Þjóðviljinn - 16.08.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.08.1989, Blaðsíða 7
MENNING Nýi músíkhópurinn heldur tón- leika með verkum eftir Hauk Tómasson í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, næstkomandi föstudagskvöld. Flutt verða fjögur verk; Kvartett fyrir klarin- ett, fiðlu, selló og píanó, Eter fyrir selló, Kvartett II og Eftir- máli. Nýi músíkhópurinn var stofn- aður af íslenskum hljófæraleikur- um með það markmið að flytja nýja tónlist. Hann kom fyrst fram á Skerpluhátíð Musica Nova 1987 og hefur síðan unnið að upp- tökum fyrir Ríkisútvarpið og haldið þrenna sjálfstæða tón- leika. íslensk tónlist hefur setið í fyrirrúmi á tónleikum hópsins og hefur hann meðal annars flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Karól- ínu Eiríksdóttur of Leif Pórarins- son. Einnig hefur hópurinn flutt verk þekktra erlendra höfunda svo sem Karlheinz Stockhausen og Luciano Berio. Haukur Tómasson er fæddur 1960 og stundaði tónlistarnám í Tónlistarskólanum í Reykjavík, Tónlistarháskólanum í Köln og Sveeling Convervatorium í Am- sterdam. Árið 1988 bauðst hon- um styrkur til framhaldsnáms við Kaliforníuháskóla í San Diego, sem þekktur er fyrir framsækna en jafnframt kröfuharða tónlist- ardeild. Haukur hefur samið verk í ýmsum formum, meðal annars fyrir íslensku hljómsveitina, Hamrahlíðarkórinn, Háskóla- kórinn og ýmsa einleikara. Verk hans hafa verið flutt á tónleikum og í útvarpi víða um lönd, svo sem áNorðurlöndum, íHollandi,. Bryndís Halla, Haukur, Guðni, Daníel og Gerður. Mynd - Kristinn. Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Sovétríkjunum og Banda- ríkjunum. Tónleikarnir í Nýhöfn hefjast kl. 21 og standa yfir í eina klukku- stund. Hljóðfæraleikarar verða þau Bryndís Halla Gylfadóttir, Daníel Þorsteinsson, Gerður Gunnarsdóttir og Guðni Kjartan Franzson. LG Sovéskir dagar MÍR 1989 Myndlist fra Moldavíu Myndlistarsýning í Hafnarborg. Moldavískir söngvarar og hljóðfæraleikarar halda tónleika á Suður- og Austurlandi Sýning á myndlist frá Moldavíu stendur nú yfir í Hafnarborg, Hafnarfirði, og er sýningin liður í dagskrá Sovéskra daga MÍR 1989. Dagarnir eru að þessu sinni sérstaklega helgaðir kynningu á þjóðlífi og menningu moldavíska sovétlýðveldisins og verða opnað- ir formlega á tónleikum listafólks frá Moldavíu í Hafnarborg á mánudagskvöldið kemur, 21. ág- úst, kl. 20:30. Á myndlistarsýningunni eru 12 olíumálverk, 12 svartlistarmynd- ir og 15 listmunir; aðallega ofin teppi og klæði, en einnig kven- búningar og þjóðlegur moldav- ískur fatnaður. Verður sýningin í Hafnarborg til mánaðamóta ágúst-september, og opin alla daga nema þriðjudaga kl. 14-19, en í september verður hún flutt í húsakynni MÍR við Vatnsstíg 10, Reykjavík. Tveir fremstu óperusöngvarar Moldavíu auk félaga úr Kammer- sveit Ríkisútvarps Moldavíu eru komin hingað til lands í tilefni af Sovéskum dögum. María Bieshu sópransöngkona og Mikhaíl Múntjan tenór hafa bæði hlotið æðstu viðurkenningu sovéskra listamanna og Kammersveitin nýtur mikils álits. Stjórnandi hennar er Aleksandr Samúile, er jafnframt listrænn stjórnandi og aðalhljómsveitarstjóri Ríkisóperu- og ballettleikhússins í Kishinjov, höfuðborg Mold- avíu. Moldavíska tónlistarfólkið heldur auk tónleikanna í Hafnar- borg á mánudaginn hljómleika í Hveragerðiskirkju þriðjudaginn 22. ágúst, á Neskaupstað daginn eftir, á Eskifirði þann 24. ágúst, á Egilsstöðum 25. ágúst og í Reykjavík sunnudaginn 27. ág- úst. Á efnisskrá tónleikanna Eitt af verkunum á sýningunni Mynd- list frá Moldavíu í Hafnarborg. verða hljómsveitarverk, óperu- aríur og sönglög eftir Handel, Mozart, Schubert, Bach, Goun- od og Sviridov, auk verka eftir moldavísk tónskáld og þjóðlaga úr ýmsum áttum. LG Útgáfufrumbandið með söng Péturs afhent: frá vinstri Gunnar Hrafnsson, sem hefur yfirumsjón með verkinu, Elín Kristinsdóttir, deildarstjóri safndeildar Ríkis- útvarpsins, Þorsteinn Hannesson, sem vinnur að verkinu á vegum RÚV, Steinar Berg Biörnsson, Trausti Jónsson og Bergþóra