Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 9
Utanríkisráðhenrar
heimsækja Yigur
Utanríkisráðherrar, Norður-
landanna þinguðu á (safirði fyrr í
vikunni. Mörg mál voru á dagskrá
en þrátt fyrir það brugðu ráðherr-
arnir undir sig betri fætinum og
skruppu á skak á miðviku-
dagsmorgun. Gæftaleysi var á
skakinu og veður ill.
Eftir hádegi brugðu svo ráð-
herrarnir sér með fylgdarliði til
Vigur. Tveir ráðherranna voru
þó ekki með í för. Stöltenberg
hafði farið aftur til Noregs fyrr
um morguninn með golþorsíc í
farteskinu þrátt fyrir að hann
hefði ekki brugðið sér á skak með
kollegum sínum, enda þorskur-
inn keyptur í fiskbúð á ísafirði.
Sten Anderson sá sér heldur ekki
fært að skreppa út í Vigur.
Þegar lagt var af stað með
Fagranesinu út í Vigur hafði
veður batnað örlítið frá þvf um
morguninn, þó var enn dumb-
ungur og illt í sjó þegar siglt var
fyrir Arnarnesið. Flestir báru sig
þó vel enda góðar veitingar um
borð.
Baldur Bjarnason, bóndi í Vig-
ur leiddi ráðherrana um eyjuna
og fræddi þá um sögu byggðar í
Vigur, æðarvarpið og önnur
hlunnindi. Sýndi hann gestunum
m.a. hvernig dúnn er hreinsaður.
Síðan var öllum gestum boðið
til stofu og þar þáðu þeir höfðing-
legar veitingar. Borð voru hlaðin
kökum og kaffibrauði og tóku
gestir hressilega til matar síns.
Greinilegt var að gestir og heima-
menn höfðu gaman af þessari
heimsókn.
-Sáf
4§k,m........f" " ...1"™-ZJL
^'ta ~m
¦; . ¦¦¦¦¦ , ,¦¦ ¦¦; '¦. . .; Hr • "* J*JP
ggg&S^j^^^ ^H^^^-^^^^^^^Í a^l"**
Heimilisfólkið í Vigur með ráðherrunum þremur. Fr.v. Jón Baldvin,
Paasio, Ellemann Jensen, Salvar Baldursson og eiginkona hans Hug-
rún Magnúsdóttir en þau eru nú ábúendur í Vigur, Bjarni Baldurson
bróðir Salvars og eldri ábúendur Sigríður Salvarsdóttir og Baldur
Bjarnason. Myndir VG
í Vigur skoðuðu ráðherrarnir m.a. árabátinn Vigur-Breið, sem er yfir
200 ára gamall og enn í notkun.
Uffe Ellemann og Jón Baldvin
ræðast við fyrir framan mylluna í
Vigur. Á milli þeirra er danska Frá blaðamannafundi í fundarherbergi bæjarstjórnar (safjarðar
blaðakonan Susane Hegelund. stjómsýsluhúsinu.
Finnska utanríkisráðherranum Paasio hjálpað um borð í Fagranesið.
ÞÚSUKID TOHKí
^p toRSKi Oö HÆKKA
U^A ÞiyÚHUNDRU&TPNM