Þjóðviljinn - 25.08.1989, Page 7

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Page 7
AÐ UTAN DAGUR ÞORLEIFSSON Flóttinn frá Honecker Undanfarnarvikurhefurgífur- legur vöxtur hlaupið í fólks- strauminn frá Austur- til Vestur-Þýskalands. Þettafólk er orðið úrkula vonar um að nokkrar breytingar í frjáls- ræðisátt verði gerðar í Austur- Þýskalandi og óttast þarað auki að útgönguleiðum verði lokað þá og þegar. Um s.l. helgi fóru um 1000 Austur-Þjóðverjar inn í Austur- ríki frá Ungverjalandi án tilskil- inna leyfa frá ungverskum og austurþýskum yfirvöldum. Fyrir þá helgi höfðu a.m.k. álíka marg- ir landa þeirra flúið sömu leið það sem af var mánuðinum, eða fer- falt fleiri en flýðu þá leið tvær síðustu vikurnar í júlí. Flest þetta fólk hyggst setjast að í Vestur-Þýskalandi. Fólks- straumurinn þangað frá hinu Þýskalandinu hefur verið í örum vexti frá því s.l. ár og hefur vaxið þeim mun örar sem lengur hefur liðið fram á yfirstandandi ár. Nú reikna vesturþýsk yfirvöld með að um 90,000-100,000 Austur- Þjóðverjar muni flytjast til þeirra á þessu ári. 1987 var tala austurþýskra innflytjenda til Vestur-Þýskalands tæplega 19,000. Fólksflutningamir frá eystra Þýskalandinu til hins ve- stra hafa aldrei verið meiri frá því að Berlínarmúrinn var hlaðinn 1961. Kom á óvart Þessir stórauknu fólksflutning- ar að austan hafa komið ýmsum á óvart, þar á meðal stjórnvöldum þýsku ríkjanna beggja. Lífskjör í Austur-Þýskalandi eru að vísu, þegar á heildina er litið, ekki eins góð og þar sem best gerist á Vest- urlöndum, en þó betri en í nokkru öðru austantjaldslandi. Margumtalaður skortur á ýmsum varningi og takmarkað vöruúrval austantjalds er einnig fyrir hendi í Austur-Þýskalandi, en samt sem áður er ástandið í þeim efnum drjúgum betra þar en í öðrum Austur-Evrópuríkjum og Sovét- ríkjunum. Og um atvinnuleysi er ekki að ræða í Austur-Þýska- landi, eins og víðast hvar nú á Vesturlöndum (þar á meðal í Vestur-Þýskalandi), þvert á móti er þar skortur á vinnuafli. Þar að auki hafa austurþýsk stjórnvöld undanfarið gert ýmis- legt til að samskiptin milli þýsku ríkjanna yrðu manneskjulegri og eðlilegri. Nokkuð hefur verið dregið úr illræmdum hömlum á ferðalögum Austur-Þjóðverja til Vestur-Þýskalands; s.l. ár ferð- uðust þannig þangað yfir 2,7 milj- ónir Austur-Þjóðverja. Þá fengu austurþýskir landamæraverðir, við Berlínarmúrinn einnig, fyrir nokkru fyrirmæli um að hætta að skjóta á flóttamenn á leið vestur- yfir, nema í vissum undantekn- ingatilfellum. Ennfremur eru mörg ár síðan austurþýsk stjórnvöld drógu verulegu úr tregðu sinni á því leyfa þeim að fara er fara vildu. Mikill meiri- hluti þeirra Austur-Þjóðverja, sem flust hafa vestur s.l. rúman áratug, hefur gert það með leyfi yfirvalda sinna. Honecker og hans menn virðast fyrir löngu hafa komist að þeirri niðurstöðu, að betur borgaði sig að losna við óánægt fólk úr landi en að halda því kyrru, og þar að auki hafa þessi auknu liðligheit þeirra verið talin vel til fallin að blíðka vestur- þýska ráðamenn. Margvíslegar ástæöur Þrátt fyrir allt þetta er engu lík- ara en ofboð hafi gripið fjölda Austur-Þjóðverja, sem hafa hug á því að flytjast vestur eða hafa a.m.k. haft það bak við eyrað. Ekki aðeins hraðvex fjöldi þess fólks, sem sækir um leyfi yfir- valda til að flytjast vestur, heldur og fjölgar þeim óðum, sem ekki vilja bíða siíks leyfis heimafyrir. Þetta fólk