Þjóðviljinn - 18.08.1989, Page 4

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Page 4
Bragi Jósepsson er á beininu Böm þurfa alltaf að borða íslendingar hafa lengst af verið f rekar ánægðir með sitt velf erðarkerf i og eitt skrautblómið þar hefur verið menntakerf ið. Við hælum okkur af því að á íslandi geti allir gengið menntaveginn og möguleikarnir séu jafnir hver sem á í hlut. Það er því ekki undarlegt að umræða skapist í þjóðfélaginu þegar menn hafa á prjónunum að stofna nýjan einkaskóla á grunnskólastigi. Bragi Jósepsson er einn þeirra sem stendur að stofnun Miðskólans. Enn er óvíst hvort menntamálaráðherra gefur grænt Ijós á skólann en Bragi er á beininu og svarar spurningum varðandi hinn nýja skóla. Mynd: Kristinn Er verið að stofna skóla fyrir sérstakiega gáfuð börn? Nei, þaö er ekki verið að stofna skóla fyrir gáfuð börn frekar en önnur börn. Þetta er bara skóli fyrir börn í Reykjavík. Börn í Reykjavík ganga fyrir og ef við fyllum ekki skólann geta börn í nágranna byggðarlögunum sótt um, en það er ekki farið eftir einkunum. Þeir sem sækja um fyrst eru fyrst teknir inn í hvern bekk fyrir sig. Við reynum að jafna stráka og stelpur, þannig að það séu álíka margir strákar og stelpur í bekk og svo tökum við inn þangað til er búið að fylla bekkjardeild. Hvaða þættir eru það í starf- semi hins almenna grunnskóla sem skapa þörf fyrir sérskóia? Ég held að það séu kannski helst óskir almennings um meiri og betri þjónustu. Skólinn er þjónustustofnun fyrir almenning, fyrir foreldrana. Og ég held að við sem erum búin að vinna lengi að skóiamálum vitum að skóla- kerfið er lengi að taka við sér. Kennarasamtökin hafa til dæmis barist fyrir alls konar úrbótum og hafa ekki fengið. Stundum er, hægt að koma á nýbreytni og bæta þjónustuna með því að leita íil einkaaðila til þess að leysa úr. Þannig að það er ekki alltaf sjálfgefið að ríkið sé tilleiðanlegt til þess að veita þjónustu sem er nauðsynleg. Það getur tekið ára- tugi og við höldum að einka- skólarnir muni virka sem þrýst- ingur á ríkið um að veita þessa þjónustu. Vegna þess að það er fólkið í landinu, foreldrarnir sjálfir sem fara fram á aukna þjónustu. Við erum að bjóða upp á ákveðna þætti sem ríkisskól- arnir gera ekki, því miður. Eins og hvað? Eins og til dæmis heils dags skóla. Samfelldan skóladag og einsetna kennslustofu. Nemend- ur hafa sína kennslustofu til um- ráða allan daginn. Það eru engir aðrir bekkir að koma þangað inn. í stofunum verða þeirra húsgögn, þeirra myndir og þeirra andrúms- loft og þeirra borð. Þetta er heilsdags skóli þannig að nem- endur þurfa ekki að fara heim í millitíðinni, þetta er vemdað um- hverfi. Skólinn er samfelldur að því Ieyti að það koma engar eyður inn í daginn. Eyðurnar eru nýttar og skipulagðar. Eftir að búið er að fara yfir þær námsgreinar sem ber að fara yfir samkvæmt námsskrá þá er við- bótartíminn notaður til að fara yfir námið fyrir næsta dag. Það er verið að undirbúa sig, það er ver- ið að lesa heima. Öllu heimanámi á að vera hægt að ljúka í skól- anum. Og kennarar og leiðsögu- menn verða til staðar til að að- stoða börnin við það. Þannig að þegar þau fara heim eiga þau að vera búin að læra. En auðvitað eru einhverjir foreldrar og börn sem vinna verkefnin heima og vilja það. Fyrir utan þetta erum við líka með hugmyndir um sérstaka tónlistarkennslu, sem nýtir þenn- an aukatíma sem verður, vegna þess að við erum með börnin í skólanum miklu lengur en al- mennir skólar. Það er ekki enn búiö að ákveða