Þjóðviljinn - 23.08.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.08.1989, Blaðsíða 5
Bækur Ættarsaga Reyni staðarmanna Jón Sigurðsson, alþingismaður og bóndi á Reynistað, var lands- þekktur maður. Komu þar bæði til umfangsmikil þjóðmálastörf hans og margvísleg félagsmála- þátttaka heima í héraði. Hann var einn af ötulustu frumk vöðlum að stofnun Sögufélags Skagfirð- inga og vann því frá upphafi allt er hann mátti. Og þar munaði sannarlega um mannsliðið. Á s.l. ári voru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns á Reynistað, en hann var fæddur 13. mars, 1888. Sögufélagið ákvað að heiðra minningu Jóns með útgáfu þeirrar bókar.sem hér er vakin athygli á. Nefnist hún Ættir og óðal- frásagnir Jóns á Reynistað. Petta er ættarsaga, sem Jón hóf að rita upp úr 1940. Er þar eink- um rakin saga forfeðra hans allt frá síðari hluta 18. aldar. Bókin hefst á heiðurslista og eru þar skráð 500 nöfn manna og stofnana. Þá kemur stuttur for- máli eftir Hjalta Pálsson, bóka- vörð. Síðan aldarminning Jóns á Reynistað, rituð af sr. Gunnari Gfslasyni, vini og samstarfs- manni Jóns um árabil. Hefur ekki áður, á gleggri og greinarbetri hátt, verið ritað um ævi Jóns, hin margháttuðu félagsmálastörf hans, búsýslu og heimilishætti á Reynistað. Frásöguþættir Jóns fjalla eink- um um forfeður hans í föðurætt, en ættina rekur hann til Sveinbjarnar nokkurs er bjó í Stóru-Gröf á Langholti á fyrri hluta 18. aldar. Börn Sveinbjarn- ar voru tvö: Kristín og Ásgrímur. Segir nokkuð frá þeim báðum. Kristín giftist Þorleifi Þorleifssyni bónda á Skarðsá í Sæmundarhlíð og er barna þeirra getið. Ásgrím- ur var um skeið bóndi og ráðs- maður á Hólum í Hjaltadal. Fluttist síðan að Flugumýri og loks að Frostastöðum, þar sem hann bjó upp frá því. Kona Ás- gríms var Guðríður Guðmunds- dóttir. Áttu þau einn son, Hall. Bjó hann lengstaf í Geldinga- holti, sem hann keypti er jarð- eignir Hólastóls voru boðnar upp 1802. Bjó Hallur lengi í Gelding- aholti við góð efni og umsvif ým- iss konar. Alls átti Hallur 16 börn með konum sínum tveimur. Ritar Jón sérstaka þætti um níu þeirra, auk þáttar um Sigurð Jónsson, hreppstjóra í Krossanesi. En því kemur Sigurður inn í þessar frá- sagnir að þau hjón voru fóstur- foreldrar afa Jóns á Reynistað, sr. Jóns Hallssonar. Síðan getur að nokkru tengdaforeldra sr. Jóns, en að því búnu hefst þáttur um þann merka klerk sr. Jón Hallsson. Sr. Jón byrjaði sinn prestskap á Felli í Sléttuhlíð. Þá í Goðdölum í Vesturdal, síðan á Miklabæ í Blönduhlíð og loks í Glaumbæ á Langholti. Lengi prófastur í Skagafirði. Er sr. Jón lét af embættisstörfum flutti hann til Sauðárkróks og andaðist þar í hárri elli. Séra Jón Hallsson var mikill merkismaður á marga grein. Auðsæll og umsvifamikill héraðs- höfðingi. Hjálpsamur við þá, er höllum fæti stóðu. Glæsimenni í sjón. Hagmæltur gleðimaður. Hestfær í besta lagi. Enginn óvin- ur kvenna. Vínmaður í hófi. Reglusamur um alla embættis- færslu. Frá þessum afa sínum greinir Jón á Reynistað ítarlega og dregur hvorki dul á kosti hans né bresti. Hefur nú að segja frá Sigurði syni sr. Jóns Hallssonar og föður Jóns á Reynistað. Sigurður fór til Vesturheims árið 1874, þá 26 ára gamall. Vestra dvaldist hann í 9 ár. Kom þá heim en hugðist fara aftur vestur