Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 11
við >k miklu andstæður: náttúra og menning, líkami og sál, fengu mig til að hugsa um enn meiri öfgar: birnir og munkar. Björn er nefnilega algjör andstæða munks. Hann er ekki meðvitaður um sínar gáfur eða minni eða sál. Munkur telur sig ekki hafa lík- ama né þær kenndir sem líkam- inn þarfnast, ss. kynlíf, heldur telur hann sig vera hreinræktaða sál. Báðir fara villur vegar því nauðsynlegt er að fara milliveg- inn. - Hvað þetta varðar, svo ég gerist nokkuð eigingjarn, hef ég lært mjög mikið af mfnum sam- starfsmönnum í gegnum tíðina: sálfræðingum, mannfræðingum, sagnfræðingum og ekki síður líf- fræðingum og dýrafræðingum. Sjáðu til: Fólk sem lifir í skógum til að kynnast bjarndýrum notar aðeins um 300 orð, 10 orð með birninum og 300 með maka sín- um. Samt er allt þetta fólk að reyna að uppgötva sjálft sig og ég fer ekki ofan því að bjarnatemj- arinn minn veit jafn mikið um mannfólkið og Umberto Eco, bara á annan hátt og í gegnum aðra vitneskju. En það virðist sem þú sért hel- tekinn af náttúrunni í kvikmynd- um þínum og þá sérstaklega sög- um úrfortíðinni. Erþað ekki svo? - Jú, og þessir þættir eru ná- tengdir. Nútíðin fær mig ekki til að dreyma, nema hvað ísland fær mig til að dreyma þvi náttúran er svo hrein og óspjölluð, en flest önnur lönd koma ekki af stað neinum draumum í huga mínum. Hvernig er hægt að láta sig dreyma í skítugri og ógeðslegri stórborg þarsem allir eru í kapp- hlaupi. Ég lifi því lífi sjálfur mjög oft en það er ekki sá lifnaðarhátt- ur sem mig langar til að öðlast. Ég lifi algerlega því lífi sem myndir mínar ganga út á á meðan ég er við upptökur og því varð ég tam. mjög frumstæður við upp- tökur á Birninum. Náttúran og fortiðin eru minn draumur, en samt vildi ég ekki vera uppi á öðr- um tíma en nú. Ég tel okkur lifa betra lífi en áður en við erum samt að missa nokkur grundvall- ar atriði lífsins, sem hin víðáttu- mikla náttúra býður uppá. Þetta á að vísu ekki um ísland og mér finnst þið njóta nokkurra forrétt- inda vegna þess. - Björninn var ekki tekinn upp í Bresku Kólumbíu heldur í austurrísku Dólómítafjöllunum sem eru allt öðruvísi fjöll en Alp- arnir. Það heppnaðist svo vel að líkja eftir landslaginu að þegar ég hitti fyrir stuttu kanadíska sendi- herran í Hollandi þakkaði hann mér sérstaklega fyrir hve vel mér tókst að kvikmynda landslag Bresku Kólumbíu. Ég þakkaði pent fyrir mig og hann heldur ör- ugglega enn að myndin hafi verið tekin upp þar. Ætlaaö kvikmynda Elskuhugann Áhugi þinn á eðlishvötum mannsins minnir okkur á að Nafn rósarinnar innihélt eina af eftir- minnilegustu ástarsenum síðari tíma kvikmynda. Þú notaðir kyn- lífið einnig talsvert í Leitinni að eldinum og jafnvel í Birninum líka. - Já, því ég elska ást og ástarat- lot. Reyndar snýst næsta kvik- mynd mín sem nú er í undirbún- ingi enn meira um ástina. Maður Jean-Jacques Annaud: Finnst ég ekki hafa fengið næg tækifæri til að leikstýra konum. Mynd - ÞÓM. Ef tir mikla velgengni í kvikmy ndagerð, m.a. með Leitinni að eldinum og Naf ni rósarinnar, gerði Jean- Jacques Annaud kvikmynd um