Þjóðviljinn - 15.08.1989, Síða 9

Þjóðviljinn - 15.08.1989, Síða 9
ERLENDAR FRETTIR Iran Forustan að klofna? Khamenei gengur í berhögg við Rafsanjani ígíslamáli með harðyrðum ígarð Bandaríkjanna Ali Khamcnei, æðsti trúarleið- togi írans síðan Khomeini gamli lést, sagði í gær í ræðu að aldrei skyldi það verða að íran gengi til samninga við Bandaríkin út af vestrænu gislunum í Líban- on, nema því aðeins að þau létu fyrir fullt og allt af stuðningi við Israel. Kvað Khamenei íranskan almenning hata Bandaríkjastjórn innUegar en nokkurn annan aðila í heimi, að ísrael þó frátöldu. Þessi hviða frá Khamenei kom allmjög á óvart, enda stingur hún áberandi í stúf við ummæli Rafs- anjanis íransforseta 4. þ.m. Bauðst Rafsanjani þá til að hjálpa Bandaríkjastjórn til að fá gíslana lausa, með vissum skil- yrðum að vísu. Blað eitt í Teher- Khamenei - hötum (srael mest, Bandaríkin þar næst. an hélt því frám s.l. fimmtudag að innan nokkurra daga myndu hefjast óformlegar viðræður Bandaríkjanna og írans um gísl- amálið, sennilega með þátttöku Pakistans sem málamiðlara. Bandaríkjastjórn hefur ekki staðfest að hér sé rétt með farið, en hinsvegar lýst sig reiðubúna til viðræðna við íranska ráðamenn. Pakistan, sem er í vinfengi við bæði Bandaríkin og fran, hefur að sögn íranskra heimilda boðist til að miðla málum þeirra á milli. Ummæli Khameneis, sem ganga á skjön við orð Rafsanjanis skömmu áður, endurspegla að líkindum valdabaráttu í innsta hring íranskra ráðamanna. Þeir hafa nú nokkumveginn komist að samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjómar eftir forseta- kosningarnar 28. júlí s.I., en í þeim fór Rafsanjani létt með að fá sig kjörinn. Samkvæmt nýrri stjórnskipan, sem nú er gengin í gildi, fylgja forsetaembættinu mikil völd, gagnstætt því sem hingað til hefur verið. Khamenei hefur til þessa verið talinn stuðningsmaður Rafsanj- anis og að honum frátöldum helsti maður í hófsemdararmi svokölluðum í írönsku forust- unni. En þessi síðustu ummæli hans virðast benda til þess, að hann sé tekinn að hallast að strangtrúaðri armi forustunnar, en liðsoddur hans helstur mun nú vera orðinn Ahmad Khomeini, sonur höfuðklerksins sáluga. Ut á faðernið hefur hann veruleg áhrif. Talið er að hann verið ko- sinn eftirmaður Rafsanjanis sem forseti þingsins, en það kemur saman í dag. Aðrir helstu for- ustumenn róttækari armsins eru Mir-Hossein Mousavi, áður for- sætisráðherra, en Rafsanjani hef- Am.k. 105 óbreyttir borgarar ■ voru drepnir og um 450 limlestir og særðir í Beirút, höf- uðborg Líbanons, í stórskotahríð er stóð linnulaust yfir frá fimmtudegi í s.l. viku og s.l. sunn- udagskvölds. Telja sumir að stór- skothríð þessi hafi verið sú harð- asta í öllu líbanska borgarast- ríðinu, er nú er orðið 14 ára. í Beirút og víðar í landinu eigast enn við annarsvegar kristnir menn undir forustu Mic- hels Aoun, sem lýstu því yfir í mars s.l. að þeir væru staðráðnir í því að reka Sýrlandsher úr landi, ur að nokkru tekist að bola hon- um frá völdum með því að leggja forsætisráðherraembættið niður. Hinn er Ali Akbar Mohtashemi, sem Rafsanjani er að reyna að losna við úr embætti innanríkis- ráðherra, en ætlað er að Ahmad