Þjóðviljinn - 25.08.1989, Síða 9

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Síða 9
Dnepr ■16 Undarlegt farartæki hefur sést á götum Reykjavíkur í sumar. Það er mótorhjól, en samt ekki venju- legt mótorhjól. Það er Dnepr-16, samskonar hjól og Rauði herinn notar. Hver kannast ekki við úr bíómyndum tvo hermenn á mót- orhjóli, annar keyrir en hinn situr í hliðarvagninum og báðir eru í stígvélum, síðum frakka, með leðurhúfu og undarleg gleraugu? Einn slíkur ökumaður hefur sést í Reykjavík. Að vísu er hann ekki hermaður, heldur Snigill, en hann á svona mótorhjól og þar að auki allan búnaðinn. Maðurinn heitir Hjörtur Jónsson mótor- hjólaáhugamaður og einsog áður segir er hann í Bifhjólasamtökum lýðveldisins, eða Sniglunum. Nýtt Helgarblað hitti Hjört að máli og spurði hann hvað hrað- skreiður Snigill eins og hann væri að gera á sovésku Dnepr-16 mót- orhjóli. „Ég sá svona hjól á alþjóðlegri mótorhjólasýningu í Englandi í fyrra og langaði til að prófa. En þetta var bara sýning og þess vegna ekki hægt að prufukeyra. Ég pantaði þá svona hjól í gegn- um Bifreiðar og Landbúnaðar- vélar og þeir fluttu það inn fyrir mig. Eina leiðin til að prófa hjól- ið var að kaupa það. Nú er ég búinn að prófa og núna ætla ég að selja það,“ sagði Hjörtur. Hvernig er að keyra svona far- artæki? „Það er sauðheimskt. En gam- an. Þetta kemst ekki á neina ferð, ætli það fari ekki í 90 km á jafns- léttu. Annars er uppgefinn hám- ' arkshraði án manns í hliðarvagn- inum u.þ.b. 108 km en með manni u.þ.b. 104. Það er líka til- tölulega auðvelt að velta því. Ég velti því einu sinni með mann í vagninum, þannig að maður verður að fara mjög varlega." Hvernig líta félagar þínir í Sniglunum á þetta mótorhjól? „Ég hef farið á hjólinu og hitt þá, en það er bara gert grín og hlegið. Eg efast um að þeir fari að fá sér svona.“ Þess má geta að Hjörtur á ekki bara Dnepr-16 hjól, heldur líka stórt alvöruhjól sem kemst áreið- anlega töluvert mikið hraðar en Dnepr-16. Hjörtur bauð blaðamanni að sitja í hliðarvagninum og fara smá rúnt. Það verður að segjast eins og er að það var alveg gífur- lega gaman og væri örugglega frá- bær tilfinning að fara á Dnepr-16 á rúntinn á föstudagskvöldi... Áhugamönnum um svona tæki til fróðleiks má geta þess að á því eru fjórir gírar áfram og einn afturábak. Hjólið er með drifi á báðum afturhjólum, bæði á mót- orhjólinu og hliðarvagninum. Vélin er 36 hestöfl, tveggja strokka fjórgengisvél og loftkæld. Lengdin á hjólinu er 2,3 pn, breiddin 1,7 m og hæðin 1,1 m. Með hjólunum fylgir vara- dekk, hlíf yfir hliðarvagninn og verkfærasett. Hemlar eru einnig á hjóli hliðarvagnsins. ns. *

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.