Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Vextir Raunvextir enn háir Eiríkur Guðnason, Seðlabanka: Nafnvextir hafa lœkkað en horfuráháum raunvöxtum. Vextirhœkkandierlendis. Már Guðmundsson: Lánsfjáröflunríkissjóðs innanlands hœkkar ekki vexti Eiríkur Guðnason hjá Seðla- banka Islands segir að nafnvextir hafí verið að lækka að undanförnu. Meðalvextir víxil- lána hafí náð hámarki á þessu ári um mánaðamótin júní júlí en þá voru þeir 34%. Núna 40 dögum síðar eru nafnvextir víxillána að meðaltali 28% og segist Eiríkur eiga von á því að nafnvextir haldi áfram að lækka. Már Guð- mundsson, efnahagsráðgjafí fjár- málaráðherra, segir að lánsfjár- öflun ríkissjóðs innanlands gangi vel. Horfur á lækkun raunvaxta eru tvísýnar, að áliti heimildarmanns í bankakerfínu. Hann sagði þá að öllum líkindum koma til með að standa í stað út árið en möguleiki væri á að þeir hækkuðu eitthvað. Ef litið er á víxilvexti, en víxil- vextir eru raunvextir þar sem þeir eru ekki verðtryggðir, voru þeir lágir í upphafi árs og raunar nei- kvæðir, að sögn Eiríks. Vextirnir hefðu einnig verið lágir á öðrum ársfjórðungi. Ef miðað væri við gömlu lánskjaravísitöluna hefðu víxilvextir að meðaltali verið nei- kvæðir um 9,1% á fyrsta ársfjórð- ungi en jákvæðir um 2,6% á öðr- um. Miðað við nýju lánskjaravís- itöluna hefðu þeir verið - 2,7% á fyrsta ársfjórðungi en +5,5% á öðrum. A fyrsta ársfjórðungi Hundadagar '89 Tríó Kauniainen Finnskt píanótríó leikur verk eftir Sjostakóvits, Þorkel Sigurbjörnsson og Madetoja í Öperunni í kvöld Petri Sakari, aðalstj$raandi Sinfóníuhljómsveitar Islands, leiðir í kvöld tónleika fínnska pí- anótríósins Trio Kauniainen í Is- lensku Óperunni. Tríóið hefur starfað undir forystu Sakaris um tíu ára skeið, en auk þess að vera hljómsveitarstjóri er Sakari fíðlu- leikari og var konsertmeistari í hljómsveitum í Finnlandi þegar hann var um tvítugt. Aðrir meðlimir tríósins eru Ja- akko Raulano sellóleikari, sem starfar sem fyrsti sellisti í Fíl- harmóníuhljómsveit Helsinki og Helsinki kammersveitinni og Pir- rko Hyttinen píanóleikari, sem er þekktur einleikari og kammerm- úsíkant í Finnlandi. Tríóið stofn- uðu þau þegar þau voru öll kenn- arar við lítinn „úrvals" músík- skóla í Kauniainen og koma enn' Petri Sakari, Pirrko Hyltinen og Jaakko Raulanen æfa fyrir tónleikana, Þorkell Sigurbjömsson fylgist með. Mynd - Kristinn. saman í nokkra mánuði á ári, æfa og halda tónleika í Finnlandi og erlendis. Á efnisskrá tónleikanna, sem hefjast kl. 20:30, verða tvö tríó eftir Sjostakóvíts, það fyrra æskuverk en það seinna samið í hreinsunum Stalíns miðjum. Seinna tríóið fékkst ekki flutt fyrr i en löngu eftir að það var samið, en er nú talið til mestu meistara- verka í kammermúsík nútímans bæði austan tjalds og vestan. Auk þess leikur Tríó Kauniainen ný- legt verk eftir Þorkel Sigur- björnsson, Three faces of pant- omime, samið fyrir Scandinavia today í Bandaríkjunum, og er það frumflutningur tónsmíðar- innar hér á landi. Lokaverk tónl- eikanna er síðan Trio op. 1 eftir . Levi Madetoja, sem mun hafa verið