Þjóðviljinn - 30.08.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.08.1989, Blaðsíða 4
þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Lafontaine alvöm krati Óskar Lafontaine, sem af mörgum er talinn næsta kansl- araefni vesturþýskra krata, hefur vakiö á sér athygli fyrir pólitískar skoöanir sínar og hugmyndir um samfélag fram- tíðarinnar. Grunntónninn, sem byggir á stööugt auknum hagvexti, hljóti að bera dauðann í sér. Hann bendir á aö orkusóun í þróuðum iðnríkjum sýni að aldrei geti náðst efnalegur jöfn- uður meðal jarðarbúa sem fólginn sé í því að allt mannkyn komist á það neyslustig sem ríkir í Norður-Evrópu og Amer- íku. Ef t.d. Kínverjar eyddu orku í hlutfallslega sama mæli og Vestur-Þjóðverjar, yröi mengunin það mikil að ekki yrði líft á jörðunni. Minna er betra en meira, segir Lafontaine og undirstrikar þau gömlu sannindi að lífshamingja manna eykst ekki endi- lega í réttu hlutfalli við neyslustigið, þótt lágmarksneysla sé að sjálfsögðu nauðsynleg til að mannskepnan eigi einhverja möguleika á að geta notið lífsins. Keimlíkar skoðanir hafa svo sem áður heyrst á vinstri kantinum í íslenskri pólitík. Um áratugaskeið hefurt.d. Þjóð- viljinn birt greinar og hugleiðingar um að krafa auðmagnsins um stöðugt aukinn hagvöxt hljóti að leiðatil glötunar. Hitt er nýtt að íslendingar fái að heyra málsmetandi krata flytja slíkan boðskap. Forysta íslenskra krata er langt frá því að vera samstíga framsæknum hugmyndum innan sósíal- demókratíunnar í Evrópu. Það stingur óneitanlega í stúf við skoðanir íslenskra krata- höfðingja á auknum vígbúnaði Bandaríkjahers á íslandi, að heyra Lafontaine halda því fram að best sé að vesturþýski herinn hætti stríðsleikjum og snúi sér að umhverfisvernd. Hættán á slysi vegna ýmiss konar kjarnorkutóla í Þýskalandi sé meiri en innrásarhættan frá austri. Á meðan þýskir kratar hafna þeim möguleika að kjarnorkuvopnum sé beitt, stjórn- ar oddviti íslenskra flokksbræðra þeirra því ráðuneyti sem sér um samskipti við bandárísku herstöðina á Miðnesheiði. Þar er keppst við að byggja sprengjuhelda stjórnstöð sem nota á í kjarnorkustríði. Vissulega svipar hjörtum mannanna saman í Súdan og Grímsnesinu, en samt virðist forystusveit íslenskra krata hafa allt aðrar skoðanir á heimsmálum en framsæknir Evrópukratar. Patreksfjörður Á mánudag misstu Patreksfirðingar tvö skip burt úr bæn- um. Fyrr á þessu ári sáu þeir einnig á eftir skipi. Á nokkrum mánuðum hafa þeir misst meir en tvo þriðju hluta af kvóta sínum. Til þess að Patreksfjörður leggist ekki í auðn verða íbúar þar að ná í nýtt skip, helst fleiri en eitt, og það skip verður að hafa kvóta. Það fyrirkomulag að veiðiheimildir fylgi skipum hefur leitt til þess að verð á fiskiskipum hefur rokið upp úr öllu valdi. Reikna má með því að fyrir 15 ára togara þurfi að greiða um 250 miljónir króna. Miðað við verð á skipum fyrir nokkrum árum ætti slíkt skip að kosta 150 miljónir. 100 miljón króna hækkun er til komin vegna kvótans. Útgerð slíks skips stendur ekki undir sér ef aflinn er seldur á skráðu fiskverði. Þar verður að koma til fisksala á markaði, annaðhvort innan lands eða erlendis. Taliðerað arðsemi útgerðarykistum4-7% ef fiskiskipum fækkaði um 10%. Kvótakerfið hefursíðuren svoleitttil þess að fiskiskipastóllinn minnkaði, þvert á móti. Sýna má fram á að stóraukin veiði togara er fiskistofnunum hættulegri en netaveiði. Engu að síður hefur mikill kvóti verið færður frá bátum á togara. Kvótakerfið siglir í strand. Þar dugar ekki það eitt til að afnema sóknarmarkið. Hvað á fólkið á Patreksfirði