Þjóðviljinn - 25.08.1989, Page 13

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Page 13
Auðvald dauðans Meðal heimsins mestu skaðvalda eru kókaínauðhringar Kólombíu, sem ráða mestu um framleiðslu, sölu og dreifingu þessa eyðileggjandi eiturlyfs víða um heim. Glæpaóöldin í stórborgum Bandaríkjanna er að verulegu leyti á þeirra ábyrgð og nú leggj a þeir kapp á að stækka markað sinn í Evrópu Þann 5. júlí s.l. var Antonio Roldan Betancur, 43 ára og landstjóri fylkisins Antioquia í Kólombíu, á leið til þess að halda fyrirlestur. Efni fyrirlest- ursins átti að vera: „Rétturinn til lífs í ofbeldisþrungnu samfélagi." Sá fyrirlestur var aldrei flutt- ur. Á leiðinni á fundarstað tætti sprengja landstjórann og þrjá lífverði hans í sundur. Og löndum hans flestum varð ekki ýkja hverft við. í Suður- Ameríkulandi þessu er al- gengasta dánarorsök fullorð- inna karlmanna að verða vopnbitinn. ( Evrópu hefur það varla verið svæsnara á þjóðflutningatímunum eða víkingaöld. Höfuðstaður Antioquiafylkis er Medellín, höfuðborg kókaín- framleiðslunnar í heiminum og önnur stærsta borg Kólombíu, næst höfuðborginni Bogotá. Hvað morð og aðra glæpi snertir hefur Medellín „vinninginn" fram yfir verstu glæpaborgir Bandaríkjanna, Washington, New York, Miami, að tiltölu við fólksfjölda. Þar ráða kókaínbar- ónarnir mestu og þeir sem bjóða þeim byrginn verða sjaldnast langlífir, sama hvað háttsettir þeir eru. Og Betancur var ein- dreginn andstæðingur höfðingja þessara og hafði þar að auki þann í þeirra augum ófyrirgefanlega galla að vera heiðarlegur. Þeir höfðu árangurslaust reynt að fá hann á sitt band með mútum. Þeir sem réðu Betancur land- stjóra bana eru meðal þeirra harðsnúnustu, sem glæpasagan kann frá að greina. Og glæpimir hafa líka borgað sig fyrir þá, því að þeir eru meðal þeirra ríkustu af því tagi, sem vitað er um fy rr og síðar. Fimm menn eru taldir voldugastir meðal kókaínbarón- anna í Kólombíu. Mestur ráðamaður meðal þeirra er Pablo Escobar. Hann er af lágum stigum og hóf feril sinn með því að stela legsteinum úr kirkjugörðum, má af þeim nöfn hinna látnu og selja þá útfara- stofnunum. Síðan varð hann bfla- þjófur og atvinnumorðingi og komst um síðir í kókaínbransann. Eftir 15 ár í þeirri viðskiptagrein stendur hann þar öllum ofar. Eignir hans eru metnar á þrjá miljarða dollara og er hann þann- ig orðinn einn af 20 ríkustu mönnum heims. Þúsundir indí- ána í Andesfjallabyggðum lúta boði hans og banni, hann hefur einkaher sér til verndar og til að beita gegn andstæðingum og keppinautum, á allmargar flug- vélar og víðáttumiklar jarðeignir. Hann er nú 39 ára. í samanburði við hann var A1 Capone aðeins smáþjófur, segir blaðamaður einn. Næstir honum að völdum í kókaínhringnum í Medellín eru feðgar tveir, Don Fabio og Jorge Ochoa. Þeir eru af gamalli og virðulegri ætt, voru upphaflega stórjarðeigendur og stunduðu kvikfjárrækt, en fóru á hausinn í þeim atvinnurekstri. Þeir reyndu fyrir sér í rekstri veitingahúsa og komust síðan inn í eiturlyfja- bissnissinn. Á honum urðu þeir ríkir á ný. Samkvæmt Forbes, bandarísku tímariti um efna- hagsmál, eru þeir 14. ríkasta fjöl- skylda heims. Sá fjórði í röðinni í kókaínar- istókratíi Medellín er José Gonz- alo Rodriguez, 42 ára og náinn vinur og trúnaðarmaður Esco- bars. Hann er auknefndur E1 Me- jicano, Mexíkaninn, enda þótt hann sé Kólombíumaður eins og hinir. Hann á m.a. diskótek, knattspyrnufélög og gríðarmikil frumskógaflæmi. Eignir hans eru JAPAN AUSTRAUEI örvamar sem útganga frá Kólombíu vísa á helstu markaðssvæði kókaínbarónanna. Kókaín er sú útflutningsvara þess lands, sem færir mestan auð í garð. metnar á tvo miljarða dollara. Hann er sá af þeim fjórum, sem athafnasamastur hefur verið við að ryðja úr vegi þeim, er gerst hafa svo djarfir að verða honum og félögum hans þrándar í götu. Hann er einnig kallaður „Herra Peningur“ sökum þess hve vel honum hefur orðið ágengt í því að kaupa sér vini meðal stjórnmálamanna, dómara, hers- höfðingja, lögregluforingja og annarra, sem völd og áhrjf hafa. Þá sem ekki eru mútuþægir eða of harðir í kröfum lætur hann myrða. Hann hefur að sögn síð- ustu fjögur árin ráðið af dögum tvo ráðherra, 32 blaðamenn, 57 dómara og einn landstjóra, þ.e.a.s. Betancur, auk minni- háttar manna sem enginn fær tölu á komið með vissu. „Plata o plomo!