Þjóðviljinn - 18.08.1989, Síða 7

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Síða 7
AÐ UTAN DAGUR ÞORLEIFSSON Að Hamasið Assad Sýrlandsforseti eyddi borg í ríki sínu og drapfólk í tugþúsundatali til að bœla niður uppreisn stjórnarandstöðu. Sama sið viðhefur hann gegn kristnum mönnum í Líbanon, eftir að þeir risu gegn her hans þar vf stríði allra gegn öllum, eða ví sem næst, sem geisað hefur í Líbanon f 14 ár, hófst enn einn þátturinn um miðjan mars þ.á. Þar eigast við annarsvegar kristnir Líbanar, sem um þessar mundir eru sameinaðri en lengst- um áður, og hinsvegar Sýrlend- ingar og þeir Líbanar, sem eru bandamenn þeirra eins og sakir standa, en helstir í þeirri fylkingu eru Drúsar og sjítar. Amalsjítar hafa lengi verið bandamenn Sýr- lendinga og einnig Hizbollah, samtök sem barist hafa af grimmd við Amal um forustuna fyrir Líbanonssjftum, munu hafa lagt til lið í þetta andkristna bandalag. Viðureign þessi hefur hingað til að mestu verið kyrrstöðuhern- aður og aðallega á þann veg að stríðsaðilar hafa skotið sprengi- kúlum og eldflaugum á stöðvar hvors annars og þó einkum íbúð- arhverfi í Beirút. Stórskotalið Sýrlendinga og bandamanna þeirra hefur þannig hamrað með litlum hvíldum á austurborginni í Beirút, þar sem kristnir menn búa, en íslamski vesturbærinn þar hefur fengið yfir sig stórskot- ahn'ð frá þeim kristnu. Þar að auki hafa stóru byssurnar stund- um verið stilltar á þorp í héruðum í kring, allt austur í Bekaadal. Aoun vill Sýrlandsher burt Yfir 500 Líbanar, flestir óbreyttir borgarar, hafa verið drepnir í þessum þætti stríðsins og miklu fleiri verið særðir og limlestir. Mesta hviðan á því tímabili til þessa stóð yfir dagana 10.-13. þ.m. og voru þá yfir 100 manns drepnir og yfir 450 særðir og limlestir. Viðleitni af hálfu Arababand- alagsins til að koma á vopnahléi hefur ekki borið árangur og hvor- ugur stríðsaðila lætur nokkurn bilbug á sér finna. Michel Aoun generalmajór, herstjóri og stjórnarformaður kristinna Líb- ana, segir að hans menn muni ekki af láta fyrr en þeir hafi rekið sýrlenska herinn úr landi. í her Aouns eru um 15,000 manns og er það lið sagt vel þjálfað og harðsnúið. Það berst af hörku ör- væntingarinnar, því að beri and- stæðingar þeirra hærri hlut má búast við fjöldamorðum á kristnum landsmönnum, miðað við fyrri reynslu úr stríðinu. En þeir kristnu eiga við ofurefli að etja. í sýrlenska hemum í Líban- on eru yfir 30,000 manns og þar við bætist lið innlendra banda- manna Sýrlendinga. íslamsbrœðralag Eðlilegt er að í þessu sambandi beinist athygiin að Hafez al- Assad Sýrlandsforseta. í s.l. tæpa tvo áratugi hefur hann verið einn áhrifamestu stjómmálamanna í Austurlöndum nær og fáir ef nokkrir þeirra hafa haldið betur á spilunum í pólitíkinni en hann. í þeim leik hefur hann einskis svif- ist. Maður að nafni Thomas L. Friedman, sem um skeið var fréttamaður fyrir Miðjarðarhafs- botni fyrir bandaríska blaðið New York Times, segir hann spila eftir „Hamareglum". Sú saga er til þeirrar nafngiftar að norðanvert í Sýrlandi er borg að nafni Hama. Þar var aðalvígi Sýrlandsdeildar íslamska bræðr- alagsins svokallaða. í þeim fé- lagsskap em bókstafstrúaðir múslímar, um margt á svipaðri línu og íransklerkar og sumir mu- jahideen í Afganistan. Bræðra- lagsmenn þessir em ósættanlegir fjandmenn Assads, þar eð hann er Alavíti, af trúflokki sem að mati „rétttrúaðra" múslíma er ekki íslamskur og meira að segja talinn hafa fallið frá trúnni. Sam- kvæmt lögmáli íslams eru þeir sem leyfa sér slíkt réttdræpir og auðvitað tekur út yfir að mati þeirra „rétttrúuðu“ ef þesskonar mannskapur tekur stjórn í