Þjóðviljinn - 24.08.1989, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 24.08.1989, Qupperneq 1
Fimmtudagur 24. ágúst 1989 144. tölublað 54. árgangur EfnahagsnefndAlþýðuflokksins með niðurskurðarhugmyndir. Skera niður ímennta- ogheilbrigðiskerfinu. Niðurskurður upp á 3 miljarða. Svavar Gestsson menntamálaráðherra: Oframkvœmanlegt miðað við þá menntastefnu sem er í landinu Efnahagsnefnd Aiþýðuflokks- ins hefur lagt til að skorið verði niður um 3 miijarða í heilbrigðis- og menntakerfinu á næsta ári ofan á 4% niðurskurð í opinberum útgjöldum sem fyrir- skipaður var á þessu ári, að því er segir í Alþýðublaðinu í gær. Hug- myndir efnahagsnefndarinnar eru þær að skera niður um 1 miij- arð í menntamálum og 2 miljarða í heilbrigðismálum á næsta fjár- lagaári. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sagði í samtali við Þjóð- viljann að sér litist illa á þessar hugmyndir, og í raun væru þær óframkvæmanlegar eins og menntastefnan væri í landinu í dag. Svavar sagði að sér þætti at- hyglisvert að Alþýðuflokkurinn legði til að skera niður í heilbrigðis- og menntakerfi, hann hefði ekki búist við því frá flokki sem kenndi sig við jafnað- arstefnu. Pað er því ekki spurn- ing um hvernig tekið verður á þessum hugmyndum ef þær koma inn á borð ríkisstjórnar, altént ekki af menntamálaráðherra, sagði Svavar. Pétur Jónsson framkvæmda- stjóri Ríkisspítalanna, sagði að hjá Ríkisspítölunum hefði þegar verið skorið mikið niður og m.a. var áætlað að á þessu ári yrði sjúkradeild lokað í 46 vikur mið- Reykjanesbraut að við 36 í fyrra til að mæta 4% niðurskurðinum. Þessar aðgerðir nægðu ekki til að mæta þeim nið- urskurði, og því eru fleiri spam- aðaraðgerðir í gangi, s.s. tak- mörkun yfirvinnu og hagræðing ýmiskonar. Að sögn Péturs verður í haust farið yfir hvernig til hefur tekist fyrri part árs, og það fer eftir því hvernig útkoman verður hvort deildir verða lokaðar áfram eða ekki. Aðspurður hvernig 2 milj- arða niðurskurður kæmi niður á heilbrigðiskerfinu, sagðist Pétur ekki geta séð hvernig það ætti að vera. Það færi eftir því hvernig heilbrigðisráðuneytið útfærði þann niðurskurð, en að skera niður um 2 miljarða umfram 4% niðurskurðinn sagði Pétur vera mjög slæmt. Þótt fagna beri tillögum í sparnaðarátt, þykir Alþýðu- bandalagsmönnum athyglisvert að Alþýðuflokkurinn skuli leggja til niðurskurð í einmitt þessum málaflokkum, en ekki þeim flokkum sem Alþýðuflokksmenn fara sjálfir með. ns. Verði tillögur Alþýðuflokksins samþykktar er hætt við að auðum sjúkrarúmum fjölgi á næsta ári. Uppsafnaður vandi ÓlafurRagnar Grímsson: Hlutfall ríkistekna afþjóðartekjum lœgra en í nágrannalöndum. Ekki gerstí30 áraðþjóðartekjurdragistsaman3 árí röð eins og nú fjármagnaður með erlendum lán- um. Hin megin ástæðan fyrir vanda ríkissjóðs er samdráttur í afla, sem meðal annars kemur fram í svartri skýrslu Hafrannsókna- stofnunar, sagði Ólafur Ragnar. íslendingar horfðu nú fram á þriðj'a árið í röð þar sem sam- dráttur yrði í þjóðartekjum. Það hefði ekki gerst í 30 ár. Við þessar aðstæður væri nánast ógerlegt, nema með stórfelldum skatta- hækkunum, að vega upp á móti þessum tvíþættu erfiðleikum á 12 mánaða tímabili. Ólafur Ragnar sagði að ríkis- stjómin vildi vera raunsæ í þess- um málum og skynsamlegast væri að jafna hallann á 20-30 mánuð- um í stað 12. Mikilvægt væri fyrir alla