Þjóðviljinn - 18.08.1989, Page 20

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Page 20
MENNING T ónleikar helgaðir Messiaen Björn Steinar Sólbergsson: Messiaen finnst mér stærsta tónskáld sem til er í heiminum í dag Björn Steinar Sólbergsson: Á tónleiknunum reyni ég að gefa sem breiðasta mynd af því sem Messiaen hefur verið að gera í gegnum árin. Mynd - Kristinn. Italski kvikmyndaleikstjórinn Federico Fellini lét þess getið í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum, að fréttamenn væru sú stétt í nú- tímaþjóðfélagi, sem undir yfir- skini hlutlægni og hlutleysis mót- aði hugsunarhátt almennings flestum öðrum fremur. Hlutlægni eða hlutleysi væri varla nokk- urntíma til að dreifa, þareð fréttamat væri ævinlega persónu- legt og menn gætu einungis fjall- að hlutdrægnislaust um það sem þeim stæði á sama um. Hinsvegar stjórnaðist fréttamat einatt af geðþótta einum saman og þegar verst gegndi af fordómum og þeirri afleitu áráttu að tilreiða efni sem skírskotaði til lægstu hvata hins almenna borgara. Hann kvað kvikmyndina vissu- lega vera einn áhrifamesta fjöl- miðil samtímans, en munurinn á kvikmyndagerð og frétta- mennsku væri sá, að kvikmynda- gerðarmaðurinn væri beinn þátt- takandi í verki sínu, tæki á því fulla ábyrgð, stæði og félli með því, en fréttamaðurinn stæði álengdar við vettvang atburða, væri einungis áhorfandi og skákaði í skálkaskjóli uppdiktaðs hlutleysis. Hann bæri sárasjaldan beina ábyrgð á verki sínu. Fyrir bragðið væri fréttamennska samtímans kaldrifjuð, ómannúð- leg og andlýðræðisleg. Ekki á ég von á, að íslenskir fréttamenn samsinni möglunar- laust þessum harða dómi hins ít- alska snillings, enda margt ólíkt með íslandi og hinum stóra heimi. Til dæmis hygg ég að roku- fréttir séu mun snarari þáttur í föngum erlendra fjölmiðla en hér tíðkast, og svo má segja að út- kjálkabragurinn á hérlendum fjölmiðlum geri yfirvarp hlut- lægninnar gagnsætt og dálítið broslegt. Hitt er vert alvarlegrar íhugun- ar, hversu ósýnt hérlendum fréttamönnum er um að rækja þá frumskyldu fjölmiðlunar að fjalla um málefni líðandi stundar á sjálfstæðan, gagnrýninn og sam- felldan hátt. Þeim hættir mjög til að láta mata sig, taka orðalaust við því sem að þeim er rétt, birta fréttatilkynningar óbreyttar og hliðra sér hjá vinnubrögðum sem útheimta dómgreind, persónu- lega afstöðu og ábyrgð. Þetta helgast vitaskuld fyrst og fremst af því, að hér eru allir fjölmiðlar reyrðir á flokksklafa, líka þeir sem eðli málsins samkvæmt ættu að vera óháðir, og fréttamenn of- urseldir þeirri „innri ritskoðun" sem er eitt helsta auðkenni fjöl- miðla austantjalds og hefur tröll- riðið íslenskri fréttamennsku frá upphafi. Forðum héldu menn að einangrun og fásinni ættu sök á þessari ófremd, en ég held orsak- anna sé að leita í sjúku pólitísku andrúmslofti, andlegri leti og kjarkleysi. Kannski er lítið við því að segja, að tvö stærstu dagblöð landsins, Morgunblaðið og DV, séu grimulausir málsvarar aftur- haldsins í landinu. Þau hafa frá öndverðu verið í eigu fésýslu- manna og verja náttúrlega hagsmuni þeirra bæði leynt og ljóst, en ömurlegt verður hlut- skipti þessara víðlesnu blaða að teljast. Það er eftilvill Ifka eðli- legt að Stöð 2 gangi erinda sömu þjóðfélagsafla. Hún erí eigu fjár- aflamanna í Sjálfstæðisflokknum og lítur greinilega á það sem skyldu sína að flytja hið daglega guðspjall íhaldsins jafnt í frétta- flutningi sem annarri umfjöllun um málefni dagsins. En þegar sögunni víkur að „sjónvarpi allra landsmanna“, hlýtur sú krafa að vera uppi, að þar verði eitthvað annað uppá teningnum, en því er hreint ekki að heilsa. Fréttastofa Ríkissjón- varpsins er nákvæmlega sama marki brennd og ofangreindir þrír fjölmiðlar. Þar virðast ekki aðrir vera ráðnir til starfa en fólk með mikla slagsíðu til hægri, og hefur reyndar flogið fyrir að helst verði menn að ganga með