Þjóðviljinn - 16.08.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.08.1989, Blaðsíða 3
Smábátaeigendur Kvótinn umgjörð um braskog spillingu Smábátaeigendur vilja gagnrýna og op- inskáa umrœðu um kvótakerfið. Segja kerfið ógna tilveru sjávarplássa Kerfi sem trygjya átti hag- kvæmustu nýtingu megin auðlindar okkar er nú orðið um- gjörð um brask og spiliingu og ógnar tilveru fjölda sjávarplássa vítt og breitt um landið“, segir m.a. í ályktun sem Landssam- band smábátaeigenda sendi frá sér eftir stjórnarfund sem haldinn var á Hótel Höfn í Hornafirði föstudaginn 4. ágúst. Ályktun stjórnarinnar um fisk- veiðistjórnunina er mjög harðorð og er þeirri áskorun beint til ráða- manna að þegar verði hafin gagnrýnin og opinská umræða um fiskveiðilöggjöfina sem renn- ur úr gildi um áramótin 1990- 1991. í ályktuninni segir að vart þurfi að fjölyrða um árangurinn af kvótakerfinu þegar litið er til frétta um gjaldþrot og rekstrar- erfiðleika sem eru daglegt brauð í sjávarútvegi, enda standi nú sjálft kvótakerfið frammi fyrir gjaldþroti. „Einn stærsti ágalli núverandi kerfis er það fyrirkomulag að senda mönnum heim um hver áramót óútfylltar ávísanir á verð- mæti í hafinu sem mönnum er svo nánast í lófa lagið hvernig þeir meðhöndla. Þetta hefur skekkt svo um munar verðlagningu skip- aflotans sem í dag miðast nánast eingöngu við veiðiheimildirnar en ekki verðgildi skipanna sjálfra. Það er einmitt þessi þátt- ur sem gerir það að verkum að heil byggðarlög á landsbyggðinni geta lagst niður í einu vetfangi ef það er hugdetta „veiðiréttarha- fanna“ að losa sig við „kvótann sinn“. Slíkt fyrirkomulag getur aldrei samræmst 1. grein fisk- veiðilöggjafarinnar sem fjallar um að auðlindir hafsins skulu vera sameign þjóðarinnar, né heldur hinni almennu siðgæði- svitund þjóðarinnar," segir í lok ályktunarinnar. -Sáf Biðlaun Tvö þiggja ekki Tveir þingmenn hafa nýlega látið af þingmennsku og munu þeir ekki þiggja biðlaun af Al- þingi. Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalistans lætur af þingmennsku samkvæmt vinn- ureglu sem Kvennalistinn hefur sett sér og tók fram í bréfi til for- seta Sameinaðs Alþingis, að hún hyggðist ekki þiggja biðlaun þar sem hún færi í annað starf. Kjart- an Jóhannsson, Alþýðuflokki, tekur við störfum sendiherra Is- lands hjá Efnahagsbandalaginu og hefur ekki óskað biðlauna. Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs Alþingis, sagði Þjóð- viljanum að Kjartan Jóhannsson hefði sagt af sér þingmennsku frá og með 1. ágúst. Hvorki hann né Kristín Halldórsdóttir hefðu far- ið fram á biðlaun. Kristín hefði tekið það fram í sinni afsögn en Kjartan hefði ekki beðið sérstak- lega um þau. En telur Guðrún eðlilegt að Kjartan fái biðlaunin? „Eg tel það ekki vera,“ sagði Guðrún. Hún teldi óeðlilegt að greiða bið- laun til fólks sem færi í jafn vel launuð störf og þingmannsstarfið eða betur launuð. „Ég tel hins vegar eðlilegt að greiða þing- mönnum sem fara í verr launuð störf þann mismun sem kann að verða á launum þeirra þegar þeir láta af þingmennsku,“ sagði Guðrún Helgadóttir. -hmp Hagvirki Reiddur fram tákki U agvirki greiddi rikissjóði sölu- 11 skattsskuid sína, 108 mil|jónir króna í gær. Klukkan fjögur scinnipartinn kom maður frá fyrirtækinu og reiddi fram ávísun upp á rúmar 108 milljónir króna og er þar með þessari löngu deilu lokið í bili. Hagvirki aflaði fjár til greiðslu skuldarinnar með því að sclja fasteignir á Rcykjavíkur- svæðinu. Ekki er vitað hvaða að- ilar keyptu fasteignirnar en það munu vera ónefnd ríkisstofnun og eitthvert bæjarfélag. í yfirlýsingu sem Jóhann Berg- þórsson gaf út við greiðslu skuld- arinnar fyrir hönd