innan skamms. Það réðist þó á annan veg. Hann kvæntist Sigríði Jónsdóttur bónda í Djúpadal í Blönduhlíð. Hófu þau búskap á Reynistað og bjuggu þar til æviloka. Signður frá Djúpadal var mikil myndar- og gæðakona, jafnt í sjón sem raun. Vel menntuð að þeirrar tíðar hætti. Hafði numið við kvennaskóla Skagfirðinga, fyrst að Ási í Hegranesi og síðan á Hjaltastöðum í Blönduhlíð hjá Elínu Eggertsdóttur Briem. Fór síðan til Danmerkur ásamt Elínu Briem og stunduðu þær nám við Kennaraskóla í Kaupmanna- höfn. En ekki lét Sigríður þar við sitja, heldur brá sér til Sjálands og lærði þar mjólkurmeðferð, smjör- og ostagerð. Heim komin kenndi hún við Kvennaskólann á Ytri-Ey á Skagaströnd en leiðbeindi á sumrin um meðferð mjólkurvara. Eftir að hún tók við búsforráðum á Reynistað tók hún ungar stúlkur inn á heimilið og kenndi þeim saumaskap og matreiðslu. Sigurður á Reynistað var frem- ur fhaldssamur að eðlisfari og ógjarnt að rasa um ráð fram. Gerðist þó jafnan ötull áhuga- maður um allar nýjungar er hann hafði sannfærst um að þær horfðu til framfara. Þættirnir um sr. Jón Hallsson og Sigurð son hans eru burðarásar bókarinnar. Báðir ákaflega fróðlegir og skemmti- legir í senn. - Loks er svo stuttur Jón Sigurðsson Reynistað kafli, þar sem bókarhöfundur greinir frá ýmsum æskuminning- um sínum. - Fjölmargar myndir prýða bókina. Það var mikið nytsemdarverk hjá Sögufélagi Skagfirðinga að gefa út þessa bók. Hún er á allan hátt vel úr garði gerð, bæði hið innra og ytra. - mhg SKÁK Fimm skákmenn efstir á heimsbikarmótinu í Skellefteá Ótrúlegt klúöur Kasparovs gegn Tal Þótt Garrí Kasparov sé nú ef- stur við fimmta mann á heimsbik- armótinu í Skellefteá í Svíþjóð hefur hann ekki mikla ástæðu til að vera ánægður með gengi sitt. Þrívegis hefur hann misst auðunnar stöður niður í jafntefli og þetta er greinilega farið að angra hann, sjálfstraustið hefur bilað sem sést á því að í 8. umferð sætti han sig við jafntefli með hvítu í aðeins 17 leikjum gegn Valeri Salov. Karpov og Hubner sluppu fyrir horn í annarri og fjórðu umferð er þeir mættu Kasparov og í sjö- undu umferð mætti Garrí töfra- manninum frá Riga, Mikhael Tal. Leiknir hafa verið 32 leikir þegar hér er komið sögu. Kaspar- ov er í vægu tímahraki: 8 7 6 5 4 3 2 1 Einfaldast er 33. Bd5 Bxb2 34. Dxb7 Bf6 35. g3 og hvíta staðan er auðunnin. En Kasparov gerist of veiðibráður og leikur af sér bi- skupnum: 33. Dxb7?? Ddl+ 34. Kh2 Dd6+! - biskupinn féll en staða Kaspar- ovs var það góð að hann tefldi þessa stöðu uppá vinning. Varð þó að sætta sig við skiptan hlut eftir 60 leiki. f skákum sínum við Andersson og Sax í fimmtu og sjöttu umferð var Kasparov með betra tafl a b c d e f g h Kasparov - Tal lengst af en jafntefli varð þó nið- urstaðan. Úrslit í Skellefteá frá og með fimmtu umferð hafa orðið þessi: 5. umferð: Ehlvest vann Korts- noj og Short vann Salov. Jafntefli gerðu Seirawan og Ribli, Nunn og Karpov, Portisch og Hubner, Vaganian og Nikolic, Sax og Tal, Kasparov og Andersson. 6. umferð: Húbner vann Nunn, Karpov vann Ehlvest og Korts- noj vann Vaganian. Jafntefli gerðu Tal og Ribli, Sax og Kasp- arov, Andersson og Salov, Short og Portisch, Vaganian og Nikol- ic. 7. umferð: Salov vann Sax og Ehlvest vann Húbner. Jafntefli gerðu Kasparov og Tal, Vagani- an og Karpov, Portisch og Andersson, Nunn og Short, Ribli og Nikolic. Skák Seirawans og Kortsnojs fór í bið og er staðan jafnteflisleg. 