Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.08.1989, Blaðsíða 11
Pjóðviljinn - Frá lesendum - Síðumúla 6 108 Reykjavík Guðmundur hringdi: Ég vil taka undir þá umfjöllun sem hefur birtst í blaðinu varð- andi atvinnuauglýsingar í dag- blöðum. Það er hreint með ólík- indum hvað atvinnurekendur geta leyft sér mikinn dónaskap og vanvirðu við umsækjendur og þar eru opinber fyrirtæki ekki betri en önnur. Ég varð fyrir því um daginn þegar ég sendi inn um- sókn vega atvinnuauglýsingar frá opinberu fyrirtæki að bíða vikum saman eftir svari sem auðvitað kom aldrei. í auglýsingunni var því heitið að öllum umsóknum skyldi svarað. Ég sneri mér síðan "niður í auglýsingadeild Morgun- blaðsins og vildi fá að vita hvaða fyrirtæki átti í hlut, en þar er ekki nokkur leið að fá slíkt uppgefið. Auglýsingadeildin kom þó á framfæri kvörtun og núna tæpum þremur mánuðum eftir að ég sendi inn umsóknina fékk ég hana senda til baka. Engin afsök- unarbeiðni fylgdi með né upplýs- ingar um það hver væri að endur- senda gögnin. Mér finnst mér freklega mis- boðið með þessari framkomu og er alls ekki sáttur við að láta mál- ið niður falla. Það á ekki að líðast að fyrirtæki geti komið fram við umsækjendur með þessum hætti en það virðist vera ákaflega erfitt að gera nokkuð í málinu á meðan sökudólgarnir geta haldið full- kominni leynd. Lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn H.S. hringdi og vildi koma þessu hér á framfæri: Ég er einn þeirra sem fékkst á starfsæfinni við kennslu öðru hvoru, en hefi eins og ýmsir aðrir lent á milli stóla í lífeyrismálum. Nú veit ég ekki betur en tveir forystumenn ríkisstjórnarinnar, Jón Baldvin og Ólafur Ragnar, hafi hér áður fyrr boðað fagnað- arerindi lífeyrissjóðs fyrir alla landsmenn. Óg hvar er svo sá líf- eyrissjóður, með leyfi að spyrja? Er ekkert að gerast í þeim mál- um? FRÁ LESENDUM Hvað eru framfarir? Ósjaldan heyrist talað um það og ritað í fjölmiðlum að framfarir hafi orðið í þjóðfélaginu á ýmsum sviðum. Framfarir í matvæla- framleiðslu, framfarir í iðnaði, menntun og heilsugæslu svo eitthvað sé nefnt. En hvers konar framfarir er verið að fjalla um, og hvað eru framfarir? Ætla mætti af þessari umfjöll- un um allar þessar framfarir að fólk byggi í gósenlandi hér á ís- landi, í einhverju undralandi alls- nægta og æðruleysis. Það er að vísu rétt að víða í heiminum býr fólk við bókstaflega örbirgð brýnustu lífsnauðsynja, og lifir eða deyr í hörmungum hung- ursneyðar. Varla er nokkur vafi á því hvar sé meira fr amboð á mat- vælum, þar eða hér. En þó undarlegt sé þá lifir margur maðurinn og mörg fjöl- skyldan hér á íslandi undir „fá- tækramörkum“. Þótt hér sé til nóg af peningum og lífsnauðsynj- um, þá sveltur stór hópur manna, bæði hér á landi og erlendis, jafnvel þó framboð sé svo mikið að metta mætti margan manninn, tugi þúsunda. í staðinn er arðin- um misskipt svo að þúsundir fs- lendinga vita ekki aura sinna tal meðan hundrað þúsundið telur koparmyntina til að eiga fyrir mjólk. Tonn af matvælum eru urðuð og brennd í staðinn fyrir að gefa það fátækum úti í heimi og hér á landi. Þetta kalla vitringar burgeisanna framfarir, svo að- eins sé tekið þetta eina dæmi, sem lýsir „lífsspeki“, lífsstíl og vanþekkingu hinna „menntuðu“ ráðgjafa íhaldsklíkunnar. Ég get ekki séð að svona þjóðfélag sé á framfarabraut. Ég hrópa ekki húrra fyrir svona samfélagi og veit að margir eru mér sammála. Hvenær er þá þjóðfélagið á braut framfara? Því