Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 14
Veörið hugsar ekki Guðbergur Bergsson, rithöf- undur, hefur ekki trú á tilvist himnaríkis. Hann sagði í samtali að himnaríki og guð væru nátt- úrulega hugsanlegur möguleiki, en varla meira en það. Hann sagðist ekki hafa neina ímynd af himnaríki ef svo ólíklega vildi til að það væri til. „Ef himnanki er til þá hlýtur það að vera svo mikið að maður getur ekki gert sér neina heildarmynd af því“, sagði Guðbergur. Hvað fínnst þér þá um þær hug- myndir sem fólk hefur um himna- ríki? Á öllum tímum og öllum menningarsvæðum hefur fólk gert sér einhverjar hugmyndir um líf eftir dauðann og þá um leið dvalarstað sálarinnar eða manns- ins eftir dauðann. Þetta er breyti- legt eftir þeim menningarsvæð- um sem menn búa á. Allar menn- ingarþjóðir gera sér líka ein- hverjar hugmyndir um guðsríki. Það er ekki fyrr en með upplýs- ingunni sem fólk hættir að gera sér slíkar hugmyndir. íslendingar eru afskaplega trú- aðir eins og allar þjóðir sem búa í nánum tengslum við náttúruna. Og náttúruþjóðir færa trú sína aftur til jarðarinnar, trúa því að það séu til vættir, álfar og alls konar hlutir. Þegar það tekur síð- an skipulega trú færir það trú sína að einhverju leyti yfir á hina skipulögðu trú en heldur engu að síður áfram að trúa á náttúruöfl- in. Þú hefur bæði búið hér og í kaþólsku landi. Finnurðu mun á hugmyndum fólks um himnaríki á þessum tveimur svæðum? Ég hef nú verið innan um þann- ig fólk sem er ekki trúað á neinum vettvangi. Almenningurí kaþólskum löndum er yfírleitt ekki trúaður. Það er misskilning- ur að halda það. Almenningur setur kirkjuna í samband við valdið eða valdastéttirnar en er yfírleitt trúlaus. Hins vegar er kirkjan og ríkið eitt þó að það sé ekki þannig lengur á Spáni. Fólk setur kirkj- una í samband við vald og auð. Fólkið hefur fyrirlitningu á kirkj- unni og leiðir hana hjá sér. En það verður náttúrulega að fylgja reglum því það verður að skíra börnin og annað því um líkt. En það fylgir reglunum alveg á sama hátt og að það verður að borga skatta og svo framvegis. Þetta er þá ólíkt því sem við eigum að venjast af okkar al- menningi? Já, vegna þess að sósíalisminn, sérstaklega, hefur siðað kirkjuna til þannig að hún veit hvar hún á að vera. Hún þorir ekki að beita valdi á okkar svæði. Ef hún væri valdameiri myndi hún auðvitað beita valdi eins og allir sem hafa einhver völd beita því. Fyrir þjóð eíns og íslendinga sem búa í nálægð við náttúruöfl- in, held ég að sé nauðsynlegt að hafa trú á framhaldslíf og nátt- úruöflin. Þjóðir sem hafa trú á náttúruöflin er yfirleitt ógnað af náttúruöflunum og með því að trúa á þau minnkar óttinn. Þá tekur fólk náttúruöflin inn í sálar- lífið. Þannig gerir fólk þau mann- eskjulegri því auðvitað eru nátt- úruöflinn algerlega tilfinninga- laus. Veðrið hugsar ekki og fjöll- in hugsa ekki en við gefum náttú- runni mannlega eiginleika. Yfirleitt þegar fólk er hrætt við dauðann vill það fara á betri stað eða góðan stað á bakvið dauðann. En þeir sem líta á dauðann sem eðlilegan hlut gera sér enga mynd að guðs ríki eða betri stað. Menn deyja og sálin mun deyja um leið, þannig að dauðinn er ósköp eðlilegur fyrir trúlausa. Þú ert þá alveg trúlaus? Ég er í þessum hópi og hlakka til þess að deyja vegna þess að ég verð þá kannski fyrir andartaks reynslu sem ég hef ekki orðið fyrir áður. Kannski fer dauðinn algerlega fram hjá manni en hann er mjög forvitnilegur og áhuga- verður. En ég er ekki hræddur um að fara á einhvern slæman stað eða eitthvað slíkt. Þú hugsar þá