Þjóðviljinn - 25.08.1989, Page 2

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Page 2
 ÁMEÐANSTUND- UM VIÐ FRJÁLSAN FJÁRMANGS- MARKAÐ Frá sjónarmiði hagfræðinnar er ekkert sem mælir á móti því að leyfa útlendingum að veiða fiskinn okkar ef þeir eru reiðu- búnir að láta okkur hafa meira fyrir það en við fengjum ef við veiddum hann sjálf. Þjóöviljlnn ÉG MYNDI NÚ ÉTA HANN Hellingur af laxi hefur verið bókaður. Fyrlrsögn í DV MERKILEGT LAND AÐ TARNA! Frakkland hefur upp á flest ef ekki allt að bjóða sem gleður ferðamenn. Þar eru strendur jafnt við Atlantshaf sem Mið - jarðarhaf. Morgunblaóló Mér fallast hendur Ég veit ekki hvort þið, lesendur góðir, hafið veitt því athygli sem vert væri, að ég er hrifinn af myndum. En ekki hvaða myndum sem er. Ég hefi alltaf verið á móti afstraktinu, þótt aðrir séu löngu hættir að nenna að hafa svo einarða afstöðu. Ég er nefnilega viss um að það voru, kommúnistar sem komu hingað með afstraktið til að menn gleymdu smávinum fögrum foldar skarti, og annarri náttúru, að ekki sé talað um mannlífið. Þeir vildu teyma menn út í frjálsa óráðsíu lita og forma þar sem menn tapa áttum og verða tilbúnir til aö trúa hverju sem er um samfélagið. Nei, ég vil ekki afstrakt. Og ekki heldur einhverjar fantasíur út í bláinn sem halda að þær séu veröld draumsins þar sem allt getur gerst. Ég er líka á móti svoleiðis myndum. Vegna þess að þar sem allt getur gerst þar gerist heldur ekki neitt og allir verða eitthvað svoi ábyrgðarlausir í túlkun sinni og viðbrögðum öllum, rétt eins og Steingrímur Hermannsson þegar hann stendur andspænis efnahags- i vandanum. Ég vil hafa innihaldsríkar myndir, sem fela í sér boðskap og erindi,; segja manni einhvern sannleik um tilveruna. Eins og þessa mynd sem bírtist hér með pístlinum og á eiginlega að i bera hann uppi. Ég skal að vísu játa það að það liggur ekki alltaf í augum uppi hvað mynd merkir. Það mátti ég líka reyna þegar ég var að skoða þessa mynd og frændi minn, stofukomminn Guðjón, gægðist yfir öxlina ái mér með sinni hnýsni og afskiptasemi og þykist vita allt betur. Er þetta kannski mynd af þér sjálfum, Skaði, þegar þú situr og veist j ekkert um hvað þú átt að skrifa og lætur þér fallast hendur? Ekki geri ég tilkall til þess að það sé búin til heil mynd af mér, sagði ég, hógvær í virðingu minni fyrir listinni. Öllu heldur er þetta Skáldið yfirleitt, sá sem horfir út í firrðina og lætur sig dreyma fagra drauma, en það er eins og fyrri daginn : fótur vor er fastur þá fljúga vill önd. Mér sýnist nú það séu aðallega hendurnar sem eru fastar, sagði Guðjón. Viðfang myndarinnar er meira að segja með hendur á fótun- um, svo það er ekki hægt að segja að hann kunni ekki fótum sínum forráð. Ég sé reyndar ekki betur en mannskepnan sé með átta hendur,; hvað finnst þér um það? Mér finnst það ráðgáta, sagði ég. Átta er ekki einu sinni heilög tala. Hún vísar ekki einu sinni á fjölda ráðherra í ríkisstjórn íslands, hvað þá meir. Ráðherra segirðu, sagði Guöjón. Jamikasskoti. Kannski hefur myndin leynda pólitíska skírskotun? Hvernig þá pólitíska? spurði