Þjóðviljinn - 16.08.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.08.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 16. ágúst 1989 139. tölublað 54. árgangur Fiskveiðar Verulegur aflasamdráttur Hafrannsóknastofnun leggur tilaðþorskafli minnki úr340 þúsund tonnum íár Í250þúsundtonn á nœsta ári ogþarnœsta. Jakob Jakobsson:Höfum tekið 35-40% af stofninum en œttum að taka innan við 30% Það má segja að þessi skýrsla sé flekkótt, sagði Jakob Jakobs- son forstjóri Hafrannsóknastofn- unar þegar hann kynnti fyrir blaðamönnum tillögur stofnunar- innar um veiðar úr fiskistofnum á íslandsmiðum næstu tvö ár. Hann bætti því við að ef ekki kæmi til þorskganga frá Græn- landi sem vonast er eftir á árun- um 1991-92 væri útlitið langt frá því að vera gott. Meginatríðið í tillögum stofn- unarinnar er að hún leggur til að á næstu tveimur árum, 1990 og 1991, verði aðeins veidd 250 þús- und tonn af þorski á íslandsmið- um. Undanfarin ár hefur stofn- unin lagt til að veidd verði 300 þúsund tonn af þorski en veiðarn- ar hafa alltaf orðið meiri. f ár áætlar stofnunin að þær verði 340 þúsund tonn. Jakob sagði að í raun væru ekki miklar nýjungar í árlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar frá þeirri síðustu. Þá var ljóst að ár- gangarnir frá 1986 og 1987 hefðu verið lélegir en nú væri ljóst að árgangurinn frá 1988 væri litlu betri. Það eru því þrír lélegir ár- gangar á leiðinni inn í veiðistofn- inn. „Undanfarin ár höfum við tekið 35-40% af stofninum, en til þess að viðhalda honum ættum við einungis að taka innan við 30%," sagði Jakob. Stofnunin setur fram nokkra kosti og sýnir fram á afleiðingar þess að þeir verði valdir. Verði aðeins leyft að veiða 200 þúsund tonn mun þorskstofninn stækka á næstu árum, við 250 þúsund tonna veiðar stendur hann í stað en minnkar ef veiðarnar fara um- fram það. Þetta gæti þó breyst ef sú von rætist að þorskganga komi frá Grænlandi, hún gæti leyft allt að 100 þúsund tonna meiri veiði á ári. Mikil óvissa ríkir um það hvort von sé á slíkri göngu. Vitað er að árið 1984 rak mikið af þorsk- seiðum af íslandsmiðum til Grænlands og stofnunin hefur fylgst með uppvexti þeirra seiða í samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir. Samkvæmt fyrri reynslu ætti þessi fiskur að skila sér á árunum 1991 og 1992 en það er engan veginn öruggt frekar en annað sem í hafinu leynist. Svo gæti farið að Græn- lendingar verði búnir að klára hann áður en hann leggur í hann en þeir hafa að undanförnu selt töluvert af veiðileyfum í stofninn. í tillögum Hafrannsókna- stofnunar er einnig sagt til um veiðar úr öðrum fiskistofnum og er þar ekki mikið um breytingar frá tillögum síðasta árs. Þó er lagt til að veiðar á grálúðu verði helm- ingaðar á næstu tveimur árum, úr 60 þúsund tonnum í ár í 30 þús- und tonn árið 1991. Mikil ásókn hefur verið í grálúðuna á þessu ári og mörg skip skipt á henni og þorski. -ÞH Nú er unnið að uppsetningu umferðarljósa þar sem áður var Miklatorg og er áætlað að því Ijúki um næstu helgi. Mynd - þóm Frœðsluráð Varamaður sniðgenginn ValgerðurEiríksdóttir:Formanniráðsinsfyllilegakunnugtum að ég tœki sœti aðalmanns að Þorbirni fjarstöddum. Ragnar Júlíusson: Aðalmanni ber að boða varamann hafi hann ekki tilkynnt forföll áður. Kristín Á. Ólafsdóttir: Meirihluta frœðsluráðs fullkunnugt um málið Eg frétti fyrst af fundinum í út- varpsfréttum. Þeim var fylli- lega kunnugt um að ég tæki sæti í fræðsluráði að Þorbirni Brodda- syni fjarrverandi. Hvað þeim gengur til með þessu get ég ómögulega sagt iil um, sagði Val- gerður