Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 18
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Þegar tefldar hafa verið fjórar umferðir á heimsbikarmótinu í Skellefteá í Svíþjóð má telja afar ósennilegt annað en að Garrí Kasparov hampi heimsbikarnum í mótslok. Það hefur komið fram að Karpov er 2,5 stigum á eftir og frammistaðan hingað til bendir ekki til þess að stórsigur sé í upp- siglingu af hans hálfu. Því er hins- vegar öðru vísi farið með Kaspar- ov sem er efstur ásamt landa sín- um Salov og væri einn efstur ef Salov hefði ekki náð jafntefli á ótrúlegan hátt úr því er virtist vonlausri stöðu gegn Robert Hú- bner. Bærinn Skellefteá er á öðrum endanum vegna mótsins en sam- hliða þvf fara fram alls kyns menningarviðburðir. Þeir félagar úr Abba-söngflokknum Björn og Benny munu t.d.sjá um atriði íj lokaathöfninni, einhverskonar útfærslu á söngleiknum Chess sem notið hefur mikilla vinsælda alveg frá því hann var frumsýnd- ur í London árið 1986. Skipulagn- ing mótsins er sniðin eftir fram- kvæmd heimsbikarmóts Stöðvar 2 og fengu sænsku framkvæmda- aðilarnir Pál Magnússon frétta- stjóra til að skipuleggja sjón- varpsdagskrá frá mótinu sem send er til 10 landa. Maríanna Friðjónsdóttir stjórnar hinsvegar útsendingum. Augu flestra beinast að venju að þeim Kasparov og Karpov. Karpov sem á sæti á sovéska þinginu, tróð uppi á blaðamanna- fundi sl. miðvikudag og dró enga dul á það að honum væri lítið um Kasparov gefið. Um breytingarn- ar í Sovétríkjunum sagði hann að þar væri farið of geyst í sakirnar enda væri samstaða landsmanna víða brostin. Skák Kasparovs og Karpovs í 2. umferð, sem birt var hér í blað- inu sl. þriðjudag, vakti feiknar- lega athygli. Þótti Kasparov láta strákslega þegar hann fórnaði riddara með miklum tilburðum en dugði þó ekki nema til jafn- teflis. í 3. umferð átti hann svo gjörunna stöðu gegn Hubner en varð að sætta sig við jafntefli og í Kasparov og Salov efstir - Karpov í lægð skák sinni við Nigel Short hugs- aði hann sig um í röska klukku- stund um sinn fimmta leik. Hann er vitaskuld langsigurstrangleg- astur en athygli skal vakin á Val- eri Salov sem staðið hefur sig frá- bærlega í heimsbikarmótinu. Þá er Ehlvest í góðu formi. Við skákborðið sem annarsstaðar. Fyrsta fríkvöldið lenti hann í há- vaðarimmu við sænskan rúllettu- stjóra, heimtaði að fá að leggja meira undir en reglur gerðu ráð fyrir. Ulf Andersson fannst hann súpa nokkuð stíft og kom þeirri skoðun á framfæri en fékk það óþvegið til baka og erindi um sænsk meðalmenni í ofanálag. Síðan kom langt og snjallt mál um mafíuna í Eistlandi, uppá- haldsræðuefni Ehlvest. Gefum Ehlvest orðið. Það hriktir í stoðum frönsku varnár- innar um þessar mundir. Armen- íumaðurinn Rafael Vaganian fékk að kenna á því strax í 1. um- ferð: Ehlvest - Vaganian Frönsk vörn e4 e6 d4d5 Rc3Rb4 e4 c5 a3Bxc3+ bxc3 Re7 7. Dg4 0-0 8. Bd3! (Nákvæmnasti leikurinn. Eng- inn áræðir að leika 8. .. Rc6 eftir hrakfarir Hiibners. Uhlmann og Pshakis í afbrigðinu 9. Dh5 h610. Bxh6! 11. Dxh6 Rf512. Bxf5 exf5 12. 0-0-0 með myljandi sókn. Leikurinn sem Vaganian velur Kasparov hefur einnig sína ókosti eins og Ehlvest sýnir fram á.) 8. 9. .. Rd7 Rf3f5 10. Dh3 Rb6 11. a4c4 Be2a5 HglDe8 g4! 12. 13. 