að gera sér grein fyrir því að samdráttur í afla skapaði íslensku veiðimannaþjóðfélagi mikla efnahagslega erfiðleika. Mark- miðið væri að bregðast við af skynsemi, þannig að samdráttur- inn kæmi minnst við þá sem erfið- ast ættu, og að bæta lífskjör og gera þau jafnari. -hmp Rflrisstjórnin hefur ákveðið að afgreiða fjárlög með halla á næsta ári. Einnig er Ijóst að markmið rflrisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög í ár næst ekki. Ólafur Ragnar Grimsson fjár- málaráðherra segir tvær megin orsakir liggja að baki vanda rflris- sjóðs. Önnur ástæðan sé, að í tíð allra rflrisstjórna síðan 1980 hafí árleg ríkisútgjöld vaxið meira en tekjur. Útgjöld til heilbrigðis-, mennta- og vegamála og annarra framkvæmda hafí aukist, en tekj- ur ekki að sama skapi. í samtali við Þjóðviljann sagði ráðherrann, að hlutfall ríkistekna af þjóðartekjum væri lægra en þekktistínágrannalöndum. Þrátt fyrir þetta gerðu íslendingar kröfu til sama velferðarstigs og nágrannaþjóðirnar. Þessi krafa væri mjög sterk í þjóðfélaginu en ekki ríkti að sama skapi vilji til að tryggja ríkissjóði tekjur á móti. Mismunurinn hefði því verið Bjór Samræmdur áfengisinnflutningur Ferðamaður getur komið meðfjóra bjórkassa inn ílandið oggreitt afþremur. Hœgt að sérpanta bjór eins og annað áfengi Reglugerð um innflutning á áfengi hefur nú verið breytt að því leyti að nú getur ferðamað- ur sem kemur inn í landið, komið með bjór í eins miklu magni og áfengi. Ferðamaður gat komið með þrefalt það magn sem heimilt er, en greitt svokallað einkasölu- gjald með umframmagninu. Bjórnum hefur verið bætt inn í reglugerðina í Ijósi þess að sala á honum hefur verið leyfð í iandinu. Að sögn Guðrúnar Ástu Sig- urðardóttur, deildarstjóra í tolla- deild fjármálaráðuneytisins var þessi breyting gerð til að sam- ræma áfengisinnflutning. Sem kunnugt er hefur fólki gefist kost- ur á að fá sent áfengi að utan og greitt með því einkasölugjald. Nú getur fólk pantað sér bjór að utan með sömu skilmálum. Slíkar pantanir fara í gegnum ÁTVR og tegundir af bjór eða víni sem ekki eru seldar hériendis, getur fólk pantað sér. Ferðamenn sem koma til landsins geta ekki lengur keypt sér bjór í Fríhöfninni, eins og var tij langs tíma. Þeir þurfa því að kaupa bjórinn erlendis og flytja hann inn. Þar sem hver bjórkassi er um tíu kg og það má flytja inn fjóra kassa, verður um töluverð- an kostnað fyrir ferðamenn að ræða, því það má einungis koma með tuttugu kg af farangri inn í Iandið. ns. Vega- rollum útrýmt Ökumenn sem leið hafa átt um Reykjanesbraut hafa oft bölsótast yfír sauðfé sem sótt hefur stíft í nýgræðinginn við vegkantana og skapað stórhættu þegar það hef- ur lagt leið sína yfír brautina. Ökumenn geta nú andað léttar, því á næsta ári munu vegarollurn- ar við Reykjanesbrautina heyra til liðinni tíð. Landgræðslan í samvinnu við sveitarfélög á Suðurnesjum og landeigendur, vinnur nú að því að koma upp landgræðslugirð- ingu og beitarhólfi á Reykjanes- skaga, sem mun vama göngu bú- fénaðar við Reykjanesbraut og þar með verður öll lausaganga búfjár á Reykjanesskaga vestan Hafnarfjarðar bönnuð. í blaðinu í dag greinir Stefán H. Sigfússon, fulltrúi land- græðslustjóra, frá þessu og öðr- um umfangsmiklum uppgræðslu- verkefnum Landgræðslunnar á Reykjanesskaga. Sjá síðu 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.