Þjóðviljinn - 30.08.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.08.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Setjum sorpið í Vatnsmýrína Kristbjörn Árnason skrifar Ágæti ritstjóri og lesendur Þjóðviljans. Enn einu sinni gerist það, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ausa úr digrum sjóði borgarinnar og kaupa jörð af vildarvinum sínum og á slíku yfir- verði að heiðarlegt fólk svitnar við tilhugsunina. Borgin er ein um það að geta gert verðmæti úr svona landi þannig að um sam- keppni er ekki að ræða. Svo mikl- ar upphæðir er um að ræða að enginn aðili getur boðið á móti. Jafnvel þótt t.d. hreppurinn sem jörðin er í hafi einhverja aðra hagsmuni varðandi nýtingu jarð- arinnar. Hefur vanmegna sveit- arsjóður enga möguleika á að leita réttar síns eða verja hagsmuni hreppsins gegn ógnar- valdi fjármagnsins, yfirverðið er slíkt. Borgin kaupir hér fullvirðislausa jörð á sextánföldu gangverði bújarða, eða á 95 milj- ónir í stað 6 miljóna. Rétt er að benda á í þessu sambandi, að með þessum hætti (baktjalda- makki og framkvæmd sem kemur öllum á óvart) hefur Reykjavík keypt upp allar jarðir í Mosfells- sveit með sjó, allt frá Elliðaám að Blikastöðum. Margoft hefur borgin reynt að kaupa þá jörð og boðið óheyrilegt verð fyrir. Lesendum blaðsins skal einnig bent á, að litlu munaði á sinni tíð að Reykjavík eignaðist lögbýlið Varmá en Mosfellshreppur nýtti sér forkaupsrétt sinn sem var í raun langt umfram eðlilega fjár- hagsgetu hreppsins á þessum tíma. Megin þéttbýliskjarninn í byggðarlaginu er einmitt á landi þessarar jarðar. Hreppurinn hafði ekki bolmagn til að kaupa Korpúlfsstaði og sjá allir hvaða þýðingu það hefði haft fyrir þró- un byggðar í hreppnum hefði það verið hægt. Þessi jarðarsala og nánast nauðung Kjalarneshrepps til að láta undan ægivaldi og ofboðs- legum þrýstingi borgarinnar ætti að vera búin að sanna það fyrir íbúum Kjalarness, Kjósar og Mosfellssveitar, að það $r löngu tímabært að sameina þessi þrjú sveitarfélög í eitt stórt og öflugt þannig að mjög erfitt yrði fyrir utanaðkomandi aðila að troða því um tær, m.a. fyrir borgina. Það eru falsrök hjá hrepps- nefndarmanni á Kjalarnesi að halda því fram, að Kjalarnes- hreppur hafi einhverjar siðferði- legar eða félagslegar skyldur til þess að taka við sorpi frá öllu Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu. Það er raunar lítið mál fyrir hvert þessara sveitarfélaga að losa sig við eigið sorp. Þá ber að rifja það upp, að nú- verandi sorphaugar borgarinnar eru í landi Gufuness, sem er gömul kirkjujörð í Mosfells- þar sem ég ólst upp í nágrenni þeirra. Þarna mætti rækta upp iðagræna velli með glæsilegu blá- greni og bláum blómum, sem aft- ur gæfi tækifæri á því að leiða um völlinn þrifalega útlendinga með gullkeðju á bumbunni og benda þeim á, að Reykjavík er eina höf- uðborgin í víðri veröld sem hefur 18 holu golfvöll í miðbæ sínum. Ekki bara laxá, heldur líka golf- völl. Slíkur glæsilegur hallargarð- ur umhverfis nýja ráðhúsið með fagurbláum síkjum þar sem