög rómantískar hugmyndir um að hann væri að þjóna æðri mark- miðum, auk þess sú hugsun freistaði hans, að hann væri á leið inn í leynilegt bræðralag útvaldra sem kynnu svör við gátum sam- tímans. Hann viðurkennir að ýmsum njósnurum verði njósn- irnar einskonar staðgengill trúar- bragða: „maður verður að trúa á dyggð æðri máttar" segir hann. En nú er hann ekki eins rómant- ískur og segist reyndar skammast sín fyrir margt sem hann gerði með góðri samvisku í starfi. Og hann neitar því að njósnari hljóti að vera föðurlandsvinur fyrst og fremst: „Njósnir eru spegilmynd af heiminum öllum, innan þeirra komast allar hvatir fyrir. Menn geta njósnað fyrir ástar sakir eða haturs, í nafni ættjarðarástar, út úr vonbrigðum, sér til gamans vegna þess hve lífið er leiðinlegt, eða blátt áfram vegna þess að maður telur sig yfir annað fólk hafinn". Þetta er allt nokkuð fróðlegt. Og að lokum þetta: John Le Carré var að því spurður, hvort hann teldi að afbragðsmenn (eins og sovéski eðlisfræðingurinn Andrei Sakharov, sem hann kynntist nýlega í Moskvu) ættu að stjórna heiminum. Hann taldi svo ekki vera: „Heimurinn getur, þegar á heildina er litið, verið öruggari um sig, ef honum er stjórnað af meðalmönnum". Jamm, það er nú svo. Eins gott að á þeim verður seint skortur. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjóri: Árni Bergmann. Frétiaatjórl: Lúövík Geirsson. Aðrlr blaðamonn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Híldur Fínnsdóttír (pr.), Jím Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ÓlafurGislason,SigurðurÁ.Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvcemdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjórí: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrlf stofa: Guðrún Geirsdóflir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjórl: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, I /nnur Ágústsdóttir. Slmavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bllst|óri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir iJtbraloslu-ogafgrsloslusMórhGuðrúnGísladóttir. Afgral&sla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdottir, Hrefna Magnúsdóttir. tnnhaimtumaður: Katrin Bárðardóttir. Útkayrsla, afgralðsla, rltstjórn: Si&umúia 6, Reykjavík, slmar: 681333 & 681663. Auglýalngar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrot og satnlng: Prentsmiöja Þjöðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Var6flauaasölu:íK)kr. NýttHafgarbla6:140kr. Askrlftarvar6ám*nu6l:1000k[ 4 SÍÐA - WÓÐVILJINNlÞriðjudagur 15. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.