er auðsvarað, og sú skynsemis náðargáfa held ég að sé alþýðunni í blóð borin. Framfarir í samfélagi geta fyrst átt sér stað, þar sem samhugur um velferð einstaklinganna situr í fyrirrúmi, samhjálp ríkir og ómælanlegur kærleikur fyllir hjörtu hvers og eins. Meirihluti lslendinga er al- þýðufólk og af alþýðufólki kom- inn. Það er alþýðan sem hefur fært þjóðinni björg í bú, verka- lýðsstéttin sem hefur skapað verðmætin, sem íhaldið hefur svo ráðskast með, sólundað og hálf- drepið sig af ofáti og offitu, með- an saklaust og oft grunlaust harð- duglegt vinnandi fólk hefur mátt ganga til hvflu eftir erfiðan dag, með tóma maga. „Bandalag alþýðunnar" verð- ur að efla. Verkalýðsstéttin og aðrar vinnandi stéttir verða að sameinast í öflugu bandalagi til að skapa fagurt samfélag manna. Það er hægt, og þá fýrst fáum við að sjá þær framfarir sem okkur hefur svo lengi dreymt um. Baráttukveðjur, F.inar Ingvi Magnússon Sker í augu og eyru Mér fannst grein Úlfars Þor- móðssonar um það sem sker í augu (og eyru) orð í tíma töluð. Ég bíð framhalds, sem lætur á sér standa. Á meðan lítil viðbót. í útvarpsfréttum í fyrri viku var einhverju „hrint í framkvæmd" og það tvisvar í sömu fréttinni. Minna mátti ekki gagn gera. „ Var framkvæmt“ hefði dugað og farið betur. „Hlakkar ukkur ekki til að sjá páfann?“ Svo spurði „stjórn- andi“ barnatíma í sumar (ekki Sigurlaug). „í gærnótt“ féllu skriður í Seyðisfirði. Var leiðrétt í næstu endurtekningu fréttarinnar (út- varpsfrétt að morgni dags). Ékki kann ég við að sjá „Takk“ þeirra sjónvarpsmanna í mynda- textum, þó algengt sé í talmáli (auðlærð ill danska). Og enn síður þegar menn kveðja „Takk fyrir og góða nótt.“ í því „grámyglulega kjafta- blaðri“ sem kennt er við sálina, segja margir (ef ekki flestir) ókei þegar þeir hafa létt á sál sinni. Fremur er þetta aha og uhu óviðkunnanlegt í íslensku útvarpi (í sumum músik- og malanda- þáttum). En þykir kannski vina- legt? Ekki alls fyrir löngu heyrði ég nafn Ríkharðs Beck borið fram Ritshard (í útvarpi) og Fröken Júlía var kölluð Sjúlí. Haraldur Guðnason Tilmæli vegna Þjóðleikhússkrifa Árni félagi Bergmann og rit- stjóri. Fylgist úr langri fjarlægð með merkum skrifum í Þjóðviljanum um Þjóðieikhúsið. Má ég nú ekki í fyllstu vinsemd og stillingu biðja ykkur í nafni þeirra tíu sumra sem ég eyddi með ykkur á blaðinu, fara fram á að myndir úr leikriti mínu, Haustbrúði, verði ekki notaðar til að skreyta frekar skrif Páls Baldvinssonar um Þjóðleik- húsið og málefni þess. Annars hóta ég að senda hon- um reikning og sá verður ekki lágur!!! Með bestu kveðjum úr menningunni í Madrid. Þórunn Sigurðardóttir. Attræður í dag Áttræður er í dag Ágúst Vig- fússon, Hjarðarhaga 32 hér í bæ. Ágúst Vigfússon hefur lagt gjörfa hönd á margt á langri æfi, og meðal annars skrifað ágæta pistla um merka menn og atburði á heimaslóðum fyrir vestan - hefur Þjóðviljinn notið góðs af þeim skrifum og vill nú nota tækifærið til að þakka fyrir sig um leið og Ágústi er sendar bestu árnaðar- óskir. Ágúst er að heiman í dag. í DAG þJÓÐVILJINN Fyrir50 árum Saltfiskbirgðirnar 10 þúsundum smálesta meiri en á sama tíma í fyrra. FrakkarframseljaFranco 50 þús. spánskra flóttamanna. Verður ísland lýðveldi 1943? Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- f lokkurinn virðast ætla að drepa áhuga þjóðarinnar á dreif í sjálf- stæðismálinu. Bretartreystaekki hlutleysi Danmerkureftirörygg- issáttmálann við Hitler- Þýskaland. 