Þjóðviljinn - 16.08.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.08.1989, Blaðsíða 6
_____________ERLENDAR FRETTIR________________ Suður-Afríka De Klerk steypir Botha Blökkumannaleiðtogar láta sérfátt umfinnast. ANC segist œtla að herða skœruhernað F.W. de Klerk, leiðtogi Þjóð- ernisflokksins í Suður-Afríku, hefur verið settur forseti landsins eftir að P.W. Botha sagði af sér því embætti á mánudagskvöld. Botha, sem nú er 73 ára, sagði af sér eftir að það sýndi sig að de Klerk hafði flesta ráðherrana með sér í togstreitu þeirra Botha, sem lengi hefur staðið yfir. Upp úr sauð út af fyrirhugaðri heimsókn de Klerks til Sambíu til viðræðna við Kenneth Kaunda, forseta þar. Botha brást reiður við er hann frétti af þessari fyrir- huguðu heimsókn og hélt því fram að de Klerk hefði ákveðið hana án þess að láta sig vita fyrst. De Klerk ber á móti því að það sé rétt. De Klerk segir að þingið verði kvatt saman til fundar 13. sept. n.k. og verði þá útnefnd kjörm- annasamkunda, er kjósa muni nýjan forseta. Ekki er búist við öðru en að de Klerk verði þá fyrir valinu. De Klerk hefur lýst því yfir, að á næstu fimm árum muni blökku- menn fá hlutdeild í stjórn lands- ins, en kynþáttaaðskilnaður muni að miklu leyti gilda áfram. Leiðtogar blökkumanna innan- lands hafa látið í ljós, að þeir efist um að stjórn de Klerks muni bæta hag þeirra að miklum mun, enda hafi hann jafnan verið í íhalds- samari armi Þjóðernisflokksins. Leiðtogar ANC, útlægra barátt- usamtaka blökkumanna, fagna að vísu afsögn Botha, en segja að þeir muni á næstunni herða skær- uhernað ' gegn Suður-Afríku- stjórn. Talið er að deilurnar í Þjóðernisflokknum milli fylgis- manna Botha og de Klerks muni spilla fyrir honum í næstu þing- kosningum, sem fram eiga að fara 6. sept. n.k. Reuter/dþ De Klerk - deilur þeirra Botha hafa spillt fyrir Þjóðernisflokkn- um. Óöld í Assam A.m.k. um 100 manns, en sennilega allmiklu fleiri, hafa undanfarið látið lífið í illindum milli Bodomanna, eins af mörgum þjóðflokkum sem býr í fylkinu Assam í Austur-lndlandi, og fólks af öðrum þjóöernum. Það eru einkum konur og börn Bodoa, sem drepin hafa verið í átökum þessum, og hafa sum þeirra ver- ið brennd lifandi. Um 60,000 manns, flest Bodoar, hafa flúið til grannfylkisins Arunachal Pra- desh. A.m.k. 23 sveitaþorp í Ass- am hafa verið brennd í óejröum þessum. Bodoar krefjast sjálf- stjórnar innan Assams. Flugkappi látinn Látinn er í Tókíó Minoru Genda, sem varhægri hönd Isor- okus Yamamoto aðmíráls við að skipuleggja loftárásina á Pearl Harbor 7. des. 1941. Genda var þá herráðsforingi 1. lofthers jap- anska flotans. Sú árás lamaði í bráðina Kyrrahafsflota Banda- ríkjanna, en leiddi til þess að Bandaríkin fóru í heimsstyrjöld- ina síðari gegn Japönum og Þjóðverjum. Genda gekk aftur í japanska herinn, er hann var endurreistur eftir stríöið, og varð herráðsforingi flughersins. Hann náði 84 ára aldri. Mannskæð helgi Yfir 40 manns hafa farist og um 320 slasast í umferðarslysum í Grikklandi síðan á s.l. föstudag. Þann dag ók um miljón Grikkja frá Aþenuborg út í sveit til að njóta hátíðar, sem þarlendis er siður að