fyllir sendiráð Vestur- Þýskalands í Austur-Berlín, Bú- dapest, Prag og víðar austan- tjalds og neitar að hreyfa sig það- an, fyrr en því verði leyft að fara vestur. Frá því að Ungverjar klipptu niður sinn hluta járn- tjaldsins eru hinir þó miklu fleiri, sem fara með leynd þá leiðina, enda eru ungversku landamæra- verðirnir ekki alltaf ýkja eftir- tektarsamir á verðinum. Uppgefnar ástæður fyrir ákvörðunum um að flytja vestur eru margvíslegar. Flestir Austur- Þjóðverjar þekkja talsvert til Vestur-Þýskalands eftir að hafa í áratugi horft á vesturþýskt sjón- varp og undanfarið hafa margir bætt upp á þá þekkingu með ferðalögum vesturyfir. Þeir vita að í vesturlandinu eru lífskjörin almennt betri og vöruúrval meira en fyrir austan. Atriði eins og þurfa að vera á biðlista í kannski allt að 16 árum til að eignast bíl eta t.d. skipt miklu fyrir marga. Austur-Þýskalandi er algengt, að verkamenn séu betur launaðir en framkvæmdastjórar og verk- fræðingar fyrirtækja, og þeir síðarnefndu vita að þannig er því ekki farið fyrir vestan. Fólki sem gegnir störfum, sem álitin eru sérlega þýðingarmikil, gremst að því er bannað að ferðast vestur og það hefur litla möguleika á að verða sér úti um vesturmörk. Gremja margra er ekki hvað síst tilkomin vegna forréttinda þeirra, sem efri lögin í ríkis- flokknum njóta. Þessi forréttind- astétt fær bestu íbúðirnar, dvelur í fríum á eftirsóttustu stöðum og hefur ótakmarkaðan aðgang að verslunum, þar sem eftirsóttar vörur að vestan eru á boðstólum. Margir kvarta yfir því að nánast ómögulegt sé að komast í eftir- sótt nám eða störf nema með því að vera í Flokknum eða sam- tökum tengdum honum. Hvaðveldur fjöldaflótta einmitt nú? Þá er það skoðanakúgunin, sem er mörgum þymir í augum. Þeir sem leyfa sér að gagnrýna eitthvað viðvíkjandi stjórn- völdum og samfélagsskipan, hvað sniálegt sem það kann að vera, mega vænta þess að verða litnir hornauga eða sæta kárín- um. Austurþýsk stjórnvöld hirða ekki hót um breytingarnar, sem eru í gangi í Sovétríkjunum, Pól- landi og Ungverjalandi, og austurþýsku byggðastjórnakosn- ingarnar 7. maí s.l. voru með gamla austantjaldslaginu. Mörg- um vestantjaldskjósanda, vönum þingræði, kann að virðast sem kosningar breyti litlu, en hann fær þó a.m.k. tækifæri til að hafa áhrif á gang landsmála, þótt í litlu sé, í kjörklefanum. Austurþýskir kjósendur vita hinsvegar að þeir eru dæmdir til að sitja uppi með sömu forustuna, kjörtímabil eftir kjörtímabil, hversu óánægðir sem þeir kunna að vera með hana. Vitneskjan um möguleika vestantjaldskjósenda á að skipta um forustu hefur veruleg áhrif á marga Austur-Þjóðverja. Ekki síður eru þeir orðnir þreyttir á höftunum á tjáningarfrelsi í fjöl- miðlum, banni við verkföllum og mótmælafundum o.s.frv. Allt þetta er gamalkunnugt, en hvað veldur þá þessu stóraúkna fólksstreymi vestur einmitt nú? Vesturþýska tímaritið Der Spieg- el tilgreinir til þess ýmsar ástæð- ur. Austur-Þjóðverjar óánægðir með stjómarfarið hjá sér væntu þess í fyrstu að hjá þeim myndu eiga sér stað breytingar eftir fyrir- myndum frá glasnosti og perest- rojku Sovétmanna, en þar eð ekkert bólar á slíku enn, em flest- ir þeirra óánægðu orðnir úrkula Erich Honecker (í miðið), æðstur ráðamanna Austur-Þýskalands, veifar til alþýðunnar 1. maí s.l. Hjá honum standa tveir aðrir helstu ráðamanna ríkisins, Willi Stoph (t.v.) og Horst Sindermann. Austurþýskir andófsmenn krefjast virðingar fyrir mannréttindum og lýðræðis - nú virðast flestir þeirra hafa gefið upp alla von um breytingar.