flokks- skírteini Sjálfstæðisflokksins uppá vasann til að koma til álita á þeim bæ. Fréttastofa hljóðvarps virðist að þessu leyti vera snöggt- um betur á vegi stödd, þó óneitanlega verði einkennilega oft í seinni tíð vart þeirrar hvim- leiðu áráttu að brosa til hægri og gretta sig til vinstri. Hitt skal fús- lega viðurkennt, að fréttastofan hefur af talsverðri röggsemi reynt að hamla gegn sálsjúkum ófræg- ingaráróðri Morgunblaðsins og leigupenna þess. Það verður að segjast á þessum stað, þó pínlegt sé, að væri ekki Þjóðviljanum og fréttastofu hljóðvarps til að dreifa, þá væri fjölmiðlun á íslandi nákvæmlega jafnflöt, einhæf og ótraust einsog hún hefur til skamms tíma verið í Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra. í alvöruþjóðfélögum ná- grannalandanna í Evrópu er það eitt megineinkenni ríkisrekinna fjölmiðla (og raunar líka dag- blaða sem vilja láta taka sig alvar- lega), að þeir eru jafnan í stjórn- arandstöðu, sama hver með völd- in fer. Með því móti einu geta þeir veitt valdhöfum það aðhald sem nauðsynlegt er og virkt lýð- ræði krefst. Hér er sá siður hins- vegar landlægur, að þá sjaldan vinstristjórn fer með völd, er þjarmað að henni í ríkisfjölmiðl- um, og stundum gengið lengra en góðu hófi gegnir, en ævinlega tekið með silkihönskum á þeim hægrigaurum úr þremur flokkum sem lengstaf hafa stjórnað landinu. Þetta er vissulega afdrif- arík veila og á að minni hyggju drjúgan þátt í þeirri gegndarlausu spillingu sem viðgengist hefur og færist stöðugt í vöxt. Það er til að mynda ömurlegt tímanna tákn, að maður á borð við Albert Guð- mundsson skyldi nánast vera eft- irlæti fjölmiðla (Þjóðviljinn ekki undanskilinn) meðan hann var á kafi í vondum málum, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Þegar rifjaður er upp ófagur bálkur hverskyns hneykslismála, sem upp hafa komið á undan- förnum misserum, hlýtur það að vekja furðu og nokkurn ugg, hve slök og handahófskennd umfjöll- un fjölmiðla hefur verið, að ekki sé minnst á grafarþögn sumra þeirra um örlagarík hneyksli. Hvað sem segja mátti um Helgar- póstinn, meðan hann var og hét, þá verður ekki af honum skafið að hann hafði uppburði og úthald til að taka á óþægilegum málum og afhjúpa margvíslegt siðleysi í þjóðfélaginu. Síðan hann leið hefur hérlend blaðamennska æ meir þokast í átt til meinlausra olnbogaskota og merglausra boll- alegginga um daginn og veginn. Það er kaldrifjaður hundingja- háttur að leiða hjá sér óþægileg mál í því skyni að koma sér hjá ónotum eða ónáð á æðri stöðum, og það er bæði ómannúðlegt og andlýðræðislegt að horfa framhjá þeim meinum sem hrjá samfé- lagið og hrópa á umfjöliun og úr- bætur. Óttinn og afstöðuleysið sem af honum sprettur er átu- mein lýðræðisins. Ég held það hafi verið þessi ábyrgðarlausi hundingjaháttur værukærra fjöl- miðlamanna sem Fellini var að ýja að í sínum harðorða dómi. (PS: Af ráðnum hug hef ég leitt „frjálsu" rásimar hjá mér í þess- um pistli, þareð þær em greini- lega flestar hannaðar handa fá- vi tum og reknar af málhöltum ör- vitum). Sjöttu tónleikarnir á Hunda- dögum 89 verða í Kristskirkju á morgun kl. 16, en þá heldur Björn Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, tón- leika helgaða franska organ- istanum og tónskáldinu Olivi- erMessiaen. Björn erfrá Akranesi og hóf þartónlistar- nám átta ára. - Ég lærði fyrst á píanó hjá Fríðu Lámsdóttur og Hauki Guðlaugssyni, sem er söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar, segir hann. - Haukur er mikili orgel- maður og vakti smám saman áhuga minn á orgelinu. Ég byrj- aði að læra á orgel þegar ég var 13 til 14 ára og hef spilað á bæði píanó og orgel síðan. - Ég útskrifaðist af Tónlistar- braut Fjölbrautaskólans á Akra- nesi 1981 og lauk 8. stigs prófi frá Tónskóia Þjóðkirkjunnar sama ár. Síðan var ég við nám í Róm í einn vetur, hjá Jim Göettsche, sem kemur einmitt og kennir á