uppáhaldsnemandi Sibe- liusar. Hefur það verk ekki held- ur heyrst áður á tónleikum hér á landi. LG hefðu nafnvextir verið 12% í 30% verðbólgu. Á þriðja ársfjórðungi, sem nú stendur yfir, sagði hann að horfur væru á mjög háum raunvöxtum, en að nafnvextir lækkuðu. Sagð- ist Eiríkur allt eins eiga von á því að raunvextir næðu tveggja stafa tölu á þessum hluta ársins, án þess að vilja slá nokkru föstu í þeim efnum. Helsti munurinn á okkur og öðrum löndum væri sá að vextir væru mjög sveiflukenn- dir vegna þeirra sveiflna sem væru í verðbólgunni sem yllu heilmiklum vanda. Neikvæðir vextir eins og á fyrsta árs- fjórðungi væru fyrirbæri sem önnur lönd þekktu ekki. Kannski væru bankarnir að jafna þetta út með hærri raunvöxtum nú. Horf- ur væru á vaxtahækkunum er- lendis sem hefðu áhrif á vexti afurðarlána hér. Algengustu vextir af verðt- ryggðum lánum eru nú 7,4% að sögn Eiríks, sem hann sagði nokkuð háa vexti. Peir hefðu lækkað í júlí úr um 8% í samræmi við lækkun ríkisins á sínum vöxt- um. Már Guðmundsson sagði að bankakerfið hefði enn ekki að fullu aðlagað sig að lækkun vaxta ríkissjóðs. Sala á ríkisskulda- bréfum og ríkisvíxlum hefði gengið mjög vel og innlend láns- fjáröflun myndi ekki hafa áhrif á vextina. Már sagði ríkissjóð þurfa að afla sér 4,5 milljarða nettó innan- lands. Nú þegar hefðu spariskír- teini selst fyrir 1,7 millj arð króna og ríkisvíxlar fyrir 3,2 milljarða. Ríkissjóður væri því þegar búinn að afla 400 milljónum meira en stefnt var að. Þrír milljarðar kæmu til innlausnar í haust og yki það vonir um frekari sölu, þar sem algengt væri að þeir sem inn- leystu keyptu ný skírteini. -hmp Dagleg störf í Árbæjarsafni Á laugardaginn kemur verður efnt til sýningar í Árbæjarsafni sem ber heitið Dagleg störf fyrri tíma. Sýningin verður einungis opin þennan eina dag milli kl. 13 og 17 og á henni verður kynnt tóvinna, mjólkur- vinna, skeifusmíði, netahnýtingar, tréskurður, rímnakveðskapur, harmónikkuleikur og bakstur. f tilefni þessarar sýningar hefur safnið fengið til liðs við sig fjölda sjálfboðaliða, einkum af eldri kynslóðinni. , Yfirstjórn íslandsbanka Nýkjörið bankaráð íslandsbanka kom saman til fundar á þriðju- daginn og gekk þar frá ráðningu bankastjóra og skipan í æðstu stöður hins nýja banka. Banka- stjórar voru ráðnir þeir Valur Valsson sem er formaður bank- astjórnar, Björn Björnsson og Tryggvi Pálsson. J?á var Ásmund- ur Stefánsson kjörinn formaður bankaráðsins, Gísli V. Einarsson varaformaður og Brynjólfur Bjarnason ritari. Bankaráðið á- kvað ennfremur að skipta starf- semi bankans upp í sex svið sem hvert lúti forystu ýmist banka- stjóra eða framkvæmdastjóra. Er gert ráð fyrir að þeir víxli störfum á nokkurra ára fresti. Ráðið á - kvað að bjóða Guðmundi Hauks- syni, Jóhannesi Siggeirssyni, Kristjáni Oddssyni og Ragnari Önundarsyni stöður fram- kvæmdastjóra. J?