Hagvirkis, segir að fyrirtækið geri ráð fyrir Miðvikudagur 16. að ríkissjóður endurgreiði Hag- virki þann hluta söluskattsins ásamt álagi og dráttarvöxtum, sem kunni að vera fellt niður af ríkisskattanefnd. En ríkisskatta- nefnd hefur söluskattsmál Hag- virkis nú til meðferðar í annað sinn. Hagvirki tekur einnig fram að þessi greiðsla sé fyrir áætluð- um söluskatti fyrir árin 1983 og 1984 en þennan söluskatt hafi fyr- irtækið aldrei innheimt. Jóhann segir ennfremur í yfir- lýsingunni, að ákveði ríkisskatta- nefnd enga lækkun á söluskattin- um, muni Hagvirki leiða málið fyrir almennan dómstól. -hmp ist 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3’ Ný bamavemdaiiög Barnaverndarráð gagnrýnt Núgildandi lög um vernd barna og ungmenna hafa verið gagnrýnd töluvert og einnig störf barnavemdarráðs. Sérstaklega hefur barnaverndarráð verið gagnrýnt fyrir það að hafa í sínum höndum bæði ráðgjafar- og um- sagnarhlutverk og einnig að vera úrskurðaraðili í þvingunarað- gerðum. í hinum nýju barnaverndar- lögum segir að nefndin sem vann að þeim, hafi athugað nokkra möguleika til breytinga á þessu. í fyrsta lagi var talið koma til álita að halda núverandi ástandi óbreyttu. Kostir við það eru tald- ir vera þeir að barnaverndaryfir- völd hafi þá sérþekkingu sem þarf til við úrlausnir barnavernd- armáia og því muni kunnátta og þjálfun nýtast vel. Svo og að málsmeðferð yrði hraðari en ef leita þyrfti annað með ákvarð- anatöku. Ókostir við þetta eru hins vegar taldir þeir að barna- verndaryfirvöld eru ekki í góðri aðstöðu til að taka af skarið um afdrifaríkar og alvarlegar aðgerð- ir gegn einstaklingum eftir að hafa fjallað um málið sem stuðnings- og eftirlitsaðili. Barnaverndarmál í félagsmálaráðu- neyti í öðru lagi er sá möguleiki að fela barnaverndarráði úrlausnir í svokölluðum úrskurðarmálum, þannig að barnaverndarnefndir þyrftu að leita til barnaverndar- ráðs áðuren þær gætu gripið til meiriháttar ráðstafana. Með þessu er gert ráð fyrir að barna- verndarráð hafi eingöngu þetta hlutverk nieð höndum, en fé - lagsmálaráðuneytið, sem áætlað er að taki við barnaverndarmál- um af menntamálaráðuneyti, færi með yfirumsjón starfa barna- verndarnefnda og veitti leiðbeiningar um störf þeirra. Kostir þessa möguleika eru þeir að þarna yrði komið á að- greiningu milli eftirlits- og ráð- gjafar annars vegar og úrlausna í þvingunaraðgerðum hins vegar. Ókostir eru hins vegar þeir að meðferðin hjá barnaverndarráði er þá orðin að fyrsta stigi máls- meðferðar. Þá þarf að gera ráð fyrir að máli sé skotið til dóm- stóla, en sú leið er talin seinvirk og dýr. Ekki sérdómstóll í þriðja lagi er sá möguleiki að almennir dómstólar taki yfir meðferð úrskurðarmála, en barnaverndarráð fari með eftirlits- og ráðgjafarhlutverk. Kostir þessa eru enn þeir að við þetta næðist aðgreining milli úr- skurðarvalds annars vegar og leiðbeiningar- og eftirlitshlut- verks hins vegar. Svo og að þetta hefði í för með sér aukið réttarör- yggi. Okostir eru hins vegar þeir að sú leið að fela almennum dóm- stólum úrskurðarmál yrði ekki nægjanlega skilvirk. Nefndin taldi ekki koma til greina að koma á fót sérstökum dómstól er færi með bamaverndarmál. Það hefur hins vegar verið talin besta leiðin að áliti ýmissa. Að setja á stofn sérdómstól er einungis færi með þessi mál yrði til þess að mál færu hraðar í gegnum kerfið en nú er. Einnig að sá dómstóll krefðist rökstuðnings af umsagn- araðilum, en það virðist ekki vera nú. Niðurstaða nefndarinnar í þessu máli er sú, að barnavernd- arnefndir fari áfram með úr- skurðarvald eins og verið hefur. Þeim úrskurðum má svo skjóta til I BRENNIDEPLI Drög að nýjum