Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Evrópubandalagið, Uffe og Uffelen Jón Gunnarsson skrifar Flemming Hansen heitir mað- ur, nánar tiltekið danskur íhalds- maður, frambjóðandi flokks síns til Evrópuþings og þátttakandi á þingi Norðurlandaráðs nú í vor. Minnisstæðastur er hann að lík- indum þeim, sem þingið sátu, fyrir það hve eftirminnilega Rei- ulf Steen, fyrrverandi varafor- maður norska verkamanna- flokksins, varð að setja ofan í við hann. „Það er löngu kominn tími til að Norðmenn fari nú loksins að koma sér að því að senda umsókn um aðild að Evrópubandalaginu til Brússel," sagði Hansen úr ræð- ustól. Og Reiulf Steen var ekki seinn til svara: „Mér fannst í svip, að hér væri verið að færa okkur aftur fyrir árið 1814,“ sagði Steen. (Það ár hlaut Noregur sjálfstjórn sína). „Pað er að sjá, að maður- inn telji sig skilja þarfir okkar betur en nokkur okkar sjálfra.“ Og ekki bætti Poul Schlúter, for- sætisráðherra Dana um betur, er hann spáði því, að innan fárra ára mundu önnur Norðurlönd sjá hag sinn í EB-aðild, ekki síst Nor- egur og ísland. Tvö Natólönd, Finnland og Svíþjóð lét hann hins vegar ónefnd. Þar greindi Hjör- leifur Guttormsson, hvað klukk- an sló: „í EB nýtur sú skoðun meirihlutafylgis, að bandalagið verði að stjórnmálalegri heild, og vitaskuld hlýtur utanríkis- og varnarmálastefna að falla að þeirri heild." Orð þeirra Hansens og Schlút- ers fóru mjög fyrir brjóstið á mörgum öðrum fulltrúum Norð- urlanda. Um afstöðu til EB er ágreiningur innan þeirra landa, sem utan þess standa, og ó- smekklegt, svo að vægt sé að orði kveðið, er danskir embættismenn eru að sletta sér fram í þær um- ræður á opinberum vettvangi. Enda létu bæði norsk blöð og efa- semdamenn um EB í Danmörku í ljósi vanþóknun sína á þessari framkomu. Dönskum ráða- mönnum hefði átt að gefast ör- lítið víti til varnaðar í þessu til- viki. En Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Dana, virðist hafa gleymt hlutum af þessu tagi og vera alls óhræddur við smekk- leysu. Það kemur fram í viðtali í Morgunblaðinu nú á sunnudag- inn. Viðmælandi ráðherrans er sýnilega kurteis maður; enga ágengni sýnir hann; Uffe sleppur blessunarlega við að svara áleitn- ari og brýnni spurningum, og væri þó hvergi þurrð á þeim. Út- koman verður eftir því áþekkust efni til flutnings í barnaskóla eða í dönsku síðdegisblaði. Lofræða um EB og tvímælalausan ávinn- ing íslands af EB-aðild, einföld í sniðum, um of einfölduð raunar, þannig að efasemdir kvikna óðar um sannleiksgildið. En ráðherr- ann leggur allt traust sitt á fákæn- sku og hrekkleysi Moggalesenda í viðtalinu: „Elskurnar mínar, hvers vegna komið þið ekki um borð strax? Ekkert að óttast, allt í himnalagi, og ótal aðrir vilja vera með okkur.“ Þannig væri boð- skapurinn saman tekinn. Atriðin, sem talin eru til, eru nauðalík þeim, sem haldið er að dönskum almenningi fyrir EB- kosningar. Uffe talar um viðleitni EB við að hjálpa bágstöddum ná- grönnum í austri. Auðvelt ætti það að geta reynst í ríkjabanda- lagi, sem þarf að eyðileggja að jafnaði tæp fimm tonn af matvæl- um á mínútu. Og friðarviljinn, það verk að smíða brú milli austurs og vesturs, það lætur vel í dönskum eyrum, líklega ekki síður en slagorðið „Festung Eur- opa“ („Vígið Evrópa“) í eyrum þýskra EB-kjósenda. Hið síðara híjómar nær sanni, ef haft er í huga, að stærsta samsteypa her- gagnaframleiðenda í veröldinni nú er einmitt í EB, Daiml- er-Messerschmidt-samsteypan, þar sem 380.000 starfsmenn vinna. Uffe hefur án efa frétt af henni. Eins hinu, að vopn eiga ekki að skipa neinn sérsess í við- skiptaskilgreiningum EB; með þau skal farið nákvæmlega á sama hátt og hvern annan iðnað- arvarning. Og viðmælandi Uffe hlífir honum við spumingum um „Vesturevrópubandalagið“ (WEU), sem sinna skal varnar- málum EB.Vísir að Evrópuher er þar kominn; forvitnilegt að vita hvort Danir muni eiga aðild að honum eða verða beinlínis settir í hann af yfirboðurum sínum í Brússel. Úffe sleppur við að svara