rækt- gjald árlega sem svarar 6-7 milj- ónum eða kr. 45 þús. á hverja fjölskyldu á ári. f þessu sambandi má benda á það, að borgin greiðir Mosfellshreppi ekki krónu í að- stöðugjald vegna hitaveitunnar og hefur harðneitað öllum sann- gjörnum óskum um slíkt. í Mogganum í morgun er birt kort af fyrirhuguðum fram- tíðarvegi með brúm yfir Elliða- vog og Leiruvog.. Ætli borgin hafi lofað Kjalnesingum því að þessi vegur yrði lagður og áfram á „Pessi jarðasala og nánast nauðung Kjalarneshrepps... œtti að sanna þaðfyrir íbúum Kjalarness, Kjósar og Mosfellssveitar, að það er löngu tímabœrtað sameina þessi þrjú sveitarfélög í eitt stórt og öflugt“ hreppi, altarið úr kirkjunni er enn í fullri notkun við messur þegar messað er að Reykjalundi. Það er eflaust alveg rétt að fyrirhuguð urðun sorps í Álfsnesi verður með allt öðrum og þrifa- legri hætti en í Gufunesi, en það angrar okkur Mosfellinga óneitanlega, að þessi nýi urðun- arstaður er rétt við aðalbyggðina í sveitinni (1700 m) og rétt við friðað náttúrusvæði sem eru Leirurnar í Leiruvogi. Okkur sveitavörgum hefur verið sagt, að þessi nýja urðunaraðferð sé svo snyrtileg og fyrirferðarlítil, að við verðum hennar aldrei varir, þess vegna undrar það okkur að borg- arbúar skuli ekki hafa sorpið hjá sér sjálfum. Undanfarna mánuði hef ég verið að benda vinum mínum í bænum á mjög góðan stað fyrir sorpið, einmitt vegna þess hve snyrtilegt þetta verður allt. Ég hef bent þeim á Vatnsmýrina, þannig mætti fylla upp þessar fúlu tjarnir sem skítalyktina leggur frá á hlýjum sumardögum og allir eru sífellt að rífast út af. Ég persónulega hef mjög slæma reynslu af þessum fúlu tjörnum aður lax buslaði í vatninu og stór- vaxnar styttur af góðum borgar- stjórum bæri við fagurbláan him- in þannig að sænska mafían yrði græn af öfund og það væri eitthvað fyrir sómakæra borgar- starfsmenn. Það er alveg sama hvað ég hef reifað þessar stórkostlegu hug- myndir mínar við stórvini mína í bænum, þeir hrista höfuðið. Sannleikurinn er auðvitað sá, að það eru hér apa-aurarnir sem ráða öllum gjörðum manna eins og oft áður, síðan ætlar borgin að rækta upp skrúðgarð og skóg á landinu og gefa Kjalnesingum landið, þannig að Mosfellingar verða grænir af öfund. Þá vaknar spurningin hvort borgin muni gefa Kjalarneshreppi önnur lönd sín í hreppnum. Einhvers staðar heyrði ég það eða las að Kjalnesingar skulduðu 70-80 miljónir vegna hitaveitunn- ar. Hitaveita Reykjavíkur mun eins og ekkert sé yfirtaka þessar skuldir og færa þannig hverri fjöl- skyldu í hreppnum að gjöf sem svarar kr. 520 þúsund. Þá er sagt að borgin muni greiða í aðstöðu- Helguskeri yfir Kollafjörð á allra næstu árum? Slík vegarlagning myndi skila borginni gríðarlegum arði vegna urðunar sorps í Alfs- nesi, einnig myndi slíkur vegur samfara vegi undir Hvalfjörð frá Kjalarnesi gera Kjalarnes að miðbæjarsvæði með geysilega uppbyggingarmöguleika, jafn- framt sem Mosfellshreppur myndi einangrast verulega í atvinnulegu tilliti og Kjósar- hreppur einnig. Ekki hef ég orðið var við nein viðbrögð