Þjóðviljinn - 18.08.1989, Side 6

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Side 6
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til umtalsverðan aflasam- drátt á næsta ári. Lagt er til að þorskaflinn á næsta ári verði 250.000 tonn, en áætlað er að 340.000 tonn veiðist í ár. Þá leggur stofnunin einnig til að grá- lúðuaflinn verði minnkaður um helming á næstu tveimur árum, eða úr 60.000 tonnum í ár í 30.000 tonn. Eins og geta má nærri hefur slíkur aflasamdráttur umtals- verðan tekjumissi í för með sér fyrir þjóðarbúið fari stjórnvöld í einu og öllu eftir tillögunum. Jafnframt myndi slíkur aflasam- dráttur hafa áhrif á afkomu sjó- mannastéttarinnar, útgerðar og fiskvinnslu og íbúa þeirra byggð- verðlitlar fisktegundir sem hent er vegna þess að ekki er talið borga sig að bera þær í land til vinnslu renna stoðum undir það að hráefnanýtingin í sjávarútveg- inum sé ekki sem skyldi. ...einnig spurn- ing um gæði Á undanförnum árum hefur Ríkismat sjávarafurða bent ítrek- að á að aflamagnið eitt og sér skipti ekki aðeins máli. Afkoma sjávarútvegsins snúist einnig um gæði þess hráefnis sem á land berst til vinnslu og þar virðist víða vera pottur brotinn. Guðrún Hallgrímsdóttir, hjá Ríkismati sjávarafurða, sagði í Svart en ekki vonlaust Tillögur Hafrannsóknastofnunar um aflasamdrátt á næsta ári - eitthvað sem allir bjuggust við. Minnkun fiskiskipastólsins óhjákvæmileg. Hagræðing ogbætt nýting afla getur vegið þungt upp á móti tekjutapinu arlaga sem byggja afkomu sína nær eingöngu á fiskveiðum. En eins og svo oft áður kæmu áhrif slíkrar aflaminnkunar til með að ráðast af því hvemig á væri haldið af hálfu stjórnvalda og hlutað- eigandi aðila. Að sögn Más Guðmunds- sonar, efnahagsráðunauts fjár- málaráðherra, er ljóst að slíkur aflasamdráttur hefði í för með sér fimm til 10 miljarða króna tekju- tap í landsframleiðslunni. - Gróft áætlað má gera ráð fyrir því að þetta þýddi um eins til tveggja miljarða króna tekjutap í sköttum fyrir rikissjóð, sagði Már, en hann vildi taka skýrt fram að hér væri um mjög grófar ágiskanir að ræða þar sem miðað væri við að farið yrði eftir til- lögum Hafrannsóknastofnunar í hvívetna. Aðspurður um áhrif slíks sam- dráttar á afkomu fiskvinnslu og jafnvel byggðarlaga, sagði Már að áhrifin réðust af því hvernig haldið v*ri á málum. - Það er ljóst að það er engum akkur í því að standa straum af kostnaði við skip sem ekkert er fyrir að gera. En hvort þetta þýddi að um líf og dauða væri að tefla fyrir heil byggðarlög, er ég ekki viss um, sagði Már. Hann benti á að víða mætti til að mynda bregðast við aflasam- drætti með hagræðingum og með því að flytja til starfskraft og afla á landi. I því sambandi nefndi hann að á ísafjarðar- og Eyja- fjarðarsvæðinu, sem líta mætti á sem samfelld atvinnusvæði, væri að öllum líkindum hægt að ná fram meiri hagkvæmni með slík- um tilfæringum. - Þannig að með samgöngu- bótum má sjálfsagt oft koma þeirri auknu hagkvæmni við sem þörf er á. Það er ekki endilega víst að byggðastefnu sé best þjón- að með því að hvert þorp hafi sinn togara eða frystihús. Eitthvað sem all- ir máttu vita Aldrei þessu vant hafa raddir þeirra sem skella vilja skolla- eyrum við samdráttartillögum fiskifræðinga farið óvenju hljótt. Minna virðist bera en oft áður á þeim kokhraustu sjómönnum og skipstjórum sem segja fiskifræði- nga fara villa vega: „Út um allan sjó er allt vaðandi í fiski“. í þessu sambandi er athyglis- vert að heyra sjónarmið odda- manna sjómanna og útgerðar- manna. - Við