ég. Jasona: hún gæti til dæmis táknað ráðleysi auðvaldsins þegar það er búið að mergsjúga allt og alla, menn og náttúru, og finnur ekki lengur neina vasa til að stinga í sínum freku krumlum. Þú ert svo ofstækisfullur Guðjón, það er óþolandi, sagði ég. Gæti þetta ekki alveg eins verið heimskommúnisminn sem hefur siglt í strand með allt sitt jukk, og situr eins og illa gerður hlutur á strönd tímans og bíður eftir að fá innblástur sem aldrei kemur - eða þá dollaralán frá Amríkönum? Þetta gæti líka verið Sjálfstæðisflokkurinn þinn þar sem hann hangir eins og illa gerður hlutur í sinni ófrjóu og hugsunarlausu stjórnarand- stöðu og bíður eftir betri stólum, sagði Guðjón. Verst með þig Guðjón, hvað þú ert lítið fyndinn, sagði ég. Þú ert alls ekki prenthæfur í mínum dálki. Viltu kannski að ég svari í sömu mynt og segi, að þetta sé ríkisstjórn-arafstyrmið sem hefur hlammað sér frekt ofan á þjóðarstólinn og er að reyna að koma í veg fyrir frjálsa hreyfingu vinnandi handa landsins með sinni dáðlausu þrásetu? Svona héldum við lengi áfram á pólitísku plani og vorum ekkert sérstaklega skemmtilegir, því satt best að segja koma þeir tímar, að pólitíkin er ekkert nema ergelsi og jafnvel hnyttileg teikning fær ekki úr því bætt. Þegar við vorum orðnir þreyttir á að setja í handastól myndar- innar alla þá sem okkur var illa við, sló einskonar sáttaþögn á okkur frændurna. Og ég sagði si sona. Þú hafðir rétt fyrir þér fyrst Guðjón. Þetta er sjálfsmynd. Þetta er mynd af mér sjálfum þar sem mér fallast hendur. Ég er kominn úr langri göngu um mannfélagið, um hinn smáa heim og hinn stóra heim, og loks kemur að því að ég get sest niður og hugleitt það sem ég sá og heyrði. Og ég sit þarna og segi við sjálfan mig: Þetta er alveg skelfilegt. Hvað er svona skelfilegt? spurði Guðjón. Ruglið og vitleysan í fólkinu, svaraði ég. HEILAGUR ANDI ENN Á FERÐ? Sögur hafa verið á kreiki um að Madonna eigi von á barni, en að hvorki Warren Beatty né Sean Penn sé faðirinn. Morgunblaöió BÆÐI ERUÁNÆGÐ MEÐ SJÁLF SIG Hvað á Morgunblaðið sam- eiginlegt með Albaníu? Fyrlrsögn í Morgunblaöinu HVER ER EKKI HVAÐ? Vel af sér vikið Árni, gæti Bryndís Schram verið að segja við Ámunda Ámundason. Pressan EF LÍFIÐ VÆRI SVO EINFALT... Síðan verða menn jú að ráða því sjálfir hvernig kynlífi þeir lifa, hversu oft og hvenær. Pressan SVONA ER LÍFSHÁSKINN Dæmigerður ferill frægs ís- lendings er að hann skilur við maka sinn, verður því næst áfeng- inu svo gott sem að bráð, hverfur svo í nokkrar vikur og birtist loks aftur í forsíðuviðtali í glanstíma- riti. Pressan SKELFILEGT ER ÞAÐ MISRÉTTI Kynfæri stráka eru auðsjáan- leg og þegar þeir pissa snerta þeir alltaf tippið. Þeir vita strax frá ungum aldri að „þetta er tippið og þetta er pungurinn“. En hvað læra stelpur? Pressan ÉGVILDIÉGHEFÐI YÐAR AHYGGJUR Ástæðan fyrir þvf að kvenfliss leggst verr í mig en karlfliss er sú að eyru mín eiga erfiðara með að grema fliss í einni konu frá flissi í annarri en fliss í einum karli frá flissi í öðrum karlmanni. Pressan 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.