Þjóðviljinn - 25.08.1989, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 25.08.1989, Qupperneq 17
Vantar kjam- ann í þjóð- félagiö Einar Karl Haraldsson heldur framsöguerindi á fundi Birt- ingar umþað hvort íslendingar eigi að keppa við Svía um heimsmetið í kratisma allar upplýsingar geymdar á pappír og eina leiðin til að nálgast þær var að fara þangað sem þær voru geymdar og grúska í skjal- askápunum. Nú liggja flestar upplýsingar fyrir í tölvutæku formi. - En þó svo sé er ekki þar með sagt að við fáum aðgang að þeim. - Nei, það er pólitísk ákvörð- un. Tæknilega hafa allir mögu- leika á að nálgast allar upplýsing- ar. Það er hægt að flytja þær um símakerfið á engum tíma. Þetta er alveg ný staða og ég er þeirrar trúar að það sé ekki hægt til lengdar að útiloka okkur frá þess- um upplýsingum. Eftir tilkomu prenttækninnar liðu 2-3 aldir þangað til fólk fékk að læra að lesa en þá varð líka alger bylting. Þekking fólks jókst ævintýralega hratt og sömuleiðis möguleikar þess að setja sig inn í alla hluti. Sú þekking sem hægt er að fá aðgang að með aðstoð símakerf- isins er svo umfangsmikil að eina leiðin til að fá yfirsýn yfir hana er að nota tölvu. Sá sem fer á bóka- safnið hefur engan séns á að öðl- ast sömu yfirsýn. Við þetta bætist þróunin á sviði sjónvarps og fjarskipta. Það sáum við síðast á Torgi hins himneska friðar í Kína. Maður sá kínverja á götum Beijing, heyrði það sem þeir sögðu og sá hvað sýnt var í kínverska sjónvarpinu svo til samtímis og það gerðist. Bandaríska sjónvarpsfyrirtækið CNN gumar af því að geta verið mætt á staðinn hvar og hvenær sem eitthvað merkilegt gerist og hefja beinar útsendingar þaðan innan hálftíma. Þetta er líka al- veg ný staða. Eg held að okkur gruni ekki enn hvaða möguleikar eru fólgnir í sjónvarpinu. Við stöndum í þeirri trú að það sé eingöngu af- þreyingartæki. En sjónvarp er auga sem við getum horft í gegn- um þegar okkur lystir og séð hvað er að gerast í heiminum. Það sem er nýtt í stöðunni er að við höfum fengið í hendur nýja tegund fjölmiðla sem við getum notað öðruvísi en þá sem fyrir eru. Með aðstoð tölvu get ég tengst stórum gagnabönkum og nálgast allar þær upplýsingar sem ég hef áhuga á. Og í sjónvarpi get ég stillt mig inn á fréttayfirlit af landsbyggðinni eða fylgst með því sem er að gerast á götum Jó- hannesarborgar. Þessir nýju miðlar eru klæðskerasaumaðir fyrir hvern og einn. Dagblaðið er staðlað og eins hjá öllum. Ég er á því að baráttan um upp- lýsingarnar verði í brennidepli næstu árin. Kannski verður nauðsynlegt að stofna stéttarfé- lag hins almenna upplýsinganot- anda. Tölvuþjófarnir eru alþýðu- hetjur nútímans, einskonar Hrói höttur sem stelur upplýsingum frá þeim ríku og gefur þeim fá- tæku. Að vísu hirða sumir ekkert um þá fátæku heldur selja KGB upplýsingarnar. En ég held að smám saman munum við öðlast aðgang að þekkingunni. Líkin upp úr lestinni - Það er þó engan veginn víst. Kannski fer allt á hinn veginn og tæknin verður notuð til að fylgj- ast með gerðum okkar. - Vissulega er sú hætta fyrir hendi. Ástandið getur orðið miklu verra en hjá Orwell og Huxley. Tæknin er tvíbent og það sem ræður úrslitum er hver stjórnar þróuninni. Ég hef enga skoðun á því hvernig á að koma því til leiðar að þróunin leiti í rétt- an farveg. En þegar allt kemur til alls erum það við sjálf sem allt veltur á. Meira get ég varla sagt. Ég vona bara að allt fari vel. Það sem mér finnst skipta mestu máli er að hver og einn horfist í augu við þá ábyrgð sem hann ber á heimsástandinu. Við getum ekki lengur látið sem við vitum ekki hvað er að gerast. Við sjáum á þróuninni að sí- fellt fleira er dregið fram í dags- ljósið og sú þróun nær um allan heim. Ég get tekið dæmi af hommunum. Nú eru þeir fjöl- margir sem lýsa því yfir í heyranda hljóði að þeir séu homm- ar. Áður hafði slík uppljóstrun í för með sér ómældar þjáningar og jafnvel sjálfsmorð. Sama má segja