hvemig þetta verður framkvæmt en það hefur meðal annars verið talað um að kenna börnunum almennt að lesa nótur og ýmsa aðra þætti í tónlist. Við hliðina á þessu, stendur þeim börnum sem ekki hafa áhuga á þessu, til boða listþættir, aðallega myndlist en einnig aðrar list- greinar. Hvernig kemur það heim og saman við þær jafnréttishug- myndir sem eru ríkjandi í grunn- skólalögunum, að stofna sérstak- an skóla þar sem foreldrar þurfa að greiða fyrir skólavist barna sinna? Ber að skoða stofnun Mið- skólans sem vísvitandi fráhvarf frá þeim hugmyndum? Nei, þetta er ekki fráhvarf frá jafnréttishugmyndunum. Samfé- lagið er afskaplega flókið og þjónustan sem almenningur fær er margbrotin. Það er ákveðin þjónusta sem ríkið sér um en það er líka ýmiss konar þjónusta sem samfélagið veitir í gegnum einka- geirann. Öll þjónusta fyrir al- menning hlýtur að vera af hinu góða. Þess vegna get ég ekki séð að það sé verið að níðast á jafnrétti einhverra með því að auka þjónustuna við fólk. Ég get alls ekki séð það. Hver er sundurliðaður kostn- aður foreldra við að hafa eitt barn í skólanum? Foreldri greiðir 113 þúsund krónur á ári. Það er ekki sundur- liðun, kostnaðurinn er 12 þúsund krónur á mánuði. Innritunar- ojald er síðan 5000 krónur. Börn- in fá svo heitan mat í hádeginu og það er áætlað að matur fyrir barn kosti um 300 krónur en börn þurfa náttúrulega að borða hvort sem þau eru í Miðskólanum eða öðrum skólum. Ég efast um að heimilin muni setja það fyrir sig að börnin fái næringu. Það er ein- mitt einn af þáttunum í okkar framlagi, við teljum að börn sem eru að leggja af hendi heilsdags vinnu við nám, þurfi hollan mat. Við ætlum að nota matmáls - tímannsemlið í uppeldinu og reyna að venja börnin frá ýmsurn óhollum mat og beina þeim að næringarríkum mat. Þannig að þessar 300 krónur sem foreldrar setja í heitan mat get ég ekki séð að hægt sé að bæta við skólakostnaðinn. Börn þurfa alltaf að borða. Hvaða opinbera styrki fær skólinn? Borgin lætur í té hús- næði en er gert ráð fyrir framlagi frá ríkinu, td. að ríkið greiði kennurum laun? Ríkið borgar ekkert, ekki fimmeyring. Við fáum húsnæði, Ijós og hita og kennsluaðstöðu í Miðbæjarskólanum. Það er húsn- æði sem Vesturbæjarskólinn hafði til afnota áður en hann flutti í nýja húsið. Stundum hefur verið talað um að Tjarnarskólinn væri þarna. Tjarnarskólinn er ekki í þessu húsi. Hann er farinn fyrir tveimur árum yfir götuna í Bún- aðarfélagshúsið. Svo hafa einkaaðilar sýnt áhuga á að veita styrki til skólans. Eins og gerist líka í ríkisskólun- um. Foreldrar hafa gefið skólum tölvur, hljóðfæri, bækur og sjón- varpstæki. Þetta er ekkert nýtt, þetta er alveg eins hjá okkur og öðrum. Það eru áhugasamir for- eldrar sem gefa þessa hluti. Hvaða aðilar eru þetta? Það eru bara einstaklingar og fyrirtæki einstaklinga sem hata sýnt þessu áhuga. Hafið þið leitað til þeirra? Nei, við höfum ekki leitað til neinna aðila. Er það ekki óréttlæti að al- mennir skattgreiðendur í Reykja- vík taki þátt í rekstri þessa skóla? Nei, það sé ég ekki. Það er ver- ið að tala um anda grunnskóla- laganna. Einn megin þátturinn í þeim er umburðarlyndi gagnvart viðhorfum annarra. Við Islend- ingar höfum þjóðkirkju sem er kostuð af skattborgurum. Við h'tum samt svo á að trúfrelsi sé í landinu. Við getum verið í sér- trúarflokkum utan þjóðkirkju og við teljum að þetta sýni ákveðið umburðarlyndi gagnvart hver öðrum. Ég tel ákaflega mikilvægt fyrir okkur sem viljum fylgja anda grunnskólalaganna, að sýna