Þjóðviljinn - 18.08.1989, Síða 21

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Síða 21
Föstudagur 18. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21 HELGARPISTILL Hvernig líst ykkur á aö leiða hugann aö Karli gamla Marx? Ástæðan fyrir því aö slík uppástunga veröur til er sú, aö Stefán Snævarrskrifaði pistil í Alþýðublaðið ekki alls fyrir löngu til að andmæla hugmyndum Marx um að „rík- ið þjóni hagsmunum ríkjandi stétta". Um leið skaut hann á það sem hann kallaði ævin- týralegafáfræði íslenskra sósíalista um kenningar Karls Marx. Þeir vissu ekkert um þær annað en að samkvæmt þeim væri borgarastéttjn stút- full af fláttskap. Hver til síns brúks Fáfræði er stimpill er menn ættu að fara varlega með. Til eru að sjálfsögðu íslenskir sósíalistar sem eru dável heima í kenningum Marx, en þeir eru ekki margir (við skulum þó vona að þeir séu tiltölulega fleiri en marxfróðir í öðrum sóknum). í>arf engan að undra. Það eru ekki margir sem ráða svo vel sé við texta Marx og annarra kennifeðra nítjándu aldar - svo hlaðnir sem þeir eru af orðaforða hátimbraðra heim- spekikerfa og tilvísunum í at- burðaflækjur þeirra tíma. J>að er svo með Marx sem aðra „feður“ kenninganna, að við þekkjum hann af milliliðum. Og þeir eru sjaldnast óhlutdrægir. Marx er sú stærð að menn hafa þörf fyrir að leggja út af honum, stela honum, nota hann í sína þágu - eða þá reyna að finna sér eitthvað til að kveða niður áhrif karlsins. Spámaður, falsspámaður Hefur svo hver nokkuð að iðja. Þeir sem vilja níða af Karli Marx hans skó í sögunni vilja helst vitna í peningasláttubréf hans til vinar hans Friedrichs Engels eða hæpinna skrifa hans um Mamm- onsdýrkun frænda sinna Gyðing- ana. Þeir sem vilja neita Marxi um skarpskyggni hamast á því, að ekki hafi það gengið eftir að verkamenn í Englandi væru þeg- ar fyrir meira en 100 árum að verða tilbúnir í byltingarslaginn. Aðrir svara með því að rifja það upp, að Marx hafi séð fyrir þá þróun sem kölluð er forstjóra- byltingin. Marx fór villur vegar, segja gagnrýnendur - hann gerði ráð fyrir síharðnandi stéttaand- stæðum innan iðnríkjanna. Marx var ekki svo galinn, segja þá læri- sveinarnir: andstæður hafa að sönnu skerpst - en milli þróaðra og vanþróaðra samfélaga. Og svo geta menn haldið áfram, lengi lengi. Það gerir heldur ekkert til. Hugsuðir og höfundar liðinna tíma eru aldrei liðnir undir lok, þeim er ekki fundinn endanlegur staður - fortíðin er reyndar í óvissu í hverri nútíð - rétt eins og framtíðin. ÁRNI BERGMANN Trúin á um- skiptin miklu En hvað sem menn annars vilja gera við Karl Marx, þá er ekki nema sjálfsagt að menn missi aldrei sjónar á því, að hver merk- ur höfundur og kenningasmiður er barn síns tíma, bundinn að- stæðum hans og þekkingarstigi. Karl gamli var hvorki fyrstur né síðastur kenningasmiður sósíal- ismans sem lét til sín heyra á fyrri öld og nálægt aldamótum. Og hafi menn þá eitt í huga: allir voru þeir menn mjög trúaðir á það, að eftir umskiptin miklu, valdatök- una, byltinguna, þegar hin „rétta“ formúla fyrir jöfnuði, bræðralagi og sósíalisma væri far- in að virka, þá mundi bæði samfé- Um óvissa fortíð og nútíð Karls Marx lag og þegnar þess breytast til hins betra með afar skjótum og róttækum hætti. Sama hvort menn trúðu á hermdarverk gegn keisurum eins og sumir stjórnleysingjar, hvort þeir trúðu á vel undirbúið samsæri, upp- reisn á tvísýnum tímum, eða á byltingu sem hlyti að verða þegar verkalýðurinn gerði sér grein fyrir mætti sínum eða á meiri- hlutasigur í kosningum: það sam- einaði alla sósíalista að þeir voru vissir um að „það verður allt í lagi þegar við tökum við“. Hinni blá- eygu framfaratrú og vísinda- hyggju tímans sló niður hjá sósí- alistum með þessum hætti. En það má reyndar segja Karli Marx það til hróss, að þótt hann gerði sér glæstar hugmyndir um þá framtíð þegar samstíga verða þroski einstaklingsins og