14. (Hvítur fær góð sóknarfæri með því að opna g-línuna. Þessi áætlun hefur áður gefist vel í skákinni Sax-Dolmatov, Cler- mont 1989). 14. .. Bd7 15. gxf5Hxf5 16. Rh4 DÍ7 (Svartur verður að láta skipt- amuninn af hendi en hefur fyrir nokkrar bætur. Það er fyrst og fremst fyrir tilverknað hins geysiöfluga 22. leiks sem hvítur nær að brjótast í gegn.) 17. Hbl Ha6 18. Rxf5 Rxf5 Bg5 Be8 Bg4 Kh8 19 20 21. Bxf5 exf5 jíb é§m± i iiiii Agil( PO"' !&¦ B B niU 8 a b c d e f g h 22. e6! (Með þessari einföldu peðfórn opnast allar gáttir að kóngsstöðu Vaganian.) 22. .. Dxe6+ 23. Kd2 Rc8 24. Bf4 Dd7 25. Hgel Bf7 26. He5 Rd6 27. Í3 Be6 28. Hbel Bg8 29. He7 Dxa4 30. Hgl Að lokum hin ævintýralega björgun Valero Salovs. Hér á fs- landi er Ásgeir Þ. Árnason þekktur fyrir slíkar fléttur og hefði sennilega verið fullsæmdur af eftirfarandi: (Örugg leið en fallegra var 30. Hxg7! Kxg7 31. Dh6+ Kf7 32. \ De6+ og mátar. Svartur getur reynt 30. .. Re4+ en það stoðar ekki: 31. Hxe4! Kxg7 32. He7+ Kf8 33. Bg5 Be6 34. Hxe6 Hxe6 35. Dxf5+ og vinnur.) 30. .. RJ7 35. Kdl Dh5+ 31. Be5 Rxe5 36. Kcl Dh6+ 32 Hgxg7 Rxf3H 37. Kb2 Ha8 33. Dxf3 Dc6 38. De5 34. Dg3 Dh6+ - og Vaganian gafst upp. ss" ' ^ ^K»s « &i ¦91 1 Hi tH A H B H 11__1H- a b c d e f g h Húbner - Salov B-hvíta er ansi ógnandi en So- vétmaðurinn sem er með þeim útsjónarsamari í erfiðum stöðum og finnur lausnina: 52. .. g5 (Hugmyndin með þessum leik kemur brátt í ljós. Hubner uggði ekki á sér og lék...) 53. Kf5 Hxb7!! (Það kemur á daginn að svarti kóngurinn er í pattstöðu. Fram- haldíð varð:) 54. Hxb7 Hf8+ 55. Ke4 He8+ 56. Kd3 He3+! 57. Kd2 Hd3+ 58. Ke2 He3+! 59. Kdl Hel+ 60. Kd2 Hdl+ - Hér fór skákin í bið en Húbn- er var fljótur að komast að því að hann sleppur ekki við að drepa hrókinn og þá er svartur patt. Staða efstu manna: 1.-2. Kasp- arovogSalov3 v. 3.-4. Ehlvestog Portisch 2Vi v. Karpov er í 5.-11. sæti með 2 vinninga. Sveit Pólasis tryggði sér sæti í 8 sveita úrslitum Bikarkeppni Bridgesambandsins, með sigri á sveit Stefáns Ragnarssonar frá Akureyri. Pólaris vann leikinn með um 60 stiga mun. í sveit Pól- aris, sem er nv. íslandsmeistari og bikarmeistari, eru: Karl Sigur- hjartarson, Sævar Þorbjörnsson, Guðmundur Páll Arnarson, Þor- lákur Jónsson, Örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson. Sveit Samvinnuferða/ Land- «ýnar sigraði Tralla-sveitina úr Kópavogi mjög örugglega og tryggði sér einnig sæti í 8 sveita úrslitum. í þeirrí sveit eru Helgi Jóhannsson, Björn Eysteinsson, Guðmundur Sv. Hermannsson og Þorgeir Eyjólfsson. Sveit Modern Iceland sigraði sveit Loga Þormóðssonar úr Keflavfk með yfir 100 stiga mun og komst þarmeð í 8 sveita úrslit. í sveitinni eru: Ólafur Lárusson, Hermann Lárusson, Jakob Krist- insson, Magnús Ólafsson og Páll Valdimarsson. Aðeins er þá ólokið einum leik í 3. umferð, en það er viðureign Valtýs Jónassonar Siglufíröi og Sigurðar Vilhjálmssonar Reykja- vík. Sá leikur verður spilaður um þessa helgi. í 8 sveita úrslitum mætast eftir- taldar sveitir; Pólaris gegn Braga Haukssyni Reykjavík, Sam- vinnuferðir/ Landsýn gegn Mo- Línurnar skýrast dern Iceland. Jón Baldursson (Flugleiðir) gegn Sigmundi Stef- ánssyni Reykjavík. Valtýr/ Sig- urður gegn Skrapsveitinni (Hjör- dísi Eyþórsdóttur) R. Leikjum