Þjóðviljinn - 15.08.1989, Side 5

Þjóðviljinn - 15.08.1989, Side 5
KVIKMYNDIR Spor í rétla átt Egill Ólafsson kemst mjög vel frá hlutverki sínu einsog reyndar flestir aðrir leikarar I Magnúsi. Hór fær hann son sinn (Ingimar Oddsson) og dóttur (María Ellingsen) í heimsókn á spítalann. Magnús, sýnd í Stjörnubíói. Leik- stjórn, handrit og framleiðsla: Þráinn Bertelsson. Tónlist: Sigurður Rúnar Jónsson. Búningar: Sigrún Guð- mundsdóttir. Leikmynd: Geir Óttarr. Förðun: Gréta Boða. Kvikmynda- taka: Ari Kristinsson. Klipping: Skafti Guðmundsson. Framkvæmda- stjórn: Vilhjálmur Ragnarsson. Helstu hlutverk: Egill Ólafsson, Laddi, Guðrún Gísladóttir, Jón Sig- urbjörnsson, Margrét Akadóttir, María Ellingsen, Þröstur Leó Gunn- arsson, Ingimar Oddsson, Árni Pétur Guðjónsson, Randver Þorláksson, Erlingur Gíslason, Örn Árnason. Nýtt líf 1989. Þráinn Bertelsson hefur verið meðal okkar afkastamestu kvik- myndagerðarmanna frá því „vor- ið“ hófst fyrir um 10 árum. Engu að síður hefur honum gengið fremur illa að sanna sig sem lista- mann þarsem kvikmyndir hans hafa flestar verið meiri ærsla- leikir en alvara og það meira að segja nokkuð brokkgengir ærsla- leikir. Að þessu leyti verður kvik- myndin Magnús að teljast vendi- punktur í ferli Þráins sem kvik- myndaleikstjóra. Hún er á allan hátt heils teyptara og metnaðar- fyllra verk en fyrri kvikmyndir hans og ber vott um að Þráinn hafi náð auknum þroska sem listamaður. Myndin er í fullu samræmi við stöðu Þráins sem kvikmyndagerðarmanns. Hann hefur reynt fyrir sér bæði með gríni og alvöru og nú gerir hann hvort tveggja með sögu af manni á svipuðu reki og hann sjálfur. En Magnús er þó alls ekki algóður og má finna á honum ýmsa hnökra þótt hún sé tvímælalaust besta kvikmynd Þráins til þessa. Þráinn segir Magnús vera óvenjulega mynd um venjulegt fólk og er vissulega margt til í því. Myndin segir sögu Magnúsar Bertelssonar (!), lögfræðings hjá Reykjavíkurborg, sem dag nokk- urn fær þær fréttir að hann sé að líkindum haldinn krabbameini. Magnús sér ástæðu til að staldra við og sjá líf sitt og sinna nánustu í nýju samhengi, en ættingjar hans og vinir eru of uppteknir af eigin vandamálum til að Magnús geti ráðfært sig við þá. Inní þessa sögu fléttast svo nokkrar aðrar, ss. úti- stöður tengdaföður Magnúsar við borgaryfirvöld vegna landar- eignar sinnar, vafasöm samskipti Helenu eiginkonu hans við versl- unareiganda nokkurn, erfið- leikar Tedda mágs í hjónaband- inu ofl. Auk þess spilar hvítur foli í eigu tengdapabbans nokkuð stóra rullu í þessari leit Magnúsar að svörum við sígildum spurning- um um lífið og tilgang þess. Einsog Þráins er von og vísa er slegið á létta strengi í Magnúsi þótt myndin fjalli um háalvarlega hluti. Má segja að alvarlegur undirtónn (nokkuð grunnur að vísu) fylgi myndinni með já- kvæðum formerkjum og oft á tíð- um hárfínum svörtum húmor í formi hnyttinna samtala. Hefur annar eins gálgahúmor varla nokkurn tíma sést í íslenskri bíó- mynd og sé ég ekki ástæðu til annars en að fagna þeirri ný- breytni. Þá eru þarna innan um nokkur ærslafengin atriði í kring- um Tedda leigubílstjóra og ævintýri hans. Mjög góð uppbygging er í handritinu til að byrja með og þessar ólíku sögur eru fléttaðar saman af kunnáttu. Þráni tekst best upp eftir að Magnús fær að vita sjúkdómsmein sitt og gerir sig reiðubúinn til að tala um þetta vandamál við sína nánustu. Þeir eru hins vegar engan veginn til- búnir undir slíkt - Teddi heldur að hann sé að grínast og segir honum frá ástarævintýri sínu sem flugstjóri, Helenu finnst verst af öllu að Magnús var ekki við opn- un málverkasýningar