þroski heildarinnar í stéttlausu þjóðfé- lagi, þá gerði hann sér betur grein fyrir því en margir aðrir, að slíkur tími lætur bíða eftir sér. Hann þreyttist ekki á að minna læri- sveina á það, að nýr heimur verð- ur ekki til með því að segja skilið við hinn gamla, heldur verður hann til í kviði hans og fylgja hans dregst með honum langan veg eftir fæðingarhríðirnar. Hvar á valdið heima? í grein Stefáns Snævarrs sem áður var minnst á er sagt sem svo: „Marx gerir ráð fyrir því að ríkið þjóni hagsmunum ríkjandi stétta, þótt sú þjónkun sé ekki alltaf bein og milliliðalaus. En Marx skildi ekki að stjórnmála- og embættismenn hafa sinna eigin hagsmuna að gæta og þurfa ekki að þjóna eignamönnum“. Þetta er rangt. Marx gerði ráð fyrir því að ríkið þjóni hagsmun- um ríkjandi stétta (þeirra sem „eiga landið") - og hann gerði líka ráð fyrir fyrir því að stjórnmála- og embættismenn hefðu sinna eigin hagsmuna að gæta. Stjórnmála- og embættis- menn, þeir sem tala í nafni ríkis- ins, láta sem þeir tali í nafni sam- félagsins alls, sameiginlegra þarfa. En í raun eru þeir annars- vegar að passa upp á „rekstarskil- yrði fyrirtækja" eins og nú er komist að orði - hinsvegar (svo vitnað sé í Marx sjálfan): „Sölsar skrifræðið undir sig mál ríkis- ins... það tilheyrir því eins og einkaeign þess væri... Að því er hvern skrifráð út af fyrir sig varð- ar verða markmið ríkisins hans einkamarkmið: eftirsókn eftir feitara embætti, stöðuframi... Embættismaðurinn lítur á heim- inn sem eitthvað sem hann á að stjórna". Grein Stefáns mun ætlað að leiðrétta eitthvað sem Marxi sást yfir: „Niðurstaða mín er sú að eign er ekki eina uppspretta valds, valdið er margra róta“ stendur þar. Vissu fleiri - og Karl Marx vissi það líka, svo að eigin- lega var fyrirhöfn greinarhöfund- ar óþörf, þótt skömm sé frá að segja. Vitanlega er ekki allt vald í höndum þeirra sem eiga fyrir- tæki. Og þótt margir stjórnmála- menn hagi sér eins og sendi- sveinar stærsta fyrirtækisins í sínu kjördæmi, þá er ekki þar með sagt að pólitíkin sé „bara“ á mála hjá auðvaldinu. Eign er vald Hitt er svo annað mál, að það eru ekki síst Marx og ýmsir frændur hans í pólitík sem hafa fyrr og síðar beint athyglinni að því valdi sem fylgir eignarhaldi á auðlindum og framleiðslutækj- um, að áhrifum þess valds í stjórnmálum, ríkisrekstri, fjöl- miðlum, vitundariðnaði. Það hefur einatt verið svo í stjórnmálavafstri næstliðinna áratuga, að hægrimenn hafa tekið að sér að gera sem minnst úr þessu valdi - m.a. með því að láta sem allir hafi svipuð áhrif á stjórnsýslu og leikreglur í ríkinu með jöfnum atkvæðisrétti og al- mennu málfrelsi. Deilur um vald og heimilisföng þess hafa reyndar snúist tölvert um feluleik með vald, sem ráðandi öfl stunda gjarna. Þar eru þau við sama heygarðshorn og það sem Marx benti á í sinni þjóðfélagsrýni: ríkjandi stétt vill gjarna að sam- hengið í þjóðfélaginu sé ógagn- sætt. Að ráðstafanir sem þjóna fyrst og fremst eignamönnum fái yfirbragð umhyggju fyrir al- mannaheill. (Við getum tekið ný- leg dæmi af skattapólitík Reag- ans forseta eða þá því hvernig sami forseti afhenti verðbréfa- bröskurum sparisjóði að leik- fangi - á ríkisins bakábyrgð.) í stuttu máli sagt Hér er náttúrlega ekki nema fátt eitt sagt um sífellt tvísýna samtíð Karls Marx. En væri ég spurður að því, fyrir hvað ég helst mæti þann skeggjaða bókaorm og hvassa penna þá gæti svarið orðið á þessa leið: Marx gerði sósíalismann ekki að þeirri fé- lagshyggju sem leggur einstakl- inginn undir heildina, ekki held- ur að fyrirmyndarástandi sem sveigja ætti veruieikann undir. Hans leið til sósíalisma er fyrst og fremst tilraun til að brjóta niður hindranir milli einstaklings og samfélags og reyna að finna lykil- inn að sameiningu þessara tveggja þátta mennskrar tilveru. Sú tilraun er og verður ómaksins verð.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.