Þjóðviljinn - 29.08.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.08.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Heimsókn Stytting vinnutímans mikilvægust Oskar Lafontaine varaformaður vestur-þýskra jafnaðarmanna í heimsókn. Villað Vestur- Pýskaland dragi sig út úr hernaðarsamstarfinu í Nató. Perestrojkan er komin of langt til þess að við verði snúið______ Oskar Lafontaine svarar spurningum íslenskra fréttamanna: - Pað er ekki nóg að látast vera græningi, stjórnmálamenn verða að finna atvinnulífinu farveg sem tekur tillit til umhverfisins. Mynd: Kristinn. Stytting vinnuvikunnar er mikiivægasta verkefni evr- ópskrar vinstrihreyfingar um þessar mundir. Hún er liður í um- hverfisvernd vegna þess að fram- leiðslan minnkar, hún stuðiar að félagslegu jafnrétti og eflir iýð- ræðið vegna þess að fólk fær meiri tíma til eigin ráðstöfunar, sagði Oskar Lafontaine varafor- maður vestur-þýska Jafnaðar- mannaflokksins á fundi með ís- lenskum biaðamönnum í gær. Lafontaine sem er forsætisráð- herra í fylkinu Saarland er í heim- sókn hér á landi í boði Alþýðu- flokksins. Hann hefur átt fundi með flokkssystkinum sínum hér- lendum, og einnig Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra og Ólafi Ragnari Grímssyni fjár- málaráðherra. í gær flutti hann erindi og svaraði fyrirspurnum á almennum fundi á Hótel Sögu. Á fundi sem Lafontaine átti með íslenskum blaðamönnum í gær var hann spurður í þaula um viðhorf hans til þeirra tíðinda sem nú eru efst á baugi í Evrópu: lýðræðisþróunina í álfunni austanverðri. Hann treysti sér ekki til að segja hvort þar væri á ferð endurreisn kapítalismans, þróun í átt til evrópskrar jafnað- armennsku eða eitthvað annað. „Áður fyrr var helsta mótsögn samfélagsins andstæður launa- vinnu og auðmagns en nú eru það andstæður auðmagns og um- hverfis. Þess vegna er ekki rétt að nota sömu nöfn yfir hlutina og áður. Sósíalisminn er tilraun til að setja óheftu valdi auðmagns- ins ákveðnar skorður. Hins vegar eiga hin svokölluðu sósíalísku ríki og auðvaldsríkin það sam- eiginlegt að hagkerfi þeirra byg- gjast á stöðugt aukinni vörufram- leiðslu. Þau hafa því bæði gengið nærri umhverfinu og sósíalísku ríkin heldur lengra." Hins vegar sagði Lafontaine að ef útkoman úr hræringunum í Austur-Evrópu yrði sú að þau tækju upp fjölflokkalýðræði yrði auðveldara að sameina Evrópu. Sú þróun sem þar væri hafin gæti vissulega farið úr böndunum, en hún væri komin lengra en svo að hægt væri að snúa við. Umhverfismál eru mjög á dag- skrá í Vestur-Þýskalandi og Laf- ontaine sagði að mikilvægt væri að finna nýja stefnu sem tæki tillit til umhverfísins. Hann var spurð- ur hvort við þyrftum þá ekki að fórna einhverju af þeim lífskjör- um sem við byggjum við. „Hreint loft, ómenguð náttúra og aukinn frítími er líka hluti af lífskjörum okkar,“ svaraði hann. Lafontaine var minntur á að hann hefði löngum verið gagnrýninn á Nató og svaraði hann því til að hann hefði verið og væri enn andvígur þátttöku Vestur-Þýskalands í hernaðar- samstarfinu innan Nató. „Frakk- land tekur ekki þátt í því og Spánn mjög lítinn. Þessi rflci rök- styðja þá afstöðu með því að þau séu sjálfstæðar þjóðir. Við þjóð- verjar eigum einnig rétt á slíku sjálfstæði. Við eigum td. ekki að þola það þegar Bandaríkjamenn nota hernaðarmannvirki Nató í Vestur-Þýskalandi til hefndará- rása á Líbýu. Þá neituðu Spán- verjar og Frakkar þeim um afnot af sínu landi. Við vorum ekki spurðir.