Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 3
Kókaínviö nefangri Áttræð bresk kona hefur neytt kókaíns í hálfan annan sjötta ára- tug að læknisráði. Konan sem er vel ern eftir aldri hefur á þessum tíma neytt fimm og hálfs kíló- gramms af eitrinu, en gróft áætl- að má gera ráð fyrir að söluverð- mæti þessa magns af kókaíni nemi í dag á svörtum markaði sem svarar um 28 miljónum og 650 þúsund krónum. Frá þessu segir í virðulegu bresku tímariti um ávana- og fíkniefnamál. Upphaflega vandist konan á fíknina er henni var ráðlagt að læknisráði að taka inn kókaín við þrálátu nefangri. Samkvæmt upplýsingum breskra lækna var ekki ótítt að læknar vísuðu á árum áður á kókaín við ýmsum kvillum. Eins og flestum býður sjálfsagt í grun hefur neysla kostað kon- una sitt og ekki alltaf verið jafn auðvelt að verða sér úti um þenn- an óvenjulega „nefelexír". Sam- kvæmt heimildum hefur konan ágæt viðskiptasambönd í Frakk- landi þar sem auðveldara hefur verið að nálgast kókaín en í Bret- landi. Konunni er þó sú huggun harmi gegn að undanfarna tvo áratugi hefur breska heilbrigði- skerfið greitt lyfjakostnaðinn. Rétt er að benda lesendum á að þótt konunni hafi ekki orðið sýni- lega meint af kókaínnotkuninni, eru lyffróðir menn þó sammála um að hér sé um einstakt tilfelli að ræða og því ekki eftirbreytni- vert fyrir aðra. Reuter/-rk Hátekjumaður á atvinnu- leysisbótum Það er ótrúlegt hversu lágt menn geta lagst f peninga- græðgi sinni. Maður nokkur, sem hefur stundað „bisniss" af ýmsu tagi í nokkurn tíma hefur nú komist í feitt. Hann kaupir laxa af laxeldisstöðv- um og selur til veitingahúsa og mun hafa af því allveru- legar tekjur, skattlausar að sjálfsögðu. En til að komast hjá því að greiða skatta af himinháum „launum" sínum þá skráir hann sig atvinnu- lausan og þiggur atvinnuleys- isbætur af ríkinu. Þessi maður blótar svo að sjálfsögðu hvers konar afskiptum hins opin- bera og krefst þess að ríkið dragi úr útgjöldum sínum! Makalausir þessir frjáls- hyggjumenn.M Óviðkomandi bannaður aðgangur (sfirðingar eru stoltir af því hvernig til tókst með fund utanríkisráðherra Norður- landa sem haldinn var vestra Heimatilbúnar myndavélar í sumarbúðum skáta að Úl- fljótsvatni hefur krökkunum ver- ið kennt að búa til eigin kassam- yndavélar og hafa börnin tekið myndir af ýmsum hlutum og af náttúrunni á þessar vélar. Mynd- avélar þessar nefnast á ensku „Pin-Hole Camera" og er þessi tegund ljósmyndunar frum- kvöðull ljósmyndagerðar. Árangurinn af þessari kennslu þykir það góður að full ástæða þótti að koma þessari listsköpun barnanna á framfæri og verða því settar upp sýningar á verkunum. Fyrsta sýningin verður í Þrastar- lundi og hefst hún á sunndag 20. ágúst kl. 14.00. Þar verða einnig sýndar þessar heimatilbúnu myndavélar og kynnt hvernig þær eru búnar til. Sýningin í Þrastarlundi er sölu- sýning og verður ágóðanum varið Ljósmynd tekin á heimatilbúna myndavél. til uppbyggingar í þeim skála á Úlfljótsvatni sem reistur hefur verið m.a. með þarfir fatlaðra í huga. nú í vikunni. Allt gekk sam- kvæmt áætlun og ráðherrarn- ir voru feikilega ánægðir með hákarlinn, brennivínið, skakið og allt hitt. Eins og vera ber þegar stórmenni heimsins koma saman