Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 7
Fiskurinn er vannýtt auðlind Ragnar Arnason, prófessor ífiskihagfrœði: Með endurbótum á kvótakerfinu getum við náðfram hagkvæmni semgœti skilað okkurlO til 15 miljarða auknum hagnaði Ragnar Árnason: Tilflutningur kvóta milli landshluta hefur ekki verið jafn mikill og af er látið og það er hægur vandi að hafa áhrif á þennan tilflutning ef ástæða er til. í upphafi þessa mánaðar var Ragnar Árnason skipaður pró- fessor í fískihagfræði við Háskóla íslands. Hann er fyrsti prófessor- inn á þessu sviði við Háskólann en hann var lektor við skólann frá 1980 til 1986 og dósent frá 1986. - Með skipun prófessors í fiskihagfræði eru stjórnvöld í raun að segja að nú skuli meiri áhersla lögð á kennslu og rann- sóknir á þessu sviði. Nú skapast í fyrsta skipti vettvangur á há- skólastigi til þess að framkvæma merkilegar rannsóknir á fiski- hagfræðilegum efnum og von- andi verður það til hagsbóta fyrir alla þjóðina sem á svo mikið undir fiskveiðum, sagði Ragnar. Nú þegar er boðið upp á eitt nám- skeið í fiskihagfræði og við viljum gjarnan gera meira á þessu sviði, ekki bara í fiskihagfræði einni heldur í hagfræði náttúruauð- linda yfirleitt, skógarhagfræði, mengunarhagfræði, hagfræði hreins vatns og ósnortins land. Þetta eru allt verðmæti sem gilda svipuð lögmál um út frá hagfræði- legu sjónarmiði. Enn sem komið er hefur lítil áhersla verið lögð á þessar greinar í viðskipta- deildinni. Nýtt síldarœvintýri? Nú gefst þér væntanlega betra svigrúm til að sinna rannsókn- um? - Ég er nú með allmörg rannsóknaverkefni í gangi og mun halda þeim áfram og leitast við að efla það starf. Um nokk- urra ára skeið hefur verið í gangi rannsóknaverkefni varðandi nýt- ingu á svokölluðum flökkustofn- um, sfld, loðnu og fleiri stofnum. Þessi rannsókn er unnin í sam- vinnu við norska aðila og nýtur fjárstuðnings frá Norðurlanda - ráði.Niðurstöður okkar á þessu stigi varðandi loðnuna eru þær að spara megi hundruð miljóna króna á ári með réttri skiptingu aflans milli þeirra þjóða sem nýta hann. Sfldin er einnig vaxandi auð- lind. Norsk-íslenski síldarstofn- inn er núna ekki nema 2 til 3 milj- ónir tonna en var um 10 milljónir tonna fyrir 25 árum eða svo. Nú er stofninn ört vaxandi og því er spáð að hann nái sömu stærð og fyrr og taki að ganga á íslandsmið á ný. Er þá nýtt sfldarævintýri í uppsiglingu? - Já, það er hugsanlegt þó enn sé of snemmt að fullyrða um það. Hingað til hefur sfldin verið heimakær við Noreg, en eftir því sem stofninn stækkar er talið að lífsrými hans þrengist við Noreg og því líklegra að hann leiti á nýj- ar slóðir. Eftir um það bil 3 ár ætti að vera hægt að segja um hvort sfldin kemur á íslandsmið. Aflakvótakerfið er besta kerfið sem fundin hefur verið upp - Aflakvótakerfið er sennilega besta kerfið sem fiskifræðingar hafa fundið og ekki miklar líkur á að annað betra finnist. Nokkrar aðrar þjóðir hafa tekið upp svona kerfi, Nýsjálend- ingar, Ástralir, Kanadamenn og Norðmenn. Við erum enn nokk- uð á eftir bestu þjóðum varðandi þróun okkar kvótakerfis, en síð- an því var komið á 1984 hefur það verið í mótun ár frá ári og á því gerðar breytingar sem yfirleitt hafa horft til batnaðar. Enn eru þó á því nokkrir mjög alvarlegir meinbugir. Stærsti gallinn er sá að kvótarnir eru ekki varanlegir. Það hefur í för með sér að útgerð- armenn verða að eiga haffær skip, helst í rekstri, til að eiga von um að fá úthlutaðan kvóta. Stærsti vandinn varðandi fisk- veiðar okkar er of stór skipafloti og núverandi kvótakerfi hvetur útgerðarmenn ekki til að minnka hann. Það eru allir sammála um það að skipum þurfi að fækka, tölurnar sem nefndar hafa verið eru frá 10% upp í 50%. Fiskihag- fræðilegar mælingar benda frekar til hærri tölunnar. Hins vegar felur kvótakerfið í sér mikla hvatningu til að spara útgerðarkostnað. Ákveðið afla- magn er gefið, en með því að lág- marka kostnað og hámarka afla- gæðin má hafa áhrif á endanlega útkomu. Allar mælingar sem gerðar hafa verið frá árinu 1984 benda til þess að hvort tveggja hafi gerst í allmiklum