Khomeini standi þar fyrir fast. Reuter/-dþ. og hinsvegar Sýrlendingar og lí- banskir bandamenn þeirra, eink- um Drúsar og Amalsjítar. Þessi þáttur stríðsins hefureinkum ein- kennst af gríðarlegri stórskota- og eldflaugahríð á báða bóga, sem harðast hefur komið niður á óbreyttum borgurum, en litlar breytingar hafa orðið á vígstöðu hinna stríðandi herja. Beirút, sem eitt sinn var talin með fallegri borgum við Miðjarðarhaf, heldur jafnt og þétt áfram að molna í rústir undir hríðinni. Reuter/-dþ. Bandaríkin beggja blands um Afganistan Meðal bandarískra áhrifa- manna kvað nú sú skoðun ryðja sér til rúms að hæpið sé að halda áfram stuðningi við mujahideen í Afganistan, þar eð þeir noti vopnin, sem þeir fá frá Banda- ríkjunum, aðallega til að berjast innbyrðis. Opinberlega hefur þó ekki orðið nein breyting á af- stöðu Bandaríkjanna í þessu máli. Sovétmenn hafa látið í ljós, að þeir séu reiðubúnir að hætta að sjá Najibullahstjórninni fyrir vopnum, að því tilskildu að Bandaríkin hætti að vopna muja- hideen, en tillögu um það höfn- uðu Bandaríkjamenn á ráðstefnu risaveldanna um Afganistan í Stokkhólmi nýverið. Loðselastofn í hættu Nýsjálensk náttúruvemdar- samtök skomðu í gær á stjórnvöld landsins að grípa til ráðstafana til vemdar þeim stofni Ioðsela, sem hefst við á miðunum kringum landið. Saka náttúra- verndarmenn japönsk og sovésk fiskiskip um að drepa selina í hundraðatali og laða þá í færi með því að fleygja í sjóinn ýmsu ætilegu. Líbanon Mesta storskota- hríð í 14 ár Mið-Ameríka Forsetar fimm Mið-Ameríku- ríkja, Gúatemala, Salvadors, Hondúras, Níkaragva og Kosta - ríku komust í s.l. viku að samkomulagi um að leysa upp kontraliðið í Hondúras og binda þar með endi á ófriðinn milli kontra og sandinistastjórnarinn- ar í Níkaragva. í þeim éfriði hafa um 50.000 manns látið lífið, að sögn talsmanna Níkaragvastjórn- ar. Enn er ekki ljóst hvernig gengur að framfylgja samningi þessum. í febr. s.l. komust sömu forsetar að samkomulagi um að kontraliðið skyldi leyst upp innan 90 daga. Sá frestur rann út í maí, en kontrarnir sitja enn sem fast- ast í bækistöðvum sínum í Hond- úras. 120 daga áœtlun ÖIlu meiri alvara virðist vera að baki nýgerða samningnum, ekki síst af hálfu Hondúra. Þeir virðast nú fyrir hvern mun vilja losna við kontrana, sem þeir ótt- ast að annars muni stofna til vandræða í Hondúras. í samn- ingnum er tekið fram, að Hond- úras muni ekki lengur láta það viðgangast að uppreisnarmenn frá öðra ríki noti hondúranskt land til árása á það. í samningnum er skorað á Sameinuðu þjóðirnar og Sam- band Ameríkuríkja (OAS) að skipa innan 30 daga nefnd, er skipuleggi og fylgist með afvopn- un kontranna og leitist við að koma í veg fyrir átök á landamær- um Hondúras og Níkaragva í því sambandi. Síðan er ætlunin að kontrarnir, 10,000-12,000 að tölu, verði afvopnaðir á 90 daga tímabili og fluttir frá Hondúras. Gert er ráð fyrir að flestir þeirra setjist að í föðurlandinu, en Gú- atemala, Kostaríka og Salvador lofa að taka við einhverjum þeirra kontra, sem þangað kunni að vilja fara fremur en að snúa heim til Níkaragva. Ljóst er að sumir og sennilega margir kontra vilja helst flytjast til Bandaríkj- anna og