kannski ekki mikið um dauðann? Nei, ég geri það ekki. Og þó, ég hef hugsað talsvert um hann vegna þess að hann er óþekkt fyrirbrigði. Sjálfur er hann ein- ungis innra með mér þangað til ég dey en þá getur hann ekki verið lengur innra með mér vegna þess að þá get ekki tekið við honum. -hmp Engin rafstöð í himnaríki Einar J. Gíslason hjá Fíladelfíu hefur til langs tíma verið ötull boðberi kristinnar trúar. Hann er sannfærður um tilvist himnaríkis. Þegar hann var spurður um tilvist eða tungls til að lýsa sér, því að dýrð Guðs skín á hana og lambið er lampi hennar." Gullstræti Nýju Jerúsalems- borgar eiga sér hliðstæðu í sælu- ríkishugmyndum manna af ýmsu þjóðerni og trúarbrögðum. Og þau ganga bókstaflega aftur í lýs- ingu völvunnar á jörðinni eftir hreinsunareld ragnaraka: „Sal sér hon standa/sólu fegra/gulli þaktan/á Gimlé./Þar skuiu dyggvar/dróttir byggva/ok of aldrdaga/yndis njóta.“ Opinberun Jóhannesar hefur verið óteljandi listamönnum uppspretta innblásturs og anda- giftar í aldanna rás. Dante yrkir í Gleðileiknum guðdómlega, XXVII kviðu Paradísarljóða (þýðing Guðmundar Böðvars- sonar): „Ég heyrði Paradís af söngnum duna:/„Ó, dýrð sé föður, syni og helgum anda,“/ og fann sem töfrum tekinn hug og muna. Alheimsins fögnuð, allra hafa og landa,/alls, sem er lífs, ég þótt- ist sjá og heyra/og fannst ég sem í ljúfri leiðslu standa. Ó, mikla gleði, ofbjört sýn og eyra !/ó, eining lífs í kærleik, tign og friði!/ó, auðlegð, þú, sem þrá- ir ekki meira!“ Hallgrímur Pétursson yrkir: „Þar er prísuð í þeirri borg/ þrenníngin guðdóms há;/hennar um gervöll heyrist torg/ hljóðfögur músíká;/þar er án elli æskan hrein,/án veiki heilsan klár;/þar snertir ei hið minnsta mein/mann neinn um eilíf ár;/ allri Drottins með englahirð/ útvaldir búa í þeirri dýrð,/hverrar gleðinnar yndið er/andlitið Guðs að sjá;/ódauðleika íklæddir/og ei- lífri birtu há/kórónur þeirra hefur hver/höfðum gullegar á.“ Allar götur frá miðöldum hafa hugmyndir manna um himnaríki jafnt og þétt verið að óskýrast og þess, svaraði hann fyrst með þessum hætti: Jesú talaði um himnaríki og hann talaði um það í tvenns kon- ar merkingu. Himnaríki er innra með yður og svo biðjum við á hverjum degi í bæninni Faðir yor, „tilkomi þitt ríki“. Og í þeirri merkingu er guðsríki borg, stað- ur. Um það er bæði talað af Daní • el spámanni og í opinberunar- bókinni. Meira að segja staður- inn er upp gefinn. Flatarmálið er meira en öll Bandaríkin og það er allt í þrívídd. Það eru engin fá- tækrahverfí í himnaríki, engar auðmannahallir og það eru allir jafnir. Það er engin rafstöð í himnaríki, guð skín á borgina og íbúa hennar. Himnaríki er gert fyrir okkur mennina og guð elskaði okkur svo, að hann gaf son sinn einget- inn svo hann gæti keypt okkur vist í himnaríki. Þar er okkur öllum ætlaður staður og okkur verður ekki í kjallara vísað eða fátækrahverfi, heldur fáum við hallir. í himnaríki verða götur úr gulli og þar verða tré og blöð trés- ins koma fram mánaðarlega og eru ætluð þjóðunum til hressing- ar. Þegar Jesú innsetti heilaga kvöldmáltíð hér á jörð, daginn áður en hann dó, þá sagðist hann hafa hjartanlega þráð að neyta máltíðarinnar með lærisveinun- um, því hann myndi ekki gera það fyrr en hún fullkomnaðist í guðs ríki. Hvernig er það með himnaríki, hvað gerir fólk þar? Fólk fer ekki á fiskveiðar, það verður enginn drepinn í himna- ríki, hvorki skepnur né annað. En menn munu lifa á jurtum og nærast á þeim. Lífíð verður and- legt og við fáum að lifa í anda guðs. Þannig að fólk lifir í anda guðs og í friðsemd? Algerri