birni. Næst ætlar hann að kvikmynda Elskhuga Duras lærir, sérstaklega eftir að hafa eitt svo miklum tíma með björnum, að hin kynferðislega ágirnd og þörfin til að finna sér maka eru lykilatriði í lífi flests fólks. Enda er nánast ómögulegt að finna ein- hvern sem ekki hefur orðið fyrir kynferðislegum löngunum í líf- inu. Og í Nafni rósarinnar vildi ég skella þessari dýrslegu ástarsenu sem algjörri andstæðu við um- hverfi sitt, uppí fjöllunum í klaustri þarsem allir keppast við að hugsa, biðjast fyrir, drepa hvern annan vegna grískrar bókar, en svo er þessi strákur niðrí eldhúsi að serða ókunna stúlku, sem er önnur hlið lífsins sem heillar mig. - Mér finnst ég ekki haf a fengið næg tækifæri á að leikstýra kon- um í kvikmyndum mínum en hef áhuga á að breyta því. Svartir og hvítir í lit var framandi, pólitísk ádeilumynd á stríð mannanna, Leitin að eldinum var epísk mynd um frummanninn, Nafn rósar- innar var vitsmunaleg saga af munkum þótt hún kunni að líkj- ast spennusögu og Björnin er fyrst og fremst líffræðileg mynd og ég hafði enga möguleika á að koma inná erótfk og kynhneigð. En um hvað er þá þessi mynd sem þú hefur nú í burðarliðun- um? - Ég ætla að reyna að kvík- mynda Elskuhugann eftir Margu- erite Duras, en mér finnst hún mjög snjallur rithöfundur. Hún hefur alla tíð skrifað mjög vitsmunalegar bækur en í þetta sinn skrifaði hún sögu sem ein- blíndi á kynhneigð einstakling- sins. Hún segir sögu af sjálfri sér þegar hún varð 15 ára ástfangin af kínverskum manni sem kominn var á miðjan aldur. Mér finnst þetta vera gott tækifæri fyrir mig vegna áhuga míns á mismunandi menningarheimum og einnig til að lýsa hinum dýrslegu hvötum sem við byrgjum innra með okk- ur. - Ég hef ekki byrjað leit á stúlku í aðalhlutverkið en það verður einhver óþekkt. í dag held ég að fólki sé sama um hvort leikararnir séu stjörnur eður ei. Við sjáum margar góðar kvik- myndir með óþekktum leikurum en svo eru aftur aðrar, sem ekk- ert er varið í, uppfullar af stjörn- um. í Nafni rósarinnar var ég bara að leita að góðum leikara og endaði með stjörnu, Sean Conn- ery, en það vilí þannig til að hann er hvort tveggja. Enda hlýtur góður leikari að vera orðinn vel þekktur á sextugsaldri, annars er eitthvað að. Japanskarog sovéskar hríf a mest Svo við víkjum aftur að upp- hafinu. Hvernig kvikmyndir hafa haft mest áhrif á þig sem kvik- myndagerðarmann ? - Á sínum tíma voru það eink- um japanskar kvikmyndir, þá að- allega eftir Kurosawa, Mizoguchi og Ozu, og einnig hinar epísku kvikmyndir frá Sovétríkjunum eftir Eisenstein og Pudovkin. Þegar ég kynntist þessum verkum í skóla varð ég fyrir átakanlegri reynslu sem hefur fylgt mér alla tíð. Einnig líkar mér mjög vel við hinn franska pólitíska realisma, td. Jean Renoir, og í fjórða lagi eru það ítalskar gamanmyndir sem eru í miklum metum hjá mér. Ég varð hinsvegar aldrei neitt sérstaklega hrifinn af bandarískum kvikmyndum því mér fannst þær ávallt missa vissa dýpt. Að vísu er ég góður vinur Milos Formans og líkar hans verk mjög vel, og sama má segja um Roland Joffé, Hugh Hudson og Alan Parker, en það er ekki fyrr en nú á síðustu