17.ágúst fimmtudagur í 18. viku sumars. 229. dagur ársins. Fullt tungl kl. 3.07. T unglmyrkvi. Sólarupprás í Reykjavík kl. 5.24 - sólarlag kl. 21.37. Viðburðir Sveinbjörn Egilsson rektordáinn 1952. Þjóðhátíðardagur Indón- esíuogGabon. DAGBÓK APÓTEK Reykjavfk. Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búoa vikuna 28.-4. ágúst er í Vesturbæjar Apóteki og Háaleitis Apóteki. Fyrmef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Siöarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavik sími 1 11 66 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj simi 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvllið og sjúkrabílar: Reykjavík simi 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 5 11 00 Garðabær simi 5 11 00 LCKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sei- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn slmi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan slmi 53722. Nœturvakt lækna simi 51100. Garöabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt8-17 áLæknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavik: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt læknas. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftallnn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspitalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftall Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn: alladaga 15-16og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 1t og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: all_daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum. Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Slminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum Vestur- ■ götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðiö hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,slmsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23.Símsvariáöðrumtímum. Síminner 91-28539. Bilanavakt rafmagns-og hitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styöja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. Félageldrl borgara f Kópavogi. Skoðunarferö um Ámessýslu laugardag- inn 19. ágúst. Lagt verðuraf staðfráSpari- sjóð Kópavogskl. 9.00. Farmiðarseldirá skrifstofu félagsins, simi 41226. GENGIÐ 16. ágúst 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........ 60,41000 Sterlingspund........... 95,19700 Kanadadollar........... 51,23600 Dönskkróna............... 8,00930 Norskkróna............... 8,51560 Sænskkróna............... 9,17670 Finnsktmark............. 13,81120 Franskurfranki........... 9,20950 Belgískur f ranki...... 1,48720 Svissn. franki.......... 36,11630 Holl. gyllini........... 27,59710 V.-þýsktrr.ark........... 31,12310 Itölsk líra.............. 0,04331 Austurr. sch............. 4,42000 Portúg. escudo........... 0,37280 Spánskurpeseti........... 0,49750 Japanskt yen............. 0,42550 Irskt pund.............. 83,07300 KROSSGÁTA Lárétt: 1 snjór4slóttug 6 stefna 7 öruggur 9 dá 12menn14lélegur15 | miskunn 16 sterk 19 bál j 20 sláin 21 hrukkótt I Lóðrétt:2nuddi3 hlaupa4sæti5lif7 höndla 8 karlfausk 10 yfirsjón 11 tímann 13 dans 17 spor 18 planta Lausnásiðustu krossgátu Lárétt: 1 bols4gegn6 vor7bara96sar12 öndin 14gæs 15úði 16 kækur19laup20kuti 21 napur Lóðrétt: 2 oka 3 svan 4 grói5góa7bagall8 röskun10snúrur11 Ireiðin13dúk17æpa 18uku Flmmtudagur 17. ágúst 1989 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.