mæli und- anfarin ár. Nú hefur kvótakerfið m.a. ver- ið gagnrýnt út frá sjónarmiðum byggðarstefnu. Það er hægt að selja kvóta og skip úr byggðarlög- um og skilja þorpið eftir atvinnu- laust. - Já þetta hefur verið notað sem röksemd gegn kvótakerfinu. Þetta eru ekki mjög góð rök, því jafnvel áður en kvótakerfið var tekið upp stóðu byggðarlög frammi fyrir svipuðu vandamáli, útgerðarmaðurinn gat hætt, selt skip sín og farið. Og það eru til draugabæir þar sem þetta hefur gerst. Það eru líka til draugabæir þar sem fólk hefur flust burtu því fiskistofnar hrundu og aflinn dróst mikið saman. Slíkt ætti ekki að geta gerst með kvótakerfinu ef skynsamlegar ákvarðanir eru teknar um hámarksafla. Það er að ýmsu leyti auðveld- ara fyrir byggðarlög að ráða sinni framtíð í kvótakerfinu heldur en í gamla kerfinu, því ef útgerðar- maður byggðarlagsins selur skip sín og kvótann þá getur viðkom- andi bæjarfélag eða einstaklingar innan þess keypt kvótann inn aft- ur og haldið þannig útgerðinni á staðnum. í viðskipta- og hagfræði- deildinni hefur verið gerð úttekt á tilflutningi kvótanna. Það kem- ur í ljós að flutningur á milli landshluta er nú ekki ýkjamikill, jafnvel þótt skipin séu tekin með í reikninginn. Átímabilinu 1984 til 1988 hafa megintilfærslurnar ver- ið þær að 35.700 tonn færðust frá Reykjanesi og 28.500 tonn bætt- ust við á Norðurlandi eystra. Þetta eru smámunir miðað við aflann í heild og eiginlega tilfærs- la í samræmi við byggðastefnuna. Hafa þá einstök dæmi verið blásin upp meira en tilefni er til þegar ástandið er skoðað í heild? - Já, því innan þessara stóru talna gætu einstök byggðarlög hafa misst töluvert. En þá verður að gæta að því, að það er sam- kvæmt þeirra eigin ákvörðun. Það er ekki þannig að einhver hafi tekið aflann frá þeim til dæmis með ofsókn á miðinn. Engu að síður er rétt að fylgjast með þessu og svo langt sem byggðarsjónarmið eiga að ráða ferðinni og hugsanlega hindra að óæskilegir flutningar eigi sér stað. En það er hægur vandi innan vébanda kvótakerfisins, til dæmis með því að stjórnvöld veiti smávægilega styrki til sveitarfé- laga sem eru í vanda til þess að þau geti keypt kvóta eða haldið honum á staðnum. Auk þess gef- ur kvótakerfið möguleika á því að aflanum verði haldið á staðn- um án þess að gera út skip. Það ætti að leyfa það að sveitarfélag eða einstaklingar f sveitarfé- laginu eigi kvóta og leigi skip til að veiða þann kvóta og landa á staðnum. Getum aukið verðmœti veiðanna um 10 til 15 miljarða - Kvótakerfið getur náð hvaða verndun fiskistofna sem menn vilja og það eru flestir sammála um það að hagkvæmnin verði mest mest með því að skipta heildaraflanum niður með þeim hætti sem nú er gert. En með breytingum á kvótakerfinu get- um við skapað enn meiri verð- mæti úr þeim fiski sem við veiðum, um 10 til 15 miljarða til viðbótar á hverju ári. Þetta eru gífurlega miklir peningar, um 40 þúsund krónur á hvern íslending ári. Þessu má líkja við fund olíu- auðlinda í landinu. Eins og ég sagði áðan þarf að úthluta kvótanum-til langs tíma, t.d. 15 ára. Þá geta menn aðlagað flotann í upphafi tímabils og um það leyti sem úthlutunin er að renna út geta menn orðið sér út um viðbótarskip til að fá nýja út- hlutun ef það er talið nauðsynlegt þá. Auk varanlegra kvóta er mjög mikilvægt að það verði gert auðvelt að selja og kaupa kvót- ana. Núna eru ákveðnar tak- markanir á kaupum og sölu sem draga úr viðskiptunum. Til þess að ná fyllstu hagkvæmni þá eiga bestu útgerðirnar að veiða sem allra mest af fiskinum. Það má skoða þá hugmynd að koma upp einhvers konar kvót- amarkaði, alveg eins og hér eru markaðir fyrir hlutabréf og fisk. En umfram allt verðum við að horfa á þessi mál hlutlægt en ekki vera bundin kreddum og venjum. Stéttabarátta framtíðarinnar -Þótt kvótakerfið nái ákveð- inni hagkvæmni þá segir það ekk- ert um tekjudreifingu. Með lang- tímakvótum er verið að fá út-. gerðarmönnum í hendur gríðar- leg framtíðarverðmæti sem einna helst er hægt að líkja við það þeg- ar landnámsmenn komu að landinu og slógu eign sinni á stóra hluta