um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Við erum smám saman að verða fær um að ræða um það. Það hefur hins vegar ver- ið til frá örófi alda og fjöldi manns misst vitið af þess sökum. Það hefur bara ekki verið rætt um það. Þannig verða fleiri og fleiri lík dregin upp úr lestinni. Að sjálf- sögðu tekur þessi þróun tíma og það verður unnið gegn henni. En þetta kemur og þá mun margt breytast. Menn komast nefnilega ekki upp með hvað sem er þegar fylgst er með þeim. Virðing fyrir manneskjunni - En það má alveg hugsa sér að fólk taki þann kost að notfæra sér ekki möguleikann á að verða ein- hvers vísari heldur noti tækin ein- göngu til afþreyingar. - Vissulega. Tæknin gerir okk- ur kleift að velja eingöngu það sem við höfum áhuga á og slíkt getur leitt til þess að hver einstak- ur einangrast. En ég vona að áður en það gerist höfum við komið okkur upp almennum gildum sem ríkja um allan heim. Eg held að við nálgumst æ meir almenna skilgreiningu á þeirri virðingu sem manneskjan á rétt á. Frum- réttur hennar er að fá nóg að borða, heilbrigði og húsaskjól. Þar á eftir kemur rétturinn til að þroskast, afla sér þekkingar, tjá sig, stofna félög með öðrum og hafa áhrif á ríkisstjórn sína. Við vitum að það er hægt að samþykkja hvað sem er hjá Sam- einuðu þjóðunum án þess að það hafi nokkur áhrif. Það sem skiptir máli er að allir fái að vita og sjá allt sem gerist. Þetta fannst mér vera að gerast þegar ég horfði á beinu útsendingarnar frá Torgi hins himneska friðar. Þegar við fáum meira að heyra og verðum meðvitaðri um okkur sjálf fara trúarpostularnir, hugmynda- fræðingarnir og heimspekingarn- ir að skjálfa. Þeim líkar ekki að hlutirnir séu dregnir fram í dags- ljósið, þeir vilja hafa líkin í lest- inni. Eftir því sem vitneskja okk- ar um það sem gerist í rauninni eykst minnka áhrif trúarbragð- anna og hugmyndafræðinnar. Það er mín trú. Frá þessu sjónarhorni skiptir ekki mál hvort fólk er vinstrisinn- að eða múhammeðstrúar. Hvort tveggja eru trúarbrögð. Önnur segja að til sé guð sem heiti Allah og að spámaður hans sé Múham- með. Fyrir hinum er díalektísk efnishyggja guðdómurinn og Marx spámaðurinn. Það sem skilur á milli feigs og ófeigs er hvort fólk hefur áhuga á að horfa á heiminn eigin augum eða á þann hátt sem þeim er sagt að gera. Það er stöðugt verið að segja okkur hvernig okkur beri að horfa á heiminn. Líttu á smá- börnin sem kunna ekki að skam- mast sín og spyrja í þaula þangað til þau fá að vita yfir hverju þau eiga að skammast sín. Þau kom- ast að því að sumt á ekki að tala um. Þannig er þetta á öllum svið- um. Það er svo margt sem ekki má tala um og svo margar skoð- anir sem mótast af því sem okkur er sagt að halda. Bíðum og vonum - En hvaðan eiga þessi al- mennu gildi að koma? - Það hef ég ekki hugmynd um! Um það get ég ekkert sagt því ef ég segi að eina leiðin til að bæta þjóðfélagið sé að við finnum okk- ur sjálf, þá er ég búinn að setja fram ný trúarbrögð. Ég get bara sagt: bíðum og sjáum hvað setur. En mér finnst ég sjá ýmis teikn í sól og mána um að hlutirnir séu að breytast. Kannski er það heimska að vera bjartsýnn... -ÞH snaraði. „ Það er f róðlegt fyrir íslend- inga að skoða hvað jafnaðar- menn í Svíþjóð hafa gert vel en það þýðir ekki að við eigum að apa upp eftir þeim, því saga þessara tveggja þjóða og bakgrunnur er svo ólíkur,“ sagði Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Nordisk Kontakt í sam- tali við Nýja Helgarblaðið, en Einar Karl mun flytja erindi á fundi Birtingar á Gauki á Stöng sem hefst kl. 14 á laug- ardag. Erindi sitt nefnir Einar Karl „Eiga íslendingar að keppa við Svía um heimsmetið í kratisma?