sinnar og segist öfunda hann að geta farið og hvílt sig á spítala osfrv. Þarna held ég að Þráinn fari rétt með að hér höfum við venjulegt nútíma- fólk sem bregst í rauninni við á mjög eðlilegan hátt. En þegar líða tekur á myndina fer að gæta nokkurra brotalama í samsetningu þessara ólíku sagna og sumar þeirra tvístrast í sundur í stað þess að bindast saman í eina fléttu. Sagan af Magnúsi sjálfum fær nokkuð snubbóttan endi en kannski var það aldrei ætlun Þrá- ins að leysa vandamál hans til hlítar. Sagan af viðskiptum konu hans við búðareiganda er hins vegar skilin eftir í lausu lofti og fleiri atriði fá ekki viðunandi lausn. Einstaka senur fengu einn- ig heldur skrítinn endi, sérstak- lega annars ágætt samtal Magn- úsar við rúmfélaga sinn, leiknum af Þráni sjálfum. Nokkuð snjallt atriði sem fékk alltof ódýran endi. Það verður ekki af Magnúsi tekið að allur leikur og tækni- vinnsla í myndinni er með því besta sem sést hefur í íslenskri kvikmynd. Egill Ólafsson kemst mjög vel frá titilhlutverkinu en líður nokkuð fyrir þá óvissu sem ríkir um sögupersónuna allan tímann og fyrir vikið fær áhorf- andinn ekki næga samúð með honum. Laddi fer kostulega með hlutverk Tedda, sem líkt og Laddi sjálfur er hlédrægur sprelligosi, en þó kynni sumum að finnast hann fara stöku sinn- um yfir strikið líkt og gert var hvað eftir annað í Lífs- myndunum. Guðrún Gísladóttir er því betri sem Helena sem líða tekur á myndina og ánægjulegt er að sjá að Jón Sigurbjörnsson er hættur „að leika“ í kvikmyndum, en er þess í stað mjög eðlilegur í hlutverki sínu. í minni hlutverk- um fær Margrét Ákadóttir að njóta sín sem eiginkona Tedda, Erlingur Gíslason er óborgan- legur sem læknirinn vandræða- legi og Árni Pétur Guðjónsson nánast óþekkjanlegur í sniðugu hlutverki borgarsendimanns. Hvað varðar tæknilega úr- vinnslu er hún nokkuð einföld og vel heppnuð og er greinilega liðin sú tíð að áhorfendur heyrðu að- eins brot af töluðu máli í íslensk- um bíómyndum. Kvikmynda- tökuvélinni er hallað stöku sinn- um og falleg skot af hvíta folan- um undir snoturri tónlist Didda fiðlu fá að njóta sín. Leikmyndin er einkar vel úr garði gerð - eins eðlileg og frekast er kostur í borg- inni og aðbúnaður gamla manns- ins á Heimsenda sérlega skemmtilegur. Niðurstaðan er því að Þráinn Bertelsson hefur gert sína bestu kvikmynd og verður spennandi að fylgjast með hvert verði fram- haldið á ferli hans. Með Magnúsi stígur Þráinn stórt skref í átt til betri tíðar sem kvikmyndagerð- armaður, en betur má ef duga skal. Þráinn kann vel að fara með skoplegu hliðar samfélagsins, en þegar kemur að úrlausn sögunnar nemur hann staðar og skilur eftir eitt stórt blikkandi spurningar- merki. Þráinn sleppur þó með slíka lausn að þessu sinni vegna þess að hann er ekkert að remb- ast við að svara þessum spurning- um. Hann setur hlutina bara fram á sinn einfalda hátt og felur áhorfandanum að setja punktinn yfir i-ið. Með Magnúsi hefur Þráinn stigið stórt skref í rétta átt, en mikið væri gaman ef honum tæk- ist að stíga skrefið til fulls í næstu atrennu. Hann á það skilið eftir þessa tilraun. Þorfinnur Ómarsson Tveir nýir prestar í Húnaþingi ásamt prófasti sínum, frá vinstri: séra Kristján Björnsson á Breiðabólstað, séra Guðni Þór Ólafsson prófastur og séra Ágúst Sigurðsson að Prestbakka. Nóg af prestum í Húnaþingi Landsbyggðin hefur oft þurft að láta í minni pokann fyrir höfuð- borginni í samkeppni um sérhæft vinnuafl. Því hlýtur það að teljast frétt þegar öll átta prestaköll í Húnavatnsprófastsdæmi eru mönnuð samtímis en prófasts- dæmið nær frá Bólstað í austri