Þjóðviljinn - 23.08.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.08.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 23. ágúst 1989 143. tölublað 54. árgangur Þemum Eimskip III in smánarlaun Byrjunarlaunþúsundkrónumlœgrienlœgstulaunílandi. 10 áraðná7'árastarfsaldri.Dagvinnukaupá frídögum. Vinnal2 til 14 tíma á dag. Aukið álag eftir aðfarþegarfóru að sigla. Ekkert nýtt að til sé SL., £, láglaunafólk, segir starfsmaður Eimskip amningar þerna hja Eim- j j r skipafélagi Islands hafa vcri'ð' lausir síðan í maí. Eimskipafé- lagið hefur boðið þernunum samning en samkvæmt heimild- um Þjóðvttjans eru byrjunarlaun um þúsund krónum lægri en lægstu laun sem þekkjast í landi. Samkvæmt þessum samningí milli þerna á Ms. Brúarfossi og Ms. Laxfossi og Eimskipafélags' íslands eru byrjunarlaunin 34.491 krónur á mánuði. Tíma- kaup í yfirvinnu er 358,19 krón- ur. Eftir 7 ára starf eru launin orðin heilar 41.734 krónur á mán- uði. Samkvæmt samningnum eru greidd einföld dagvinnulaun fyrir unna frídaga. Sarfsaldurshækk- anir á laun eru einnig athyglis- verðar því samkvæmt 2. gr samn- ingsins reiknast þær af skráning- ardögum samkvæmt sjóferða- bók. Þetta þýðir að ef þerna vinn- ur 8 mánuði á ári, sem er meira en ársverk í dagvinnu í landi, þá tekur það hana rúm 10 ár í starfi að ná 7 ára starfsaldri. Þessu er á annan veg farið með yfirmenn á skipunum. Vinnutími þerna er mjög langur, allt að 14 tímar á sólar- hring og eftir að farið var að flytja farþega hefur vinnuálagið aukist Ungir fíkniefnaneytendur ir: i i sinnt Rfkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að koma á fót meðferðarheimili fyrir unglinga á aldrinum 12-17 ára. Svavar Gestsson menntamálaráðherra, segir það búið að vera á dagskrá lengi að koma slíkri stofnun á fót og nú þegar verði hafínn undir- búningur með þjálfun starfsfólks og útvegun húsnæðis. Svavar segir að meðferðarstofnunin komi til með að hýsa 20-30 ung- linga, sem samsvari nokkurn veg- inn bráðaþörf. Nefnd á vegum heilbrigðis-, mennta- og félagsmálaráðuneytis hefur unnið að undirbúningi þessa máls í nokkra mánuði, með aðstoð manna úr dómsmála- for- sætis- og fjármálaráðuneyti. Rík- isstjórnin ákvað að menntamála- ráðuneytið fæli Unglingaheimili rfkisins að hefja nauðsynlegan undirbúning og sagðist Svavar vonast til að meðferðarstofnunin gæti hafið starfsemi eftir uþb. 5 mánuði. Svavar sagði að farið hefði ver- ið yfir margar hugmyndir, ma. frá Krisuvíkursamtökunum og Sam- tökum um vímulausa æsku. Að sögn Svavars hefur verið talað um að tveir tugir unglinga hefðu þörf fyrir meðferð vegna fíkni- efnanotkunar. Foreldrar og að- standendur þessara unglinga hefðu leitað til ráðuneytanna vegna þessa hræðilega vanda og félagsmálastofnanir þrýst á um lausn hans í um 10 ár. -hmp en launin hafa ekki hækkað. Til samanburðar við laun þerna má nefna að lægstu laun sem vitað er um £ landi eru rúm- lega þúsund krónum hærri á mán- uði, td. eru byrjunarlaun sam- kvæmt almennum taxta fisk- vinnslufólks 35.516 krónur á mánuði. Byrjunarlaun háseta á farskipum eru 38.516 krónur samkvæmt taxta en í upplýsing- um frá Sjómannafélagi Reykja- víkur kemur fram að enginn þeirra vinnur á svo lágum launum því ofan á þennan taxta bætist 11% sjóálag þannig að byrjunar- laun háseta verða 42.753 krónur. - Þessar tölur eru alveg í sam- ræmi við það sem tíðkaðist þegar ég var að vinna sem þerna, sagði Nonný U. Björnsdóttir en hún lét af störfum hjá Eimskipafélaginu í febrúar sl. - Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur