Þjóðviljinn - 18.08.1989, Side 5

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Side 5
Miðskólinn Ráöheira synjar um starfsleyfi Svavar Gestsson telurfaglegan undirbúning nýja einkaskólans ófullnœgjandi. Tveir afþremur umsagnaðaraðilum neikvœðir. Stofnendur Miðskóla sækja aftur um að ári. KHÍ sver af sér öll tengsl Svavar Gestsson menntamála- ráðherra synjaði í gær stjórn nýja einkaskólans, Miðskólans, um starfsleyfi. Er þá orðið Ijóst að skólinn tekur ekki til starfa á þessu hausti. Aðstandendur hans ætla þó að sækja aftur um starfs- leyfi næsta haust. Barna verndarlög Miklar skipulags- breytingar Eins og fram hefur komið í Þjóðviljanum hefur nefnd á veg- um menntamálaráðuneytisins skilað drögum að nýjum barna- verndarlögum, og eru þar ýmsar athyglisverðar breytingar frá fyr- ri lögum og nýmæli. Sérstaklega eru það breytingar á því fyrir- komulagi sem nú er varðandi úr- skurðarvald í barnaverndarmál- um er vekja athygli. Guðrún Erna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur barnaverndarráðs átti sæti í nefndinni og í samtali við Þjóðviljann sagði hún að leggja yrði áherslu á að þetta væru ennþá bara drög og nefndin væri enn að vinna að breytingum á lögunum. Mikilvægustu breytingarnar taldi Guðrún þó vera þær skipu- lagsbreytingar sem eru lagðar til, þ.e. að barnaverndarmál fari úr menntamálaráðuneyti yfir í fé- lagsmálaráðuneyti. Einnig að hlutverk barnaverndarráðs breytist mikið. Nú er ráðið áfrýj- unaraðili auk þess að hafa leiðbeiningar- og eftirlitshlutverk fyrir barnaverndarnefndir. f drögunum er lagt til að bama- vemdarráð fari áfram með úr- skurðarvald, en leiðbeiningar- og eftirlitshlutverkið verði í félags- málaráðuneytinu. Hið tvíþætta hlutverk barna- verndarráðs breytist því. Aðrar mikilvægar breytingar taldi Guð- rún vera þær að lögin eru gerð mun aðgengilegri, bæði fyrir al- menning og svo þá sem vinna að bámaverndarmálum. Uppsetn- ing er gerð mun skýrari en er í núverandi lögum þar sem lesa þarf fram og aftur til að fá botn í mál. Réttarstaða aðila er gerð í drögunum skýrari en nú er og kveðið er nánar á um það hvenær og við hvaða aðstæður bama- vemdamefndir mega fara af stað. ns. Fótbolti FH efst FH-ingar eru efstir í 1. deild eftir leiki gærkvöldsins. Þeir sigr uðu Þór í Kaplakrika, 3-0, og skoruðu Hörður Magnússon (2) og Pálmi Jónsson mörk FH. Fram er reyndar með 26 stig rétt einsog FH en með lakari markatölu. Fram sigraði Val að Hlíðarenda, 0-2, með mörkum Ragnars Margeirssonar og Guð- mundar Steinssonar. Þá sigraði KR í Keflavík, 1-3. Kjartan Ein- arsson skoraði fyrir heimamenn en Heimir Guðjónsson (2) og Pétur Pétursson fyrir KR. KA og ÍA leika í kvöld. -þóm Svavar rökstuddi ákvörðun sína um Miðskólann með tilvísun til skólastefnu Kennarasambands íslands og svokallaðs Tjarnar- skólamáls sem kom upp í vor þeg- ar nemanda við þann skóla var neitað um útskrift vegna þess að foreldrar hans skulduðu skóla- gjöld. Einnig benti Svavar á að af þremur aðilum sem fengu um- sókn Miðskólans til umsagnar hefðu tveir gefið neikvæða um- sögn. Ráðherra kvaðst ekki andvígur einkaskólum, þeir ættu við í