halda til að minnast himnafarar Maríu guðsmóður. Hryðjuverk í fangauppreisn Uppreisn, sem fangar í fana- elsi i Davao á Filippseyjum gerðu í fyrradag, var bæld niður í gær af hermönnum og 15 fangar drepnir í viðureigninni. Áður höfðu fang- arnir myrt fjóra af 14 gíslum, sem þeir höfðu tekið er þeir hófu upp- reisnina. Fangarnir nauðguðu einnig konum sem voru meðal gíslanna, þar á meðal 36 ára ástralskri konu, Jacqueline Ha- mill að nafni. Hún var ein þeirra sem fangarnir síðan myrtu. Gísl- arnir, þar á meðal Hamill, voru trúboðar sem heimsóttu fangels- ið í kristniboðserindum. Bandaríkin-Mexíkó Páfagarður Jóhannes Páll les Sýrlend- ingum pistil Jóhannes Páll páfi annar fór í gær óvenju hörðum orðum um hernað Sýrlendinga í Líbanon í ræðu, sem hann flutti að sumaraðsetri sínu, Gandúlfsborg (Castel Gandolfo) suður af Róm. Sakaði hann Sýrlandsstjórn um að stefna að fullri eyðileggingu Líbanons og kvað vart ofmælt að þar færi nú fram þjóðarmorð. Páfi gaf í skyn að Sýrlands- stjórn hegðaði sér í líkingu við Kain, er hann drap Abel bróður sinn. Skoraði hann á Sýrlendinga að láta af stórskotahríð sinni á Beirút og aðra staði í Líbanon. Páfi sagði einnig, að gervallt heimssamfélagið væri ábyrgt fyrir örlögum Líbanons. Það hefur heyrt til undantekn- inga ef Jóhannes Páll annar hefur nefnt með nafni ríki, sem hann hefur gagnrýnt, og þetta er í fyrsta sinn, sem hann gagnrýnir Sýrland beint fyrir hernað þess í Líbanon. Kaþólikkar eru fjöl- mennastir meðal kristinna manna þarlendis, t.d. heyra Mar- onítar, fjölmennasti kristni trú- flokkurinn þar, kaþólsku kirkj- unni til, enda þótt þeir hafi ýmsa sérstöðu í helgisiðum. Reuter/-dþ. Hálf Bandarikjastjóm í heimsókn Stjórn Bush hallastaðþvíað góð samskipti við Mexíkó skuli verða meginatriði ístefnu Bandaríkjanna gagnvartRómönsku Ameríku Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna - sem Texani hefur hann augun opin fyrir nauðsyn þeirra á góðum samskiptum við Mexíkó. Í. s.l. viku fór næstum helming- ur Bandaríkjastjórnar, þar á meðal James A. Baker utanríkis- ráðherra og Nicholas F. Brady fjármálaráðherra, í opinbera heimsókn til Mexíkó. í Evrópu hefur heimsókn þessi ekki vakið ýkja mikla athygli, en þeim mun meiri vestanhafs. Um árabil hefur ekki verið mjög hiýtt á miili þess- ara granna og kemur þar margt til, bæði gamalt og nýtt. Mexíkönum hefur jafnan fund- ist að þeim væri þröngur stakkur skorinn um sjálfstæði í utanríkis- málum og raunar innanríkismál- um einnig, vegna nábýlisins við grannann stóra í norðri. Það á rætur að rekja til hernaðarátaka ríkjanna um miðja s.l. öld, er Bandaríkin lögðu undir sig mikil landflæmi, sem nú eru suðvest- urhluti þeirra, en Mexíkó hafði fram að því ráðið yfir' eða gert tilkall til. Þar við bættust hernað- aríhlutanir Bandaríkjanna í Mex- íkó 1914 og 1916. Viss andband- aríska hefur af þessum ástæðum lengi verið hefð í mexíkönskum stjórnmálum. Bandaríkin hafa fyrir sitt leyti löngum tortyggt Mexíkó, grunuðu það þannig um leynimakk við Þjóðverja í heimsstyrjöldinni fyrri og þar við hefur bæst viss vinstrimennska í afstöðu Mexíkana í alþjóðamál- um. Frá því í