Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 17
Jacek Godek: Menn hafa sett á oddinn frelsiö eða jafnréttið. (Ljósm. Krístinn). á hvaða framleiðslu menn geta helst veðjað. Sumir eru að hugga sig við að hægt sé að slá verkefni út á það að pólskt vinnuafl sé ódýara en vesturevrópskt, en ég veit ekki hvort það dæmi gengur upp. Menningin - Nokkuð sérstakt að frétta af menningarlífinu? - Það er nú eins og ég var að minnast á áðan: lífið æðir svo hratt áfram að menn eiga erfitt með að höndla það fyrir bók- menntir og leikhús. Þú ert nokkr- ar sekúndur að skrifa eitt orð, þeim mun lengur að skrifa þær þúsundir orða sem geta orðið að bók - og á meðan þú ert að því hefur lífið fært sig á annan punkt og hlær að því sem þú varst að skrifa og segir það úrelt. Um tíma var erfitt að skrifa það sem menn vildu, nú geta menn skrifað um flesta hluti, en þá er eins og vanti í þá púðrið. Mér finnst enginn þeirra sem vinna heima í Póllandi kunni að skrifa góð leikrit nema einn maður - Rózewicz. Wajda er kominn heim? Já Wajda er kominn heim og orðinn öldungardeildarþingmað- ur og leikhússtjóri í Varsjá. Hann er núna að gera heimildarmynd um mál pólsku liðsforingjanna sem sovéska leynilögreglan skaut í Katyn. Að skapa fordæmi - Þegar menn eru að velta fyrir sér Póllandi hér um slóðir, gerast sumir svo svartsýnir að halda að vandamálin séu svo yfirþyrmandi að ekki verði við þau ráðið og landið muni sökkva í einhvern óskapnað. Ég veit áð allra veðra getur ver- ið von, en ég er ekki svo svart- sýnn. Eins og allir vita bar franska byltingin fram vígorðin þrjú sem menn hafa mjög horft til: Frelsi, Jafnrétti og Bræðralag. Pólverjar hafa núna tilhneigingu til að líta svo á málin, að menn hafi verið að reyna að byggja upp þjóðfélög annaðhvort á frelsi eða jöfnuði. Hjá okkur hefur jöfnuði verið haldið á lofti - og honum veifað sem réttlætingu á því að frelsið var skert. Svo getum við virt fyrir okkur þá reynslu, að þar sem frelsi er sett á oddinn, þar er jöfnuði, jafnrétti kippt af dag- skrá. Samstöðumenn eru hver öðrum ólíkir eins og ég sagði áðan, en þeir telja sig eiga í Bræðralaginu sameiginlegan sið- ferðilegan grundvöll. Þeir vilja gjarna gera tilraun með að byggja upp samfélag sem reist er á bræðralagi, það sé eina vonin til að ekki slitni allt í sundur. Ef það tekst þá verður Pólland kannski það land sem getur vísað öðrum leiðina inn í 21stu öldina... - Veistu það, sagði blaðamað- ur, þegar þú segir þetta get ég ekki annað en hugsað til þeirra ágætu og rómantísku pólsku skálda og hugsuða á nítjándu öld, sem ætluðu langþjáðu Póllandi sérstakt frelsunarhlutverk í Evr- ópu. Jacek Godek brosti við. Það er ekki nema von. Þetta var víst mjög pólskt hjá mér... Föstudagur 18. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.