sumum tilvikum, en til þess þyrfti faglegur undirbúningur þeirra að vera vandaður og fjárhagslegur grundvöllur traustur. Hvorugt hefði verið til staðar í Miðskólan- um. Aðstandendur Miðskólans segjast ætla að halda stofnun skólans til streitu og sækja aftur um starfsleyfi næsta haust. Stjóm hins fyrirhugaða Mið- skóla er að meirihluta skipuð kennurum við Kennaraháskóla íslands. Af því tilefni samþykkti skólaráð KHÍ ályktun þar sem fram kemur að undirbúningur og stofnun Miðskólans sé algerlega óviðkomandi KHÍ. Ráðið harm- ar að svo virðist sem nafn skólans hafi verið notað í heimildarleysi til að vinna Miðskóla stuðning. Tekur ráðið fram að frá stofnun skólans í upphafi aldarinnar hafi hann leitast við að efla almenn- ingsfræðslu ágrundvelli faglegrar þekkingar. I þeirri stefnu sé jafnrétti til náms, í bestu merk- ingu þess hugtaks, grundvallar- þáttur. -ÞH/ns Landgrœðsla Við heitum á þig! Skógrœktarfélag íslands efnir til átaks í land- grœðslu Blaðamenn Þjóðviljans og Tímans gróðursetja plöntur ( Fjölmiðla- lundi. Mynd: Kristinn. Anæsta gri verður Skógrækt- arfélag Islands 60 ára og hefur af því tilefni tekið höndum saman við Landgræðslu ríkisins, Skóg- rækt ríkisins og landbúnaðar- ráðuneytið um sérstakt átak í landgræðslu. Áhersla verður lögð á ræktun landgræðsluskóga og áætlað er að gróðursetja allt að 2 mifjónir trjáplantna umfram það sem annars væri gert. Landgræðsluskógur er það kallað þegar lítt gróið land eða örfoka er klætt trjágróðri og þeg- ar hafa verið gerðir samningar við 20 garðyrkjubændur og Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur um framleiðslu á einni og hálfri milj- ón plantna. Val á landsvæðum hefur farið fram víða og er sums staðar í undirbúningi. Svæðin eru valin í öllum landshlutum sem varin eru fyrir ágangi búfjár og áhersla var lögð á að svæðin séu nálægt byggð svo almenningi gef- ist kostur á að fylgjast með fram- vindu gróðursins. Plöntur til gróðursetningar verða afhentar án endurgjalds á svæðunum næsta vor og fólki gefnar leiðbeiningar um meðferð og að- ferðir við gróðursetninguna. Fjáröflun vegur að sjálfsögðu þungt í átaki sem þessu og leitað verður fjölmargra leiða til að standa straum af kostnaði. Eim- skipafélag íslands hefur þegar gefið sjö og hálfa miljón til átaks- ins í tilefni 75 ára afmælis félags- ins. Vonandi verður það framlag öðrum fyrirmynd og eru aðstand- endur landgræðsluátaksins afar bjartsýnir um að landsmenn taki átakinu vel. Þegar landgræðsluátakið var kynnt voru fjölmiðlamenn beðnir um að gróðursetja eitt birkitré hver og mun lundurinn verða kallaður fjölmiðlalundur í fram- tíðinni. ns. V-Skaftafellssýsla Sameining hreppa á döfinni Það verður væntanlega kosið um það í haust hvort sameina eigi hreppana hér austan Mýr- dalssands en þetta mál er enn á frumstigi. Skipuð hefur verið nefnd til að kanna kosti og galla sameiningar og er starfi hennar ekki lokið enn, sagði Bergur Helgason oddviti í Hörglands- hreppi. Það hefur verið til um- ræðu um nokkurn tíma að sam- eina 5 hreppi í Vestur- Skafta- fellssýslu, Kirkjubæjarhrepp, Skaftártunguhrepp, Leiðarvall- arhrepp, Álftavershrepp