Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 25
KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON EmilJanningsí hlutverki sínu í Síðasta þjóni F. W. Murnaus. Kvikmyndaklúbbur íslands hefur hafið göngu sína á ný eftir hafa legið í dvala í sumar. Klúbburinn tók til starf a sl. vet- ur og er markmiðið að halda starfseminni áfram um ó- komna tíð. Sannarlega kær- kominn klúbbur og nauðsyn- legur fyrir alla kvikmyndaá- hugamenn. Klúbburinn hefur ákveðið að skipta vetrinum í tvö tímabil, fyrir og eftir ára- mót, og eru klúbbskírteini seld hvort í sínu lagi á eitt þúsund krónur. Að auki kostar tvö hönnuður og hefur starfað sem nokkuð sem slíkur uppá síðkast- ið. Hann hannaði ma. nýyerið tónleikasvið popparanna í Pet Shop Boys þegar þeir héldu sinn fyrsta konsert og var ekki um neina. venjulega tónleika að ræða. Myndin sem sýnd var í gær og verður endursýnd á laugardag heitir Caravaggio og segir frá samnefndum listmálara sem var uppi á endurreisnartímanum á It- alíu. Jarman gerði þessa kvik- mynd árið 1985 og olli hún nokk- urri hneykslan líkt og fleiri kvik- myndir hans. Michaelangelo gera þaö. Sem málari hefur Jarm- an góðan bakgrunn til að gera þetta verk skáldlegrar sýnar, galdra og myrkviðs sem magnað- ast. Hann vildi einnig gera verkið öllum opið og auðskilið. Aðrir sem spreytt sig á Ofviðrinu eru ítalinn Alberto Lattuata (1958) og Bandaríkjamaðurinn Paul Mazurski (1982). Um næstu mánaðamót verður sýnd mjög merkileg kvikmynd í leikstjórn Godfrey Reggio sem gerð var árið 1983 og kallast Koy- aanisqatsi. Orðið er komið úr tungumáli Hopi-indíána og er myndin ádeila á líf nútímamanns- Gerum góÖan klúbb betri hundruð krónur inná hverja sýningu. Á efnisskrá fyrra misseris kennir ýmissa grasa en aðstand- endur íclúbbsins hafa tekið þá ágætu ákvörðun að bjóða uppá fleiri en eitt verk hvers leikstjóra. Það verður því hægt að kynnast nokkrum af merkari kvikmynd- agerðarmönnum aldarinnar nokkuð vel en í þeim hópi eru Þjóðverjarnir Fritz Lang og Wil- helm Murnau, Japanarnir Kenjo Mizoguchi og Yasujiro Ozu og breski óháði leikstjórinn Derek Jarman. Að auki verður boðið uppá verk eftir Godfrey Reggio, Jacques Tourneur, Pier Paulo Pasolini, Volker Schlöndorff og Dennis Hopper. En lítum þá á efnisskrána einsog hún verður fyrir áramót. Sýningar verða öllu jöfnu á fimmtudögum kl. 21 og 23, en kl. 15 á laugardögum. Hver mynd verður því sýnd þrívegis og því ekki mikið ráðrúm til að velja sér sýningartíma. Fyrstu sýningar klúbbsins voru reyndar í gær, en þá var sýnd fyrsta mynd af þrem- ur eftir Bretann Derek Jarman. Hann hefur verið nokkurs konar utangarðsleikstjóri í Bretlandi um nokkurt skeið og myndir hans jafnvel hvorki sýndar í al- mennum kvikmyndahúsum né sjónvarpi. Jarman byrjaði feril sinn sem málari og leikmynda- Merusu da Caravaggio, er talinn frumkvöðull myndlistarstefn- unnar Chiarooscuro, sem byggir á tilfinningaþrunginni notkun ljóss og skugga. Þessi stefna hef- ur ma. haft mikil áhrif á kvik- myndagerð og þá vitanlega Der- ek Jarman. I myndinni liggur Caravaggio fyrir dauðanum árið 1610 og rifjar upp ástríðuþrungið líf sitt. Það verður að segjast að myndin er einkar áhrifamikil og gefur raunsæja og oft sjokker- andi mynd af lífinu. í næstu viku verður svo sýnd kvikmyndin Jubilee, eða Loka- hátíðin, sem Jarman gerði árið 1977. Hún vakti enn meiri hneykslun en Caravaggio, enda fjallar hún um hnignun breska heimsveldisins á nýstárlegan hátt. Elísabet I. Englandsdrottn- ing ferðast í myndinni í tíma og rúmi undir leiðsögn galdramanns hirðarinnar. Jubilee er fuðuleg forspá um breskt þjóðlíf á