allmörgu. Líka spurningum um eitrað dýrafóður, sölu á dönsku landi til erlendra aðila, Stórabeltisbrú; hvort danska þingið verði enn við lýði árið 2000 og ýmsu öðra af slíku tagi. Við- mælandi sparar breiðu spjótin. Væri þó forvitni í að heyra svör hans við hnitmiðaðri spurningum fréttamanna, áður en hann fer aftur „til Evrópu“. Hver veit t.d. nema Uffe muni enn einhver lof- orðanna, sem Dönum voru gefin, er þeir gengu í EB, og eins hitt, hverjar efndir urðu á þeim lof- orðum. En snúum okkur aftur að einstökum atriðum í viðtalinu. Uffe gleymir. „Nú hafa Austurríki og Tyrkland sótt um aðild...“, nefnir hann sem dæmi. Nefnir ekki hitt, að aðild Austurríkis er með öllu óviss, og öldungis virðist hann hafa gleymt því, að viðræðufundir við Tyrki hafa nú legið niðri um nokkurra mánaða skeið, eftir að Amnesty International lagði fram í janúar öll gögn sín um pyntingar í tyrkn- eskum fangelsum og tyrknesk yfirvöld siguðu öryggissveitum á kröfugöngur 1. maí í ár. Allt þótti þetta nokkuð til lýta á hinni blíð- legu ásjónu „Evrópu fólksins", sem EB er nú einnig farið að kalla sig. Svo að þær eru í salti um sinn, viðræður við Tyrki. „Nei, það mun ekkert breytast“ Uffe gleymir en fullyrðir þó. Viðmælandi spyr um þátt Dana í norrænni samvinnu eftir 1992. Á atvinnuleysið í Danmörku er ekki minnst. En hvað um sam- norrænan vinnumarkað? „Nei, það mun ekkert breytast," segir Uffe og má þó vita betur. Önnur lög munu gilda um innri vinnu- markað EB eftir stofnun innri markaðarins; allt önnur lög en gilt hafa á Norðurlöndum. Og um þau lög munu Danir engu ráða. Raunar er allt í deiglunni, allt í skötu líki, sem lýtur að stöðu þess fólks, sem vinna mun verk sín á þeim markaði. En Uffe lætur sem svo sé ekki, allt sé klappað og klárt, og Dönum muni veitast sérleyfi til að bjóða borguram Norðurlanda sérkjör. Ætli hann viti ekki betur. Uffe veit betur, kannski gleymir hann. „Vegabréfa- skoðun?...“ „Nei, það mun ekk- ert breytast," segir hann. En Þjóðverjar eru nú þegar byrjaðir að draga úr allri gæslu sinni við dansk-þýsku landamærin. í árs- lok 1992 eiga þessi landamæri að hverfa með öllu. En ytri landa- mæri EB? Óekki, öðru nær. Þeirra skal gætt af sameiginlegum EB-gæsluliðum, og hví skyldi Danmörk verða þar undantekn- ing? Um þetta hefur ekkert verið ákveðið, það ætti danski utanrík- isráðherrann að vita Dana best og eins hitt, að Danir ná naumast 2% af borgurum EB. Ætla mætti að tillit til séróska þeirra verði í hlutfalli við það. Og raunar óttast margir Danir það, að nú þurfi þeir í vegabréfaskoðun hverju sinni sem þeir bregða sér yfir Eyrarsund, þurfi jafnvel vega- bréfsáritun. Ög ekki er sá ótti ó- rökstuddur. Hvað um gagnkvæman kosn- ingarétt í sveitarstjóraakosning- um, sem enn gildir um Norður- lönd? „Nei, það mun ekkert breytast," lofar Uffe. Guð minn góður, hvemig getur maðurinn' sagt þetta? Hér er fullyrðing á ferð og getur varla verið annað en vísvitandi lygi á sama hátt og orð hans um vegabréf og norræna vinnumarkaðinn. Nema Uffe hafi gleymt. íslendingur, sem neytir kosningaréttar í Dan- mörku nú, er að kjósa í Dan- mörku. En ekki eftir 1992. Þá er hann að kjósa í EB. Og munu kosningalög EB heimila það? Svari nú Uffe. Vitaskuld mun hann eða Danmörk yfirleitt litlu ráða um, hvernig það mál æxlast. Loks er spurt um samnorræna tryggingamálalöggjöf. „Nei, ekk- ert mun breytast,“ segir Uffe og ætti þó að vita betur. Trygging- amálalöggjöf EB er með öllu ó- ljós enn; þar er bitist um hvert atriði, og öldungis ekki að sjá, að fyrirmynd um almannatryggingar skuli sótt til velferðarríkja Norð- urlanda. Það virðist Uffe ekki muna. En kostnaður við að halda EB-bákninu uppi er farinn að koma niður á almannatrygging- um. Ef til vill hefur Uffe t.d. gleymt nýákveðinni hækkun eftirlaunaaldurs í Danmörku og mótmælum Danska alþýðusam- bandsins gegn þeirri ráðstöfun? Ekki er að sjá að Uffe virði viðmælanda sinn skynsamlegra svara hér, og í Ijósi þessara vill- andi upplýsinga og raunar ósann- inda er erfitt