Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 23
W^2m i' Á " I^^WÍ- f - j i - «i«». Stórsveitin Júpíters. Mynd: Kristinn. Blásarahersveitin Síðasta helgi var tónleikahelgi í Casablanca. Á laugardag mætti til leiks Júpiters, eina nústarfandi stórsveitin í íslensku tónlistarlífi. Tónleikarnir áttu að hefjast klukkan 11.30 en samkvæmt hvimleiðri íslenskri venju hófust þeir ekki fyrr en um hálf eitt. Það var saínt ekki því að kenna að ekki hafi verið búið að stilla nauðsynlegum búnaði upp. Ég held að töfina megi skrifa á von hljómsveitarinnar um að fleiri mættu á staðinn, því ekki var fjöl- mennt á staðnum. Ég hef engu að síður farið á fámennari tónleika en þessa og skemmt mér ágæt- lega. Júpiters er skipuð 13 hljóðfær- aleikurum. Til að skapa góða stemnningu með slfkri sveit þarf samæfingin að vera góð. Þegar ég heyrði óvænt í sveitinni fyrir utan Nýlistasafnið sáluga í sumar, voru meðlimir færri og dagskráin í heildina hressari og virtist flutt af meiri gleði en gert var í Casa- blanca. Sveitin tók þó mjög góða spretti þegar best lét á laugardag- inn. Henni fer betur að spila lög í léttari og hressari kantinum, en rólegum. Og yfirleitt fannst mér efnisskráin hjá þeim þetta kvöld of blönduð ólíkri tónlist. Ekki veit ég hvort má skrifa það á ólík- an smekk hljómsveitarmeðlima, en það er þó ekki ólíkleg skýring þegar svona margir eiga í hlut. Mér fannst einnig að Júpíters hefði mátt nota slagverksleikar- ana meira en þau gerðu þetta kvöld. Blásturshljóðfærin eru það mörg að þau geta átt það til að gera flutninginn helst til of ein- hæfan. Það er heldur engin ástæða til að vera feiminn við að leggja meiri þunga í slagverkið þegar engir minni menn en Pétur og Abdul eru með húðirnar undir sinni stjórn. Engin ástæða er samt til að gef a þessum tónleikum lága einkunn. Hér er aðeins verið að benda á nokkra hluti sem herða hefði mátt betur á. Júpíters á örugglega eftir að móta sína stefnu betur ef hún lifir áfram og þá verður þetta „bigband" skothelt. Casablanca er líka óhentugur staður fyrir þessa hljómsveit til tónleika- halds, að mínu mati. Júpíters ætti að reyna að koma sér að sem víð- ast þar sem fólk hópar sig saman, annað hvort undir berum himni, þegar veður leyfir, eða á stærri stöðum. Ég tel að Tunglið henti t.d. betur. Þeir sem hafa gaman af stór- sveitum og þá sérstaklega mörg- um blásturshljóðfærum þöndum saman, ættu ekki að láta það henda sig að missa af Júpíters næst þegar sveitin gefur færi á sér. -hmp DÆGURMAL HEIMIR MÁR PÉTURSSON Rykkrokk við Fellahelli á morgun Stórar rokkhátíðir hafa ekki verið algengar í íslenskri rokk- sögu. Engin stór rokkhátíð hefur verið haldin frá því Melarokkið var, sællar minningar, enda var sú hátíð haldin undir lok endurr- reisnarinnar í íslenskri rokktón- list. Hér er auðvitað verið að tala um rokkviðburði sem eiga sér stað undir berum himni með fjöldaþátttöku hljómsveita og tónlistarmanna, en það verður þó að segjast eins og er að viðburðir innan húss hafa ekki verið ýkja margir. Rykkrokk heitir