hjá sveitar- stjórnarmönnum í þessum sveitarfélögum. Oddvitinn á Kjalarnesi skuldar okkur íbúum í sýslunni trúverð- ugar skýringar á snöggri afstöðu- breytingu sinni, eða er hann bú- inn að ná þeim árangri sem hann ætlaði sér í þröngri stöðu? Við erum líklega búnir að sjá að mað- urinn er frábær samningamaður. Kæri lesandi þessa bréfs. Ég sagði í upphafi, að það mætti draga drjúgan lærdóm af þessum atburðum er snerta skipulagsmál þessara þriggja hreppa í Kjósar- sýslu. Þar á ég við nauðsyn þess að sameina þá í eitt sveitarfélag, sem vegna legu sinnar við borg- ina og sterk tengsl við Vestur- landið yrði geysilega öflugt. Það væru miklar líkur á því að vaxtar- broddur atvinnuuppbyggingar höfuðborgarsvæðisins yrði í slíku sameinuðu sveitarfélagi sem væri það öflugt, að það réði við að veita íbúum sínum fullkomna þjónustu og næg atvinnutækifæri. Nokkuð sem þessi sveitarfélög eiga í erfiðleikum með í dag. Landkostir eru slíkir að góðir möguleikar eru á uppbyggingu þriggja þéttbýliskjarna. Miklir möguleikar eru á alhliða atvinnu- lífi. Allir hrepparnir hefðu mikla hagsmuni af því að til slíkrar sam- einingar kæmi. Nægir að benda Mosfellingum á þá staðreynd, að við lagningu þessa nýja vegakerf- is einangrast byggðarlagið gjör- samlega atvinnulega séð. Öll uppbygging verslunar og iðnaðar byggist á því að vera í þjóðbraut, hugsanlegir viðskiptavinir iðnfyr- irtækja leita helst ekki langt yfir skammt. Það ætti að nægja Kjalnesing- um að benda þeim á hitaveitu- framkvæmdirnar. Nauðsynlegar fyrir byggðina til þess að þar yrði lífvænlegt fyrir fjölskyldur, en alltof dýr fyrir svo fáa íbúa. Kjainesingar eru of fáir til þess að geta nýtt sér þá möguleika sjálfir sem felast í breytingunum á þjóð- veginum á næstu árum. Kjósin er þegar alvarlega einangruð og ein- angrast enn frekar við það að vegurinn fer undir Hvalfjörð. Landbúnaður er allur á undan- haldi í Kjósinni sem annars stað- ar og sífellt verður erfiðara að halda Kjósinni í raunverulegri byggð. Þau örfáu atriði sem ég hef hér talið fram ættu að nægja til þess að ætlast til að alvarleg vinna verði lögð í það að kanna mögu- leika á sameiningu þessara sveitarfélaga. Óþarft ætti að vera að tíunda hér frekar þá stórkost- legu möguleika sem slík samein- ing byði upp á. Mosfellssveit, 26. ágúst 1989 Kær kveðja, Kristbjörn Árnason Kristbjörn Árnason er formaður Félags starfsfólks í húsgagnaiðn- aði og býr í Mosfellsbæ. SKAK Heimsbikarmótið í Skellefteá Kasparov og Karpov brtast um efsta sætið Það er allt útlit fyrir æsispenn- andi endasprett á heimsbikar- mótinu í Skelleiteá í Svíþjóð. Kasparov og Karpov tróna á toppnum eftir 11 umferðir en það er stutt í næstu menn og allt getur gerst í lokaumferðunum þó mér segi svo hugur að annar ef ekki báðir þessara ofurmenna skák- listarinnar hreppi efsta sætið. Keppninni um heimsbikarinn er lokið að því leyti að enginn getur komið í veg fyrir að Kaspar- ov hampi honum í mótslok. Hann væri langefstur í Skellefteá ef ekki hefðu komið til óvænt lausatök í gjörunnum stöðum. Anatoly Karpov hefur á hinn bóginn fikrað sig hægt og bítandi upp töfluna samkvæmt þeirri so- vésku aðferð sem gerir ráð fyrir sigri á hvítt - jafntefli á svart. Hann er yfirleitt harður á loka- sprettinum, ef undan er skilið heimsbikarmótið í Rotterdam, og ætlar sé örugglega sigur. Bandaríkjamaðurinn Yasser Seirawan hefur komið mest á óvart og er ásamt Nigel Short og Lajos Portisch í 3.