stöndum frammi fyrir því að afrakstur fiskistofnanna er ekki meiri en þetta og það má til sanns vegar færa að við máttum reikna með frekari aflasamdrætti en verið hefur. Ég er ekki sá bóg- ur að ég treysti mér til þess að vefengja þennan spádóm fiski- fræðinganna, sagði Óskar Vig- fússon, formaður Sjómanna- sambands íslands í samtali við blaðið. Kristján Ragnarsson, formað- ur Landsambands útgerðar- manna, sagði í þessu tilefni að tillögur Hafrannsóknastofnunar um aflasamdrátt á næsta ári kæmu sér engan veginn á óvart. - í síðustu skýrslu stofnunarinn- ar var bent á að þorskstofninn frá 1985 var undir meðaltali og 86- og 87-stofnarnir voru ekki nema um helmingur af meðaltali. Af þessu mátti hverjum sem vita vildi vera ljóst að það var ekki bjart fra- mundan. Ég ætla mér ekki þá dul að fara að rengja fiskifræðingana og það er gjörsamlega út í hött þegar menn láta sér niðurstöður af mæ- lingum á stærð fiskistofna sem vind um eyru þjóta, sagði Krist- ján. Kjaraskeröing og fækkunfiski- skipa óhjá- kvæmileg Öllum má vera ljóst að gangi tillögur Hafrannsóknastofnunar um aflasamdrátt eftir, þýðir það umtalsverðan tekjusamdrátt, ekki aðeins fyrir sjómannastétt- ina heldur einnig aðra, sem og þjóðarbúið í heild. Óskar sagði að færu stjórnvöld eftir tillögum Haf- rannsóknastofnunar, þýddi það hið minnsta tíu prósenta kjara- skerðingu fyrir sjómenn sem stunduðu botnfiskveiðar, og munaði um minna eftir þann samdrátt sem þegar hefði orðið. - Gangi þessar tillögur Haf- rannsóknastofnunar eftir, er deg- inum Ijósara að um verulegan missi er að ræða fyrir þjóðarbúið. Aukinn samdráttur í fiskveiðum bitnar vitanlega fyrst á sjó- mönnum og útgerðinni og kemur síðan við alla aðra, sagði Óskar. Kristján Ragnarsson sagði að sér þætti sýnt að þjóðin hefði ekki efni á að daufheyrast við tillögum um aflasamdrátt. - Ef við höld- um áfram að veiða eins og ekkert hafi í skorist, hefur það ekkert annað í för með sér að það verður mun sársaukafyllra að bregðast við eftir eitt, tvö eða þrjú ár, sagði Kristján. - Aflasamdrátturinn hefði hroðaleg áhrif á stöðu útgerðar- innar. En þetta verða menn að horfast í augu við. Það er vitan- lega stjórnvalda að taka þær á- kvarðanir sem gerðu útgerðinni kleift að halda áfram velli. Án sjávarútvegsins fáum við ekki þrifist sem þjóð, sagði Kristján. Það er samdóma álit þeirra Kristjáns og Óskars að nærtæk- asta ráðið til þess að bregðast við aflasamdrættinum sé að minnka fiskiskipaflotann, sem þeir segja allt of stóran miðað við núver- andi afrakstursgetu fiskistofn- anna. - Stjórnvöld verða að gera þær ráðstafanir sem gagnast við að flýta fyrir fækkun skipa, án þess þó að fótunum sé endanlega kippt undan útgerðinni, sagði Kristján. - Nú orðið taka sjálfsagt flestir undir með okkur í Sjómanna- sambandinu um að fiskiskipaflot- inn sé alltof stór. Við höfum hald- ið þessu lengi fram, eða síðan 1978. Þá var gerð samþykkt á Sjómannasambandsþingi þar sem varað var við frekari stækk- un fiskiskipastólsins. Því miður var ekki hlustað á okkur þá. Menn réðust áfram í skipasmíðar, skipakaup og bygg- ingu frystihúsa. Það hefði betur verið hlustað á okkur á sínum tíma, því þá hefði eftirleikurinn orðið stjórnvöldum auðveldari í stað þess að standa nú frammi fyrir áframhaldandi samdrætti í veiðum, eða láta skeika að sköpuðu og ganga frekar á of- nýtta fiskistofna, sagði Óskar. Kristján sagðist ómögulega geta séð nein skynsamleg rök fyrir því að aflasamdrátturinn með öllum sínum afleiðingum ætti ekki að koma