á var Guðmundi Haukssyni falið að annast dag- legan rekstur Útvegsbankans til áramóta þegar íslandsbanki leysir hann af hólmi. Skýrsla um byggð í V-Skaftafellssýslu Byggðastofnun hefur gefið út rit- ið „V-Skaftafellssýsla austan Mýrdalssands - Atvinnulíf og byggðaþróun". í ritinu er varpað ljósi á atvinnulíf þessa svæðis og reynt að spá í líklega þróun næstu ára. Einnig eru settar fram til- lögur sem talið er að yrðu atvinnulífi til framdráttar. í sér- stökum kafla er fjallað um sam- einingu sveitarfélaga á þessu svæði en það skiptist nú í fimm hreppa með alls 661 íbúa. Er það niðurstaða skýrsluhöfundar, Árna Jóns Elíassonar á Kirkju- bæjarklaustri, að „sameining allra hreppa á svæðinu sé æskileg og jafnframt líkleg til að verða svæðinu til aukins framdráttar á komandi árum". Héraðssaga úr A-Skaftafellssýslu Á Höfn í Hornafirði er komið út 6. hefti héraðssöguritsins Skaftfellings sem hefur verið gef- ið út annað hvert ár frá 1978. í ritinu er ma. þáttur um rafork- umál í A-Skaftafellssýslu, þættir um Skarphéðin Gíslason á Vagnsstöðum og Sigurð Jónsson á Stafafelli um störf þeirra, um leikstarfsemi á Mýrum, um upp- skipun á vörum í Öræfum, um Eddustrandið 1934, ferðir yfír Skeiðarársand ofl. Ritnefnd Skaftfellings skipa Sigurður Björnsson ritstjóri, Páll Björns- son, Guðbjartur Össurarson og Zophonías Torf ason en dreifingu ritsins annast Gísli Sverrir Árna- son, Hrísbraut 10 á Höfn, sími 97-81678._____________________ íslenskir torfbæir í Norræna húsinu íslenskir torfbæir og gömul hús verða umræðuefni J?órs Magnús- sonar þjóðminjavarðar í erindi sem hann flytur á sænsku fyrir norræna ferðamenn í Norræna húsinu annað kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. J?ór ætlar að skýra mál sitt nánar með litskyggnum en að erindi hans loknu verður kaffihlé og síðan verður sýnd kvikmyndin Sveitin milli sanda eftir Ósvald Knudsen. Þetta er næstsíðasta opna húsið í Norræna húsinu á þessu sumri. Kynning á skólagörðum Reykjavíkurborg á 203 ára af- mæli á morgun, föstudag. Af því tilefni bjóða Skólagarðar Reykjavíkur foreldrum sem eiga börn í görðunum eða hyggjast senda börn sín í garðana næsta sumar að koma og kynna sér starfsemi þeirra. Alls eru starf- ræktir sjö skólagarðar í Reykja- vík, í Árbæ, við Ásenda, í Folda- hverfi austan við Logafold, í Laugardal, við Jaðarsel, í Skild- inganesi og á Stekkjarbakka. Garðarnir eru fyrir börn á aldrin- um 8-12 ára. Þeir verða opnir á morgun frá kl. 9.00-15.30 og veita starfsmenn þeirra fræðslu um geymslu, frystingu og mat - reiðslu á grænmetí. Kjartan í Genf Kjartan Jóhannsson nýskipaður sendiherra er kominn til Genfar þar sem hann afhenti fyrir skömmu Jan Martenson, fram- kvæmdastjóra skrifstofu Samein- uðu þjóðanna, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi hjá alþjóða- stofnunum í Genf. _______ Kvefpest að ganga í Reykjavík Ef marka má skýrslu frá borgar- lækni voru talsvert margir Reykvíkingar hrjáðir af kvefpest í júnímánuði. Alls voru 540 manns skráðir með kvef eða aðra veirusýkingu í efri loftvegum en 62 með sýkingu í þeim neðri, þe. þörmunum. J?á voru skráð 37 lungnabólgutilfelli í mánuðinum en lítið sem ekkert af öðrum pest- um. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 17. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.