-5. sæti. Skilur aðeins hálfur vinningur þá þre- menninga og efstu menn. Úrslitin í 9.-11. umferð hafa orðið eins og hér segir: 9. umferð: Kasparov vann Portisch, Kortsnoj vann Nikolic, Short vann Vaganian, Sax vann Nunn, Seirawan vann Hiibner. Jafntefli gerðu Ribli og Karpov, Salov og Tal. Ehlvest og Anders- son. 10. umferð: Karpov vann Nik- olic, Andersson van Vaganian, Portisch vann Salov, Sax vann Ehlvest. Jafntefli gerðu Tal og Kortsnoj, Hubner og Ribli, Short og Seirawan, Kasparov og Nunn. 11. umferð: Seirawan vann Andersson. Jafntefli gerðu Ehlvest og Kasparov, Kortsjov og Karpov, Portisch og Tal, Ribli og Short, Nunn og Salov, Nikolic og Htibner, Vaganian og Sax. Staðan eftir ellefu umferðir var þá þessi (12. umferð var tefld í gærkvöldi): 1.-2. Kasparov og Karpov 7 v. 3.-5. Short, Seirawan og Portisch 1. d4-Rf6 2. c4 eó 3. R13Bb4+ 4. Bd2 De7 5. g3 0-0 6. Bg2 Bxd2+ 7. Dxd2 d6 8. Rc3e5 9. 0-0 He8 10. e4 Bg4 11. d5 Bxí3 12. Bxf3 c5 13. Hael a6 14. b3 Rbd7 15. Bg2 Hab8 16. a4 Dd8 17. Ddl He7 18. He3 Da5 19. Hfel Kh8 20. Bh3 Hg8 21. Hhl Dd8 22. Dd2 Rh5 23. Re2 6Vi v. 6.-8. Andersson, Ehlvest og Salov 6 v. 9. Sax SV2 v. 10.-12, Tal, Hubner og Ribli 5 v. 13. Nik- olic 4V2 v. 14.-15. Kortsnoj og Nunn 4 v. 16. Vaganian 3Vi v. Karpov komst upp við hliðina á Kasparov með því að leggja Seirawan í 8. umferð. Heims- meistarinn reif sig lausan í 9. um- ferð er hann lagði Portisch en slapp svo naumlega í 10. umferð er hann mætti John Nunn. Karp- ov notfærði sér tækifærið og komst enn upp að hliðinni á Garrí með því að sigra Predrag Nikoloc í einni athyglisverðustu skák mótsins: 10. umferð Karpov - Nikolic Bogo-indversk vörn (Karpov unir sér vel í stöðum af þessu tagi þar sem hann hefur meira rými og getur leitað færa í mestu makindum. Þess vegna kom nokkuð á óvart hversu harða stefnu viðureignin tók.) 23. .. g6 24. a5 Rg7 25. Bxd7Dxd7 26. f4 Hge8 27. b4 cxb4 28. Dxb4 f5 29. Rc3exf4 30. gxf4 fxe4 31. Rxe4 Df5 (Nikolic hyggst nú svara 32. Rxd6 með 32... Dxf4! og mát á fl gerir hvítum gramt í geði. Með því að fórna tveimur peðum og setja traust sitt á frípeðið á d- línunni leysir Karpov vandann). 32. c5! dxc5 34. d6 He5 33. Dc4 Dxf4 35. d7 Hd8 36. Dc3! (Kynngimagnaður leikur sem byggir á hugmyndinni 36. .. Hxdf7 37. Hf3! og drottningin getur sig hvergi hrært vegna mátsins á f8). 36. .. h5 39. Dcl g5 37. Hf3 Dh4 40. Rg3 Hd5 38. Hf7 Hg8 (Eða 40. .. Dd4 41. Hdl og vinnur.) 41. Hf6 Hd8 43. He8+! 42. Dbl Kg8 - og Nikolic gafst upp. Hann tapara.m.k. hrók: 43. ..Hxe844. dxe8(D)+ Rxe8 45. Dg6+ Rg7 46. Df7+ og vinnur. Miðvikudagur 30. ágúst 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.