barnaverndarlögum hafa litið dagsins Ijós og hafa þau verið í höndum nefndar sem Sverrir Hermannsson skipaði árið 1987. Þessi nýju lög eiga að taka gildi árið 1990, ogíþeimer aðfinna nokkrar veigamiklar breytingar ánúgild- andi barnaverndar- lögum barnaverndarráðs sem hefur endanlegt úrskurðarvald, en þó er ein veigamikil breyting sem er sú að hlutverk barnaverndarráðs er takmarkað við úrlausnir í mál- um sem skotið er til ráðsins, en eftirlits- og leiðbeiningarhlutverk á að vera í höndum félagsmála- ráðuneytis. Umsagnarhlutverk í skýrslu nefndarinnar er tekið fram að hún hafi fjallað ýtarlega um umsagnarhlutverk barna- verndaryfirvalda í forsjármálum, en samkvæmt 38. gr. barnalaga nr. 9/1981 er ágreiningi foreldra um forsjá barna ráðið til lykta með úrskurði dómsmálaráðu-- neytisins að fenginni umsögn barnaverndarnefndar. Ráðu- neytið hefur svo byggt sína dóma að verulegu leyti á umsögn barnaverndarnefndar eða -ráðs, en engar sérstakar lögbundnar reglur eru til um hvernig að slíkri umsagnargerð skuli staðið. Nefndin hefur því athugað hvort rétt væri að lögfesta reglur um slíkar umsagnargerðir, og komist að því að verulegir vankantar eru á því að bamaverndaryfirvöld fari með þetta umsagnarhlut- verk. Því er lagt til að breyting verði gerð á 1. mgr. 38. gr. barna- laga nr. 9/1981 og felld verði nið- ur: „...að fenginni umsögn barnaverndarnefndar...“ og „...að dómi barnaverndarnefn- dar (bamaverndarráðs)...“. í stað þessa leggur nefndin til að málsgreinin hljóði svo: „Nú slíta foreldrar, sem eru giftir eða búa saman, sbr. 8. gr. 2. málsgr. og 35. gr. 6. málsgr., samvistir. Á- kveða þau þá,hvort þeirra fari með forsjá barns nema í bága komi við þarfir barnsins. í síð- astgreinda tilvikinu, svo og þegar foreldra skilur á, skal ráða mál- efni til lykta með úrlausn dóms- málaráðuneytisins, eftir sann- girni og því, sem best hentar hag ogþörfum barns, að fenginni um- sögn sérfróðra manna ef þurfa þykir.....Nú leikur vafi á því að foreldri sé hæft til að fara með forsjá bams og skal ráðuneytið þá leita umsagnar barnavern- darnefndar um hæfni foreldr- Aðrar breytingar Auk þeirra breytinga í barna- verndarlögum að yfirstjórn barn- averndarmála færist í hendur fé- lagsmálaráðuneytis og að starfs- hættir barnaverndarráðs breytast þannig að það fari ekki lengur með það tvíþætta hlutverk að veita barnaverndarnefndum ráð- gjöf annars vegar og úrskurðar- vald hins vegar, eru nokkrar aðr- ar breytingar og nýmæli. Talað er um að brýnt þyki að barnavernd- arumdæmi verði stækkuð, því barnaverndarstarfi sé ekki hægt að sinna á fullnægjandi hátt í svo smáum einingum sem núverandi fyrirkomulag gerir ráð fyrir. Nokkur ákvæði eru felld á brott sem þykja betur eiga heima í öðr- um lögum og í tillögunum eru ýt- arlegri ákvæði en í núgildandi lögum um ráðstörfun barna í fóst- ur og um réttarstöðu fóstur- barna, fósturforeldra og kynfor- eldra. Einnig er nánar kveðið á um sjálfsákvörðunarrétt bama og ungmenna en áður, og gert er ráð fyrir því að barn eigi að jafn- aði rétt á að tjá sig og er það skylt þegar barn er orðið 12 ára gam- alt. Börn verða því frá 12 ára aldri sjálf aðilar þess máls sem um þau fjallar. Miðað er að því að auka réttarvernd barna og talað um að þegar sérstaklega stendur á eiga börn eða ungmenni rétt á að barnaverndarnefnd skipi þeim sérstakan talsmann. Það er því ljóst að margar veigamiklar breytingar eru fram- undan í barnaverndarmálum og efalítið að margir em þeim fegn- ir. Búið er að kynna tillögur þess- ar í ríkisstjórn og því mun Alþingi væntanlega fjalla um þær á hausti komanda eða í vetur. ns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.