stór rokk- veisla sem Fellahellir gengst fyrir í portinu fyrir utan Fellahelli á morgun og hefst gillið klukkan 15.00. Það sem ætti að gleðja ör- eiga í rokkunnendastétt mest, er að aðgangur er ókeypis. Þannig að allt of fáir hundraðkallar í veskjum og buddum fólks ættu ekki að vera því til fyrirstöðu að mæta. En Melarokkið féll kann- ski á tvennu; aðgangseyri sem yngri kynslóðinni gekk misvel að skrapa fyrir úr peningatank for- eldranna og bruna gaddi sem dró úr vilja fólks til útiveru. Þá er bara að leggjast á bæn eða blóta, eftir hentugleika, og biðja allar góðar vættir að ganga til liðs með Rykkrokki og láta eldhnöttinn skína glatt og ylja sem flestum rokkhjörtum í Breiðholti á morg- un. Alls munu hvorki fleiri né færri en 19 hljómsveitir stytta tónlist- arþyrstum stundir við Fellahelli. Þessi fjöldi undirstrikar að tón- listarmenn gefast ekki upp þó áheyrendur láti allt of oft á sér standa og kjósi frekar að rotta sig saman yfir öðrum lystisemdum í heimahúsum og hraðsoðnum diskótekum borgarinnar. Þegar framtakssamir aðilar ráðast síðan í grettistak sem þetta og krefjast einskis fyrir annars en ánægjunn- ar, SKORAR DÆGURMÁL- ASÍDAN Á ALLA AÐ MÆTA. Vandals staldra vi6 Föstudaginn fyrir viku hélt tónleika í Casablanca hljómsveit sem ekki hefur. gert garðinn fræg- an hér á landi. Vandals kalla mennirnir sig og eru fjórir talsins og koma frá Bandaríkjunum. Vandals er þó langt í frá að vera kornung hljómsveit og hefur gef- ið út þrjár plötur. Hingað kom hljómsveitin úr tónleikaför um meginland Evrópu en þar hélt Vandals alls 54 tónleika og að eigin sögn var þeim víðast hvar ágætlega tekið. Best báru hljóm- sveitarmeðlimir samt Róm og París söguna, þegar Dægurmál- asíðan ræddi við þá. Ný íslensk hljómsveit, Brak, hitaði upp fyrir Vandals, en því miður missti undirritaður af leik þeirra. Vinir og vandamenn sem ekki voru eins óheppnir virtust þó vera spenntir fýrir því sem Brak voru að gera og verð ég að treysta því að þeir hafi eitthvað fyrir sér í því. Vandals sögðust sjálfir fyrir tónleikana spila „Kúapönk", og Vandals. Mynd: Kristinn vísa þannig í kúrekamenningu sína forna. Eftir að hafa hlustað á fyrstu tvær plötur þeirra, „Peace Thru Vandalism" (1982) og „When In Rome Do As The Vandals" (1984), hafði ég þó stórar efasemdir um þessa skil- greiningu þeirra á eigin tónlist. Á þessum tveimur plötum (ég hef ekki heyrt þá nýjustu), kennir margra grasa. Hráleikinn og hraðinn haldast þó oftast í hend- ur en inn á milli má finna lög sem eru hógværari og þykir mér þau best. Á tónleikunum í Casablanca vorú Vandals aftur á móti ein- göngu á spíttlínunni. Þeir keyrðu lögin áfram af slíkum krafti að húsið bar það varla. Eitthvað fór hljóðblöndunin líka úr böndun- um og veit ég ekki hverju það var að kenna. Það skemmtilegasta við þessa uppákomu er, að tækifæri gafst til að heyra með litlum tilkostnaði í hljómsveit annarstaðar frá en ís- landi. Óskandi að fleiri grúppur droppuðu óvænt við á klakanum. -hmp Eo IPIf . te, ^~ * : m Á' ! Jj ^ -ii .1- mM B ^-j H^:^a» ^ .'r': .