þarf að gera víð- tækar öryggisráðstafanir svo vondir menn nái ekki að vinna þeim mein. Þetta hlutverk tók ísafjarðarlögreglan mjög al- varlega eins og nokkrir fyrir- menn bæjarins fengu að kenna á. Þannig var að þegar von var á ráðherrunum til fundar í Stjórnsýsluhúsinu nýja og glæsilega stilltu for- seti bæjarstjórnar, bæjarstjóri og aðrir leiðtogar bæjarlífsins sér upp á tröpþum hússins til að bjóða ráðherrana vel- komna. Þá dreif þar að lög- reglumenn sem byrjuðu að stugga þeim í burtu, það væri von á erlendum stórmennum og innfæddir áttu ekkert með það að þvælast fyrir. Eftir nokkra rekistefnu tókst að leiðrétta þennan misskilning og forráðamenn bæjarins f engu að hrista lúkurnar á ráð- herrunum á tröppum Stjómsýslu hússins. ¦ Stuttbuxna- deildin rífst Mikill titringur hefur verið í stuttbuxnadeild Sjálfstæðis- flokksins vegna þings sem þeir stuttu ætla að halda um helgina. Nýr formaður verður væntanlega kosinn og fram- bjóðandinn er Davíö Stef- ánsson stjómmálafræði- nemi. Hins vegar eru Davíð og hans menn, Árni Slgfús- son og fleirí hræddir um að armur innan stuttbuxna- deildarínnar sem inniheldur Sigurbjörn Magnússon, Hrein Loftsson og Jóhann Gunnar Birglsson, ætli að koma með óvænt mótfram- boð. Sá armur er nefnilega ekki mjög ánægður með þann lista sem lagður var f ram með þeim nöfnum sem átti að fara á hið fyrirhugaða þing. Enginn þeirra átti að fá að fara og því varð allt vitlaust. Sáttafundur var haldinn ífyrradag og reynt að stilla til friðar. Niðurstaðan mun hafa orðið sú að ein- hverjir þeirra sem áttu að fá að fara á þingið voru teknir út, og Sigurbjörn og hans menn settir inn. Þeir eru greinilega ekki sáttir þeir stuttu. ¦ rJQlBRAUTASXÚUOi BKEIÐHOtn Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun og val námsáfanga í Kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti áhaustönn 1989 fer fram laugardaginn 26. ágúst kl. 10.00- 14.00, mánudaginn 28. ágúst kl. 16.00-19.30 og þriðjudaginn 29. ágúst kl. 16.00-19.30. Athygli skal vakin á því að boðið er upp á nám á öllum sviðum skólans: 1. Almennt bóknámssvið 2. Heilbrigðissvið 3. Hússtjórnarsvið 4. Listasvið 5. Tæknisvið 6. Uppeldissvið 7. Viðskiptasvið. Sími skólans er 75600. Skólameistari Foreldrarekið dagheimili Viljum ráða fóstrur eða annað uppeldis- menntað starfsfólk, svo og aðstoðarfólk og mat- ráðskonu á nýtt 40 barna dagheimili/ skóladag- heimili staðsett í Litla-Skerjafirði. Aldur barna 1-9 ára. Upplýsingar í síma 39554 (Steinunn), 29713 (María) og 687186 (Áslaug). Vistunarheimili - Öskjuhlíðarskóli Vistunarheimili óskast fyrir væntanlega nem- endur öskjuhlíðarskóla skólaárið 1989-90. Nánari upplýsingar um greiðslu og fyrirkomulag gefur félagsráðgjafi skólans í síma 689740 fyrir hádegi. SAFI VERÐ FRÁ KR. 317.000 Lada Safir er fallegur og vandaður 5 manna fjðlskyidu- bt'li, öruggur, sterkur og eyðslugrannur,Lada Safir hefur reynst afaf vel við erfið akstursskiiyrði og:fr því sérstaklega heppilegur fyrir íslenskar aðstæður. íslendingar gera miklar kröfur, það sést vel á vínsældum Lada Safir. Nú er rétti tfminn til að endlur- nýja. Tökum gamia bilinn upp ^nýjari og semjum um eftir* stöðvarnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.