___ Ungverjar klippa niður sinn hluta járntjaldsins - ótti við ferðabann suður þang- að. vonar um það. í öðru lagi vita Austur-Þjóðverjar vel um óá- nægjuna meðal vesturþýsks al- mennings út af innflytjenda- straumnum þangað frá austant- jaldslöndum og þriðja heimin- um. Margir Austur-Þjóðverjar, sem komast vilja vestur, óttast að vesturþýsk stjórnvöld muni þess- vegna taka að mestu fyrir inn- flutning fólks þá og þegar. Einnig er fyrir hendi ótti um að austur- þýsk stjórnvöld, kvíðafull vegna fólksflóttans, muni á ný herða á reglunum um flutning eða ferða- lög úr landi, t.d. taka fyrir ferða- lög til Ungverjalands. Vestur-Þjóð- verjar miðlungi hrifnir Þetta hefur valdið nýjum pirr- ingi í samskiptum þýsku ríkj- anna, en samkomulag þeirra hef- ur verið fremur gott síðustu árin. Austurþýsk stjórnvöld hafa að öllum líkindum miklar áhyggjur af'fólksstraumnum vestur, ekki síst vegna þess að margir þeir sem fara eru menntaðir, sérhæfðir og á besta starfsaldri. Líkur eru því á að fólksflóttinn hafi alvarlegar af- leiðingar fyrir efnahagslíf ríkis- ins, þar sem skortur er á vinnuafli fyrir. Vesturþýsk stjómvöld eru fyrir sitt leyti ekki allskostar hrifin af þessu aðstreymi fólks. Hjá þeim er mikið atvinnuleysi og skortur á húsnæði, og þar að auki fyrir mik- ill fjöldi innflytjenda frá öðrum austantjaldslöndum og þriðja heiminum. Austurþýsku innflytj- endumir verða þess varir, að nokkuð skortir á hlýleika í þeirra garð af hálfu vesturþýskra yfir- valda og almennings. Sumir spá því jafnvel að alvarlegrar óvildar kunni að fara að gæta í garð austurþýskra komumanna. Skiptinginað verða tíma- skekkja Fólksflutningar' þessir hljóta óhjákvæmilega að vekja athygli á því óeðlilega ástandi, sem sund- urskipting Þýskalands í tvö ríki er. Sú skipting kom til vegna kalda stríðsins og Þjóðverjar fengu litlu ráðið í þeirri þróun mála. Austurþýskir kommúnist- ar líta svo á, að grundvöllurinn fyrir tilveru Austur-Þýskalands sem sérstaks ríkis sé að það haldi sínu núverandi stjórnarfars- og efnahagskerfi óbreyttu að mestu eða öllu. Verði gerðar á því kerfi breytingar hliðstæðar þeim, sem hafa verið gerðar eða em á döf- inni í Póllandi, Sovétríkjunum og Ungverjalandi, óttast ráðamenn í Austur-Berlín að tilveru- grundvöllur ríkis þeirra bresti. Spurning er hvort á þeirra færi sé að hindra þróun í þá átt til lengd- ar. Meðal þýsks almennings, bæði austanlands og vestan, er áreiðanlega fyrir hendi verulegur vilji fyrir endursameiningu lands- ins. Togstreitan milli risaveld- anna hefur verið einskonar trygg- ing fyrir skiptingunni, en nú dreg- ur úr henni. Hverfi sú togstreita að mestu eða öllu í þeirri mynd, sem menn þekkja hana, er senni- legt að forsendumar fyrir skipt- ingu Þýskalands hverfi þar með. Sovétmenn væru ef til vill fáan- legir til að samþykkia endursam- einingu, gegn pví að tryggt yrði að það sameinaða Þýskaland, er þá kæmi til sögunnar, yrði hlut- laust. Sá biti gæti orðið erfiður fyrir vesturveldin - þar á meðal ráðamenn Vestur-Þjóðverja - að kingja, en á það ber að líta í því sambandi að með minnkandi tog- streitu austur- og vesturblakkar eru líkur á að dragi úr þýðingu hervamabandalaga þeirra. Föstudagur 25. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.