að bjóða upp á þessi laun. Þernurnar vinna mjög langan vinnudag frá klukkan 7 á morgnana til 8 á kvöldin og eftir að farið var að sigla með farþega eru skipin orðin að fljótandi hót- elum. Þótt þernurnar séu tvær þar sem farþegar eru teknir er álagið miklu meira en áður og það varð til þess að ég hætti í þessu starfi, sagði Nonný. Hún sagði að sér þætti ekki óeðlilegt að þernurnar miðuðu við laun háseta og í því sambandi nefndi hún sérstaklega að aldrei hefði tekist að fá sjóálagið inn í samn- inga þerna. - Það er fullt af fólki í landinu með lág laun og það er nú oft fólkið sem vinnur erfiðustu störf- in. Þernufélagið hefur verið áka- flega veikt félag og að því er ég best veit lognaðist það nánast út af eftir að samningarnir '87 voru gerðir. Það er náttúrlega ljóst að þær verða að sækja fram með sín mál sjálfar, sagði Dagþór Har- aldsson hjá starfsmannadeild Eimskipafélagsins. Ekki reyndist unnt að hafa uppi á formanni Þernufélagsins en samkvæmt upplýsingum sem fengust er hér um að ræða samn- ing sem Eimskipafélagið hefur boðið þernum en innan þeirra raða eru uppi skiptar skoðanir um hvort eigi að samþykkja hann. iþ Hans Kr. Eyjólfsson, dyravörður í forsætisráðuneytinu, hefur daglega í mörg ár gefið dúfunum í miðbænum brauðmola. Að sögn Hans koma ætíð sömu þrettán dúfurnar til að kroppa brauðmolana en best þykir þeim brauð með osti. f gær voru dúfurnar þó 15 og hélt Hans að fastagestimir hefðu tekið tvær frænkur með sér. Hans var ráðinn dyravörður í forsætisráðuneytinu 21. janúar 1970 af Bjarna Benediktssyni þáverandi forsætisráðherra. Mynd Kristinn. Ríkisábyrgð launa Lög um ábyrgð misnotuð Jóhanna Sigurðardóttir: Nauðsynlegt að koma í vegfyrir að ríkisábyrgð launa sé misnotuð.Greiðslurríkissjóðsvegnagjaldþrota vaxandi Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur skipað nefnd til að endurskoða lög um ábyrgð iikisins á launum fólks vegna gjaldþrota fyrirtækja. Ráðher- rann segir nokkra galla á lögun- um hafa komið í Ijós við fram- kvæmd þeirra, sem hafi orðið meira áberandi eftir því sem greiðslur ríkisiiis hafa orðið meiri. Á síðasta ári greiddi ríkis- sjóður 80-90 mUjónir til launa- fólks vegna gjaldþrota fyrirtækja og segir Jóhanna að greiðslurnar gætu nálgast 200 mujónir á þessu ári. Að sögn Jóhönnu er nauðsyn- legt að samræma gildistíma ríkis- ábyrgðarinnar á ólíkum greiðsl- um. Gildistími greiðslna á launum sé 6 mánuðir, orlofi 12 mánuðir og á lífeyrisgreiðslum 18 mánuðir. Sami tími þurfi að gilda fyrir allar þessar greiðslur. Þótt algengast sé að rikissjóður greiði launafólki í þessari stöðú meðal- laun, séu dæmi um að ríkissjóður hafi þurft að greiða laun langt umfram þau. Skoða þurfi hvort ekki sé hægt að komast að samkomulagi um þak á þessar greiðslur. Þá segir Jóhanna að eins og kerfið sé í dag, virki það ekki hvetjandi á fólk við að leita sér að nýrri vinnu. Engin krafa sé um að fólk skrái sig hjá atvinnumiðlun- um og þessu þurfi að breyta. Einnig þurfi að endurskoða vaxtagreiðslur í þessum efnum, þannig að ríkissjóður sé ekki að greiða vexti ef málsaðilar eiga sjálfir sök á hugsanlegum töfum á greiðslum úr ríkissjóði. Samhliða endurskoðuninni á ríkisábyrgð launa, er verið að endurskoða lög um hlutafélög og gjaldþrot fyrirtækja, að sögn Jó- hönnu. Ekki sé eðlilegt að ríkið sé að greiða út laun vegna gjald- þrots fyrirtækis, þegar sömu eigendur stofna nýtt hlutafélag um sama rekstur, eins og dæmi séu um. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.