Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 19
GIN Karólína Eiríksdóttir: Hvert verk er í sjálfu sér nýtt. Myndir - Kristinn. Mann hef ég séð, nýópera eftirKarólínu Eiríksdóttur, verður flutt í íslensku Óper- unni ásunnudagskvöldið. Óperan var f rumf lutt í Vad- stena í Svíþjóð ífyrrasumar, og eru söngvararnirfjórir, annar leikstjóranna og hljóm- sveitarstjórinn komin hingað til lands til að flytja íslending- um þessafrumraun Karólínu áóperusviðinu. Mann hef ég séð verður f lutt fjórum sinnum nú á Hundadögum 89 og er hljómsveitin íslensk að þessu sinni; Hátíðarhljómsveit Hundadaga, sem sett var saman ítilefni hátíðarinnar. Auk þess gerir Messíana Tómasdóttir nýja búningaog leikmynd fyrir óperuf lutning- inn, svo búast má við að sýn- ingin hafi á sér nokkuð annað yfirbragð en hún hafði í Vad- stenafyrirári. - Óperan var einfaldlega pöntuð hjá mér, segir Karólína. - Ég hef ekki verið í neinum tengslum áður við Vadstena Ak- ademien, sem er sumarópera í Svíþjóð. En snemma árs 1987 kom svo allt í einu bréf inn úr dyrunum þar sem ég var beðin um að semja fyrir þá óperu. Ég átti síðan þrjá fundi með texta- höfundinum og leikstjóranum þar sem við komum okkur niður á form óperunnar, ég lauk við hana í fyrravor og síðan var hún flutt í Vadstena um sumarið. Er eitt ár ekki mjög stuttur tími til að semja heila óperu? - Þetta er nú engin Wagneróp- era. Hún er ekki nema klukku- stundar löng, svo ég veit ekki hvort þetta er nokkuð stuttur tími. Svíarnir kölluðu hana „mus- ikdramatiskt drömspel" og mér finnst það lýsa henni nokkuð vel. Það má kalla hana bæði óperu og ljóðrænan draumleik. - Óperan er byggð á ljóða- flokki sem heitir Nágon har jag sett eftir Marie Louise Ramne- falk. Hún er þekkt skáldkona og fræðimaður í Svíþjóð, er bók- menntafræðingur og leiklistar- ráðunautur, fædd 1941. Ljóðin komu út á bók árið 1979 og vöktu þá mikla athygli. Þau segja frá konu, sem hefur misst mann sinn eða elskhuga, það kemur ekki fram hvort heldur er, hann veikist og deyr og ljóðin lýsa því ferli sem hefst þegar þau vita að hann er dauðvona og lýkur þegar hún hefur sætt sig við orðinn hlut. - Textinn er allur frá hennar sjónarhorni þó aðrar persónur syngi þarna hlutverk. En þetta er í sjálfu sér ekki leikrit, heldur meira abstrakt frásögn, sem öll gerist í hennar hugarheimi. Hún rifjar upp samband þeirra, bæði góðar hliðar og slæmar og gengur í gegnum ýmsar tilfinningar; gleði, ást, reiði og sorg. Hvernig er eiginlega farið að því að semja óperur? Á hverju er byrjað? - Ég veit ekki hvað segja skal... Textinn hlýtur að vera mikið atriði, það fyrsta er að setja sig inn í hann, - og svo bara kem- ur þetta. Stundum er textinn kveikja að músíkölskum hug- myndum, hvaða tónbil eða mús- íkölsk aðferð er notuð, eða eitthvað í þá áttína. Þetta er mjög margþættur texti og skiptin eru „Engin Wagnerópera!" Rætt við Karólínu Eiríksdóttur tónskáld, höfund óperunnar Mann hef ég séð, sem verður frumsýnd á sunnudag ör, til að mynda á milli sorgar og reiði, og tónlistin breytist í sam- ræmi við það. Það er erfitt að lýsa þessu neitt nánar, sumar þeirra hugmynda sem að baki liggja eru mjög áþreifanlegar en aðrar eru huglægari og erfiðara að gera grein fyrir þeim, kannski meira byggðar á tilfinningum. - Pað er mjög misjafnt hvernig verk þróast, hvert þeirra er í sjálfu sér nýtt og kallar á sína eigin aðferð. Yfirleitt sé ég ein- hverja heildarmynd, sem verður svo smám saman skýrari, og kem- ur loks í fókus í smáatriðum. Kom þér á óvart að sjá hvernig þetta hugverk þitt var þegar það var allt í einu komið á leiksvið? - Nei, það var ekki svo margt sem gat komið mér á óvart, við unnum textann í sameiningu og ég vissi út frá hvaða sjónarhorni leikstjórarnir unnu. Þar að auki fylgdist ég með æfingum í eina tíu daga áður en óperan var frum- flutt. En annars er þetta nákvæm- lega það sama og með leikrit, það eru þúsund mismunandi leiðir til að setja það upp. Sýningin nú er mjög tímalaus, það kemur hvorki fram ákveðin stund né staður, en þess vegna hefði mátt gera bæði sviðsmynd og þætti mun áþreifanlegri. Annars verður allt annað yfirbragð á sýningunni hér en var í Vadstena, því Messíana gerir nýja búninga og leikmynd og það breytir heilmiklu. í Vad- stena var óperan flutt í gamalli höll, sem þar er, og leikmyndin var sniðin inn í hana. Frásögnin er öll frá sjónarhorni konunnar þó fteiri hlutverk séu (óperunni. Hvað geturðu sagt mér um tón- listarmennina? - Söngvararnir eru Ingegerd Nilsson, sópransöngkona, David Aler, ba.rítón, Linnéa Sallay messósópran og Lars Palerius, sem er tenór. Þetta eru úr- valssöngvarar, svo enginn verður svikinn af þeirri hliðinni og hljómsveitin er mjög sérstök, þetta er að miklum meirihluta fólk sem starfar eða er við nám erlendis og mörg þeirra komu hingað gagngert til að spila í hljómsveitinni. Til að mynda hef- ur kbnsertmeistarinn, Gerður Gunnarsdóttir, verið lengi við nám í Köln. Hljómsveitarstjór- inn er Per Borin og leikstjórarnir Misela Cajchanova, sem á sinn þátt í sýningunni þó hún komi ekki til að setja hana upp hér og svo er það Per-Erik Öhrn, sem sér um þessa uppfærslu. Hvað tekur svo við hjá þér? - Ég var svo heppin að fá starfslaun í eitt ár svo ég kenni ekkert í vetur, heldur ætla ég að nota tímann til að skrifa hljóm- sveitarverk. En ég get ekkert sagt frá því ennþá, enn sem komið er er það bara í kollinum á mér. Öperan Mann hef ég séð verð- ur flutt dagana 20., 22., 24. og 25. ágúst. LG Fostudagur 18. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAB - SfÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.