Þjóðviljinn - 29.08.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.08.1989, Blaðsíða 1
Ríkisstjórnin Borgarar deila um tilboðið Stjórnin bauð Borgaraflokknum tvö ráðherraembœtti, annað án ráðuneytis framyfir áramót. Júlíus Sólnes og ÓliÞ. Guðbjartsson líklegustu ráðherraefnin. Ágreiningur um viðbrögð við tilboðinu Mjög skiptar skoðanir komu fram á þingflokksfundi Borgaraflokksins um tilboð ríkis- stjórnarinnar um stjórnaraðild flokksins. Steingrímur Her- mannsson kallaði Júlíus Sólnes formann flokksins og Ola Þ. Guð- bjartsson formann þingflokksins á sinn fund síðdegis í gær og klukkan sex hófst fundur Borgar- aflokksins um tilboðið. Stóð hann langt fram eftir kvöldi. í tilboði stjórnarinnar er gert ráð fyrir að Borgaraflokkurinn fái tvö ráðherraembætti, dóms- og kirkjumálaráðuneytið og um- hverfismálaráðuneytið sem stofna á upp úr áramótum. Fram að því yrði annar ráðherra flokks- ins án ráðuneytis en ætti að sjá um mótun atvinnustefnu og sam- starf Norðurlanda. Auk þess er komið til móts við ýmsar kröfur Borgaraflokksins um breytingar á stjórnarstefnunni. Til dæmis er rætt um aukið aðhald að innflutn- ingsversluninni, jöfnun á orku- kostnaði, tvö þrep í virðisauka- skatti, 15% á mjólk, kjöti og fiski en 25% á öðru, húsaleigubætur, stefnt skuli að afnámi vísitölu- bindingar lána ofl. Höfn í Hornafirði Útsýnis- skífu stolið Hefur einh ver rekist á útsýnisskífu sem ekki passar við útsýnið? Jú, það er rétt, skífan finnst hvergi og enginn veit hvernig eða hvenær hún hvarf, sagði Jón Ingi Björnsson í lögreglunni á Höfn í Hornafirði um þá frétt í Eystra- Horni að útsýnisskífa bæjarins væri ekki lengur á sínum stað. Útsýnisskífap stóð á voldugum stöpli efst á tjaldstæði bæjarins en nú er stöpullinn einn eftir, skífan sjálf er horfin. Jón Ingi sagði að kona úr Reykjavík hefði komið í sumar og ætlað að skoða skífuna sem hún hafði skoðað í fyrra- sumar en þá var engin skífa. - Það geta verið liðnar margar vikur síðan hún hvarf og orðið erfitt að leita að henni, því á tjaldstæðið kemur aragrúi af að- komufólki. Hægt er að taka undir með Jóni Inga að erfitt sé að átta sig á til- ganginum með því að stela skíf- unni. Nema menn ætluðu sér að skipta á skífu annars staðar og rugla fólk vísvitandi í ríminu. I Eystra-Horni er leitt að því getum að þarna hafi verið á ferð einhverjir safnarar og eru lesend- ur beðnir að hafa augun hjá sér ef fyrir þá ber útsýnisskífu sem ekki passar við útsýnið. -ÞH Meðal forystumanna Borgar- aflokksins mun ekki vera eining um viðbrögð við tilboðinu. Óli Þ. Guðbjartsson er sagður mun já- kvæðari gagnvart því en Júlíus Sólnes. Verði af stjórnarþátttöku Borgara má búast við því að Óli Þ. taki við embætti dóms- og Utgerðarfélag , aflaskipsins Guðbjargar Is hefur keypt 5 skip og báta til að auka við kvóta Guðbjargar. Þorleifur Pálsson hjá útgerðafélaginu Hrönn segir að hér sé um að ræða skip og báta sem séu orðin úrelt. Heyrst hefur að Hrönn hafi keypt kvóta fyrir um 70-80 milljónir króna. Þær tölur vildi Þorleifur ekki stað- festa. Með kaupunum væri verið að reyna að halda í horfinu í afla Guðbjargar. Guðbjörgin fór af sóknarmarki yfir á aflamark á þessu ári. En í fyrra landaði skipið 5.100 tonn- um af fiski. Þorleifur sagði Þjóð- viljanum að með því að fara yfir á aflamark, hefði kvóti Guðbjarg- ar minnkað. Þess vegna hefði verið gripið til þess ráðs að verða sér út um viðbótarkvóta. Hann kirkjumálaráðherra en Júlíus við umhverfismálunum. Svo gæti þó farið að flokkurinn klofnaði í af- stöðu sinni til tilboðsins og hefur það afbrigði af þessu valdatafli heyrst nefnt að Óli Þ. verði þá gerður að forseta neðri deildar Alþingis sem losnaði þegar vildi ekki segja hversu mikla við- bót Guðbjörg hefði útvegað sér, en kflóverðið væri á bilinu 50-55 krónur. Þorleifur