til Árness á Ströndum í vestri. í sumar hafa tveir prestar verið settir í embætti, sr. Kristján Björnsson á Breiðabólstað og sr. Ágúst Sigurðsson á Prestbakka. Séra Kristján þjónar sóknum í Víðidal, Vesturhópi og á Vatns- nesi en sr. Ágúst þjónar sóknum beggja vegna Hrútafjarðar og í Bitru. {lok þessa mánaðar verð- ur svo sr. Stína Gísladóttir sett í embætti prests í Bólstaðarhlíð og mun hún þjóna sóknum í Langa- dal, Svartadal, Blöndudai og við Svínavatn. Leiðbeiningar um myndbandagerð Út er komið hjá myndaband- aútgáfunni Bergvík hf. mynd- band sem nefnist „Video Active“ og hefur að geyma ýtarlegar leiðbeiningar fyrir þá sem vilja taka upp atburði tilverunnar á myndband. Upptökuvélum fyrir myndbönd hefur fjölgað gífur- lega á undanförnum árum og víst er um að margir hefðu gagn af greinargóðum upplýsingum um það hvernig best er að stjórna vélinni, hljóðinu, beita hljóð- nemanum, hvernig birtan þarf að vera, klippingar og annað. Hand- bók fylgir myndbandinu en það er 90 mínútur að lengd og með íslenskum texta. Fæst það hjá út- gefanda, í Sjónvarpinu og helstu verslunum með myndbandstæki. Göng undir Hvalfjörð komin í nefnd Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um hug- myndir sem fram hafa komið um brú eða göng yfir eða undir utan- verðan Hvalfjarðarbotn. Nokkur fyrirtæki á svæðinu svo og Akra - nessbær hafa sýnt þessu máli mik- inn áhuga og boðist til að taka þátt í kostnaði við rannsóknir. Hópurinn á að lýsa þeim kostum sem ræddir hafa verið en auk brú- ar og jarðganga hefur verið, rætt um stokk á botni fjarðarins. Hóp- urinn á að taka saman allar nýj- ustu upplýsingar um jarðfræði- legar aðstæður, umferð og annað sem máli skiptir og gera grein rir kostnaði við hvern kost. llu þessu á hópurinn að skila eigi síðar en 10. október í haust, en þá kemur Alþingi saman. f hópnum eru Helgi Hallgrímsson aðstoðarvegamálastjóri, formað- ur, Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi, Jón Sigurðsson for- stjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, Jón Sveinsson aðstoðarmaður forsætisráðherra og Páll Ólafsson forstöðumaður hjá Landsvirkjun. Kringlublaðið Verslunarmiðstöðin Kringlan átti tveggja ára afmæli nú um helgina og í tilefni af því var hafin útgáfa á Kringlublaðinu. Þar er fjallað um fyrirtækin í Kringl- unni, fólkið sem þar vinnur og ýmsa þætti sem snerta viðskipta- vinina. Upplag Kringlublaðsins er 50.000 eintök og hefur því ver- ið dreift inn á öll heimili á höfuð- borgarsvæðinu. Áætlað er að Kringlublaðið komi út á tveggja mánaða fresti. Tveir nýir prófessorar Forseti íslands hefur skipað tvo nýja prófessora í embætti við Há- skóla íslands. Anna Soffía Hauksdóttir Ph.D. var skipuð prófessoi í rafmagnsverkfræði á sviði tölvufræða við verkfræði- deild frá 1. júlí að telja og dr. Ragnar Árnason var skipaður prófessor í fiskihagfræði við viðskipta- og hagfræðideild frá 1. ágúst að telja. Fastar siglingar til Bremerhaven Skipadeild Sambandsins hefur ákveðið að hefja reglubundnar áætlunarsiglingar til þýsku hafn- arborgarinnar Bremerhaven. Lagt verður upp í fyrstu ferðina frá Reykjavík þann 29. ágúst og er ætlunin að hafa viðkomu í Bremerhaven á tveggja vikna fresti. í frétt frá Skipadeildinni segir að þessar siglingar séu fyrst og fremst þjónusta við íslenska útflytjendur og að þegar hafi ver- ið bókað í fyrstu ferðina flutning- ur á freðfiski, saltfiski og fersk- fiski í gámum. Landað verður í Bremerhaven á sunnudögum sem er hagstætt vegna þess að mánudagurinn er besti söludagur ferskfisks. Þriðjudagur 15. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.