að gera? Treysta stjórnvöld sér til að gefa því einhver ráð önnur en hvetja það til óarð- bærra fjárfestinga? Er ekki orðið tímabært að líta á hugmyndir Alþýðubanda- lagsins um byggðakvóta? KLIPPT OG SKQRIÐ Hugmyndir Óskars Lafontaine hins þýska njóta mikilla vinsælda hjá vinstrimönnum af öllum sortum. Mynd: Kristinn. Að flýja solskinið A laugardaginn hélt Birting fund á Gauki á Stöng þar sem ræða skyldi um framtíð flokka jafnaðarmanna. Fundarboðend- um leist nú ekki meira en svo á veðrið, það var glampandi sól- skin og blíða og viðbúið að Reykvíkingar, langþreyttir á sólarleysinu, fyndu sér annað til dundurs en að ræða um pólitík innandyra. En það fór betur en á horfðist því húsfyllir varð og á annað hundrað manns mættu á svæðið. Þessir ljósfælnu fundargestir fengu nokkuð fyrir sinn snúð því erindi þeirra Einars Karls Har- aldssonar ritstjóra, Einars Heimissonar sagnfræðinema og Svans Kristjánssonar prófessors voru hin fróðlegustu. Og það svo að fólk virtist ekki setja það fyrir sig þótt þeir færu allir langt fram úr auglýstum ræðutíma. 5 sænskar meginreglur Fyrstur talaði Einar Karl og tók sér fyrir hendur að svara spurningunni hvort fslendingar ættu að reyna að slá heimsmet Svía í kratisma. í síðasta helgar- blaði var viðtal við Einar og því kannski ástæðulaust að tíunda nákvæmlega það sem hano sagði. Hann lýsti nokkuð stjórnarhátt- um sænskra krata og þeirri hug- mynd þeirra að fólk sem byggi við félagslegt öryggi og góða menntun væri líklegra til að tryggja hagvöxt og góða afkomu samfélagsins en þeir sem ekki byggju við þessi lífsgæði. Einar Karl sagði að á áratuga- löngum valdaferli sænskra krata hefðu fimm meginhugmyndir ráðið ferðinni: I fyrsta lagi áhersla á skólun verkafólks til þátttöku í þjóðlífinu; í öðru lagi hugmyndin um þjóðarheimilið - Folkhemmet - þar sem deilumál eru leyst með friðsamlegum hætti; í þriðja lagi að félagslegur jöfnuður sé forsenda hagvaxtar; í fjórða lagi að sterkt samfélag sé forsenda fyrir frelsi einstakling- anna; og í fimmta lagi að hafa taumhald á fyrirtækjunum. Fyrir- tækin skulu ekki þjóðnýtt en það gilda fastmótaðar reglur um af- skipti ríkisvaldsins af rekstri þeirra. í Svíþjóð fá fyrirtæki að- stoð ef þau eiga í vandræðum en sú aðstoð fylgir ströngum reglum og þar er ekkert sem heitir að þjóðnýta hallareksturinn eins og í vissum samfélögum. Lafontaine og verka- lyðsforystan Einar Heimisson eyddi mestu af sínu púðri í hugmyndir vest- urþýskra krata, einkum þó „frelsarans frá Saar“, Óskars Lafontaine sem fór af landinu í gær. Einar greindi frá hugmynd- um hans um styttingu vinnu- tímans jafnhliða því að laun í efri hluta launastigans væru lækkuð en lægri laun fryst. Þetta hefur leitt til átaka við verkalýðsforyst- una sem auk þess hefur orðið ber að þröngri hagsmunagæslu í tengslum við umhverfisverndar- mál. Af þessu dró Einar þá ályktun að það væri úrelt starfsaðferð að spyrða saman stjórnmálaflokka og hagsmunasamtök á borð við stéttarfélögin. Einar bar hugmyndir þýskra krata saman við stefnu frjáls- hyggjuafla og tók dæmi af stefnu Thatchers hinnar bresku. Sagði hann að kjarninn í stefnu frjáls- hyggjunnar væri í raun valdboðið og gegn því ættu vinstrimenn að setja frelsið og hefðbundið frjáls- lyndi. Þeir mættu þó vara sig á því að leggjast í einhliða vörn fyrir velferðarkerfið, það þyrfti ekki endilega að vera þeim mun betra sem það væri dýrara. Og í lokin vék Einar að málefnum hér á heimaslóðum þar sem hann sagði að brýnasta verkefni vinstri- manna væri að koma á sameigin- legu framboði gegn íhaldinu í