Eirfksdóttir, varafulltrúi Alþýðubandalagsins í Fræðslu- ráði Reykjavflcur, en eins og kunnugt er mælti fræðsluráð samhljóða með á fundi sínum í fyrradag, að fulltrúa Alþýðu- bandalagsins fjarstöddum, að nýr einkaskóli á grunnskólastigi, Miðskólinn, fengi heimild til starfa. Valgerður sagði að þar sem Þorbjörn Broddason hefði um nokkurt skeið verið erlendis og ljóst hefði verið að hann yrði þar fram til áramóta, hefði öílum átt að vera ljóst að varamaður tæki sæti hans í ráðinu. - Kristín Á. Ólafsdóttir mætti á einn fund fyrr í sumar í minni fjarveru og gat þess þá að ég sæti næstu fundi í fjarveru Þorbjarnar, sagði Val- gerður. Kristín staðfesti þetta í samtali við blaðið í gær og sagði að hún hefði á fundinum gert grein fyrir því að Valgerður tæki framvegis sæti Þorbjarnar sem aðalmaður í ráðinu, meðan hann væri ytra. Ragnar Júlíusson, formaður fræðsluráðs, sagði þetta alrangt í samtali við blaðið. Kristín hefði minnst á það að Þorbjörn væri fjarrverandi um tíma en fjöl- skyldan væri heima. - Það hefur ekki legið fyrir nein tilkynning þess efnis af hálfu Þorbjarnar að hann yrði fjarver- andi og því að boða beri vara- mann í hans stað, sagði Ragnar, sem sagði það vinnureglu fræðsluráðsfulltrúa að gera þá sjálfir ráðstafanir til að kalla til varamann í sinn stað. - Ég sé ekki hvað fjölskyldur fræðsluráðsfulltrúa koma þessu máli við, sagði Kristín, - þær bera enga ábyrgð á því að fundar- boð skili sér hvorki til fulltrúa í fræðsluráði né fulltrúa í öðrum kjörnum nefndum. Þess má að lokum geta að Sig- urjón Fjeldsted, sem er vara formaðurfræðsluráðs, boðaði Valgerði á fund skólamálaráðs fyrir skömmu í forföllum Þor- bjarnar. Aðspurður um þau fundarboð sagði Ragnar Jú- líusson að sér væri ekki kunnugt um málið. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná í Þorbjörn Broddason í gær þar sem hann dvelst vestan hafs. -rk Gatnaframkvœmdir Umferð hleypt um Miklatorg Miklabraut og Hring- braut opna ídag en Snorr- abraut eftir helgina í dag verður væntanlega opnað fyrir umferð yfir gamla Mikla- torgið og verður Miklabraut og Hringbraut því sem ein og sama gatan hér eftir. Það verður þó ekki hægt að koma að gatna- mótunum frá nærliggjandi götuiii fyrr en eftir helgina þegar ný um- ferðarljós verða tekin í notkun. Að sögn Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra hefur fram- kvæmdum við gatnamótin miðað ágætlega og er áætlað að þeim ljúki um miðjan næsta mánuð. „Það er verið að koma upp um- ferðarljósum við gatnamótin og þegar því verki lýkur um næstu helgi verður hægt að aka um Miklubraut, Hringbraut og Snorrabraut í T-gatnamótum. Það verður hinsvegar ekki hægt að aka áfram suður Skógarhlíð fyrr en brúin verður fullgerð í næsta mánuði," sagði Ingi Ú. í gær. Ingi sagði ennfremur að tölu- vert væri eftir að malbikunar- framkvæmdum í borginni miðað við það sem áætlað hafði verið. Mikil vætutíð í sumar hefði tafið mjög fyrir lagfæringum á götum borgarinnar en hann sagðist þó vonast til að þeim lyki fyrir vetur- inn. Af öðrum stærri verkefnum við götur borgarinnar má nefna upp- setningu vegriðs í Ártúnsbrekku til að minnka slysahættu og breikkun á Suðurlandsbraut, en báðum þessum verkefnum lýkur á næstunni. -þóm JónL varm einvigiö Jón L. Árnason varð í gær- kvöldi íslandsmeistari í skák fyrir árið 1988, er hann vann áttundu skák einvígisins við Margeir Pét- ursson. Lokatölur uru 4Vi:3Y2 Jóni í hag. Þetta er í þriðja sinn sem Jón verður íslandsmeistari. Hann vann titilinn áður árin 1977 og 1982.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.