níunda áratugnum þarsem ofbeldi og eyðilegging ríkir. Jarman fékk til liðs við sig breska nýbylgjutón- listarmenn, ss. Brian Eno og Adam and the Ants, en Adam og söngkonan Toyah leika einnig í myndinni. Þriðja og síðasta mynd Jar- mans sem sýnd verður í Kvik- myndaklúbbnum er útfærsla hans af Ofviðri Shakespeares. Hann varð snemma heltekinn af þessu leikriti og eyddi tíu árum í mynd- ins og lýsir hve mjög hann hefur fjarlægst uppruna sinn. Myndin er eins konar heimildamynd þar- sem engir leikarar, ekkert tal og engin eiginleg leikstjórn á sér stað. Ofanritaður sá þessa mögnuðu kvikmynd eigi fyrir margt löngu og er ætlunin að fjalla ítarlegar um hana skömmu áður en hún verður sýnd. Sama verður að mestu sagt um afganginn af myndum Kvik- myndaklúbbsins, ítarlegri um- fjöllun verður að bíða betri tíma. Það er þó sjálfsagt að gefa nokkra innsýn í hvaða myndir verða á boðstólnum, en 6.-12. september verður farandsýning á vegum al- þjóðasamtaka kvikmyndasafna. Kvikmyndaklúbburinn tekur sér frí á meðan og svo verður einnig þegar Kvikmyndahátíð Listahát- íðar verður haldin 7.-17. októ- ber. Um miðjan september hefjast sýningar á klassískum verkum þýska expressionistans Fritz Lang. Fyrst er sýnd Der miide Tod sem hann gerði árið 1921, þá Dr. Mabuse (1922), Metropolis (1927) og loks You Only Live Once (1937). Fyrstu þrjár mynd- irnar gerði Lang á fyrra Þýskalands-tímabili sínu og er Metropolis sennilega þekktust þeirra, sérstaklega vegna endur- útgáfu myndarinnar árið 1984. You Only Live Once er hinsvegar gerð í Bandaríkjunum, en Lang dvaldist þar í rúma tvo áratugi eftir að hann hraktist burt frá Þýskalandi á tímum Þriðja ríkis- ins. Um miðjan október sjáum við síðan tvær myndir eftir annan ekki ómerkari Þjóðverja, Frie- drich Wilhelm Murnau. Sýndar verða Nosferatu (1922) og Der letzte Mann (1924) en fyrri myndina endurgerði Werner Herzog árið 1979. Báðar þessar myndir eru meðal bestu kvik- mynda Murnaus en hann lést £ bííslysi árið 1931, þá 42ja ára gamall. Þegar þessir tveir Þjóðverjar hafa lokið sér af verða sýndar japanskar kvikmyndir eftir Kenjo Mizoguchi og Yasujiro Ozu. Báðir eru þeir á meðal á- hrifamestu kvikmyndagerðar- manna, sögunnar en hafa hér á Vesturlöndum staðið nokkuð í skugga landa síns, Akira Kuros- awa. Myndirnar sem við sjáum heita Saikaku Khidai Onna (Líf O'Haru, 1952) og Sancho Dayo (Sancho ráðsmaður, 1954) eftir Mizoguchi og Soshun (Snemma vors, 1956) eftir Ozu. Eftir þetta taka við stakar sýn- ingar í minna samhengi hver við aðra. í lok nóvember verður Cat People í leikstjórn Jacques To- urneur á dagskrá. Hún var endur- gerð í leikstjórn Paul Schrader árið 1982 en fyrri myndin þykir mörgum klössum betri. Þess má geta að Tourneur var bandarísk- ur ríkisborgari nær allt sitt líf en faðir hans, Maurice, var einn af frumkvöðlum evrópskrar kvik- myndagerðar. í desember verður sýnd ein af mörgum stórvirkjum ítalska marxistans Pier Paolo Pasolini, II vangelo secondo Matteo (Boð- skapur heilags Matteusar, 1964). Síðan verður sýnd Death of a Sal- esman (Sölumaður deyr), eftir samnefndu leikriti Arthurs Millers, í leikstjórn Þjóðverjans Volkers Schlöndorffs. Myndin var gerð fyrir sjónvarp árið 1985 með nánast sömu leikurum og fluttu verkið á sviði ári áður, en einhverra hluta vegna hefur myndin ekki verið sýnd hér á landi. Á eftir henni verður svo sýnd kvikmynd Dennis Hoppers, The Last Movie, sem á vel við þarsem hún verður síðasta kvik- mynd klúbbsins á þessu misseri. Hopper gerði þessa mynd árið 1971 eða tveimur árum á eftir hann sló í gegn með Easy Rider. Myndin hefur reyndar fengið heldur