þess. Útgerðarmenn eru að eignast öll þessi verðmæti og þá hlýtur að vakna spurning um það hvernig kvótunum verði skipt, hvort og hvernig eigi að skatt- leggja þá og hvort leyfa skuli sölu þeirra. Ég hef lagt áherslu á það að fyrst og fremst verðum við að ná fram hagkvæmninni, skapa þessi verðmæti. Ef það er nauðsynlegt að útgerðarmenn eignist kvótana svo að það megi verða þá eigum við að hafa það þannig. Á hinn bóginn hef ég sagt að ef okkur er annt um að tryggja jöfnuð í landinu þá er í sjálfu sér mjög eðlilegt að dreifa kvótunum jafnt á alla landsmenn, hugsanlega eitthvað meira á sjómenn, út- gerðarmenn og fiskvinnslufólk. í því felst jöfnuður af ákveðnu tagi. Menn þurfa ekki að óttast að í því felist óhagkvæmni því að sjálfsögðu munu kvótarnir safn- ast á hendur þeim sem gera út. Þeir myndu leigja eða kaupa kvótana. Nú er verið að endurskoða kvótakerfið í nefnd þar sem allir hagsmunaaðlilar eiga sæti. Að öllum líkindum leiðir endurskoð- unin til þess að gerðar verða verulegar umbætur á kvótakerf- inu, þar á meðal það að kvótarnir verða gerðir varanlegir. Núver- andi sjávarútvegsráðherra hefur unnið mjög gott starf og við eigum eftir að þakka honum mikið þegar fram líða stundir. Hann hefur mótað stefnuna í kvótamálunum síðan 1983 og það hefur miðað mjög vel síðan. Hann er gagnrýndur af einstök- um mönnum, enda eru allir ráð- herrar gagnrýndir, en almennt held ég að hann njóti mjög víð- tæks stuðnings aðila sjávarút- vegs. Stórkostlegir hagsmuna- árekstrar munu því ekki koma í veg fyrir að þessar breytingar nái fram að ganga? - Nei, það virðist vera að bæði sjómenn og útgerðarmenn verði æ upplýstari um þessi mál og fylgjandi því að gera kvótakerfið varanlegra og láta það ná yfir all- ar tegundir fisks. Það er aðeins deilt um það hversu framseljan- legir kvótinn á að vera, sjómenn eru þar íhaldssamari en útgerðar- menn. Síðan rífast menn auðvit- að endalaust um það hverjir eiga að fá kvótana. Það verður rifrildi framtíðarinnar því gríðarlegir fjármunir eru í húfi. Þetta verður stéttabarátta næstu ára Hluti afsjálfstæði þjóðarinnar Hingað til hefur því alfarið ver- ið hafnað að samið verið við Evr- ópubandalagið um fiskveiðar þess innan íslenskrar lögsögu. Hver er þín skoðun á þessu máli? - Já, íslensk fiskimið hafa ekki verið talin samningsatriði í við- ræðum við EB. Þessi afstaða finnst mér mótast nokkuð mikið af kreddum og sögunni. íslensk fiskimið eru orðin hluti af sjálf- stæði þjóðarinnar. En það má velta fyrir sér þeirri spurningu af hvaða ástæðu við eigum að gera greinarmun á fiskveiðum og lambakjöti, sem við erum reiðu- búin að selja útlendingum en þeir vilja ekki kaupa. Við leyfum út- lendingum að reka fyrirtæki hér á landi, jafnvel þar sem þeir eiga meirihluta, og með því ráða þeir mjög miklu um íslenskt efnahag-s- iíf Við getum nefnt álverið sem dæmi. Ég held að við ættum að endur- skoða afstöðu okkar til fiskveiða útlendinga innan landhelginnar og spyrja okkur hvort að baki þeim liggi skynsamlegar forsend- ur eða ekki. Frá sjónarmiði hag- fræðinnar er ekkert sem mælir á móti því að leyfa útlendingum að veiða fiskinn okkar ef þeir eru reiðubúnir að láta okkur hafa meira fyrir það en við fengjum ef við veiddum hann sjálf. Við erum alltaf að flytja verðmæti úr landinu vegna þess að útlending- ar eru reiðubúnir að borga meira fyrir þau en við sjálf. Ég sé engan mun á þeim verðmætum sem eru fólgin í óveiddum fiski eða öðrum verðmætum. Ég held að mörg ríki innan EB væru fús að greiða miklu meira fyrir að fá að veiða eitthvað af fisknum okkar heldur en að við gætum nokkurn tíma fengið fyrir hann. í raun erum við þegar farin að leyfa útlendingum að veiða í okk- ar landhelgi. Norðmenn og Fær- eyingar hafa lengi gert það og ný- lega var stigið stórt skref þegar við leyfðum þessum þjóðum ásamt Grænlendingum að veiða loðnu sem þeir gætu sennilega ekki veitt annar staðar. Samning- ar við ríki Evrópubandalagsins yrðu þannig engin grundvallar- breyting, heldur aðeins stigsmun- ur.' iþ Fimmtudagur 17. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.