næstu borgarstjórnarkosningum. Tvenns konar jafnaðarmenn Svanur Kristjánsson liélt sig hka á heimavelli og hóf mál sitt á að fullyrða að róttæk umbóta- hreyfing sem notið hefði fjölda- hylli hefði aldrei orðið til hér á landi. Hins vegar hefðu orðið hér til tvenns konar jafnaðarmenn. Annars vegar væru þeir sem hann nefndi forsjárhyggju jafnaðar- menn en þeir skiptust í tvær undirdeildir, þá sem aðhylltust ríkisforsjá og hina sem vildu að flokkurinn hefði vit fyrir fólki. Hins vegar væru svo þeir sem Svanur nefndi uppreisnarjafnað- armenn, fólk sem risið hefði gegn kerfinu á ýmsan hátt. Þar í flokk mætti setja Kommúnistaflokkinn sáluga, Samtök frjálslyndra og vinstrimanna og 68-kynslóðina sem kristallaðist í uppreisn Vil- mundar heitins Gylfasonar. Svanur talaði að sjálfsögðu eins og atvinnumaður og sagði að það ruglaði mikið myndina af ís- lenskum stjórnmálum að íslend- ingar hefðu svo ólíkt viðhorf til stjórnmálaflokka og aðrar þjóð- ir. íslendingar líta ekki á þá sem lýðræðisleg tæki heldur sem hagsmunagæslutæki, sagði hann. Þess vegna væru aðeins tvær manngerðir í flokkunum: hinir „pólitísku ofvitar" eins og hann nefndi forystumennina og svo skjólstæðingar þeirra sem leita til flokkanna vegna þess að þeir þurfa á því að halda að vera inn- undir í kerfinu. Miðstyring andspænis valddreifingu Af þessum ástæðum vantar ís- lendinga alla reynslu í því að vinna í pólitík. Það er oftast innan við tugur manns sem mótar stefnu flokkanna og það gerist vanalega fyrir kosningar. Þess vegna sveiflast þeir svo til sem raun ber vitni. I einum kosning- um er Framsóknarflokkurinn mesti umhverfisverndarflokkur sem til er, í þeim næstu er um- hverfisvernd ekki nefnd á nafn. Það vantar alla festu í stjórnmálaflokkana. Meginniðurstaða Svans var sú' að íslenska valdakerfið væri ótrú- lega miðstýrt og að þar ætti sér stað valdasamþjöppun sem vart ætti sinn líka í öðrum löndum. Til dæmis væru íslenskir ráðherrar allt að því einráðir í sínum mála- flokki. Hins vegar hefði orðið mikil breyting úti í samfélaginu á undanförnum áratugum. Þar hefði átt sér stað valddreifing og fólk réði meiru um sín mál - um- hverfi sitt, vinnustað, skóla - en fyrir 20-30 árum. í þessu misræmi felst kreppan sem herjar á íslenskt samfélag, sagði Svanur. Það er engin efna- hagskreppa og heldur ekki fé- lagsleg kreppa. Hér ríkir kreppa hins pólitíska valdakerfis. En vegna þess hve óvanir íslending- ar eru því að vinna í pólitík er mest nöldrað um að það sé sami rassinn undir öllum þessum flokkum og pólitíkusum, þeir séu allir vondir. Það væri verkefni vinstrimanna að finna leiðir til að vinna gegn þessu hugarfari og dreifa hinu pólitíska valdi svo jafnvægi kæmist á í samfélaginu. Eftir erindi Svans urðu nokkr- ar umræður og einhverjir þóttust greina muldur frá viðstöddum pólitíkusum um að sitthvað mætti nú að kenningum prófessorsins finna. En vonandi heldur Birting áfram að halda svona skemmti- lega fundi, ekki veitir af í öllu því efnahagslega svartagallsrausi sem vor daglega pólitík er hel- tekin af. -ÞH Þjóðviljinn Síðumúla 6 ‘ 108 Reykjavík Sími: 68133 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjór I: Arni Bergmann. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, ólafur Gíslason. Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. FramkvæmdastjórhHallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiösla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33& 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverð á mónuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.