til fram- kvæmda vegna þess að hann kæmi sér illa. - Við getum verið alveg viss að þá fáum við þetta í bakið seinna af tvöföldum þunga, sagði Krist- ján. Ekki bara spurn- ing um magn ... íslenskur sjávarútvegur hefur löngum haft það orðspor á sér að þar hirtu menn eyrinn en köstuðu krónunni. í þessu sambandi hef- ur mörgum orðið tíðrætt um að æðsta lífsreglan í sjávarútvegnum hafi verið aflamagn en minna hafi verið horft í gæði. Þannig hefur því til dæmis stundum verið hreyft að hlutaskiptakerfið sé því valdandi að ekki hafi tekist að fá sjómenn og útgerðarmenn til að huga að bættri meðferð og nýt- ingu afla. Talið hafi verið mest um vert að bera sem mestan afla á land, ellegar aðeins verðmætasta hluta hans, sem sagt ásóknin í stundargróða hafi villt mönnum sýn við að horfa lengra fram á veginn. Fregnir um smáfiska- dráp, lifur og hrogn og slóg sem skolað var út um lensportið og samtali við blaðið að á tímum afl- asamdráttar snúist málið fyrst og fremst um það að ná meiri verð- mætum út úr afla með mun betri nýtingu og meðferð hans. - Þetta er mergurinn málsins og þar eru snertifletirnir milli fiskveiða- stjórnunar og gæðamats sjávar- afurða, sagði Guðrún. Guðrún sagði að Ríkismatið hefði til dæmis bent ítrekað á ýmsa þætti sem betur mættu fara í sambandi við veiðar og meðferð afla, sem skilað gætu þjóðarbú- inu umtalsverðum tekjum. Á það hefur verið bent af hálfu Ríkismatsins að umtalsverð verð- mæti fari forgörðum sökum rangrar meðferðar á afla. - Við höfum til að mynda bent á þá sóun verðmæta sem á sér stað við netaveiðarnar við suðvesturhorn landsins. Þessar veiðar eru mjög háðar dutlungum veðurguðanna og heilmikil verðmæti fara for- görðum viö það að net liggja í sjó tvo sólarhringa, að ekki sé talað um lengri tíma, vegna þess að ekki gefi á sjó, sagði Guðrún. Hún sagði að eitt þeirra atriða sem væri nokkur þyrnir í augum Ríkismatsins er að 40% af þorsk- afla togaranna væri tekinn yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ág- úst, á þeim tíma þegar fiskurinn er hvað viðkvæmastur. Þar við bættist þegar komið væri í land með aflann til vinnslu væri jafnvel reyndasta og hæfasta starfsfólkið í vinnslunni í sumar- leyfum og meginuppistaðan af starfskraftinum væri óreynt eða h'tt þjálfað afleysingafólk. Samkvæmt mati Ríkismats'sjá- varafurða, má gera ráð fyrir því að fátt geti fært sjávarútveginum og þar með þjóðarbúinu meiri verðmætaaukningu miðað við til- kostnað en bætt meðferð afla. Gera má ráð fyrir því að gæðak- ostnaður í íslenskum sjávarútvegi nemi ekki lægri upphæð en 20% af söluverðmæti sjávarafurða, sem gæti í ár numið milli átta til 10 miljörðum króna. Takist að lækka þennan kostnað á fjórum árum, sem Ríkismatið telur vel gerlegt leggist allir á eitt, gæti það gefið vel á fimmta miljarð króna í hagnað á ári, eða sem samsvarar um helmingi af því tekjutapi sem þjóðarbúið gæti hæglega orðið fyrir á næsta ári komi tillögur Hafrannsóknastofnunar um sam- drátt í veiðum til framkvæmda. Það munar um minna! -rk MEÐALTALS ÞORSKAFLI SKUTTOGARA EFTIR T0NN MÁNUÐUMÁRIN 1983^ 1987 30 000 6000- 0- 1 ! U- - 1 fttí 1 +- s_ L . i\ l j mánjoir Á myndinni er sýndur meðaltalsþorskafli togaraflotans eftir mánuðum á árabilinu 1983-1987. Eins og sést greinilega er stór hluti hans veiddur yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst, einmitt þegar erfiðast er um vik í fiskvinnslunni að viðhalda fiskgæðum. -Mynd Fréttabréf Ftíkismats sjávarafurða. 6 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.