Jónsdóttir, á vegum RUV, Markús Örn Antonsson og Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkisút- varpsins. Æviskrár M.A. stúdenta Út er komið annað bindi af Æviskrám MA-stúdenta hjá Steinholti, bókaforlagi í Reykjavík. Bókin er 606 síður að stærð og inniheldur æviskrár allra þeirra stúdenta, sem brautskráðust frá Menntaskólanum á Akureyri á árunum 1945-54. f æviskránum er leitast við að gefa sem ítarlegast yfirlit yfir lífshlaup hvers og eins, ætt, uppruna og fjölskyldu, náms- og starfsferil, ritstörf, félags- og trúnaðarstörf o.fl. Þá fylgir mynd hverri æviskrá, en auk þess eru birtar hópmyndir af hverjum stúdentaárgangi. Ritstjóri verksins er Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur. Fyrirhuguð er útgáfa á æviskrám MA-stúdenta fram til ársins 1973. Munu æviskrárnar fylla alls 5 bindi og þar af eru nú tvö þeirra komin á prent, og tekur það fyrsta yfir tímabilið 1927-44. Þriðja bindið mun ná yfir árin 1955-63, hið fjórða 1964-69 og hið fimmta og síðasta 1970-73, sem auk þess mun innihalda nafnaskrár yfir allt verkið. Æviskrárnar eru til sölu hjá Steinholti, Engjateigi 9 í Reykjavík. Veggskúlptúrar úr pappír Guðrún Guðmundsdóttir sýnir veggskúlptúra úr handunnum pappír í Slunkaríki á ísafirði. Þetta er þriðja einkasýning Guðrúnar, sem auk þess hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum erlendis. Guðrún er ísfirðingur og lauk í vor prófi frá listadeild háskólans í Iowa City. Hún heldur til framhaldsnáms í trefjalistum við lista- akademíuna í Chicago í haust. Sýningin stendur til 27. ágúst og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16:00-18:00. Stefnumút Stefnumót á íslandi, sýning átta kvenna á steindum glerverkum, stendur nú yfir í Norræna húsinu. Þær sem sýna eru Signður Ás- geirsdóttir frá íslandi, Maud Cotter frá írlandi, Waltraud Hackenberg og Helga Ray-Young frá Vesturþýskalandi, Amber Hiscott og Catrin Jones frá Wales og Linda Lichtman og Ellen Mandelbaum frá Banda- ríkjunum. Sýningin stendur til 21. ágúst. Vatnslitir á Hlíðarenda Systkinin Kalman og Guðrún de Fontenay ásamt Birgi Jóakimssyni sýna vatnslitamyndir í Hlíðarenda, Hvolsvelli. Sýningin stendur til 1. september. Söngur Péturs Á. Nýlega var undirritaður samningur milli Ríkisútvarpsins og Steina h.f. um framhald á útgáfu sögulegra hljóðritana, sem hófst 1987 með útgáfu Ríkisútvarpsins og Takts h.f. á hljóðritunum á söng Stefáns íslandi og síðar Maríu Markan. Við undirritun samningsins afhenti Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri Steinari Berg Björnssyni forstjóra Steina h.f. útgáfufrumband til útgáfu á tveim plötum með söng Péturs Á. Jónssonar, sem fyrstur varð íslendinga til að syngja inn á hljómplötu, árið 1907. Er platan með söng Péturs væntanleg á markaðinn í nóvember næstkomandi. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Hundadagar ‘89 Nýbirt verk og væntanleg Besti vinur Ijóðsins heldur skáldakvöld í tengslum við Hund- adaga ‘89 á Hótel Borg í kvöld, og verður megináhersla lögð á að kynna nýjan íslenskan skáldskap. Úr verkum sínum lesa Jóhann Hjálmarsson, sem í vor sendi frá sér nýja ljóðabók, Kristján Krist- jánsson, en fyrsta skáldsaga hans er væntanieg, Sigfús Bjartmars- son, sem gefur út þriðju ljóðabók sína í haust, Kristín Ómarsdóttir, sem bráðlega mun senda frá sér smásagnasafn, Kristján Hrafns- son er nýverið gaf út fyrstu ljóða- bók sína, fsak Harðarson, sem í haust sendir frá sér smásagnasafn og Jón Stefánsson, en innan skamms kemur önnur ljóðabók hans út. Þá verður ný heildarút- gáfa á verkum Jónasar Hall- grímssonar kynnt og nokkur ljóða hans lesin. Skáldakvöldið hefst kl. 21. Kynnir verður Viðar Eggertsson leikari og miðaverð er 500 krón- ur. Veitingasala Hótels Borgar verður opin í tilefni kvöldsins. Kristín Ómarsdóttir verður meðal þeirra sem les úr verkum sínum á skáldakvöldinu. Tónleikar Kvartettar, Eter og Eftirmáli Nýi músíkhópurinn flytur fjögur verk eftir Hauk Tómasson á föstudagskvöldið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.