organistanámskeiði í Skálholti 'í haust. Eftir það fór ég til Parísar þar sem ég lærði í fjögur ár hjá Susan Landale og lauk ein- leikaraprófi þaðan. - París er sá staður þar sem mest er að gerast í nútímatónlist fyrir orgel. I Frakklandi er mjög sterk hefð í orgelleik og þar starf- ar Messiaen, sem mér finnst vera stærsta tónskáld sem til er í heiminum í dag, sama hvernig tónlist miðað er við. Orgeltónlist þarf ekkert endilega að tengjast kirkjum eða einhverjum hátíðar- drunga, það hefur margt létt og skemmtilegt verið skrifað fyrir orgel og enginn þungi eða ein- hver sérstakur kirkjubragur yfir því. Að vísu hefur Messiaen sér- stöðu, hann er mjög trúaður. í hans tónlist eru sterk tengsl við trúna og yfirleitt fylgja þeim til- vitnanir í Ritninguna, sem skipta miklu máli þegar hlustað er á verkin, svo þegar ég spila þau læt ég það sem hann skrifar fylgja með í efnisskrá tónleikanna svo fólk eigi auðveldara með að fylgj- ast með í tónlistinni. - Með Messiaen varð mikil bylting í öllu sem viðkemur takti og hljómfræði. Strax og hann byrjaði að semja hannaði hann nýtt hljómfræðikerfi sem hentaði hans þörfum. Hann sótti mikið til austurlanda, sérstaklega Ind- lands, og kynnti sér þar allt sem við kemur takti. í raun og veru er allt, sem gerst hefur í vestrænni tónlist undanfarin 300 ár verið byggt á sama taktkerfi, - í því varð engin þróun fyrr en Messia- en kom til sögunnar. - Hann er orðinn 81 árs og er enn organisti við kirkju hinnar Heilögu Þrenningar í París, en þar hefur hann verið undanfarin 40 ár eða jafnvel lengur. Hann spilar þar við messur á sunnu- dögum og auk þess kenndi hann í mörg ár við Tónlistarháskólann í París, svo eini tíminn sem hann hafði til að semja var í fríum. Miðað við þetta eru hans afköst við tónsmíðamar alveg ótrúleg. Við messurnar gerir hann mikið af því að leika af fingrum fram og fær þannig mikið af hugmyndum sem hann skrifar síðan niður og útfærir þegar heim er komið. - Hann fékk fyrstur manna þá hugmynd að taka söng fuglanna upp á segulband og skrifa hann síðan niður í nótum. Aðrir hafa að vísu líkt eftir söng fugla í sinni tónlist, en það hefur ekki verið gert á þennan hátt fyrr. Hann gaf út bók með píanótónlist, sem er öll tileinkuð fuglasöng, og hefur líka notað fuglana í ýmsum orgel- verkum, til dæmis í einu verk- anna sem ég spila á tónleikunum, þar koma meðal annars fyrir músarindill, svartþröstur og finka. - Á tónleikunum spila ég þrjá þætti úr þremur stórum verkum eftir Messiaen, til að gefa sem breiðasta mynd af því sem hann hefur verið að gera í gegnum árin. Fyrsta verkið er fyrsta stóra orgelverkið sem hann samdi, heitir Uppstigningin, tileinkað eða ætlað til flutnings á Uppstign- ingardag. Það er í fjórum þáttum og hann samdi það árið 1932, upphaflega fyrir hljómsveit, og þannig hefur það verið flutt hér á landi. Árið 1933 umskrifaði hann síðan verkið fyrir orgel. - Annað verkið sem ég spila þrjá þætti úr heitir Fæðing frels- arans og er tileinkað jólunum. Það tekur klukkustund í flutningi ef það er spilað í heild, er í níu þáttum sem allir tengjast eða eru beinar tilvitnanir í guðspjallið. - Þriðja verkið er síðan um Heilaga þrenningu, en mismun- andi ásjónur heilagrar þrenning- ar er þema sem hann hefur útfært óskaplega mikið á sínum starfs- ferli. Þar kemur fyrir þessi fugla- söngur, sem ég minntist á áðan, en meginþema verksins eru hinar ýmsu ásjónur Guðs, sem er ómælanlegur, óbreytanlegur og mikilfenglegur. Messiaen samdi þetta verk 1969, og það var það stærsta sem hann hafði samið fram til þess tíma. Þar kemur allt fyrir sem hann hefur verið að gera í gegnum árin. - Þó Messiaen sé orðinn 81 árs, er hann enn ekki hættur að semja. Fyrir tveimur árum samdi hanri sitt stærsta orgelverk, það heitir Bók hinna heilögu sakram- enta og tekur hálfan annan tíma í flutningi. LG 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.