Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 8
Helgarblad þJÓÐVHJINM tíP Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjóri: Árni Bergmann UmsjónarmaðurNýsHelgarblaðs:SigurðurÁ. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útllt: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgreiðsla: ® 68 13 33 Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31 Verð:140krónur Viðbrögð við tillögum fiskifræðinga Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér tillögur um mikinn niðurskurð á sjávarafla. Þar eru færð sterk rök að því, að ekki megi leyfa á næsta ári að veiða meira en 250 þúsund tonn af þorski, en gert er ráð fyrir því að þorskafl- inn á þessu ári verði 340 þúsund tonn, ennfremur skuli grálúðuafli skertur úr 60 þúsund tonnum á þessu ári í 30 þúsund á því næsta. Þetta þykja vitanlega mikil tíðindi og ill. Svo mikill sam- dráttur í afla setur stórstrik í búreikninga samfélagsins og einstaklinga. Blöð eru að reikna það út, að tekjuskerðing þjóðarbúsins verði ekki minni en tíu miljarðir króna og má svo sannarlega sjá minna grand í mat sínum. Eins gott að menn horfist hiklaust í augu við það, að þessi uppákoma er sjálfskaparvíti að mestu. Jakob Jak- obsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, dregur saman niðurstöður af rannsóknum sinna manna með þeim ein- falda boðskap, að „við teljum þorskstofninn nýttan langt umfram það sem eðlilegt er". Hörð sókn hefur leitt til þess, að árgangar eru fá ár í veiði, og aflinn byggist mestan part á þriggja til sex ára gömlum fiski. Þegar það svo fer saman, að árgangar næstliðinna ára eru lélegir og syndgað hefur verið upp á það að „allt reddist" með því að veiða árum saman meira en fiskifræðingar hafa lagt til - þá er ekki von á góðu. Þeir sem til þekkja og hagsmuna eiga að gæta viðurkenna reyndar að þeir hafi búist við vondum tíðindum. En ekki alveg eins slæmum og þeir fengu. Það er ekki að undra þótt menn kveinki sér. Haft er eftir* utanríkisráðherra að það sé „hrikalegt áfall ef fara þarf eftirtillögunum." Framkvæmdastjóri frystihúss segir, að á dagskrá séu „harkalegri aðgerðir en þjóðarbúið þolir". Morgunblaðið segir í leiðara ígær, að það sé nær útilokað að samstaða náist um tíu miljarða samdrátt. Heildartónn- inn í viðbrögðunum er eitthvað á þá leið að menn vilja sýna tillögum fiskifræðinga fulla virðingu, en biðja hver um sig um einhverskonar afslátt frá þeim. Þær raddir heyrast aðeins, að ekki sé að marka fiskifræðinga, eða þá að vísað er í aðra átt eins og þegar Matthías Bjarna- son, fyrrum sjávarútvegsráðherra, kennir tillögur fiski- fræðinga við uppgjöf og vill einna helst kenna fjölgun hvala og sela um hvernig komið er. En slíkar raddir eru ekki sérlega áberandi í þessari lotu, sem betur fer. Þegar á heildina er litið virðast menn fúsari en oft áður til að taka mark á viðvörunum af því tagi sem í tillögum Hafrannsóknastofnunar felast. Og mun ekki af veita: framtíð þessarar þjóðar er í húfi. í leiðara í DV í gær sagði á þá leið, að nú reyndi á styrk stjórnmálamannanna. Það er alveg rétt- en það eru fleiri sem á reynir. Allir þeir sem nálægt koma útgerð og fiskvinnslu eiga beinan hlut að máli, hvorki þeir né aðrir þegnar eiga að komast upp með það að kasta öllum sínum vanda og sínum syndum á bak við ráðherrastólana. Um leið og menn búa sig undir að taka mið af niðurskurðartillögum fiskifræðinga í verki þurfa þeir, hver á sínu sviði, að leita allra færra leiða til að svara efnahagslegu skakkafalli fyrst og fremst með bættri meðferð á sjávarafla og þeim breytingum á kvótakerfi, sem ýmsir hagfróðir menn og gæðafróðir telja að gæti skilað sér í mikilli aukningu aflaverðmætis - ef til yill sem svarar þeim tíu miljörðum sem öllum hrýs nú hugur við að tapa. ÁB. 8 SÍDA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. ágúst 1989 Nú er það dökkt maður Ölgerð Egils Skallagrímssonar tappaöi á fyrsta ísienska dökka bjórnum ígær. Hingað til hefursá dökki einungis verið seldur úr krönum á nokkrum veitingastöð- um en ætti að vera kominn í allar verslanir ÁTVR á Reykjavíkur- svæðinu fyrir næstu helgi. /á>//tt ,///// -a f////a/f/////'/*/ ///'/ s/ <"f</// /(//// l/w///////*/'///jj//á Myndir: Kristinn. Þeir hjá Agli hafa frá upphafi haft bruggmeistara frá Þýska- landi en þar í landi er bruggaður mesti gæðamjöður heimsins að margra mati. Egils dökkur er af- kvæmi núverandi bruggmeistara Egils, Klaus Scmith, sem starfað hefur hjá fyrirtækinu á þriðja ár. í fyrstu voru forráðamenn Egils ekki vissir hvort þeir vildu hefja framleiðslu á dökkum bjór en á- kváðu síðan að leyfa meistara sín- um að gera tilraun. Móttökurnar á nýja miðinum hafa verið mjög góðar á þeim veitingastöðum sem hann hefur fengist á krönum og því var ákveðið að tappa honum fyrst á dósir, en flöskurnar koma seinna. Nýtt Helgarblað skoðaði verk- smiðju Egils og komst að því að hún er ein sú fullkomnasta í heiminum. Hvorki fleiri né færri en 30 þúsund dósir eru fylltar á hverjum klukkutíma og það án þess að mannshöndin komi þar nærri. Hlutverk starfsmanna er nánast aðeins það að hafa eftirlit með vélunum. í dag framleiða um 70 starfsmenn fjórum sinnum meira en 123 starfsmenn gerðu fyrir nokkrum árum og vegna þess hvernig vélarnar vinna á að vera útilokað að súrefni komist í ölið og skemmi það. Það kom þó fyrir þegar ný vél var fyrst notuð en úr því hefur verið bætt -hmp Helgarveðrið Lægð á leið NA fyrir austan land á laugardag og önnur kemur úr suðvestri fyrir sunnan land á sunnudag. Horfur á laugardag Hæg, breytileg átt. Víðast þurrt og helst landið. Hiti á bilinu 8-15 stig. ^r\ léttskýjað um austanvert v c ZZ? ^*\ i\o° f ¦¦¦¦ 3 TJ 10° (3 J 1^^ u \ 11° - ^6 o 13°^ r*L 14° (?L Horfur á SUnnudag HægSAogA-átt.Sumsstaðarsúldviðausturströndinaenþurrt íöðrumlandshlutum. ftlwC^ Svipaður hiti áf ram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.