dræmar viðtökur gagnrýnenda en ekki eru allir sammála því. Tíu ár liðu þar til Hopper gerði kvikmynd á ný. Mun betri umfjöllun um þessar kvikmyndir er að finna í stórgóðri dagskrá sem Kvikmyndaklúbb- urinn hefur gefið út. Fjöl- mennum í Regnbogann og gerum góðan klúbb að betri klúbbi. ftegnboginn The Bear *•* (Björninn) Annaud kemur vissulega nokkuð á óvart meö þessum óö sínum til náttúrunnar en það verður ekki af honum tekið að myndin er llstavel gerð. Góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, sérstaklega þá sem unna óspilltu náttúrulffi. Aðalleikararnir fara á kostum. The Name of the Rose • •• (Nafn rósarinnar) Þrátt fyrir magnaðar senur og frábaeran leik hefði myndin getað orðið enn betri. Hún llður út í ósköp venjulega Skerjaláks- stælingu og endar á rangan veg. Quest for Flre ••• (Leitin að eldlnum) Annaud á heiður skilinn tyrir þessa söguskoðun sfna á faimmanninum. Ekki endilega allt satt og rétt en mjog skemmti- legum sjónarmiðum velt fram. A Cry in the Dark •••• (Móðir fyrir retti) Mynd um fórnarlömb náttúrunnar og jafnvel enn frekar fórnarlömb mannlegs samfélags þegar það tekur á sig hina grimmustu mynd. Schepisi splæsir saman náttúnjnni gegn almenningi og fjölmiðlum þannig að úr verður einhver áhrifamesta kvikmynd sinnar tegundar I langan tfma. Mynd sem allir hafa gott af að sjá. Konur á barml taugaáfalls ••• Frfskur, fyndinn og skemmtilegur farsi frá Spáni. Kvikmyndataka og leikur skapa skemmtilega taugaveiklað andrúmsloft og undirstrika þannig titil myndarinnar. Kon- urnar ættu bæði að höfða til þeirra sem leita eftir einfaldri afþreyingu og hinna sem langar að sjá vel heppnaða kvikmynda- gerð. Dirty Rotten Scoundrels •• (Svikahrappar) Oft smellin og fyndin mynd um tvo forh- erta svikahrappa og samskipti þeirra við kvenkynið. Dulítið gamaldags húmor sem byggir talsvert á brokkgengri frammistöðu aðalleikaranna. Hverjum öðrum en Steve Martin myndi leyfast að ofleika svona lika rosalega án þess að það komi að sök, en Mihcael Caine er sem tyrr bara í vinnunni. Manifesto ••• (Samsærlð) Skemmtileg mynd frá Júgóslavanum Makavejev og góð tilbreyting frá þeirri hol- skeflu sem gengur um kvikmyndahúsin um þessar mundir. Staður og stund er rétt eftir fall austurrisk-ungverska keisaradæmis- ins og segir myndin frá tilræði f skjóli létt- leika almúgans. Sem fyrr blómstrar orót- fkin hjá Makavejev, jafnvel f formi sadó- masókisma. Babette's gæstebud •••• (Gestaboð Babettu) Þessi gómsæta mynd Gabriels Aksels er uppgjör bókstafstrúarmanna við freistinguna og syndina. Stórgóö persónu- sköpun og veislan f lokin er ógleymanleg. Caravaggio ••• Derek Jarman er engum Ifkur og sjokk- erar flest venjulegt fólk. Myndin hefur að geyma glæsilega notkun myndmáls og of- beldis en menn þurfa að hafa sig alla við til að missa ekki úr þráðinn. Laugarásbíó The Burbs •• (Geggjaðir grannar) Ekkert sérstök mynd í neinu tilliti en leikaramir bjarga henni fyrir horn. Tom Hanks slær ekki feilpúst f rekar en fyrri dag- inn í þessari athugun hans og fleiri á væg- ast sagt ófrýnilegum nágrönnum. Torch Song Trllogy ••• (Arnold) Snjöll og einlæg mynd sem segir frá heimi hómósexúals fólks. Vel skrifuð og leikin og tekst að slá bæði á létta og hríf- andi strengi án þess að falla I gryfju væmninnar. Sagan af hommanum Arnold er eitt vitsmunalegasta og besta sem bíoin bjóða upp á um þessar mundir. Fletch Llves •• (Fletch lifir) Mynd fyrir aðdáendur Chevy Chase en þeim sem ekki líkar kappinn aettu að sitja heima. Fletch er á köflum mjög fyndin en sum atriðin eru gjörsamlega mislukkuð. Fyrri myndin var betri. Bióhöllin Licence