8. umferð: Karpov vann Seiraw- an, Portisch vann Sax og Anders- son vann Nunn. Jafntefli gerðu Kasparov og Salov, Short og Ehlvest, Húbner og Vaganian, Kortsnoj og Ribli. Skák Tals og Nikolics var frestað vegna veikinda Tals. Óvíst er hvort Tal getur haldið áfram þátttöku sinni en hann varð alvarlega veikur í vetur og var meðvitundarlaus um langt skeið. Staðan á mótinu er þessi: 1.-5. Kasparov, Karpov, Ehlvest, Sal- ov og Portisch 5 v. 6.-7. Short og Andersson 4 1/2 v. 8. Hiibner 4 v. 9. Nikolic 3 1/2 v + frestuð skák. 10. Ribli 3 1/2 v. 11.-12. Tal og Seirawan 3 v. + frestuð/ biðskák. 13.-15. Nunn, Vaganian og Sax 3 v. 16. Kortsnoj 2 v. + biðskák. Vitaskuld hafa margar bráð- skemmtilegar skákir litið dagsins ljós sem eðlilegt er þegar slíkir snillingar eru á ferðinni. Þó er mikill munur á því hvað menn leggja af mörkum til skáklistar- innar. Ribli, Nunn og Sax eru yf- irleitt fljótir úr skáksalnum eftir örstutt jafntefli. Ömurlegt er að horfa uppá John Nunn þröngva uppá menn eftirfarandi jafntefli: 1. e4 e5 2. RO Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rg5 Hf8 12. Rf3 He8 13. Rg5 Hf8 14. Rf3. Viktor Kortsnoj situr á botnin- um en skákir hans hafa verið bráðskemmtilegar og eru honum til mikils sóma. Viðureign hans við Jaan Ehlvest verður tekin til meðferðar hér. Þar er einnig á ferðinni litríkur persónuleiki. Hann' er undir áhrifum landa síns Keresar og virðist ætla að verða verðugur arftaki hans. Það er at- hyglisvert að Ehlvest hefur unnið allar sínar skákir gegn franskri vörn og sigurinn yfir Kortsnoj var afar stflhreinn. Kortsnoj beitir Rubinstein-afbrigðinu svokall- aða en fær brátt þrönga og erfiða stöðu. Yfirleitt lætur honum vel að verjast undir slíkum kringum- stæðum en á fá svör gegn mark- vissri taflmennsku Ehlvest sem byrjar á því að negla niður drottningarvænginn, 20. b4 og kemur síðan riddurunum sínum haganlega fyrir. Kortsnoj skiptir upp á c5 en við það veikjast varn- ir hans á kóngsvængnum og hvít- ur fær góð sóknarfæri. í 34. leik verður Kortsnoj á alvarleg skyssa. Best er 34. ... h6ogsvart- ur getur enn varist en hann leyfir h-peðinu að þeysa til h6. Eftir 42 leiki standa öll spjót að Kortsnoj. 42. ... Del er auðvitað afleikur en staðan er töpuð og lokahnykk- urinn er einfaldur og snotur. H- peðið ræður úrslitum: Ehlvest -Kortsnoj Frönsk vörn 1. e4 e6 22. 2. d4 d5 23. 3. Rc3 Rf6 24. 4. Bg5 dxe4 25. 5. Rxe4 Be7 26. 6. Bxf6 gxf6 27. 7. Bc4 a6 28. 8. a4 b6 29. 9. Rf3 Bb7 30. 10. De2 c6 31. 11. 0-0 Rd7 32. 12. Hadl Dc7 33. 13. Hfel o-o 34. 14. De3 Kh8 35. 15. Rg3 Hg8 36. 16. Rh5 Rf8 37. 17. Bfl b5 38. 18. axb5 axbS 39. 19. c3 Had8 40. 20. b4 Hd5 41. 21. Rg3 Rg6 42. Hal Hdd8 Re4 Ha8 Rc5 Hxal Hxal Ha8 Hxa8+ Bxa8 g3 Bb7 Rd2 Bc8 Bg2f5 Df3 Bxc5 bxc5 Bd7 h4 Kg7 h5 Re7 De3f6 h6+ Kf7 c4 f4 Dd3 Rg6 cxb5 cxb5 Re4 fxg3 Rd6+ Ke7 fxg3 Da5 Kh2 Del a b c d e f g h 43. Dxg6! - og Kortsnoj gafst upp. 43. ...gxh6 er svarað með 44. h7 og peðið verður að drottningu. Langt hlé verður nú gert á mót- inu og fer 9. umferð fram föstu- daginn 15. september. Miðvikudagur 23. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.