“ Hann sagðist hafa rætt málefni Evrópubandalagsins og EFTA við Steingrím Hermannsson, en við Ólaf Ragnar ræddi hann sömu málaflokka og á blaða- mannafundinum, þe. afstöðu sína og flokks síns til þeirra mála sem efst eru á baugi í evrópskum stjórnmálum. Lafontaine sagðist vera orðinn þreyttur á að svara spurningunni um það hvort hann yrði næsti kanslari Vestur-Þýskalands. „Fyrst eru kosningar í Saarlandi í janúar og það er ekki fyrr en um mitt næsta ár sem kanslaraefni flokksins verður valið. Síðan er það á valdi þjóðarinnar að kjósa nýjan kanslara. Svo það er ekki tímabært að ræða hver það verð- ur,“ sagði þessi líflegi evrópski krataforingi. -ÞH Farandi í Tékkó Heimsmeistaramótið í hand- knattleik verður haldið í Tékkó- slóvakíu á næsta ári, og munu vafalítið margir vilja fara þangað til að fyigjast með Ieikjum. Ferðaskrifstofan Farandi hefur riðið á vaðið með að koma ís- lenskum handknattleiksunnend- um á staðinn. Farandi hefur þeg- ar tryggt gistingu fyrir 50 manns og verða gestir fluttir á milli staða þannig að þeir geti fylgst með á öllum vígstöðvum. Frá 22. febrú- ar til 5. mars verða gestirnir í Gotwald. f Bratislava 5. mars til 9. mars og í Prag frá 9. mars til 12. mars. íþróttafólk heiðrað íþróttafélag fatlaðra er 15 ára um þessar mundir og heiðraði félagið sitt besta afreksfólk á aðalfundi nýlega. íþróttafólkið fékk fallega styttu að gjöf fyrir frábæra frammistöðu á Ólympíuleikun- um í Seúl 1988. Þau voru Sóley Axelsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Reynir Kristófersson, Kristín Rós Hákonardóttir, Halldór Guðbergsson, Ólafur Eiríksson og Haukur Gunnarsson. Mikil áhersla hefur verið lögð á það hjá íþróttafélaginu að koma upp íþróttahúsi félagsins að Hátúni 12. Nú er verið að steypa annan áfanga hússins og reiknað er með að honum verði lokið í desember á þessu ári. Enn vantar þó fé í bygginguna og er þess vænst að almenningur og opinberir aðilar sýni málinu skilning með fjár- framlögum. Fólk getur komið framlögum á sérstakan gírór- eikning byggingarsjóðs og er númer reikningsins 50075-0339. Manuela Wiesler. Hundadögum lýkur Lokatónleikar Hundadaga verða haldnir í kvöld í íslensku Óper- unni. Aðalstjórnandi tónleik- anna verður Frakkinn Pascal Verrot, sem talinn er meðal fremstu yngri stjórnenda í dag. Verrot starfar ma. sem aðstoðar- hljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar Bostonar. Hákon Leifsson verður gestahljóm- Kynþáttaaðskilnaður Israelsmanna Félagið Ísland-Palestína skorar á íslensk stjórnvöld að mótmæla harðlega kynþáttastefnu ísra- elskra stjórnvalda gagnvart Pal- estínuaröbum. Ísland-Palestína hvetur einnig alla áhugamenn um mannréttindi til að láta sig varða um hagi allra íbúanna í Landinu helga. Þessi mótmæli eru sett fram vegna nýrra ráðstafana ísra- sveitarstjóri á tónleikunum og stjórnar í einu verki. Manuela Wiesler verður einleikari tónleik- anna en efnisskráin er mjög fjöl- breytt. Flutt verða verk eftir Bo- ulez, Satie, Schubert, Þorkel Sig- urbjörnsson ofl.. En Manuela leikur einmitt einleik í verki Þorkels, sem ekki hefur verið flutt opinberlega hér á landi áður, eins og öll hin verkin, að 3. sinfóníu Schuberts undanskil- inni. Hljómsveit tónleikanna verður hljómsveit Hundadaga. elsmanna sem Ísland-Palestína segja auðmýkjandi gagnvart íbú- um Gazasvæðisins, sem ísrael hernam 1967. íbúarnir verða nú að sýna ísraelsku lögreglunni tölvutæk nafnskírteini þegar þeir fara til vinnu utan svæðisins. Þetta gildir einungis um þá íbúa Gazasvæðisins sem ekki játa gyð- ingatrú. En vegna eftirspurnar eftir ódýru vinnuafli í ísrael, hef- ur flóttamönnum verið heimilað að vinna „óæðri störf“ fyrir gyð- inga, jafnvel í fyrri heimkynnum sínum. Þar mega flóttamennirnir þó ekki dvelja yfir nótt og njóta engra þeirra félagslegu réttinda sem þykja sjálfsögð á Vestur- löndum. Brú yfir Gilsfjörð Ungmennasamband Dalamanna og Norður Breiðfirðinga skorar á samgönguráðherra, Steingrím J Sigfússon og Vegagerð ríkisins, að hraða ákvörðunartöku um brúargerð yfir Gilsfjörð. í