Þjóðviljinn - 18.08.1989, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Qupperneq 2
Ég gæti farið til Himnaríkis Stundum verð ég þreyttur á þessu veraldarvafstri sem vefur verð- föllnum loðdýrafeldum utan um óseljanlegt lambakjöt og hakkar svo allt saman ofan í alltof mörg eldisseiði í laxaþróm. Önd mín er þreytt af vöxtum og kvótum, hvar má hún finna hvíld? Ég er þá stundum si sona að hugsa mér Himnaríki og hvort það standi nokkuð til að ég fari þangað, ef staðurinn væri til og eitthvað að fara. Ég veit það barasta ekki - ekki hefi ég menn drepið, þótt margir eigi að vísu skilið að snýta rauðu og þótt fyrr hefði verið. £kki hefi ég stolið neinu síðan ég fékk mér ís af aurunum, sem fullur sjóari í fjölskyldunni lét mig hafa til að kaupa handa honum tóbak þegar ég var átta ára. Ég hefi aldrei trúað á annan flokk en minn flokk, Sjálfstæðis- flokkinn, svo ekki verð ég sakaður um lausung í eilífðarmálunum. Ég hefi heiðrað föður minn og móður mína með því að gerast þessi ágætismaður í landinu sem ég er og þið hafið kynnst að nokkru (og eru þessar greinar mínar í kommablaðið þó ekki nema svona rétt toppur- inn af ísjaka minna mannkosta). Ég myndi ekki vita hvað það er að drýgja hór þótt einhver hvíslaði því að mér, og svo veit ég líka að séra Baldur og aðrir merkir kennimenn hafa haldið því fram, að guði sé sama þótt eitt og eitt tippi slæðist af réttri leið. Ekki hefi ég heldur borið Ijúgvitni gegn náunga mínum, ég segi alltaf satt og rétt frá, meira að segja hér í Þjóðviljanum, ég spyr aldrei eins og Pílatus: hvaö er sannleikur, því ég veit hver hann er. Ég hefi aldrei girnst asna náungans eða uxa- með öðrum orðum : ég öfunda menn ekki af þessum húskumböldum sem þeir eru að hrófla upp og eru alltof stór og munu svo sannarlega koma þeim á hausinn og það er mátulegt á þá. Ég girnist heldur ekki Tojotur þeirra eða Lödur eða Bensa eða aðra þá „asna“ náungans sem menn nota til að breikka á sér rassinn og sjálfsánægjuna. Enda hefi ég aldrei lært á bíl. Ef nokkuð er þá hefi ég girnst konu náungans, en það tel ég ffekar í ætt við kurteisi sem maður sýnir konum en synd, hvað þá dauðasynd. Ég finn semsagt ekki nokkurn skapaðan hlut sem gæti komið í veg fyrir það að ég færi til Himnaríkis. Annað mál er svo það hvað ég ætti að gera í Himnaríki. Þar verða að vísu framfarir, er mér sagt, eins og annarsstaðar. Einu sinni var þar bara sálmasöngur og Ijós. íslendingum þótti það þunnur þrettándi og fluttu þangað óskir sínar um reisulegan bóndabæ, góða sprettu og feitt sauðfé, eins og sjá má af Sálinni hans Jóns míns og fleiri sögum. En þetta kvað víst vera orðin úrelt landafræði nú orðið. Ég las nýjustu himnaríkislýsinguna um daginn - hún var í bók eftir einhvern miðil. Þar var Himnaríki orðið tiptopp og næs, eins og Nonni frændi minn segir. Eilífðin var orðin að endalausu sumarfríi á Spáni, sem ekki kostaði neitt og enginn fékk timburmenn. Það var líka búið að leysa alla einkamálahnúta: allir voru giftir þeim sem þeir vildu, og ef fleiri en einn ( ein) komu til greina, þá skiptu þeir sér