Þjóðviljinn - 30.08.1989, Side 1

Þjóðviljinn - 30.08.1989, Side 1
Ríkisstjórnin Fjármagnstekjur skattlagðar Tillögur um skatt affjámagnstekjum kynntar ríkisstjórninni í gœr. Skilar ríkissjóði 1,5 miljörðum. Eignarskatturlœkkar. MárGuðmundsson:Lagttilað skattur affjármagnstekjum verði hluti af skattstofni tekju- og eignarskatts. Vextir af almennum sparisjóðsbókum ekki skattlagðir. Fjármagnsskattur innheimtur í staðgreiðslu. Eignaskattur lœkkar r Afundi ríkisstjórnarinnar í gær var lögð fram áfangaskýrsla fjármagnsskattanefndar um til- lögur að skattlagningu á vexti og aðrar tekjur af (jármagni. Er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af slíkri skattheimtu nemi um 1,5 miljörðum króna á ári. Verði tillögur nefndarinnar að frumvarpi er ríkisstjórnin að standa við eitt atriði stjómar - sáttmálans en í honum er talað um að fjármagnstekjur verði skatt- lagðar einsog aðrar tekjur. Tillögur nefndarinnar miðast annarsvegar við það að fjár- magnstekjur séu skattlagðar einsog tekjur af launum og hinsvegar er með þeim stefnt að samræmingu á sköttum á fjármagnstekjum og því m.a. lagt til að eignarskattur lækki vemlega. Sú lækkun nemur um tekjuauka ríkisins af fjárm- agnsskattinum. Már Guðmundsson, efna- hagsráðgjafi fjármálaráðherra, er formaður nefndarinnar. Hann sagði við Þjóðviljann í gær að í skýrslunni væri stillt upp nokkr- um valkostum. Helstu tillögur nefndarinnar eru þær að skattur af fjármagns- tekjum verði innan ramma tekju- og eignarskatts, verði þannig hluti af skattstofni og allar tekjur því skattlagðar með svipuðum hætti. Vandamálið er hinsvegar að á- kveða hver skattstofninn á að vera, hvað eru raunvextir og hvað ekki. Af verðtryggðum skuldabréfum reiknast raunvext- ir beint en lagt er til að hlut- deildaraðferð verði notuð við ó- verðtryggðar skuldbindingar. Þá Kvikmyndir Magnús gengur vel Rösklega 10 þúsund hafa séð nýjustu kvik- mynd Þráins Bertels- sonar Kvikmyndin Magnús hefur fengið mjög góða aðsókn það sem af er, eftir að hún var frumsýnd fyrir tæpum þremur vikum. Að sögn Þráins Bertelssonar, höf- undar og framleiðanda myndar- innar, hafa yfír 10 þúsund manns þegar séð Magnús og sagði Þrá- inn það vera samkvæmt björtustu vonum. - Kvikmyndin þarf um 26-28 þúsund áhorfendur til að standa undir kostnaði en þetta eru allt saman menntaðar ágiskanir. Að- sóknin á myndina gefur manni til- efni til að vera bjartsýnn á fram- haldið og tel ég nokkuð iíklegt að myndin standi undir kostnaði, sagði Þráinn í samtali við Þjóð- viljann í gær. _þóm eru nafnvextir teknir og ákveðin og muni þá bankar og aðrar hlutdeild af þeim notuð sem fjármagnsstofnanir sjá um að ræðst af verðbólgu m.a. innheimta staðgreiðsluna einsog Vextir af almennum spari- fyrirtæki gera gagnvart tekju- reikningum sem ná ekki rauná- skattinum. Vaxtatekjumar verða vöxtun sem er meiri en rúmt 1%, svo taldar fram í upphafi næsta einsog af tékkareikningum og al- árs einsog aðrar tekjur og á að mennum sparisjóðsbókum verða vera hægt að nota persónuafslátt- skattfrjálsir. inn á vaxtatekjur einsog aðrar Þá leggur nefndin til að fjárm- tekjur. agnsskatturinn verði innheimtur í Þá er nefndin með tillögur sem staðgreiðslu einsog tekjuskattur miða að því að jafna stöðu hlut- Alþýðuleikhúsið flytur í Iðnó: Ólafía Hrönn, Halldór, Gerla, sem gerir leikmyndir fyrir ísaðar gellur, Hávar og Erla B. Skúladóttir fram- kvæmdastjóri sýningarinnar. Mynd - Kristinn. afjár og verðbréfa. f þeim tii- lögum er lagt til að arður fyrir- tækja verði skattfrjáls en í dag er hann frádráttarbær að 10%. Þeir sem fá arð greiddan verða hins- vegar að borga skatt af honum, en með þessu er komið í veg fyrir tvísköttun á arði. Nefndin leggur einnig til að eignarskattur lækki. Áætlað er að fjármagnsskatt- urinn skili ríkissjóði um 1,5 milj- örðum