mexíkönsku bylt- ingunni svokölluðu á öðrum ára- tugi aldarinnar hefur Mexíkó sem sé verið byltingarsinnað í orði kveðnu, enda þótt harðneskjuað- gerðir gegn róttækari vinstri- öflum hafi þar verið algengar. Stefnubreyting í skuldamálum Heimsókn Bandaríkjaráðherr- anna um daginn er túlkuð sem merki um batnandi samskipti. Mexíkönum líkar vel að Bush- stjórnin er ekki eins herská í Mið- Ameríkumálum og Reagan- stjórnin var. Bushstjórnin lítur á þau mál af meiri rólegheitum og virðist í staðinn hallast að því, að meginatriði viðvíkjandi hags- munum Bandaríkjanna í Róm- önsku Ameríku sé gott samband þeirra við Mexíkó, sem og að þar ríki stöðugleiki í stjórnmálum og að landinu vegni vel í efna- hagsmálum. Mexíkanar hafa fyrir sitt leyti glatt hjörtu Banda- ríkjastjómar með því að draga úr áðurnefndri vinstrimennsku í ummælum viðvíkjandi alþjóðam- álum. Mikil ásókn Mexíkana norður yfir Iandamærin í þeim tilangi að setjast að í Bandaríkjunum eða fá þar vinnu, sem og eiturlyfjasmygl gegnum Mexíkó inn í Bandarík- in, hefur verið góðum sam- skiptum ríkjanna Þrándur í Götu. Nú hefur tekist með þeim samkomulag um hvernig á þeim málum skuli tekið. Mexíkanar, sem eru stórskuldugir eins og önnur rómanskamerísk ríki, eru tiltölulega ánægðir með Bradyá- ætlun svonefnda, kennda við bandaríska fjármálaráðherrann, um það hvernig skuldavandamál- ið skuli leyst. Margir líta svo á, að með þeirri áætlun hafi Bandarík- in látið af þeirri afstöðu, að skuldir rómanskamerískra ríkja væru einkamál skuldunautanna og viðskiptabankanna, sem hafa lánað þeim og flestir eru banda- rískir. f Bradyáætluninni felst að Bandaríkin sem slík taka á sig vissa ábyrgð í þessu efni, að sumra mati að minnsta kosti. Fjölmennast spœnskumœlandi ríkja Á þessum áratugi hefur Mex- íkó átt við alvarlega efnahag- skreppu að stríða en hefur snúist við henni með því að gera breytingar nokkrar í stjórn- og efnahagsmálum. Umdeilt er hve mikil bót sé að þeim, en að minnsta kosti er hagvöxtur lands- ins tekinn að aukast á ný. Fyrir Mexíkó er mikilvægt að hafa greiðan aðgang að Bandaríkja- markaði fyrir útflutning sinn og það sækist einnig eftir bandarísk- um fjárfestingum. Erindi banda- rísku ráðherranna til Mexíkó var ekki síst að greiða fyrir því síðar- nefnda. Mexíkó er nú orðið fjölmenn- asta spænskumælandi ríki verald- ar. Sumra spá er að um aldamótin muni fleiri spænskumælandi menn búa í Bandaríkjunum en í nokkru öðru landi að Mexíkó frá- töldu. Þetta er mikilvæg ástæða til þess, að Bandaríkjastjóm er nú umhugað um snurðulaus sam- skipti við Mexíkó. Áhugi núver- andi bandarískra ráðamanna á því máli stendur án efa í ein- hverju sambandi við það, að sumir þeir helstu þeirra eru ætt- aðir úr suðvesturríkjunum eða vel kunnugir þar. Einmitt í þeim ríkjum er fólk af mexíkönskum ættum fjölmennast. Þeir Baker utanríkisráðherra og Robert Mosbacher, viðskiptamálaráð- herra, eru báðir frá Texas, og í því ríki komst Bush forseti (sem þar á ofan á mexíkanska tengda- dóttur) til pólitísks frama. dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 16. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.