friðsemd, ófriður verð- ur ekki til. Menn temja sér ekki hernað framar, það er enginn byssa í guðs ríki og engin sverð. Enginn verður deyddur. Það er sú fullkomnun sem við þráum kristnir menn, einkum mótmæl- endur, sannfærst um að Gull- borgin sé myndhverf lýsing á and- legu samneyti við Drottinn. Hug- myndir Marteins Lúters standa nærri þessari túlkun enda al- kunna að honum var fremur í nöp við Opinberunarbók. Himnaríki varð æ óskáldlegra í hugum menntaðra manna og á öldinni sem leið og öndverðri þeirri tuttugustu átti athyglisverð þróun sér stað. Guðleysingjar og efnishyggjumenn tóku að trúa á fulikomið, jarðneskt, sæluríki framtíðarinnar en guðsmenn og klerkar urðu hópum saman spír- itismanum að bráð, samanber aldamótaguðfræðina hérlendis. Nú undir lok tuttugustu aldar- innar hefur enn átt sér stað rótt- æk breyting, efnishyggjan hefur horfíð úr guðfræðinni og máls- metandi kirkjunnar menn leggja höfuðáherslu á trú og breytni en gefa lítið fyrir gylliboð. Sigubjörn Einarsson biskup stendur föstum fótum í hinni lútersku hefð þegar hann segir: „Paradís eða Eden var ekki og er ekki neinn staður, heldur það ástand að vera hjá Guði, í fullkominni sátt við hann, í öryggi og friði og tærri gleði barnsins.“ Einlægir trúmenn hlakka til þess að ganga á fund skapara síns, í himnaríki verði þeir eitt í Guði. Hjá þeim sem eru blendnir í trúnni skipar maðurinn ekki síðri sess en Drottinn. Þeir hyggj- ast leita uppi látna ættingja og ástvini í himnaríki áður en þeir ^vipast um eftir almættinu. Og fyrir heiðnum spíritistum er framhaldslífið Guðlaus mann- heimur, einskonar ættarmót, geggjað fjör án timburmanna, til eilífðarnóns eða endurholdgun- ar. Þegar efnishyggjumenn hæð- ast að himnaríkishugmyndum sem friðarsinnar enda er ríki guðs kallað friðar ríki. Það hafa verið uppi alls konar hugmyndir um það hverjir komi í himnaríki og hvað þurfí að gera til að komast þangað. Hvaða skoðun hefur á þú þessu? Ég hef skoðun ritningarinnar á þessu. Þar segir í opinberunar- bókinni 22.14: „Sælir eru þeir sem þvo skikkju sína til þess að þeir geti fengið aðgang að lífsins tré og megi ganga um hliðin inn í borgina". Fyrir verðskuldan Krists fáum við að vera þar. Þangað kaupir sig enginn inn fyrir orðstír, auð eða eigur, heldur er það fyrir syndara sem eru frelsaðir fyrir náð. Hallgrímur Pétursson setti sig í þeirra hóp og skrifaði: „Frelsaður kem ég þá fyrir þinn dóm/Fagnaðarsælan heyri ég róm/f þínu nafni útvaldir útvalinn kallar mig hjá sér.“ Þetta er mín trú og hún er sæl. Heldurðu að verri staðurinn sé til líka? Hann er til og hann er til á þess- ari jörð. Hann er til alls staðar þar sem ófriður er og morð, hvort sem er í Víetnam, Afganistan eða Suður-Ameríku, þá er það hel- víti. Svo er það verst þegar yfir kemur, ef menn eru ekki viðbún- ir að lenda þar. Helvíti er fjarvist frá guði. En við eigum að vera nálæg honum því hann hefur gef- ið okkur lífsanda í nasir okkar og blásið okkur líf í brjóst og hann vill hafa okkur hjá sér. Páll postuli hélt eina frægustu ræðu sögunnar í Aþenuborg og þá segir hann: „Þegar ég gekk um hjá ykkur“, sagði hann við Grikkina sem höfðu aldrei heyrt boðaða kristna trú og höfðu ekki neina kirkju; „Þegar ég gekk um hjá ykkur þá sá ég þar altari sem ritað var ókunnugum guði. Komst ég þá að raun um það að þér eruð miklir trúmenn enda ekki óskiljanlegt, því hann lét út frá einum allt yfirborð jarðar manna byggjast, því í honum lifum og hrærumst og erum vér“, -segir Páll við menn sem ekki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.