Þjóðviljinn - 25.08.1989, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Qupperneq 10
„Myndlist er það sem ég fæst við frá degi til dags,“ sagði Dagur Sigurðarson, meðan hann var að hengja upp myndverk sín í Lista- mannaskálanum Hafnar- stræti 4. Verðursýningin opn- uð á morgun, en einnig er von á heildarútgáfu af Ijóðum hans og öðrum ritsmíðum hjá Máli og menningu í haust, og því þótti vel við hæfi að spyrja hann hvort hann liti fremur á sig sem myndlistarmann eða rithöfund. „Ég er ekki prófessjónal rit- höfundur," bætti hann svo við, „því ég hef ekki þá ritræpu sem tií þess þarf. Atvinnurithöfundar eru allir blekóðir, Kiljan og Ingi- mar Erlendur, Þórbergur og Steinar Sigurjónsson. Þeir setjast við ritvélina á hverjum morgni og hætta ekki fyrr en þeir eru búnir með sinn dagskammt. Þannig gæti ég ekki setið við ritvélina hvem dag. Það verður bara til svona ein og ein bók á nokkurra ára fresti. Að meðaltali er það kannske hálf hending á dag, en svo getur liðið ár án þess að nokk- uð komi, og þá er ég ekki að fást um það. „En þótt ég fáist við myndlist frá degi til dags, eins og trillukarl- arnir stunda sína iðju, er ég samt atvinnulaus mónúmental-málari. Ég hef málað sautján fermetra mynd af Fæðingu Venusar sem gefur Botticelli ekkert eftir. Hún er 600 m fyrir utan bæjarmörk Reykjavíkur, heima hjá þeim ágæta rithöfundi Ólafi Gunn- arssyni, og var þetta sveinsstykk- ið mitt. En ég hef ekki fengið neinn vegg síðustu fjögur árin. Helst vildi ég mála myndir sem væru 2-300 femetrar, en þó ekki á þakið á Laugardalshöllinni, því það er ónýtt. Ég áttaði mig á því um leið og ég var búinn að leysa það tæknilega vandamál, hvernig hægt væri að mála slíka mynd. En ég býst við að fá einhvern tíma tilboð um vegg.“ Hvaða mynd ætlarðu þá að mála? „Ég vil helst ekki tala um það sem ég er ekki búinn að gera. En þangað til ég fæ tilboðið æfi ég mig við eitthvað smærra. Mynd- irnar á sýningunni hef ég málað síðustu tvö árin eða svo, og verið að því á meginlandinu, í Kaup- mannahöfn, Berlín og Róm, en ég kom þó heim í vetur og var hér' allan þorrann. Það var alltaf að snjóa. Þar sem ég er fátækur mála ég ekki stærri myndir en svo að ég geti tekið þær undir höndina. En maður má aldrei segja að maður sé fátækur á íslandi, þá er ráðist á mann.“ Svo er að koma út heildarút- gáfa á ritverkum þínum hjá Máli og menningu. „Ég vildi fá þetta inn í bóka- skáp hjá fólki, ég vona að það finni eitthvað gott í því. Ef bókin er komin inn í skáp, er hún tekin út. Einhvers staðar er eitthvað handa einhverjum. í þessu safni eru tíu gamlar bækur og er það næstum allt sem ég hef ort, örlítið er fellt niður, en ég breytti eins litlu og ég mögulega gat. Svo eru sautján ný ljóð, ort á síðustu tveimur árum“. Þau eru þá frá sama tíma og myndirnar. Eru einhver tengsl milli mynda og ljóða? „Ég veit það ekki. Það er þá ómeðvitað. Myndimareru brota- kenndar...,“ sagði Dagur og stik- aði gegnum sýningarsalinn. „Ég er atvinnulaus mónúmental*málan“ Dagur Sigurðarson sýnir myndverk sín „Sjáðu, þessar tvær myndir eiga saman. Önnur heitir „Tunglið, tunglið taktu mig“, og ef maður starir lengi á hana verður hann febrílskur. Þama eru blóm og fiðrildi í tunglskini, en þú tekur eftir því að það er engin miðja. Ekki er gott að horfa á hana ef maður er með hita. Hin myndin, sem er af persónu sem svífur uppi í loftinu, heitir „Berðu mig upp til skýja“. Það er framhaldið“. Síðan benti Dagur á mynd sem sýndi stóra slöngu og tré. „Þetta er miðpanelinn í triptikon. Til vinstri ætti að vera mynd sem heitir „Paradísarmissir" og til hægri önnur sem heitir „Paradís- arheimt". Miðjan, sú sem hangir hér, sýnir status quo, ástandið eins og það er núna. Djöfullinn hefur sem sé Paradís. Um þetta orti ég vísu: Eva komdu klofríðum slöngunni aftur inn í Eden. Og hámum í okkur eplin góðu“. Loks sýndi Dagur mynd af öldugangi með fimmhyrning í - miðjunniogóljósarútlínurkonu. „Þessi mynd er af því þegar sjó- maður, sem stendur stímvakt á heimstíminu, horfir út úr brúnni. Þú sérð að þetta er ekki íslenskur sjór, og borgin sem sést móta fyrir gæti verið Esbjerg. Svo sér hann konuna leiftra upp í öld- unni. Á sýningunni er aðeins ein mynd sem gæti talist illústrasjón við þekkta sögu, það er teikning af Júdith og Holofemes." Á þessari sýningu Dags Sigurð- arsonar, sem verður opin kl. 10- 18 alla daga næstu þrjár vikurnar, eru 30 akrýlmyndir og fimm teikningar. Þetta er fyrsta sýning- in í Listamannaskálanum, sem er til húsa fyrir ofan fornbókaversl- unina Bókavörðuna og rekinn í tengslum við hana, og sagði Ari Gísli Bragason, framkvæmda- stjóri Listamannaskálans, að í framhaldi af henni yrðu aðrar sýningar og einnig ails kyns uppá- komur, ljóðakvöld, tónleikar og jafnvel uppfærsla á einþáttung- um. e.m.j. Júdith og Holofernes. „Ef maður starir lengi á þessa mynd verður maður febrílskur..." Myndir Kristinn. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ ; Föstudagur 25. ágúst 1989 i . /'

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.