árum sem ég hef farið að kunna að meta eldri kvikmyndir Bandaríkjanna. Ég sé að John Ford hefur verið ein- stakur leikstjóri og einnig Charlie Chaplin en þetta voru samt ekki þær kvikmyndir sem fengu mig til að dreyma. Það gerði hinsvegar Kurosawa þegar ég sá td. Ras- homon. Ég stóð á gati og átti ekki til orð. Þetta var eitthvað meiri- háttar. Sama gerðist þegar ég sá Les enfants du pardis og La grande illusion, eða Ivan groznyj og Aleksandr Nevskij. Þetta eru kvikmyndir sem ávallt verða í huga mér, miklu frekar en nokkr- ar skemmtimyndir frá Holly- wood. Hvað með þá kvikmyndagerð- armenn sem eru að stíga sínfyrstu spor í dag. Eru einhverjir sérstak- ir í þeim hópi? - Það er altént mikið að gerast í Frakklandi í dag en erfitt að nefna einhvern ákveðinn. í Bandaríkjunum er það Jim Jarm- ush og kannski Steven Soder- bergh en það er bara svo erfitt að segja til um það eftir aðeins eina kvikmynd. Líttu bara á Susan Seidelman sem byrjaði mjög vel og enn frekar Gillian Armstrong sem gerði My Brilliant Career. Frábær kvikmynd, en hvað hefur hún gert eftir það? Ég man það ekki einu sinni. Því þótt það sé erfitt að gera sína fyrstu kvik- mynd selja sumir sig markaðin- um eftir það og gera kannski aldrei aftur jafn góða kvikmynd. Sem er rangt því í þessum bransa er réttast að manni takist betur upp á miðjum aldri. Þannig var það td. hjá Bergman, De Sica og Visconti sem allir bötnuðu með aldrinum. Að lokum, hvernig líst þér á evrópska kvikmyndagerð í dag, og þá sérstaklega franska, saman- borið við bandaríska? - Stærsta vandamálið í Evrópu er hvað menn taka sig alvarlega sem listamenn. Þeir ættu frekar að líta á sig sem heiðarlega skemmtikrafta og hafi þeir list- ræna hæfileika verður myndin einnig listræn. Við að einbeita sér um of að búa til listaverk gleyma þeir grundvellinum á bak við gerð kvikmynda, sem er sögu- gerðin. Þetta er orðin plága í Evr- ópu og hefur ekkert frekar að gera með Frakkland en önnur lönd, nema hvað Frakkar voru um tíma svo framarlega í kvik- myndagerð að það er orðið meira áberandi þar. Éf við lítum aftur á Les enfants du paradis þá sjáum við að leikstjórinn, Marcel Carné, var á engan hátt sérstakur maður en hann var stórkostlegur leikstjóri. í dag höfum við marga stórkostlega menn, sem því mið- ur eru ekki neitt sérstakir leik- stjórar. Þeir eru of uppteknir af því að gera gagnrýnendum til hæfis sem eru afar þröngur hópur áhorfenda og borgar sig ekki einu sinni inn. Auðvitað geta menn verið ánægðir með góða gagnrýni og fundist miður um slæma en það er mjög hættulegt að ætla sér að gera þeim til hæfis. Það er ekki einu sinni víst að þeir hafi áhuga á að sjá myndina, heldur er þetta bara vinnan þeirra. Láttu mig þekkja það, ég var eitt sinn gagnrýnandi. Kvikmyndagerðar- menn í Evrópu eru mjög virtir en í Bandaríkjunum er ekki borin meiri virðing fyrir þeim heldur en kaupsýslumönnum. Það hræði- lega við þessa þróun er að í dag koma betri kvikmyndir frá Bandaríkjunum en frá Evrópu. -þóm Föstudagur-18..4gústl989 JJÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA^l-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.