sagði að Guðbjörgin hefði á undanförnum árum verið í landi uþb. 3 mánuði á ári. í fyrra hefði skipið farið í breytingar og verið frá veiðum í 4 mánuði. Ekki væri hægt að útiloka að skipið yrði einnig eitthvað bundið við bryggju í ár. Guðbjörgin hefði þegar landað um 4.500 tonnum í ár. Að undanförnu hefur Guð- björgin verið á skrapi og þá verið á höttunum eftir ufsa og ýsu. Þor- leifur sagði vel fiskast af þorski þessa dagana, alveg sama væri hvar trolli væri difið niður, það fylltist á augabragði. Erfiðara gengi að ná í aðrar tegundir. Hann sagði Guðbjörgina hafa Kjartan Jóhannsson lét af þing- mennsku. Búist var við því í gærkvöldi að Borgaraflokkurinn myndi svara tilboði stjórnarinnar í dag og Steingrímur Hermannsson sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að breytt töluvert af sínum þorsk- kvóta í grálúðukvóta, enda hefði fengist gott verð fyrir grálúðuna í Frakklandi, eða yfir 100 krónur fyrir kflóið. Þessi markaður væri hins vegar ákaflega viðkvæmur. Að sögn Þorleifs á Guðbjörgin 450 tonn eftir af þorskkvótanum og 500 tonn af ýsukvótanum. Guðbjörgin og Júlíus Geir- mundsson ís hafa séð íshúsfélagi ísfirðinga fyrir hráefni. Júlíus Geirmundsson hefur nú verið leigður til Neskaupstaðar, en nýr Júlíus er væntanlegur til landsins bráðlega. Hann verður útbúinn til frystingar um borð. íshúsfé- lagið hefur gengið inn í hlutafélag um Framnes frá Þingeyri og mun Framnesið leggja jöfnum hönd- um upp á ísafirði og á Þingeyri í framtíðinni. -hmp hann myndi skoða gagntilboð flokksins ef Borgarar litu á til- boðið sem samningsgrundvöll. -ÞH/Sáf Greiðslu- erfiðleikalán 400 í miklum erfiðleikum Bankarnir hafa frest til mánaðamóta að svara beiðnifélags- málaráðherra. Jó- hanna Sigurðardóttir: Eignamissir blasir við mörgum verði ekkert að gert - Bankaráðum viðskiptabank- anna var send beiðni í síðustu viku þar ég fer þess á leit að þeir kaupi skuldabréf af Húsnæðis- stofnun sem nemi þeim hluta sem runnið hefur til þeirra af því fé sem stofnunin hefur veitt til fólks sem á í greiðsluerfiðleikum. Þeir hafa frest til mánaðamóta til að svara þessari beiðni og á þessari stundu veit ég ekki hver viðbrögð þeirra verða, sagði Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra. í bréfi félagsmálaráðherra er farið fram á að bankarnir auki hlutabréfakaup sín af Húsnæðis- stofnun og að greiðsluerfiðleika- lán þeirra sem verst eru settir verði lengd úr 8 árum í 12. Alls hefur Húsnæðisstofnun veitt um 450 miljónum í lán til húskaupenda og byggjenda sem eiga í greiðsluerfiðleikum en af því hefur um helmingur runnið beint til bankanna til að gera upp vanskil fólks við bankastofnanir. Eins og fram hefur komið í fréttum hafnaði samband við- skiptabankanna að verða við beiðni félagsmálaráðherra, aðal- lega á þeirri forsendu að það væri ekki rétt að sambandið tæki ákvörðun fyrir alla bankana. Sams konar beiðni barst sam- bandi sparisjóðanna sem enn hef- ur ekki svarað beiðninni. - Ég tel það miklu eðlilegra að þessi beiðni sé borin upp við hvern banka fyrir sig. Það verður bankaráðsfundur í Útvegsbank- anum í dag þar sem tekin verður afstaða til þessa máls en á þessari stundu get ég ekkert sagt um það hvernig málið verður afgreitt, sagði Guðmundur Hauksson bankastjóri Útvegsbankans. Jóhanna sagði að ef bankarnir samþykktu þessar aðgerðir væri hægt að afgreiða um 400 umsókn- ir þeirra sem sótt hafa um greiðsluerfiðleikalán, en að það væri þó aðeins þeir sem verst eru staddir og umsóknirnar væru miklu fleiri. iii Við upphaf fundar þingflokks og annarra forystumanna Borgaraflokksins í gær. Mynd: Kristinn. Útgerð Guðbjörg ís kaupir báta Þorleifur Pálsson: Gert til aðjafna upp kvótatap afþví aðfara af sóknarmarki yfir á aflamark

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.