og Hörgslandshrepp. í nýútkominni úttekt sem byggðastofnun hefur gert á at- vinnuástandi og byggðaþróun í Vestur- Skaftafellssýslu austan mýrdalssands kemur fram að sameining allra hreppa á svæðinu sé talin æskileg og jafnframt lík- leg til að verða svæðinu til aukins framdráttar á komandi árum. Hanna Hjartardóttir oddviti Kirkjubæjarhrepps og formaður nefndarinnar sagði að nefndin muni skila niðurstöðum í lok þessa mánaðar og eftir að hrepps- nefndirnar hefðu skoðað þær upplýsingar tækju þær ákvörðun um almenna kosningu um sam- eininguna. - Eg hef ekki orðið vör við mikla andstöðu gegn sameiningu meðal hreppsnefndarmanna. Samstarf hreppanna verið það mikið undanfarin ár að í raun er sameining þeirra einungis fram- hald af því samstarfi. Þó er áreið- anlega einhver hluti íbúanna mótfallinn sameiningunni, sagði Hanna. Helstu kostir sameiningar hreppanna telja menn vera aukin hagræðing og betri þjónusta við íbúana. Opnuð yrði skrifstofa og starfsmaður ráðinn en hingað til hafa oddvitar sinnt sínu starfi meðfram annarri vinnu. Á móti kemúr að ákveðin hætta er á of mikilli miðstýringu og því að af- skekktari byggðir hafi lítil áhrif á stjórn sveitarstjómarmálefna og að fulltrúar minnstu hreppanna fái jafnvel engan mann í sveita- stjórn. Hingað til hefur ekki ver- ið kosið listakosningu í hrepps- nefndirnar en það breytist líklega ef af sameiningu verður. - Ég held að það eigi að vera hægt að tryggja það að fulltrúar allra hreppanna fái fulltrúa í sveitarstjórn án mikilla vand- kvæða en ég vil ekki tjá mig um það núna með hvaða hætti ég vil að það verði gert, sagði Bergur. ‘Þ NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5 Atvinnuleysi Aldrei verið meira 1800 manns atvinnulausir íjúlímánuði sem er um 1.3% afmannafla. Þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra QQ þúsund atvinnuleysisdagar 09 voru skráðir á landinu ölíu í júlímánuði. Þetta svarar til að um 1800 manns hafi að meðaltali ver- ið á atvinnuleysisskrá í mánuðin- um en það jafngildir um 1.3% af áætluðum fjölda vinnandi fólks. Atvinnuleysi hefur aldrei áður verið jafn mikið í júlímánuði þann tíma sem sambærilegar tölur eru til um en mest hefur atvinnuleysi áður mælst í júlí- mánuði árið 1969, 1.1% af vinn- andi fólki. A sama tíma í fyrra voru skráðir 11300 atvinnuleys- isdagar sem samsvarar um 0.4% atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi er því þrefalt meira núna en á síðasta ári. Atvinnuleysið er meira á með- al kvenna en karla eða 23 þúsund atvinnuleysisdagar á móti 16 dögum hjá körlum. Konum á skrá hefur þó fækkað heldur meira en körlum frá síðasta mán- uði eða um 7% en körlum um 4%. Alls fækkaði skráðum at- vinnuleysisdögum um 2400 frá mánuðinum á undan sem svarar til þess að hlutfall atvinnulausra hafi lækkað um 0.1%. Af 8 skráningarsvæðum fækk- aði atvinnuleysisdögum á 6 stöð- um frá því í júní. Mesta fækkunin var á Norðurlandi vestra um 1050 dagar. Á Suðurlandi var ástandið nánast óbreytt á milli mánaða en á Suðurnesjum fjölgaði skráðum atvinnuleysisdögum um 400. iþ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.