to Kill ••• (Leyflð afturkallað) Ein besta Bond-myndin I langan tima. Dalton er 007 holdi klæddur og spannar allt frá horkutóli I sjentilmann. Broccoli hefur hrist, en ekki hrært, upp I Bond-imyndinni með góöum árangri. The Gods Must Be Crazy II • (Guðirnir hljóta að vera geggja&lr 2) Ágæti fyrri myndarinnar var einkum snjallri og frumlegri hugmynd að þakka. Því er ekki fýrir að fara hér heldur er, einsog alltof oft, reynt að notfæra sér vinsældir fyrri myndarinnar til að gera aðra eins. Á ser sínar góðu hliðar en þær hverfa tyrir hinum verri. Her Alibi •• (Með allt í lagi) Hreint ágætis skemmtun þarsem_ klaufinn Tom Selleck líkir eftir Cary Grant" hér á árum áður. Vel er fléttað á milli hinnar raunvemlegu sogu og skáldskaps rithöf- undarins en atriðin með Rúmenum og þar með taliö lokaatriðið heldur hugmyndasn- auð. Pollce Academy 6 0 (Lögregluskólinn 6) Hvornig er hægt að ætlast til þess að fólk hlægi að sömu fúlu bröndurunum ár eftir ár? Þessi sjötta mynd I röðinni um logreglu- skólann er slakari en þær slðustu þar á undan og er þá mikið sagt. Three Fugitives •* (Þrjú ó flótta) Ágætis gamanmynd á meðan plottið vitkar en dettur niður þess á milli. Martin Short er aðal aðhlátursefnið sem mis- heppnaðasti bankaræningi kvikmyndanna f allt of stórum frakka. A Flsh Called Wanda ••• (Fiskurlnn Wanda) Nánast fullkomin gamanmynd. Hárfínn húmor I skotheldu handríti og gamlinginn Crichton stýrir af mikilli fimi. Erfitt að gera upp á milli aðalleikaranna sem em hver öðrum betri. Betri skemmtun er vandfund- ln Bfóborgin Forever Friends •• (Alltaf vlnlr) Um margt ágæt lýsing á langvarandi vin- áttu tveggja ólíkra kvenna. Ágætlega leikin, sérstaklega er Midler hrífandi f einni buddy-myndinni enn. Myndin reynir hins- vegar að segja alltof mikið, einsog dæmi- gerð væmin míni-sería, og veldur hún ekki þessum mikla söguþræði. Spellblnder • (A hættusló&um) Ekki alvond hryllingsmynd en byggir um of á sömu atriðum og sambærilegar B- myndir. Allt vel þekkt og ofnotað: djöflatrú og yfirnáttúrulegir hlutir með tilheyrandi tæknibrellum og óvæntum endalokum. Dangerous Liaisons ••• (Hættuleg sambönd) Þrungin, en jafnframt hrffandi tragi- kómidia þar sem allir eru táldregnir. Frá- bær leikur ber myndina uppi, sérstaklega Malkovich og Close sem hástéttarpakkið sjálfselska. Mynd fyrir rómantikera en endirinn er I hróplegu ósamræmi við þjóð- félagsastandið á þessum tfma. Rain Man ••• (Regnma&urinn) Regnmannsins verður minnst fyrir ein- stakan leik Hoffmanns f hlutverki einhverfa ofvitans fremur en sem góðrar kvikmynd- ar. Óskar fyrir handrit og leikstjórn fremur vafasamur og Barry Levinson hefur áður stýrt betur. Háskólabíó Warlock 0 Afskaplega lélegt, ósmekk- legt og ómerkiiegt. Ovist hvort verið er að stæla Highlander eða The Termenator enda skiptir það engu máli. Stjörnubió Magnús ••* Lang besta kvikmynd Þrains til þessa og jafnframt f hópi betri kvikmynda sem gerö- ar hafa verið hér á landi. Þráinn hefur náð auknum þroska sem listamaður og byggir mynd sfna vel upp til að byrja með en ým- issa brotalama fer að gæta þegar leysa á úr vandamálum höfuðpersóna. Oft yndis- legur gálgahúmor og Magnús er sann- kölluð skemmtimynd fyrir alla aldurshopa. Baron Múnchhausen ••* (Ævintýri Múnchhausen) Ævintýri barónsins af Munchhausen eftir lygascgum R. E. Raspe gætu varla fengið betri meðferð en hjá fyrrum Monty Python fólkinu undir stjóm Terry Gilliam. Sannkölluð fantasla sem allir geta haft gaman af, jafnt ungviðið sem kvikmynda- fríkin. Svona eiga ævintýri að vera. Föstudagur 18. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.