ísl- ömsku landi. Blóðbaðið í Hama í upphafi þessa áratugar vom veður öll válynd í sýrlenskum stjórnmálum og gekk ekki á öðm en morðtilræðum og hrannvíg- um. Áttust þar við stuðnings- menn Assadstjórnar og liðsmenn íslamsbræðralags. Þetta náði há- marki í febr. 1982, er bræðralagið hóf uppreisn í Hama. Assad sendi herinn gegn borginni og braut uppreisnina á bak aftur með með því að brjóta borgina, í orðanna bókstaflegu merkingu. Herinn jafnaði miðborgina við jörðu með stórskotatækjum og jarðýtum og drap á að giska um 20.000 manns. Á nokkmm dögum voru þar drepnar um 40 sinnum fleiri manneskjur en látið hafa lífið í allri intifödu Palestínu- manna á Vesturbakka og í Gaza, er staðið hefur yfir hátt á annað ár. Samt fengu fjöldamorðin í Hama litla umfjöllun í heims- pressunni. Fréttamenn hennar eru ekki út um allar þorpagmndir þarlendis eins og í ísrael og á svæðum hersetnum af því, og þar að auki var ekki talið að atburð- irnir í Hama hefðu heimspólit- íska þýðingu. Ekki verður þó sagt að Sýrlandsstjórn hafi reynt að láta þetta fara leynt, a.m.k. ekki innanlands. Tilgangur hennar með því að eyða borg fyrir sjálfri sér var í fyrsta iagi að greiða ís- lamsbræðalagi rothögg og í öðru lagi átti þetta að verða lands- mönnum yfirleitt til viðvömnar. Þetta fór eins og til var ætlast. íslamsbræðralag hefur ekki borið sitt barr í Sýrlandi síðan og ekki hefur farið mikið fyrir annarri andstöðu gegn stjóminni. 1 Að spila samkvæmt Hamaregl- um þýðir einfaldlega að einskis er svifist, að allar reglur viðvíkjandi stjórnmála- og milliríkjasam- skiptum, mannúð og siðferði skuli purkunarlaust brotnar, að því tilskildu að sæmilegar líkur séu á að maður komist upp með það. Gnostík í íslömsku gervi Assad Sýrlandsforseti hefur þrásinnis sýnt að í þesskonar leik standa fáir honum á sporði. Ein- ræðisherra þessi, sem nú er um sextugt, er sem fyrr segir af trú- flokki Alavíta, sem einkum býr í fjallahémðunum upp af strönd landsins. Alavítar munu upphaf- lega sprottnir af þeirri grein sjíta er ýmist er nefnd Ísmailítar eða sjöímamasinnar. Eitt það sér- kennilegasta við sið Alavíta er að þeir hafa gert Ali, tengdason Mú- hameðs spámanns er í sérstökum hávegum er hafður með sjítum, að guði í stað Allah. Trúarjátn- ingu íslams hafa Alavítar t.d. snúið upp á Ali og hafa hana svo: Enginn er guð nema Ali og Mú- hameð er spámaður hans. Að öðm leyti er í alavítasið saman- komið mikið úr trúarbrögðum þeim ýmsum, er fólk þar um slóð- ir játaði fyrir tíð íslams, einkum guðvísi (gnostík), sem mikilli út- breiðslu náði í fornöld og atti kappi við kristnina. Enda þótt Alavítar séu í flesta lagi aðeins um 12 af hundraði landsmanna (samkvæmt sumum bókum aðeins um sjö af hundr- aði) höfðu þeir er landið varð sjálfstætt riki náð tangarhaldi á hernum, og í Sýrlandi - líkt og í flestum öðmm þriðjaheims- löndum - á það við sem vitur maður sagði að hið pólitíska vald sprettur fram úr byssuhlaupinu. í gegnum herinn náðu Alavítar smámsaman æðstu völdum í landinu og 1970 varð Assad, sonur fátæks smábónda, hæstráð- andi þess til sjós og lands. Útsmogið valdatafl Vegna fámennis síns er Alaví- tum ljóst að þeir standa tæpt og meginmarkmiðið á bak við stefnu Assads, bæði í innanríkis- og utanríkismálum, hefur verið og er að tryggja þá í valdasessi. Hann fékk með „fortölum" æðstu klerka súnníta í landinu til að lýsa því yfir, að Alavítar væm sanntrúaðir múslímar, og reynir að blíðka súnníta með því að hafa menn úr forustuhópi þeirra í valdakjarnanum. Hann hefur og að foraum sið reynt að tryggja sér hollustu súnníta með mægðum, þannig á bróðir hans Rifaat, sem miklu ræður með