“ er tilboðið sem Medell- ínhringurinn gerir andstæðingum sínum. Þ.e.a.s.: silfur eða kúlu. Lögreglustjóri einn þáði ekki mútu sem hringurinn bauð hon- um. Atvinnuvígamenn í þjónustu hringsins réðust á lögreglustöð- ina, drápu fimm lögregluþjóna, stungu annað augað úr lögregl- ustjóranum og skáru hann síðan lifandi sundur, lið fyrir lið. Um hákarlana í heróínfram- leiðslu og -sölu er það kunnugt, að þeir eiga stöðugt í illvígri sam- keppni. Kókaínbarónamir í Me- delh'n vinna hinsvegar saman eins og bræður. Auðhringur þeirra er rækilega skipulagður og fram- leiðir og selur í heildsölu það mesta af kókaíni heims. Útsend- arar þeirra starfa víðsvegar um heim í gervi virðulegra kaupsýslumanna. í Evrópu og víðar safna þeir kókaíninu fyrst á vissa geymslustaði. Menn hrings- ins sækja þangað vörusendingar og dreifa þeim meðal innfæddra smásala. Medellínhringurinn gætir þess vel að önnur álíka „fyr- irtæki“ nái ekki hlutdeild í dreifingunni, meira að segja ít- ölsku mafíunni hefur að sögn mistekist það. Norður-Ameríka var lengi helsta útflutningssvæði Medellín- hringsins, en nú kvað sá markað- ur allt að því mettaður, svo að allra síðustu árin beinir hringur- inn athygli sinni þeim mun meira að Evrópu. Talið er að hann flytji nú inn til Vestur-Evrópu árlega um 60,000 smálestir kókaíns, þar af þriðjunginn til Vestur- Þýskalands, fjölmennasta og rflcasta landsins í þeim heims- hluta. S.l. ár hækkaði tala þeirra Vestur-Þjóðverja, sem forfallnir eru í kókaín, um helming. Þótt mannskæðir séu er ekki þar með sagt að forstjórar Me- dellínhringsins séu allsstaðar mjög óvinsælir í heimalandinu. Pablo. Escobar hefur komið sér upp einskonar Hróahattarorðstír Árlega deyja margir tugir Evrópumanna af völdum ofneyslu kókains, svo vitaö sé með vissu, en sennilega allmiklu fleiri, þar eð ættingjar reyna gjarnan að leyna slíkri dánarorsök. (Vestur-Þýskalandi fjölgaði kókaínsjúklingum s.l. ár um helming. í Medellín með því að láta á sinn kostnað prýða slömmin þar með blómabeðum, auk þess sem hann hefur látið byggja fyrir íbúa( slömmanna um 500 íbúðarhús og gera þar í borg og víðar alls um 50 knattspymuvelli. „Ef ekki væru kókaínviðskiptin,“ segir þing- maður nokkur í Medellín, „væri atvinnuleysið hér hálfu meira en það er.“ Escobar og Ochoafeðgar haf- ast lengstum við á stórbúgörðum, sem þeir haf a keypt í nágrenni við „höfiiðborg“ sína. Þar hafa þeir einkaflugvelli, stöðuvötn sem þeir hafa látið búa til, einkadýr- agarða, stöðvar til að rækta góð- hesta o.s.frv. í einkaherjum sínum hafa þeir fjölgað undanfarið, og það er einkum vegna uggs við Roberto Rodriguez Orejuela, þann fimmta meðal helstu kókaínbar- óna Kólombíu. Hann hefur kom- ið sér upp eigin auðhring í Cali, borg um 400 km suður af Medell- ín. Honum finnst ósanngjamt að þeir í Medellín einoki kókaínvið- skiptin, sem meiri vöxtur er í en flestum öðmm greinum við- skipta. Milli hans og hinna fjög- urra hefur um skeið ríkt stríð. Rodriguez þessi er sagður slung- inn skipuleggjandi með afbrigð- um og er því kallaður „Skákmað- urinn.“ Hann hefur þegar látið vega um 40 menn fýrir keppi- nautum sínum í Medellín. Hann kvað einnig láta drepa hvem þann mann, er minnist á kókaín í hans áheyrn. Því opinberlega viðurkennir hann ekki að hann sé neitt annað en strangheiðarlegur atvinnurekandi og kaupsýslu- maður og heiður sinn sem slíks ver hann með oddi og egg. Nú hafa stjómvöld í Kólombíu að sögn hafið stórherferð gegn kókaínbarónunum en eftir er að sjá hvað út úr því kemur. Bunte/-dþ. Pablo Escobar á 20,000 hektara búgarð í fjöllunum skammt frá Me- dellln, þar sem eru m.a. vatnsrennibraut, einkaflugvöllur og stöðuvötn af manna höndum gerð. \ Pablo Escobar, „yfirguðfaðir" Medellínhringsins. \ Jorge Ochoa - þeir feðgar eru 14. rikasta fjölskylda heims. Fabio Ochoa - af virðingarætt er fór á hausinn út úr kvikfjárbú- skap. Josó Gonzalo Rodriguez - sá mannskæðasti í „fjórmenning- aklíkunni" í Medellín. Roberto Rodriguez Orejuela - Cali reynir að hnekkja einokun Medellín. Föstudagur 25. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.