Þjóðviljinn - 24.08.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.08.1989, Blaðsíða 5
Alþýðubandalagið á Austurlandi: Menningarleg sólskinsreisa Um 75 manns tóku þátt í dags- ferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi um Fljótsdalshérað sem farin var í blíðskaparveðri snemma í júlí, og tókst sem best varð á kosið. Það var menningarblær á þessu ferðalagi, úrvals leiðsögumenn, þau Guðrún Kristinsdóttir, minj- avörður, Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur, Jón Loftsson skógarvörður og Páll Pálsson fræðimaður frá Aðalbóli, lögðu sitt af mörkum til að skýra það sem fyrir augu bar. Komið var við á þremur kirkjustöðum og kirkj- ur og garðar skoðaðir: Þingmúl- akirkja, Valþjófsstaðakirkja og á Kirkjubæ í Tungu. Allar búa þær yfir mikilli sögu og geyma merka gripi, sem lýst var kunnáttusam- lega. Þá voru skoðaðar rústir á teimur fornum þingstöðum: Þingmúla í Skriðdal og Þinghöfða í Hróarstungu. Um þinghald á þessum stöðum til forna eru litlar ritaðar heimildir, en ummerki og örnefni vitna um þinghaldið, sem að líkindum voru vorþing fyrir stór svæði á Austurlandi. Múla- þing og Múlasýslur eru heiti sem tengjast fyrri staðnum. Nánast engar fornminjarannsóknir hafa enn verið gerðar á þessum stöð- um. Á Þinghöfða í Hróarstungu. Rifjað var upp í ferðinni að efnt var til vorþinga við Þing- höfða á síðustu öld í tengslum við sjálfstæðisbaráttuna. Þar komu menn saman ár hvert 1852-1860 og framhald varð á slíkum fund- um í Þ.órsnesi við Egilsstaði 1872- 1878. Helstu forgöngumenn þessara funda voru Guttormur Vigfússon, alþingismaður á Arn- heiðarstöðum (d. 1856) og Sig- urður Gunnarsson prestur á Desjamýri og síðar á Hallorms- stað (d. 1878). Skógarþáttur og bær Graut-Atla Gengið var í lerkilundi í landi Mjóaness og við Atlavík undir leiðsögn Jóns Loftssonar. Þar sáu menn annarsvegar 20 ára lerki- skóg vaxinn upp úr mögru mó- lendi, þar sem nú er kominn gróðursæll skógarbotn, hins veg- ar 50 ára timburskóg, þar sem enn eru eftir um 30 ár, uns upp- skeru verður lokið og land tekið til gróðursetningar á ný. Þessi skoðun var tengd upplýsingum um víðtækt skógræktarátak á Upp-Héraði, sem nú er mikið um rætt. Við Atlavíkurstekk hefur nú verið höggvinn skógur ofan af rústum á bæjarstæði Graut-Atla landnámsmanns. Var það gert að tilhlutan Guðrúnar Kristinsdótt- ur minjavarðar og víðar í ferðinni var minnt á að skógrækt og vern- dun fornminja ættu ekki alltaf samleið. Því þarf að gera átak í kortlagningu fornminja áður en skógar breiðast út til muna frá því sem nú er. Það gerðist einmitt þennan ferðadag að Sveinbjörn Rafnsson prófessor og Páll frá Aðalbóli hjálparhella hans flugu yfir Hró- arstungu til að taka loftmyndir á innrauðar filmur, en á þeim kem- ur vel fram jarðrask og óregla í landi. Tengist þetta úttekt á forn- minjum á Út-Héraði, sem nú er unnið að undir forystu Svein- björns Rafnssonar. Páll Pálsson kom glóðvolgur úr þessu flugi til að lýsa fyrir okkur minjum í Tungu, m.a. miklum garðlögum sem þar er að finna og hlaðin voru á jarðarmörkum, m.a. til að halda að búfénaði. Hús skáldsins og Jón hrak Á Skriðuklaustri tók á móti „Alþjóðadeildin” í ferðinni - fjórar fiskverkunarstúlkur frá Neskaupstað, ættað- ar frá Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Suður-Afríku. hópnum Þórarinn Lárusson til- raunastjóri, en Helgi Hallgríms- son rakti sögu staðarins fyrr og síðar. Hann hefur gert samantekt um það efni vegna útgáfu sem tengist 100 ára fæðingarafmæli Gunnars skálds Gunnarssonar á þessu sumri. Litið var á gamla kirkjugarð- inn, þar sem Jón hrak kúrir í garðshorni, ef marka má stein með nafni hans, sem þar var sett- ur yfir leiði 1940. Lagarfljót sem rauður þráður Rauði þráðurinn í þessari ferð var Lagarfljót, sem skartaði sínu besta. Það stafaði í fljótið með köflum, en um það leyti sem Helgi Hallgrímsson ætlaði að töfra . fram Lagarfljótsorminn, þar sem setið var yfir kaffi við Hrafngerðsá, kom utankul og skrímslið gaf ekki færi á sér. Það gerðu ekki heldur laxarnir nú fremur en endranær, meðan við virtum fyrir okkur laxastigann hjá Lagarfossi. Lagarfossvirkjun var skoðuð undir leiðsögn Gylfa Grimssonar eftirlitsmanns og var það síðasti áfangastaður áður en ekið var upp austan fljóts til Eg- ilsstaða. Ljósm. og texti: H.G. Jón Loftsson skýrir frá skógræktaráformum á Héraði. Komið við á Skriðuklaustri. Fimmtudagur 24. ágúst 1989 pJÓÐVILJINN - SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.