álykt- un frá UDN segir að brúargerð þessi myndi gjörbreyta allri sam- vinnu á milli Dalasýslu og Austur-Barðastrandarsýslu, ekki hvað síst á sviði æskulýðs- og íþróttamála. Hér sé um mikið byggðamál að ræða. Með brú yfir Gilsfjörð verði ungmennum í fá- mennum byggðarlögum auðveld- að að þjappa sér saman til að njóta þeirra tómstunda sem hverjum og einum séu nauðsyn- legar. Starfsmenntun í atvinnulífi Sérstakri nefnd á vegum félags- málaráðherra hefur verið falið að semja lagafrumvarp á grundvelli niðurstaðna vinnuhóps sem Jó- hanna Sigurðardóttir skipaði í fyrra. Markmiðið með væntan- legri löggjöf á að vera að bæta verkemenntun og vinnuum- hverfi, auka framleiðni fyrir- tækja og treysta stöðu einstakl- ingsins á vinnumarkaðnum, með því að gera honum kleift að tak- ast á við ný eða breytt verkefni. Þá er stefnt að því að ná fram virku atvinnulýðræði með því að búa starfsmenn undir þátttöku og ábyrgð í stjórnun og rekstri fyrir- tæicja. Barnsburðarleyfi Réttur aukinn Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, hefur gefið út tvær nýjar reglugerðir í samræmi við síðustu kjarasamninga við BSRB, BHMR og Kennarasam- band Islands. Viðmiðunartímabil vegna yfirvinnu og vaktaálags er lengt úr 6 mánuðum í 12. Laun starfsmanna sem eru frá vegna veikinda eða barnsburðar miðast því hér eftir við meðaltal heildar- launa á undangengnum 12 mán- uðum í stað 6. í tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu segir, að með nýrri reglu- gerð hafi konur í barnsburðar- leyfi sama uppsagnarfrest og aðr- ir starfsmenn ríkisins, eða 3 mán- uði. En áður gilti sú regla að starfsmaður sem ætlaði að segja uppi vinnu í lok barnsburðar- leyfís, þurfti að tilkynna það við upphaf þess. Eftir að barnsburð- arleyfið var lengt úr þremur mán- uðum, þykir þessi regla ekki lengur réttlætanleg. Konur geta nú lengt leyfi sitt við barnsburð í 12 mánuði, í stað 9 áður. Laun starfsmanns lækka sem samsvarar lengingu leyfis en starfsmaðurinn heldur öllum réttindum sínum. Þá geta konur í sérstökum aðstæðum skipt barns- burðarleyfi sínu, td. ef barn þarf að vera á sjúkrahúsi og konan vill frekar taka hluta barnsburðar- leyfis út eftir að barnið er komið heim. Þá er ítrekað í reglugerð- inni, að óheimilt sé að segja barnshafandi konu upp starfi, nema af gildum ástæðum og að skylt sé að færa barnshafandi konu til í starfi, krefjist heilsufar hennar þess, en hún haldi samt sömu launum og áður. -hmp Merki Krabba- meinsfélagsins Krabbameinsfélag íslands gengst fyrir fjáröflun með merkjasölu helgina 1.-3. september næst komandi. í mörg ár aflaði félagið fjár með merkjasölu í byrjun september en sú venja var aflögð. Nú er hún tekin upp aftur og munu aðildadarfélög Krabba- meinsfélagsins, sem eru 29 að tölu, sjá um söluna. Félögin fá helming afrakstursins til eigin starfsemi en hinn helmingurinn rennur til Krabbameinsfélags fs- lands sem stundar umfangsmikla starfsemi, svo sem leitarstarf og rannsóknir. Sala merkjanna fer fram í sjálfboðavinnu og vonast Krabbameinsfélagið eftir að vel verði tekið á móti sölufólki. Skipulagðar tannlækningar Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, hefur skipað nefnd til að gera tillögur um skipulagða tannlæknaþjónustu og semja frumvarp þar að lút- andi. í nefndinni eru Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir, Magnús R. Gíslason í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og Ingimar Sigurðsson skrifstofu- stjóri í heilbrigðis- og trygging- amálaráðuneytinu, en hann er formaður nefndarinnar. Siglingartæki kynnt Á morgun fer Skiparadíó hf. af stað með sérstakan sýningarbíl hlaðinn nýjustu siglinga- og fisk- leitartækjum frá FURUNO og fleirum. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.