- ¦ ¦ '¦¦¦: J ufl f± i : i Björk og Einar Sykurmolar. Langi Seli og skuggarnir. Annað væri menningarlegur sjúkdómur. Ef byrjað er að telja upp þær hljómsveitir og tónlistarmenn sem eru í þekkatri kantinum, telj- ast frægastir Sykurmolarnir. En nú styttist óðum í nýjustu plötu þeirra sem hlotið hefur nafnið „To Day We Are Here, To Morr- ow Next Week", eða „I dag erum við hér, á morgun næsta vika". Langa Sela og skuggana þarf varla að kynna fyrir neinum. Þeir hafa vakið athygli fyrir sína út- gáfu af rokkabilly og gáfu ekki alls fyrir löngu út plötu sem teng- ist Breiðholtinu. Breiðskífa mun vera væntanleg frá grúppunni á næstunni. Júpiters er síðan með nýrri undrum og stórvirkjum. Þrettán manna hljómsveit sem hefur tekið að sér að halda uppi merki stórsveita og var tími til kominn. Ham, drengirnir með alvarlegu andlitin, verða einnig á staðnum. Þetta er hljómsveit sem á örugg- lega eftir að gera góða hluti. Hljómsveitin hefur gefið út 12" og breiðskífa er væntanleg. Onnur fersk grúppa er síðan Ris- aeSlan, hljómsveitin með stelp- urnar við stýrið. Risaeðlan hefur m.a. vakið athygli í Bretlandi og segja sérfróðir að mikilvægar dyr geti opnast fyrir eðlunni ef hún bara kæra sig um að hirða lykl- ana. Október hefur náð að lyfta augabrúnum og eyrnahlífum þeirra sem lilusta eftir tíðindum úr rokkheimum. Þessi hljómsveit með mánaðarnafninu hefur ekki enn gefið út plötu en hefur verið með lag á einni safnplötu og ann- að væntanlegt á snældu. Rúnar Þór er maður sem reis upp úr öskustónni. Hann mætir til leiks með hljómsveit sína H20. En Rúnar hefur gefið út á eigin veg- um þrjár sólóplötur á þreumur árum og er að vinna að þeirri fjórðu um þessar mundir. Þær hljómsveitir sem enn eru óupptaldar eru að byrja að feta rokkveginn. Það eru Laglausir, sem sigruðu í síðustu Músíktil- raunum. Bootlegs sem varð í öðru sæti og er með plötu á prjónun- um, Tarot, 16 eyrnahlífabúðir, Complex, Flinstones, Móðins, Hálfur undir sæng, Túrbó, Bróðir Darvins, Drykkir inn- byrðis og Dýrið gengur laust. Ef veðurguðirnir skyldu ekki verða Rykkrokki hagstæðir er ekki úr vegi að minna fólk á föð- urlandið og lopapeysuna. Það getur verið strembið að standa af sér langa tónleikaveislu sem þessa í lágum hita, en það er eng- in ástæða til að láta veðrið ræna sig ánægjunni. Væntanlega verða einhverjar veitingar seldar á staðnum. Það kostar samt ekkert að taka með sér hitabrúsa, fylltan eftir smekk. -hmp NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 Dagskráin á Rykkrokki kl. 15.00. Flinstones kl. 15.25. Bróöir Darvíns kl. 15.50. Cömplex kl. 16.10. Túrbó kl. 16.30. Drykkir innbyrðis kl. 16.50. 16 eyrnahlífabúðir kl. 17.15. RúnarÞórog H20 kl. 17.40. Hálfur undir sæng kl. 18.05. Dýrið gengur laust kl. 18.30. Móðins kl. 18.55. Laglausir kl. 19.20. Bootlegs kl. 19.45. Október kl. 20.10. Tarot kl. 20.35. Júpiters kl. 21.20. Ham kl. 21.55. Risaeðlan kl. 22.30. Langi Seli og skuggarnir kl. 23.15. Sykurmolarnir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.