bara niður, en voru þó mest giftireinum aðila held ég. Og gerði ekki mikiðtil því kynlífið varekkert á dagskrá (sem mér finnst alltaf svolítið dauflegt - það mætti gjarna bæta því við í næstu endurskoðun á heimsmyndinni, ég veit um þó nokkra sem hefðu ekkert á móti því). Nei, ég veit ekki vel hvað ég mundi til bragðs taka í Himnaríki. En ég heyrði um daginn lærdómsríka sögu, sem ég ætla að láta fylgja hér með, því þótt þar sé meira talað um verri staðinn getur hún átt við þann betri líka ef menn nenna að hugsa djúpt. íslendingur dó og kom yfir um og við honum tók leiðsögumaður og spurði hvert hann vildi fara. Hann bað um að fá að kíkja á Himnaríki. Það var velkomið: þar flugu englar um með miklum strengleikum eins og í gamla daga. Svo fékk hann að skoða Helvíti og þar gaf á að líta: stórar veislur, bjór kaldur í ámum, viskí ómælt, skemmtikraftar eld- hressir, lostfagrar konur. Hér verð ég, sagði íslendingurinn. Sem þér þóknast, sagði leiðsögumaðurinn. En ekki hafði hann lengi í Helvíti setið þegar um skipti: sviðalykt héðan og þaðan, púkar taka menn og setja á eldheitar pönnur eða flengja þá með gaddavír, óp og vein og gnístran tanna. íslendingurinn æpti á leiðsögumanninn og sagði: Þú hefur svikið mig, þitt englafól. Nei væni minn, sagði leiðsögumaðurinn. Fyrst komstu á staðinn sem túristi. Nú ertu sestur þar að. I ROSA- GARÐINUM ÞAÐMUNARUM ÍSLENSKA KAÞ- ÓLIKA Næstu sýningar (á Macbeth) eru á föstudag og laugardag og ég - er að hugsa um að fá allan kaþ- ólska söfnuðinn til að liggja á bæn meðan á sýningum stendur. Ef heitt er beðið þá held ég að Guð sé sterkari en andskotinn. DV ILLTERAÐLEGGJA ÁST VIÐ ÞANN SEM ENGA KANN Á MÓTI Þá er líka á það að líta að það er miklu auðveldara að láta fólki þykja vænt um skattana sína heldur en Alþýðubandalgið. DV ÞETTA ER VONDUR HEIMUR Að horfa upp á að góðum og tiltölulega einföldum hugmynd- um okkar jafnaðarmanna í þjóð- félagsmálum skuli ekki vera hægt að koma í framkvæmd í samvinnu við aðra flokka, er ansi hart. Alþýóublaðið SÖK BÍTUR SEKAN Ekki ætla ég að fara að fullyrða neitt um endurholdgunarkenn- inguna, en ekki þætti mér ólíklegt að sumir þeirra sem höndla með grásleppuhrogn fæðist sem rauð- magar í næsta lífi. Alþýðublaðið TILÆTLUNARSEMI ER ÞETTA! Ríkisstjórn verður að stjórna landinu. Fyrirsögn í Alþýðublaðinu BLAUTT HÚS Vatnið og eiginleikar þess er fyrirmynd Ráðhúss Reykjavíkur. Úr lýsingu hönnuða RÁÐHÚSIÐER FUGL SEM FLÝGUR HRATT... Öguð byggingarform í norð- ri... hverfa í jarðargróður og fljúga frjáls yfir suðurhlið skrif- stofubyggingar. Þar breiðir úr sér mikill þakvængur. Sama lýsing FAGURT MANNLÍF Það er rétt að í Húnaveri fóru nokkrir hlutir úrskeiðis. Þarna fóru nokkur ungmenni óhöndug- lega um hluti, bæði sína og ann- arra. Tíminn JÁ - ENDA ER RÓMANTÍKIN SKEMMTILEGRI Ætlar Alþýðuflokkurinn virki- lega að segja skilið við pólitíkina? D V SATT VAR ORÐIÐ Það getur oft orðið heitt í bíln- um þegar ekið er í rúmlega 30 stiga hita og glampandi sólskini. Morgunblaóið 2 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.