í 4. umferð skal vera lokið 30. ágúst, en undanrásir verða spilaðar á vegum Bridge- sambandsins (báðir leikirnir á sama tíma), helgína 10. septemb- er. Stöð 2 mun sýna frá þeim viðureignum svo og úrslit- leiknum sem verður á dagskrá helgina 24. september. Sigurveg- arar í Bikarkeppni Bridgesamb- andsins að þessu sinni, öðlast rétt til þátttöku í Evrópukeppni sveita, næsta vor. Um daginn birtist í þættinum spil, sem Jón Stefánsson starfs- maður Flugleiða, gaukaði að um- sjónarmanni. Nýlega lét Jón ann- að brefsnifsi fylgja (nú öllu virðu- legri pappír) með spili sem við getum kallað; „Úr fortíðinni". Hvaða samning viltu spila á þessa hönd; BRIDDS 18 «fe)A -NÝTT HELGARBLAÐ Fðstudaguí 18iiégúst »989 S:53 H:Á107 T:853 L:ÁK643 S:ÁK642 H:93 T:ÁK43 L:52 Jón glotti ísmeygilega út í ann- að, um leið og hann otaði þessu efni að umsjónarmani. „Nú, eru ekki 4 spaðar sanngjarnir, eða jafnvel láglita„game"? „Sjáðu allar hendurnar" sagði Jón. Lítum á; S:53 H:Á107 T:853 L:Ák643 S:G9 H-.86542 T:DG109 L:108 S-.ÁK642 H:93 T:ÁK43 L:52 S:D1087 H-.KDG T:7Ó\ L.DG97 Ólafi rur Lárusson „Já, heyrðu, þetta spil. Nú auðvitað 4 hjörtu í N/S. Útspilið er hjarta (besta vörn) en dugar ekki samt. Upp með ás, í víxilinn og hjartanían verður 10. slagur sóknarinnar." Ef umsjónar- maður man rétt, birtist þetta spil í Bridgeblaði Jóns Ásbjörnssonar upp úr 1970m, sem dæmi um fár- ánleika bridgespilsins. Eina út- tektin í N/S reynist vera í 4 hjört- um, sama hvað ósanngjarnt .að virðist vera. Fleiri snepla, takk. Nánast fullbókað er í Opna Stórmótið á Hallormsstað, sem spilað verður um næstu helgi, föstudag og laugardag. 32 pör munu taka þátt í mótinu, sem verður með barometer-sniði, 3 spil mili para, allir v/alla. Ef ein- hverjir hafa áhuga á þátttöku til viðbótar, þá má reyna að hafa samband við Jakob Kristinsson hjáForskoti,ís: 91-623 326, sem \einnig gefur allar nánari uppl. Nýr formaður Bridgefélags Hafnarfjarðar, er Kristján Hauksson. Hann tekur við af Einari Sigurðssyni, sem gegnt hefur stafinu síðustu árin. Aðalfundur Tafl- og bridge- klúbbsins í Reykjavík var auglýstur fyrir skemmstu. Eins og menn vita, hefur starfsemi klúbbsins legið niðri um nokkur ár. Síðasti formaður þar var Gísli Tryggvason, en að sögn er það bróðir hans, Sigurjón Tryggva- son sem stendur að baki upp- vakningsins. Ekkert nema gott um það að segja, því hér á árum áður var félagið eitt af þeim merkari hér á landi. Verður fróð- legt að fylgjast með framvindu mála á næstunni. Næsta Opna Stórmót, eftir stórmótið á Hallormsstað, verð- ur Opna mótið í Kópavogi, helg- ina 16.-17. september. Það verð- ur með barometer-sniði, 2-3 spil mili para, eftir þátttöku. Skrán- ing í það mót hefst eftir helgi, hjá Ólafi Lárussyni í s: 91-16538 eða Jakobi Kristinssyni (Forskot) f s: 91- 623 326. Sumarbridge í Reykjavík, á vegum Bridgesambands íslands, lýkur væntanlega um miðjan september, um líkt leyti og fé- lögin á höfuðborgarsvæðinu fara að hugsa sér til hreyfings til haustspilamennsku. Mikil keppni er nú meðal efstu spilara, en um 270 manns hafa hlotið stig á kvöldunum, sem eru orðin 29 frá í maí. Má með sanni segja, að Sumarbridge er orðið ein helsta skrautfjöður BSÍ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.