honum, fjórar konur, tvær alavískar og tvær súnnískar. Auk hersins era stöðu valdakjarnans til tryggingar leyniþjónustustofnanir, með af- brigðum harðsnúnar og snjallar taldar, þaulskipulagður ríkis- flokkur og samtök af ýmsu tagi (æskulýðs-, stúdenta-, bænda-, kvenna-, verkalýðs- o.fl.) honum nátengd. Til þess að draga athyglina frá Alavítum sem trúvillingum og fráföllnum, sem þeir em að mati súnníta, leggur Assad ofurá- herslu á arabíska þjóðemis- hyggju, og þannig er til komin harðh'nustefnu hans gagnvart ís- rael. í utanríkismálastefnu Assadstjórnarinnar hafa afskipti hennar af Líbanon verið megin- atriðið frá því um miðjan s.l. ára- tug. Assad stefnir ef til vill að innlimun Líbanons (sem að mati Sýrlendinga ætti með réttu að vera hluti lands þeirra) og a.m.k. er hann staðráðinn í að hindra að þar komist til valda sterk stjórn, sem gæti átt það til að fara eigin leiðir í utanríkismálum, hvort sem Sýrlendingum líkaði betur eða verr. Hlutdeild Sýrlendinga í Líbanonsstríðinu hefur því alltaf verið sú, að koma í veg fyrir að nokkur hinna ýmsu stríðsaðila ynni algeran sigur. Þeir skámst upphaflega í leikinn þar til að hindra að Palestínumenn si- gruðust á kristnum Líbönum og stóðu að líkindum á bak við morðin á Kamal Jumblatt, leið- toga Líbanons-Drúsa, 1976 og á Bashir Gemayel, leiðtoga líban- skra falangista (sem mest fylgi hafa meðal stærsta kristna trú: - flokksins í Líbanon, Maroníta) 1982. Þessir vom báðir kröftugir foringjar og taldir hafa vissa möguleika á að sigrast á andstæð- ingum sínum í borgarastriðinu og sameina Líbanon undir einni stjórn á ný. Beirút - önnur Hama? Nú þegar nýr „sterkur maður“, Aoun, hefur tekið fomstuna fyrir kristnum Líbönum (og meira að segja náð nokkru fylgi meðal þar- lendra súnníta, sem illan bifur hafa á sýrlensku alavítastjóm- inni), er reynt að brjóta niður viðnámsþrótt liðs hans með því að brjóta austurbæinn í Beirút. Þótt það hafi í för með sér að íslamski vesturbærinn sé einnig molaður niður, stendur Assad líklega á sama um það. Afstaða hans til annarra stríðsaðila í Lí- banon er trúlega á þá leið, að þar eigist við þeir einir sem hann hirði aldrei þó að drepist. Almennt er talið að Assad- stjórnin sé einn áhrifamesti aði- linn á bakvið hryðjuverk ýmissa palestínskra og líbanskra hópa o.fl. En Assad hefur sloppið fur- ðanlega við áfellisdóma út af því. Hann hefur lengi notið stuðnings Sovétríkjanna og aldrei komið sér fullkomlega út úr húsi hjá Vestrinu. Persónuleiki hans sjálfs á áreiðanlega sinn þátt í þessu. Hann er hógvær og yfir- lætislaus, næstum feimnislegur, í framkomu, alltaf óaðfinnanlega klæddur á vestræna vísu og minnir í útliti einna helst á fransk- an eða enskan hefðarmann. Svo- leiðis nokkuð skiptir miklu á sjónvarpsöld. í samanburði við hann er Gaddafi Líbíuforingi flumbra og álappalegur klaufi. Áðumefndur Friedman ráð- leggur vesturlandamönnum að hafa í huga, að í Austurlöndum nær sé Assad ekki sá eini er hafi Hamareglur í heiðri, heldur gildi þær í pólitíkinni þar yfirleitt. Það sé rétt að muna viðvíkjandi gísl- unum í Líbanon. Sjítar þeir, er hafa þá í haldi, muni myrða þá eftir því sem þeir telji sér henta, eins og raunar þegar hefur sýnt sig. ísraelar gætu hinsvegar ekki svarað með því að myrða líb- anska sjítasjeikinn, sem þeir tóku traustataki á dögunum. Þrátt fyrir búsetu sína í Asíu em ísrael- ar í raun taldir til Evrópu- og vesturlandamanna, sem sam- kvæmt almenningsálitinu í heiminum nú á dögum geta af sið- ferðilegum ástæðum ekki látið það eftir séð að spila eftir Hama- reglum. Föstudagur 18. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.