Þjóðviljinn - 25.08.1989, Side 8

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Side 8
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjóri: Árni Bergmann Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs:SigurðurÁ. Friðþjófsson Fréttastjóri: LúðvíkGeirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgreiðsla:@68 13 33 Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31 Verð: 140 krónur Hvar á að skera? Ríkisstjómin undirbýr ný fjárlög um þessar mundir. Ætl- unin var að láta enda ná saman í ríkisfjármálum á þessu ári en tókst ekki svo sem alkunna er. Fjármálaráðherra hefur sagt að litlar líkur séu á að hægt verði að afgreiða hallalaus fjárlög fyrir næsta ár. Líklegasta niðurstaðan af því sem við blasir er að reynt verði að koma saman fjárlögum þar sem hallinn er í minna lagi, skattar verði eitthvað hækkaðir og að beitt verði áframhaldandi að- haldi í útgjöldum. Efnahagsnefnd Alþýðuflgkksins hefur sett saman hug- myndir sínar í þessu efni. Á þeim er að skilja að nefndin telji vænlegast að leggja til atlögu við heilbrigðis- og menntamál. Að sjálfsögðu er svo Alþýðuflokkurinn við sama heygarðshornið í landbúnaðarmálum. Eins og allir vita eru þeir málaflokkar sem hér hafa verið nefndir þeir fjárfrekustu í ríkisútgjöldum, ásamt með félags- og tryggingamálum. Það er þess vegna ekkert undarlegt að nefndin vilji bregða hnífnum á þann kúf sem henni sýnist hæstur. En tvennt vekur óneitanlega nokkra athygli. í fyrsta lagi að efnahagsnefnd stjórnmálasam- taka sem kenna sig við jöfnuð skuli ganga fram fyrir skjöldu og leggja til niðurskurð á fjárframlögum til þeirra verkefna sem ættu að standa slíkri hreyfingu hjarta næst. Jafnrétti til náms og heilbrigði fyrir alla hlýtur að vera ofarlega á óskalista slíks flokks. í öðru lagi uppgötvar lesandi þá merkilegu „tilviljun” að Alþýðuflokkurinn fer ekki með nein þau mál í ríkisstjórn- inni sem nefnd þessi vill bregða hnífnum á. Félags- og tryggingamál, iðnaður og utanríkismál heyra undir ráð- herra Alþýðuflokksins. Tveir síðast töldu málaflokkarnir, kosta lítið í samanburði við hina, en trúverðugri hefðu tillögur títtnefndrar efnahagsnefndar orðið, ef hún hefði litið í eigin barm Alþýðuflokksins og lagt til sparnað í tryggingakerfinu, sem kostar myndarlegar upphæðir. Flokkar sem kenna sig við vinstrið, mega að sönnu aldrei lenda í þeirri blindgötu að vilja engu breyta í þeim málum sem þeim eru hjartfólgnust. En þegar illa árar, á þeim öðrum flokkum fremur að vera treystandi til að standa vakt um velferðarkerfið. Þeir hafa, ásamt sam- tökum launafólks. haft uppbyggingu þess á stefnuskrám sínum í áratugi. Átökin á milli hægri og vinstri hafa ekki hvað síst komið fram í afstöðu til margvíslegra velferðar- mála. Sennilega mætti gera ríkissjóð að traustu gróðafyr- irtæki á undra skömmum tíma ef farin væri leið frjáls- hyggjumanna, að láta hvern mann borga beint fyrir þá þjónustu sem hann „vill fá.“ Um leið mætti lækka skatta og gera þá ríku ríkari. Þessi leið dæmir hins vegar hvern þann, sem ekki á fyrir þeirri þjónustu sem hann þarf, til smánarlífs. Hún er samfélagslega óábyrg og stríðir gegn löngu viðurkenndum gildum um jöfnuð og réttlæti. Nú skal því ekki haldið fram að óreyndu að hinir efna- hagsspöku nefndarmenn Alþýðuflokksins séu með til- lögum sínum að leggja hólmstein í götu velferðarinnar. En ólíkt hefði verið rismeira að segja við þjóðina: Því menntunarframboði, þeirri heilbrigðisþjónustu og félags- legu öryggi, sem við höfum átt að venjast, verður ekki haldið uppi nema með hærri gjöldum til samfélasins. Við verðum þess vegna að hækka skatta þeirra ^em eru vel aflögufærir. / En efnahagsnefnd Alþýðuflokksins er nokkur vorkunn, því víst má reikna með að slíkum sannleika yrði margur landinn sárreiður. hágé. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 25. ágúst 1989 Gísli Jón Hjaltason við innganginn í Slúnkaríki. Mynd Sáf. Yrðu súrir ef Slúnka- ríki hætti r , Ilslenskum aðli Þórbergs Þórð- arsonar segir frá húsi einu all sérkennilegu við Skutulsfjörð. Hús þetta var Slúnkaríki sem Sól- on hafði reist. Það var að því leytinu frábrugðið öðrum húsum að ytra byrði þess var klætt vegg- fóðri og öðru skrauti. Sólón mun hafa gefið þá skýringu að hann vildi leyfa umhverfínu að njóta þess sem fagurt væri en ekki loka það innan veggja. Slúnkaríki Sólons er fyrir löngu horfið en fyrir fimm árum ákvað hópur áhugamanna á ísa- firði að leyfa bæjarbúum að njóta listar á borð við þá sem á boðstól- um er í höfuðborginni. Stofnuðu þeir gallerí sem þeir vitaskuld nefndu Slúnkaríki. Slúnkaríki hefur nú verið rekið sleitulaust í fimm ár og var engan bilbug á forsvarsmönnum að finna þegar Nýtt Helgarblað heimsótti þá um síðustu helgi. „Það kemur mörgum á óvart að það sé grundvöllur fyrir svona starfsemi á ísafirði, en það er hætt við að íbúar hér yrðu súrir ef við hættum rekstrinum," sagði Gísli Jón Hjaltason sem sat yfir sýningu Guðrúnar Guðmunds- dóttur í Slúnkaríki. Gísli sagði að um tíu manns væru virkir í starfsemi Myndlist- arfélags ísafjarðar, sem rekur Slúnkaríki. Að hans sögn hefur aðsóknin stöðugt aukist enda oft á tíðum boðið upp á mjög athygli- sverðar sýningar. „Myndlistarmenn sækjast eftir að fá að sýna hér og því höfum við getað kynnt ísfirðingum það nýj- asta sem er að gerast í myndlist- inni. Myndlistarmenn hafa gam- an af því að kynna verk sín úti á landi, kanna viðbrögð annarra en höfuðborgarbúa. Viðbrögðin hér eru oft allt önnur en í Reykjavík. Þá má ekki gleyma því að sýning- ar hér eru ekki gagnrýndar á op- inberum vettvangi og þykir sumum slíkt kannski kostur, en öðrum galli. Galleríið er því bókað langt fram í tímann.“ Auk þess sem Slúnkaríki er með sýningarsal þar sem reglu- lega er skipt um myndverk er í kjallaranum salur þar sem hanga uppi myndfr sem þeir eru með í umboðssöiu fyrir listamenn. Að sögn Gísla er ekki komin mikil reynsla á umboðssöluna en ein- hver reytingur mun þó vera í henni, einkum eru myndverkin gefin á stórafmælum. -Sáf Helgarveðrið Horfur á laugardag Hæg norðlæg eða breytileg átt. Þurrt að kalla og víða léttskýjað. Fremur svalt, einkum 10° Horfur á sunnudag Hægviðriífyrstuenþykknarsíðan uppmeðvaxandiSA-átt, fyrst vestanlands.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.