króna á ári, en hluta af því á svo að nota til að mæta tekju - missi vegna lægri eignarskatts. Ríkisstjórnarflokkarnir eru nú með skýrslu nefndarinnar til at- hugunar og ræðst framhaldið af því hvort samstaða verður innan ríkisstjórnarinnar um málið. Verði niðurstaðan jákvæð mun nefndin vinna frumvarp á nótum áfangaskýrslunnar sem lagt verð- ur fyrir alþingi í haust. _Sáf Iðnó Afram leikhús við Tjömina? Alþýðuleikhúsiðfrumsýnirílðnó um miðjan september Alþýðuleikhúsið hefur fengið inni i Iðnó með sína næstu sýningu og allar líkur eru á að tveir aðrir leikflokkar fylgi í kjölfarið með sýningar þar fyrir áramót. Formlegir samningar um afnot leikhópanna af húsinu hafa þó ekki verið gerðir, en vonandi verður þessi sýning Alþýðuleik- hússins til þess að skrefíð verði stigið til fulls og það tryggt að Iðnó haldi áfram að vera leikhús. Æfingar á leikritinu Northern Lights eftir Frederick Harrison eru þegar hafnar. Gengur leikrit- ið undir vinnuheitinu Isaðar gell- ur og fjaliar um þrjár farandverk- akonur frá Hull, sem ráða sig í fiskvinnu til íslands. Leikritið á sér víst einhverja fyrirmynd í raunveruleikanum og ein kvenn- anna mun vera hér ennþá, á Suðureyri við Súgandafjörð, en þar er leikritið talið gerast. Leikarar eru þau Ingrid Jónsdótt- ir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ása Hrönn Svavarsdóttir og Halldór Björnsson, og leikstjóri Hávar Sigurjónsson. Frumsýning er fyrirhuguð um miðjan septemb- er. Sem fyrr sagði eru uppi hug- myndir um tvær aðrar sýningar í Iðnó fyrir áramót. Eru það sýn- ing danshópsins Pars pro toto og eins hefur heyrst að þeir, sem á síðasta leikári stóðu að bama- leikritinu Ferðin á heimsenda og sýndu í Iðnó á vegum Leikfélags Reykjavíkur, vilji taka sýninguna upp aftur á sama stað. LG Stjórnarmyndunin Borgaraflokkurírai á leið í ríkisstjómina Júlíus Sólnes einn þingmanna Borgaraflokksins tvístígandi. Vilja skoða verð á matvœlum og vexti betur. Niðurstaða fœst í dag eða á morgun Allir nema einn þingmanna Borgaraflokksins vilja taka tilboði ríkisstjórnarinnar um að- ild að stjórninni. Það er formað- ur flokksins, Júlfus Sólnes, sem enn er tvístígandi í málinu. Þykir honum sem hlutur borgara í stjórninni verði ekki nægur. „Ég get ekkert fullyrt um það hvort við erum sáttir við þetta tii- boð Steingríms Hermannssonar, sem umræðugrundvöll,“ sagði Júlíus við blaðamann Þjóðviljans í gær skömmu áður en hann og aðrir þingmenn Borgaraflokksins héldu á fund formanna ríkis- stjórnarflokkanna. Júlíus sagði að enn væm mörg atriði tilboðsins óljós og vildu borgaraflokksmenn fá tíma til þess að skoða þau, en hann vildi ekki fara nánar út í hvaða atriði það væm. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er það einkum verð á mat- vælum og hvemig ná á niður vöx- tunum sem borgarar vilja fá nán- ari skýringu á. Ekki er þó talið að útskýringar á því skipti sköpum um það hvort flokkurinn gerist aðili að ríkisstjórninni. „Meirihlutinn ræður þessu og hann vill ganga að þessu tilboði, “ sagði einn þingmanna Borgara- flokksins við Þjóðviljann í gær. Hann sagði að þessi mál myndu skýrast í dag, en þingflokkurinn ætlar að funda um málið nú í bít- ið. „Það var talað um að við hefð- um tvo til þrjá daga á okkur þegar við fengum tilboðið og því verð- um við að svara í síðasta lagi á fimmtudag.“ Borgaraflokkurinn hefur ekki enn ákveðið ráðherraefni sín formlega, það verður gert með atkvæðagreiðslu hjá þingflokkn- um. Samt er talið nær fullvíst að þeir Júlíus og Óli Þ. Guðbjarts- son skipti stólunum á milli sín. Guðmundur Ágústsson mun hinsvegar hafa reifað þá hug- mynd að hann verði gerður að dómsmálaráðherra þar sem hann er lögfræðingur að mennt. Aðrir þingmenn flokksins hafa hinsveg- ar ekki ljáð því eyra. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.