ekki er talið að Mið- Ameríkuríkin hafi neitt á móti því, þótt ekki sé minnst á Banda- ríkin í samningnum þessu við- víkjandi. Foringjar á flótta Forustumenn kontra hafa bragðist illa við samningnum og neitað að afvopna lið sitt fyrr en í fyrsta lagi aðloknum næstu kosn- ingum í Níkaragva, sem fram eiga að fara i febr. n.k. Þeir lýsa því einnig yfir, að verði þeir neyddir til að yfirgefa Hondúras, muni þeir ekki snúa heim til föður- landsins öðruvísi en vopnaðir. En kjarkurinn er ekki mikill í liðinu, eins og sýndi sig með því að níu af helstu foringjum kontra sóttu eftir birtingu samningsins um leyfi til landvistar í Bandaríkjun- um. Þeirra á meðal er Israel Ga- ieano, herráðsforingi kontra. Hermt er að liðsmönnum þeirra þyki þeim farast miður karlmannlega og kalli umsókii- irnar um landvistarleyfi (sem þrír þeirra hafa þegar fengið jákvætt svar við) heldur hallærislegan flótta. Af hálfu Bandaríkjastjómar hefur komið ffarn að hún er ekki ánægð með þennan samning Mið-Ameríkuforseta og reyndi með þrýstingi á suma þeirra að hindra að hann yrði gerður. í febr. s.l. komst Bushstjómin að vísu að samkomulagi við þing- leiðtoga demókrata þess efnis, að Bandaríkin skyldu ekki lengur leggja áherslu á „hernaðarlegar lausnir" í Mið-Ameríku, heldur reyna samningaleiðina. En stjórn Bush hefur viljað draga að leysa upp kontraliðið þangað til eftir kosningarnar í Níkaragva, senni- lega með það fyrir augum að geta brúkað það til að ógna sandinist- um á ný, ef hún yrði óánægð með kosningaúrsltin. Fitzwater slær varnagla Bandaríkjastjóm hefur þó lýst yfir stuðningi sínum við samning- inn, enda mun hún þeirrar skoð- unar, að Bandaríkjunum yrði það síst til aukinna vinsælda í Mið-Ameríku að beita sér opin- skátt gegn samkomulagi, sem leiðtogar flestra ríkja þar hafa komist að. En Bandaríkjamenn slá varnagla. Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins, gaft.d. í skyn fyrir helgina að stuðningur Bandaríkjanna við samninginn byggðist á loforðum, sem hann kvað forseta Hondúras og Kost- aríku, José Azcona Hoyo og Osc- ar Arias Sánchez, hafa gefið, þess efnis að kontrar yrðu ekki látnir leysa upp her sinn og snúa aftur til Níkvaragva, væri þeim það nauðugt. Eitt vandamál í þessu sam- bandi er að kontraliðið er að lík- indum hvergi velkomið, hvort heldur er í föðurlandi þess, Bandaríkjunum eða annarsstað- ar. Það á áreiðanlega sinn þátt í gremju þess út af samningnum. Og varla telja Hondúrar sig ein- færa um að reka það af höndum José Azcona Hondúrasforseti (sitjandi) og Daniel Ortega Níkaragvaforseti á ráðstefnunni í Tela. sér, ef það þybbast við að fara. Framvinda málsins veltur trúlega að einhverju leyti á undirtektum S.þ. og OAS við tilmælin, sem forsetarnir beina til þeirra í samn- ingnum. „Samningurinn inni- heldur bæn um hjálp til samtaka allra þjóða heims,“ sagði Azcona er hann las upp fréttatilkynningu í lok forsetaráðstefnunnar, sem haldin var í Tela í Hondúras. dþ. Samningur um upplausn kontraliös Kontrar segja nei. Bandaríkjastjórn reyndi að koma í vegfyrir gerð samningsins. Mið-Ameríkuforsetar heita á S.þ. og OAS Þrlðjudagur 15. ágúst 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.