að taka af alvöru orðum Uffe um þá sérstöku virð- ingu og áhuga á Islandi, sem hann vottar síðar í viðtalinu, sbr. neð- „Við styðjum íslendinga í Evr- ópubandalaginu," segir Uffe, þegar tal berst að fisksölu og toll- um. Þar hefði viðmælandi e.t.v. í leiðinni getað fiskað nokkur ljúf loforð í viðbót um stuðning Dana við kaup EB á íslensku kjöti. En fiskurinn, já. Uffe hefur verið í Portúgal. „... ég snæddi skömmu síðar íslenskan saltfisk á veiting- astað í Lissabon og hann smakk- aðist framúrskarandi vel. Svo ég get vel ímyndað mér að þið eigið líka góða stuðningsmenn (svo) í Portúgölum...“. Já, þetta segir Uffe raunar. Og vissulega deilum við matarsmekk Portúgala og Spánverja. Ekki verða þeir síður fúsir að deila með okkur þorsk- miðunum hér nyrðra. Því gleymir Uffe kannski. Vitaskuld vill viðmælandi vita, hvernig Dönum gangi að sam- ræma norræna samvinnu sína og EB-aðild. Nokkrir árekstrar? „Ja, ég vil ekki kalla það á- rekstra,... ef þú... spyrð ... hvort það hafi valdið Dönum vand- ræðum að vera bæði í EB og nor- rænni samvinnu, þá hlýt ég að svara neitandi...“. Svo einfalt er það þá. Líklega vilja Danir þó versla eitthvað við hin Norður- löndin ennþá. Selja þeim mat- væli, iðnaðarvörur og fleira. Og nú vita hinar Norðurlandaþjóð- irnar, að EB bannar aðildarríkj- um sínum að tilgreina fjöldann allan af efnum, sem eru hættuleg að mati Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar. Málurum er ekki síst hætt, svo að dæmi sé tekið. Þrettán efni, sem valda heila- skaða, vildu dönsk yfirvöld, að skráð væru á þær vörur, sem í hlut eiga. Það bannaði EB; Dönum var gert að þegja yfir 10 af þess- um þrettán efnum; geta aðeins þriggja. Langar okkur í slíka vöra? Eða geisluðu matvælin frá EB? Uffe er varla ókunnugt um slík mál. Og allt horfir til að á- rekstrum fjölgi. Það er ekki and- skotalaust að ríða tveimur hest- um í senn. Uffe virðist farinn að temja sér EB-ísku: „Og það hefur verið spennandi að fylgjast með vax- andi áhuga Norðurlandanna á seinni árum fyrir því sem er að gerast í stjórnmálum Evrópu (svo)...“; og telur sig þá líklega allfjarri Evrópu, meðan hann sit- ur ráðherraþingið á ísafirði. En svo er það menningin. Menningin, íslandsklukkan og Uffe Smáþjóðir í EB, eru menn ekki hræddir við að menningu þeirra verði stefnt í voða? „Ekki ég,“ segir Uffe, hvergi banginn, og fer nokkrum orðum um hve heimskulegt það sé, að bera sam- an EB og Bandaríki Norður- Ameríku, sem hrist hafi verið fram úr ermi á örskömmum tíma; „Evrópa“ Uffes eigi sér langa sögu o.s.frv. En þar mætti Uffe skyggnast betur í sögubækur, a.m.k. að þvf er varðar það, hvemig efnt var til stofnunar Bandaríkjanna og svo stofnunar EB. Stjómarskráin, sem Banda- ríkin miða upphaf sitt við, er skjal, ætlað til tryggingar mannréttinda, til þess ætlað að lýðræði yrði sem best varið og þrískipting valds tryggð, til að hvergi söfnuðust meiri völd á einn stað en velfarnaði þjóðar- innar hentaði. Markmið hennar var ekki vemdun stórfyrirtækja. í slfkum markmiðum felst hins vegar upphaf EB, fyrst samvinna stórhagsmunaaðiía í kola- og stál- iðnaði, síðan sfaukin samvinna annarra stórfyrirtækja um stækk- un markaðar og afnám hvers þess, sem gat orðið kröftum markaðarins til tafar. Fólkið í Evrópu rekur lestina. „Félags- lega hliðin“ á EB er nú loks til umræðu; óendaleg flækja hvers kyns tillagna, sem engar sættir að kalla hafa náðst um, og enginn sér enn fyrir endann á. Og eins og áður sagði, var það strax 1958 við undirritun Rómarsáttmála, að samkomulag var gert um að ryðja úr vegi hverju því, sem hamlað gæti sem greiðustum viðskiptum. Landamæri voru einn farartálm- inn. Nú eiga þau að hverfa eftir rúm þrjú ár. Sama máli gegnir um gjaldmiðil. Það er unnið að því að Framhald á bls. 9 „Elskurnar mínar íslensku, hvers vegna komið þið ekki strax um borð á Evrópuskútuna? Ekkertað óttast, alltí himnalagi og ótal aðrir vilja vera með okkur. “ ar. Fimmtudagur 17. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.