hver öðrum umburðarlyndi og við höldum því fram að þessir skólar eigi fullan rétt á sér eins og aðrir. Ekki endilega af því að við viljum setja þá á laggirnar, heldur vegna þess að foreldrarnir sem eiga börnin, óska eftir því að fá þjón- ustu sem er öðruvísi. Það er held- ur ekki hagur samfélagsins að steypa alla í sama mót. Var það ekki einhver róttækur sósíalisti sem talaði um að það ætti að leyfa þúsundum blóma að blómstra? Það er nákvæmlega þetta sem þarf, fjölbreytt átak í samfé- laginu. Og það má kannski skjóta því að ykkur á Þjóðviljanum, að margir af ykkar sterkustu stjórn- málamönnum eru alls ekki frá- hverfir skóla sem þessum. í hverju felast þau gæði sem þessi skóli býður nemendum um- fram grunnskólann? Það er fyrst og fremst að þetta er verndað skólaumhverfi. For- eldrar eiga að geta sent böm sín í skólann og verið ömgg um að þau séu í góðum höndum. Bömin þurfa ekki að fara heim í hádeg- inu og koma aftur. Ég get nefnt sem dæmi sjómann á miililanda- skipi sem á litla telpu sem er hjá mömmu hans. Það leysir stórt vandamál fyrir hann að geta komið með bamið klukkan átta í skólann og sótt það klukkan hálf sex. Það er því ekki bara ríkt fólk sem sendir börn sín í skólann, það er allskonar fólk. Ég get líka bent á að dagvistargjöld em ósköp svipuð skólagjöldunum. Er það eðlilegur framgangs- máti að auglýsa eftir nemendum í fjölmiðlum áður en endanlegt starfsleyfi er fengið, eða er verið að stilla menntamálaráðuneytinu upp við vegg? Það er ekki verið að stilla menntamálaráðuneytinu upp við vegg. Hins vegar er þetta ekki eðlilegur framgangsmáti að því leyti að við emm í afskaplega mikilli tímaþröng. Við vorum ó- formlega búnir að ráða kennara og skólastjóra, en við erum að missa þessa kennara út og höfum þegar misst tvo kennara sem treystu sér ekki til að bíða lengur og sóttu um starf í ríkiskerfinu. Þannig að við emm í afar slæmri klemmu. Tíminn er orðinn mjög naumur og við þurfum að vita hvort við höfum nægilega mörg börn í skólann og það er mjög mikilvægt að vita hvaða starfskrafta við höf- um. Þess vegna var okkur einn kostur fær og hann var að auglýsa formlega og það hafa mjög marg- ir hringt í okkur. Fólk hringir og biður okkur að taka niður nöfn. Það hefur verið mjög erfitt fyrir okkur að gera það. En við ákváð- um að taka inn börn á meðan pláss leyfði og loka síðan. En það er ekki verið að stilla menntamálaráðuneytinu upp við vcgg, því við erum ennþá afskap- lega vongóðir um að fá þetta leyfi og að menntamálaráðherra stað- festi starfsskrána. Hver verða viðbrögð stofnenda skólans ef starfsleyfið fæst ekki? Það er nú það. Ég veit það ekki, en ætli við verðum ekki að hringja í alla foreldrana og bíða betri tíma. Við verðum að vona að hagkvæmari tímar komi síðar. Það tekur stundum langan tíma að koma ákveðnum hlutum í gegn. Við höfum rætt við ráðherra og aðstoðarmann hans og mætt á fundi í ráðuneytinu. Það hefur Verið mikil umræða um þetta mál, en ég held að það sem ráð- herra setur fyrst og fremst fyrir sig sé þessi mjög svo furðulega afstaða forystumanna Kennaras- ambandsins. Það er alveg með ól- íkindum hversu mikla áherslu þeir leggja á að það sé verið að auka misrétti í samfélaginu með þessu. Þeir ættu að tala minna um umburðarlyndi þessir menn, þeir ættu að fara að kynna sér þessi atriði betur. Ég vona því að menntamála- ráðherra leyfi okkur að fara af stað og það held ég yrði samfé- laginu og öllum aðilum til góðs. -Iirnp 4 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.