“ Hann sagði að það væri afskap- lega ólíku saman að jafna, ís- lenskum og sænskum kratisma, en þrátt fyrir það gætum við margt af Svíum lært. „Því er oft á tíðum haldið fram hér á landi að Svíar séu svo leiðin- legir. Þá hlýtur að liggja í hlutar- ins eðli að íslendingar séu svo skemmtilegir. En það er alveg rétt, það er ekki hlæjandi að þjóð sem hefur fundið upp rennilás- inn, skiptilykilinn og plastpok- ann. Til samanburðar er svo hægt að vitna í Guðsgjafaþulu Halldórs Laxness, en þar segir að Islendingar séu eina þjóðin sem aldrei hefur getað búið til gler. Þetta er umhugsunar - efni. Sammála um grundvallaratriði Ef við snúum okkur að erind- inu þá er fyrst til að taka að valda- staða jafnaðarmanna í Svíþjóð er einstök í heiminum. Áratugum saman hafa kratar setið í ríkis- stjórn, oftast einir þótt þeir hafi ekki alltaf haft þingmeirihluta. Annað einkenni á sænsku þjóðfélagi er að ekkert annað land í Norður-Evrópu hefur ekki átt í stríði í 165 ár. Hlutleysis- pólitík þeirra sem þróaðist fyrir og eftir heimsstyrjöldina er grundvölluð í þjóðfélaginu sem allir verða að játast undir. Kannski vegna þess að Svíar eru í grundvallaratriðum sam- mála um utanríkispólitíkina varð baráttan þar á milli kapítalista og verkalýðs miklu hreinræktaðri en annarsstaðar. Stéttabaráttan í Svíþjóð varð mjög skýr og ein- föld. Afleiðing þess er sú að Svíar fengu best skipulögðu verkalýðs- hreyfingu í heimi. Skipulags- hyggja Svía birtist ekki bara í ríkisbákninu heldur líka á skipu- lögðum almannasamtökum sem skipta verulegu máli og hafa haft mikil áhrif á þróun stjórnmála. Þá má benda á það að það er hefð fyrir því í Svíþjóð að fólk treystir stjórnvöldum. Svíar eiga kannski heimsmet í því að koma þjóðfélagshugmyndum í verk. Hugmyndirnar reynast vitaskuld misjafnlega, en það er kostur við þjóðfélagið að það er sjálfs- gagnrýnið. Þeir framkvæma því ýmsa hluti sem aðrir láta sér nægja að tala um. Á tímamótum Ég er með þá kenningu að sæn- ski jafnaðarmannaflokkurinn sé á tímamótum. Hann er skipu- lagður eftir grundvallarreglu iðn- byltingarinnar, þ.e. miðstýringu ogfjöldaframleiðslu. Hann erþví miðstýrður fjöldaflokkur. Kratar í Svíþjóð eru með um 40% fylgi á meðan aðrir krataflokkar á Norðurlöndum hafa tapað fylgi og t.d. eru kratar í Danmörku og Noregi bara með um 30% fylgi. Mín kenning er sú að það sé hæp- ið að flokkurinn geti haldið þess- ari stöðu lengi. Ég tel að það muni koma fram smáflokkar sem höggvi skörð í fylgið einsog ann- arsstaðar. Þá skapast ný staða í sænsku stjórnmálum og verður gaman að fylgjast með því hvern- ig þeim tekst þá að prjóna saman starfshæfan meirihluta, hvort fram á sjónarsviðið koma menn einsog Schluter í Danmörku eða Steingrímur á íslandi. Þótt sænski jafnaðarmanna- flokkurinn sé ríkisstjórnarflokk- ur með margt á sínu syndaregistri er hann spennandi. Ég þekki enga aðra pólitíska hreyfingu þar sem pólitískt starf er jafn vel rækt og umræðan jafn mikil og lif- andi.“ Vantar samstöðu En hvað getum við lært af Sví- um? „Ég held að íslendingar geti lært það af Svíum að það er nauðsynlegt að komast að sam- eiginltgri niðurstöðu um það hver sé kjarninn í íslensku þjóðfélagi og grundvöllur þess. Síðan geta menn tekist á um framkvæmdaratriðin. Hér ríkir engin samstaða um utanríkismál, atvinnu- og efnahagsmál og þannig mætti lengi telja. í Sví- þjóð ríkir samstaða um þessi mál langt út fyrir raðir krata. Ég held að slíkt sé mjög nauðsynlegt, að það séu ákveðnar meginreglur á mikilvægum sviðum sem nánast allir ganga út frá. Þessi samstaða getur að einhverju leyti skýrt vel- gengni Svía. Pólitíkin hér er stundum svo alvörulaus. Pólitísk umræða felst aðallega í skömmum og stóryrð- um í stað þess að reyna að treysta grundvöllinn undir íslenskt þjóðlíf. Við höfum nóg af fram- kvæmdamönnum á íslandi, en mjög fáa menn sem hugsa um pólitík af alvöru, allavega heyrist alltof lítið frá þeim,“ sagði Einar Karl. Auk Einars Karls munu þeir Einar Heimisson sagnfræðinemi og Svanur Kristjánsson stjórn- málafræðingur flytja framsöguer- indi á fundinum, en síðan verða almennar umræður. _Sáf Föstudagur 25. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.